Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
laugur, maki hennar, sem einnig
er úr Húnaþingi, ráku lengi mat-
vöruverslunina Gunnlaugsbúð á
Freyjugötu 15 í Reykjavík. Þegar
við hjónin fluttum suður árið 1972
höfðu þau nýlega byggt sér hús í
Haðalandi 17 í Fossvogi en Egg-
ert hafði fengið lóð í Haðaland 21.
Við leigðum húsnæði nokkru ofar
í Fossvoginum meðan Eggert
byggði húsið okkar. Ekki var
matvörubúð í næsta nágrenni en
Eggert hafði samband við frænku
sína sem tók stundum með sér
matvöru til okkar á heimleið. Ég
man þegar Erla, sem var hörku-
dugleg, hress og hagsýn kona,
kom með fyrsta matvörukassann.
Hún opnaði frystihólfið á kæli-
skápnum og benti mér á að ég
gæti komið hálfum lambsskrokki
þar inn – það væri mun ódýrara
að kaupa hálfan skrokk heldur en
í eina máltíð. Svo baðst hún afsök-
unar á afskiptaseminni en ég
þakkaði henni fyrir og hef síðan
farið eftir þessum góðu leiðbein-
ingum.
Annað dæmi um greiðvirkni
Erlu og Gunnlaugs er að stuttu
eftir að yngri sonur okkar fæddist
sumarið 1974 þurftum við hjónin
að lakka stórt parketgólf. Veðrið
var gott og gátum við verið með
opið út yfir daginn en þótti vara-
samt að láta drengina sofa í hús-
inu meðan lakkið var blautt. Leit-
uðum við þá til þeirra hjóna. Þau
buðu okkur umsvifalaust vera
með drengina hjá sér og sváfum
við þar öll fjögur í einar tvær næt-
ur.
Yngsta barn þeirra hjóna, Ás-
laug, er fætt árið 1973, en drengir
okkar Eggerts 1972 og 1974. Þau
þrjú voru eins og systkin og léku
sér oftast saman, ýmist inni eða
úti á milli heimilanna. Áslaug
gætti líka oft með þeim bræðrum
dóttur okkar sem fæddist 1979.
Þau fjögur voru og eru perluvinir.
Þegar þau hjón héldu upp á
fermingar, útskriftir o.fl. var það
oftast heima og sá Erla um veisl-
urnar. Hún bakaði líka glæsilegar
kransakökur í fermingarveislur
barna okkar Eggerts. Þau hjón
voru höfðingjar heim að sækja og
dugnaði þeirra var við brugðið,
eins og framkvæmd þeirra í
Hverafold í Grafarvogi, uppbygg-
ing á Gelti og endurnýjun heim-
ilisins ber vott um.
Við bjuggum í Haðalandinu
rúm 34 ár og aldrei bar nokkurn
skugga á vináttuna við þau hjón.
Eggert vann oft fyrir Gunnlaug
og skrapp iðulega yfir til þeirra og
þá voru rifjaðar upp skemmtileg-
ar minningar frá bernskuárum í
Húnaþingi. Eftir að Eggert veikt-
ist studdu þau okkur ómetanlega.
Á seinni árum færðu þau Eggert
konfekt og vínflösku á gamlárs-
dag og eftir að hann flutti á hjúkr-
unarheimili fóru þau einfaldlega
þangað með konfektið.
Ég og börnin munum ávallt
minnast Erlu með þakklæti og
gleði. Hún var einstök kona,
hreinskiptin og heil. Við vottum
Gunnlaugi, börnum þeirra hjóna
og fjölskyldum einlæga samúð
okkar. Blessuð sé minning Erlu
Levy.
Guðrún Pálsdóttir.
Ég var svo heppin að fá að alast
upp í Fossvoginum frá sex ára
aldri og í næstu götu við okkur
Bensa, tvíburabróður minn,
Haðalandi, bjuggu jafnaldrar
okkar næstum í hverju húsi. Í
Haðalandi 17 átti Hildur heima en
við urðum góðar vinkonur sem
brölluðum ýmislegt saman ásamt
öllum hinum skemmtilegu krökk-
unum í götunni. Við vorum alltaf
velkomin inn á heimili Hildar,
tjalda í garðinum, leika okkur á
lóðinni, búa til karamellur eða
hvað við vildum, stundum fylgdi
því reyndar að passa Áslaugu litlu
systur hennar þar sem Erla og
Gunnlaugur voru oft upptekin í
búðinni. Búðin, Gunnlaugsbúð á
Freyjugötunni, varð svo sá staður
sem ég hef unnið einna lengst á,
utan kennslustofunnar. Erla og
Gunnlaugur voru einstaklega
samhent hjón og gerðu allt fyrir
kúnnann; ef varan var ekki til þá
var því bara reddað, ef einhver
fékk vitlausa pöntun þýddi það
bara aðra hjólaferð heim til við-
komandi og aldrei var rukkað fyr-
ir þessar heimsendingar, allt gert
með glöðu geði hver sem kúnninn
var. Það er ekki skrýtið þótt
nokkrar eldri konur í Þingholtun-
um hafi brostið í grát þegar
Gunnlaugsbúð flutti upp í Grafar-
vog. Á þessum 10 árum sem ég
vann með skóla í búðinni hlakkaði
ég alltaf til að mæta í vinnuna.
Mér var treyst til að skrifa niður
tímana sem ég vann og svo fyrsta
hvers mánaðar fór ég í Haða-
landið þar sem Erla reiknaði sam-
an tímana og borgaði mér með
ávísun. Búðin virkaði oft eins og
besta félagsmiðstöð fyrir íbúa
hverfisins. Fastakúnnarnir áttu
reikning í búðinni og þekkti mað-
ur auðvitað alla með nafni og öll-
um var treyst til að greiða skuldir
sínar um mánaðamótin, sem oft-
ast gekk eftir. Allt var svo per-
sónulegt og átti Erla ansi stóran
þátt í því að kenna okkur sem
unnum í búðinni að bjóða öllum
góðan dag, þakka fyrir viðskiptin
og sýna einstaka kurteisi, kúnn-
inn hafði alltaf rétt fyrir sér. Í dag
er maður bara skammaður fyrir
ef það er óvæntur hlutur á poka-
svæði! Þegar búðinni var lokað á
hádegi á laugardögum fékk ég
iðulega að fara með fjölskyldunni
heim í SS-pylsur og appelsín, það
þótti mér æðislegt, ef vel bar í
veiði fengum við Pipp-súkkulaði á
eftir.
Erla var skemmtileg, dugleg
og klár kona sem gekk í öll verk,
hvort sem var í búðinni, bókhald-
inu eða á heimilinu. Þótt ég hafi
lítið umgengist þessa góðu fjöl-
skyldu seinni ár bý ég alltaf að því
sem Erla og Gunnlaugur kenndu
mér og þakka ég innilega fyrir
það.
Elsku fjölskylda, Gunnlaugur,
Garðar, Sævar, Hildur, Áslaug,
tengdabörn og afkomendur, inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar.
Helga Sveinsdóttir.
Mig langar til að minnast Erlu
með nokkrum orðum. Í brúðkaupi
Þórunnar, elsta barnabarns Erlu,
var dreift auðum miðum, þar sem
gestir áttu skrifa niður heilræði
handa brúðhjónunum. Ég man að
við Kristín heitin vorum einhuga
um hvað við ættum að skrifa sem
var eitthvað á þá leið að brúðhjón-
in ættu að hafa hjónaband Erlu og
Gunnlaugs að leiðarljósi og þá
mundi þeim vel farnast. Ef
minnst er á Erlu þá er Gunnlaug-
ur aldrei langt undan. Við Kristín
ræddum oft um það hvað þau
væru skemmtileg og samrýnd
hjón. Þau störfuðu samhent í
verslunarrekstrinum þótt þau
væru komin yfir miðjan aldur og
hefðu dregið úr umsvifum í mat-
vöruversluninni höfðu þau alltaf
nóg annað fyrir stafni. Þau voru
að stækka húsið í Haðalandinu,
kaupa jörð í Grímsnesi, setja upp
sportvöruverslun í Grafarvogi,
innrétta hesthúsið, starfa innan
Sjálfstæðisflokksins, svo nokkuð
sé nefnt. En það voru ekki bara
framkvæmdirnar, það var hugur-
inn á bak við þær, gleðin og
ánægjan með viðfangsefnin sem
ég hreifst af. Þau höfðu gaman af
að sýna og segja frá viðfangsefn-
um sínum en ekki síður vildu þau
vita um allt sem við vorum að gera
og fannst mikið til þess koma.
Erla og Gunnlaugur voru einlæg-
ir sjálfstæðismenn, gerðu sér öðr-
um betur grein fyrir mikilvægi
einkaframtaks og atvinnufrelsis.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Erlu og Gunn-
laugi fyrir um 40 árum. Það var
um það leyti sem nýlenduvöru-
verslunin hætti á Fjölnisvegi 2 og
foreldrar mínir hófu viðskipti við
Gunnlaugsbúð og um svipað leyti
kynntist ég syni þeirra Gunnlaugi
Sævari og hefur sú vinátta varað
síðan. Ég minnist þess að foreldr-
um mínum varð tíðrætt um
hversu gott væri að versla í Gunn-
laugsbúð, hvað hjónin sem þar
stóðu vaktina hefðu góða nærveru
og veittu góða þjónustu. Svo var
þeim einnig umhugað um hag for-
eldra minna, spurðu frétta og
reyndu að liðsinna eftir mætti.
Þeim var annt um viðskiptavini
sína. Foreldrar mínir báru alla tíð
mikinn hlýhug til þeirra hjóna og
aldrei kom annað til greina en að
versla í Gunnlaugsbúð. Margar
minningar koma upp í hugann.
Maður minnist þess t.d. þegar
maður kom ríðandi í Haðalandið í
Fossvoginum sem var hægt í þá
daga. Hestar bundnir fyrir utan
og maður leiddur inn að veislu-
borði sem Erla hafði útbúið.
Hestarnir mínir voru dásamaðir
sem miklir gæðingar og á slíkum
stundum þá fann maður vel hvað
sveitin þeirra Vatnsnesið í Húna-
vatnssýslunni skipaði stóran þess
í lífi þeirra þegar rifjaðar voru
upp sögur af hestum og mönnum
fyrir norðan. Stundum var bikar
með sem ekki spillti fyrir. Maður
fór alltaf glaðari og hressari af
þessum fundum en þegar maður
kom og mér fannst ávallt eins og
ég væri á miklu betri hestum þeg-
ar ég fór úr Haðalandinu heldur
en þegar ég kom þangað. Svo var
það árviss viðburður í mörg ár að
hittast á uppskeruhátíð hesta-
manna þar sem Erla og Gunn-
laugur voru fastir gestir í góðra
vina hópi. Þegar við hittum þau
þar þá var Erla oft fyrri til að
segja: „Gunnlaugur, ertu búinn
að bjóða þeim upp á gin og
tónik?“ Það var ekki valkostur að
segja nei við slíku kostaboði.
Þetta urðu ávallt fagnaðarfundir
og vil ég þakka fyrir að fá að
kynnast þeim og eiga að vinum
Erlu og Gunnlaug og þeirra fjöl-
skyldu. Sú vinátta hefur reynst
mér dýrmæt.
Ég sendi Gunnlaugi, börnum
hans og hans stóru fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur og bið
þeim öllum Guðs blessunar.
Sigurbjörn Magnússon.
Ef hægt er að segja um ein-
hverja konu að hún hafi verið lífið
og sálin í sínum félagsskap þá var
hægt að segja það um hana Erlu.
Sem félagskona í Kvenfélagi Bú-
staðasóknar lét hún sér ekkert
óviðkomandi. Í mörg ár var hún
þar í stjórn og tók þátt í öllu og
leysti allt jafn vel af hendi. Ef
eitthvað þurfti að gera var hún
ævinlega fyrst til að bjóða fram
krafta sína. Alltaf til í að baka fyr-
ir fundi og jólakökurnar hennar
slógu virkilega í gegn. Hún var
líka einn af stofnendum kvenna-
kórsins Glæða og söng lengi með
kórnum. Þegar safna þurfti vinn-
ingum hjá fyrirtækjum fyrir
happdrætti félagsins lét hún ekki
sitt eftir liggja. Hún safnaði flest-
um vinningunum og keypti síðan
marga miða sjálf ásamt manni
sínum Gunnlaugi sem stóð
ótrauður við bakið á henni í fé-
lagsstarfinu. Sem dæmi um það
má nefna að þegar hún gat ekki
lengur sinnt þessu vegna veik-
inda aðstoðaði hann félagið við
þetta verkefni og styrkti þar með
fjáröflun kvenfélagsins.
Þegar við kvenfélagskonur
fórum eitt sinn í sumarferðalag
austur í sveitir bauð hún okkur
öllum til sín, en þau hjón eiga þar
jörðina Gölt. Áttum við þar ynd-
islega kvöldstund með þeim hjón-
um. Eitt sinn þegar kvenfélagið
ætlaði að halda fund í safnaðar-
heimili Bústaðakirkju bilaði hita-
kerfi hússins svo ekki var álitlegt
að halda fundinn þar. Erla bauð
strax að halda fundinn heima hjá
sér og þangað var fundurinn
fluttur með hraði og þar nutum
við einnig gestrisni hennar. Við í
Kvenfélagi Bústaðasóknar þökk-
um henni fyrir áratuga óeigin-
gjarnt starf, sem hefur skipt
miklu máli fyrir félagið. Hennar
sæti verður vandfyllt.
Við vottum Gunnlaugi og fjöl-
skyldunni og öðrum ættingjum
og vinum innilega samúð við frá-
fall hennar.
Guð blessi minningu hennar.
F.h. Kvenfélags Bústaða-
sóknar,
Laufey E. Kristjánsdóttir.
✝ Richard Daw-son Woodhead
fæddist 6. apríl 1947
í Blackpool á Eng-
landi. Hann lést 27.
desember 2019 á
gjörgæsludeild
Hospiten á Tenerife.
Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
Gestsdóttir, f. 26.10.
1923, frá Siglufirði,
og Franks Dawson
Woodhead, f. 3.8.
1919 frá Dodworth á Englandi,
þau eru bæði látin.
Hálfbræður sammæðra eru:
Svavar Óskar Bjarnason, f. 8.2.
1953, d. 3.9. 2019. Hilmar Grétar
Bjarnason, f. 5.4. 1959.
Hálfsystur samfeðra eru: Kar-
en Withaker, f. 18.3. 1954, Lynne
Cooper, f. 15.1. 1957.
Richard kvæntist árið 1967 Sig-
ríði Bragadóttur, f. 28.10. 1949,
þau skildu. Richard og Sigríður
eignuðust dótturina Kristínu
Richardsdóttur, f. 15.11. 1966, í
sambúð með Aðalsteini Jónatans-
syni, f. 5.4. 1957.
Börn Kristínar og Einars S.
Jónssonar, f. 26.3. 1963: Val-
gerður Einarsdóttir, f. 18.12.
móðir Ásta Wiencke. Benjamín
Ágúst Dawson Franksson, f. 27.3.
2007, barnsmóðir Steinunn Bríet
Ágústsdóttir. Adam Ingi Wienkce
Aronsson, f. 24.8. 1998, uppeldis-
sonur.
Lára Gestrún Woodhead, f. 18.5.
1988, í sambúð með Ólafi Tryggva
Eggertssyni, f. 27.3. 1985. Börn
Láru og Ólafs eru: Ástrós Anna
Ólafsdóttir, f. 17.7. 2007. Jóhann
Már Ólafsson, f. 17.1. 2011. Elínrós
Anna Ólafsdóttir, f. 7.3. 2019.
Eftirlifandi sambýliskona Rich-
ards er Margrét Pétursdóttir, f.
11.2. 1947.
Richard ólst upp á Siglufirði, í
Njarðvík og Vogum, hjá móður
sinni og móðurömmu, Láru Lars-
dóttur Thorsen.
Richard vann við ýmis störf, við
síldarvinnslu á Siglufirði, hlaðmað-
ur hjá Loftleiðum, rútubílstjóri hjá
Steindóri Sigurðssyni, en hann
vann þó lengst af á véladeild hjá Ís-
lenskum aðalverktökum, þar til
hann stofnaði Útfararþjónustu
Suðurnesja árið 1999. Starfaði
hann sem útfararstjóri fram á síð-
asta dag.
Richard var einn af stofnendum
Lionsklúbbsins Garðs og aðal-
hvatamaður að stofnun fyrsta Leo-
klúbbs á Íslandi, Leoklúbbsins
Sigga. Hann var félagi í Forn-
bílaklúbbi Íslands og Félagi hús-
bílaeigenda.
Útför Richards fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 16. janúar
2020, klukkan 13.
1984, gift Eysteini
Má Guðvarðarsyni, f.
3.12. 1981. Börn
þeirra eru Særún
Lilja, f. 1.1. 2007,
Ísak Logi, f. 14.7.
2008, og Bergrún
Elva, f. 1.2. 2016. Jón
Bragi Einarsson, f.
1.9. 1988, í sambúð
með Maríu Sigurð-
ardóttur, f. 3.6. 1993.
Kristín Perla Jóns-
dóttir, f. 28.9. 2014,
móðir Guðný Hermannsdóttir.
Drengur Jónsson, f. 21.12. 2019,
móðir María Sigurðardóttir.
Íris Einarsdóttir, f. 10.5. 1990, í
sambúð með Gísla Frey Ólafssyni,
f. 2.10. 1992. Dóttir þeirra er Dag-
björt Freyja Gísladóttir, f. 4.9.
2019.
Richard kvæntist 29.12. 1973
Jennýju Kamillu Harðardóttur, f.
15.3. 1953, þau skildu. Börn Rich-
ards og Jennýjar eru: Agnes Ásta
Woodhead, f. 26.4. 1974, í sambúð
með Einari Gunnari Einarssyni, f.
13.2. 1970. Frank Dawson Wood-
head, f. 6.10. 1981, í sambúð með
Bennie May Wright, f. 24.7. 1975.
Börn Franks: Richard Dawson
Woodhead, f. 26.7. 2000, barns-
Það var alltaf notalegt að setja
upp í líkbílinn til Rikka að lokinni
útför. Slíkar athafnir geta verið
krefjandi en ég þjónaði við Kefla-
víkurkirkju í hartnær áratug.
Rikki hlýddi á minningarorðin,
hann þekkti jú flest þau sem
þarna fengu með honum hinsta
farið í kirkjugarðinn.
Stundum fannst honum prest-
urinn hafa verið of háfleygur.
Hann gantaðist með að greinilega
væri fátt vænlegra til vinsælda en
að geispa golunni. Ég svaraði um
hæl á þá leið að ef það kæmi í minn
hlut að flytja yfir honum líkræð-
una myndi ég hefja hana á orð-
unum: „Nú hefur þjónustudeild
Útfararstofu Suðurnesja tekið til
starfa.“ Já, nú væri hann kominn í
félagsskap þeirra fjölmörgu sem
hann hafði fylgt til hvíldu í helgum
reit. Þeir gætu loks haft skoðun á
þjónustu hans. Honum fannst
þetta ágæt hugmynd og brosti út í
annað, með vindilinn í munnvik-
inu. Nú þjóna ég á öðru landsvæði
og vinir Rikka og vandamenn
munu njóta þess að hlýða á séra
Erlu flytja yfir honum kveðjuorð.
Öllu gamni fylgir þó nokkur al-
vara. Það var merkilegt að fylgj-
ast með því hversu nátengdur
Rikki var þeim sem hann þjónaði.
Hann sagði mér frá því að stund-
um vitjuðu þeir hans í draumi.
Hann var næmur og hann var vak-
inn og sofinn í störfum sínum. Þá
var Rikki góður félagi og stuðn-
ingur okkur sem unnum með hon-
um að því að undirbúa útför.
Hann var líka alltaf jafn virðu-
legur í svörtu einkennisklæðun-
um, eins og enskur aðalsmaður.
Mikil blessun hefur það verið fyrir
samfélagið suður með sjó að hafa
notið þjónustu Rikka á löngu
skeiði en með honum kveður einn
af þeim einstaklingum sem settu
svip sinn á mannlífið. Guð blessi
minninguna um Rikka og veri með
öllum aðstandendum hans.
Skúli Sigurður Ólafsson.
Mig langar að minnast Rikka
með nokkrum orðum. Ég kynntist
Rikka útfararstjóra er ég hóf störf
í Útskálaprestakalli fyrir rúmum
10 árum. Við fyrstu kynni minnti
hann mig á persónu úr kvikmynd,
skarpur svipur, yfirvaraskeggið,
þykka hárið, erlent nafn. Það var
einhver dulúð yfir þessum manni.
Viðræðugóður frá fyrsta degi,
húmoristi fram í fingurgóma, fag-
maður á sínu sviði. Það var ein-
hver glæsileiki yfir þjónustu hans.
Hann var fágaður og tignarlegur
en jafnframt hógvær og nærgæt-
inn. Aldrei heyrði ég nokkurn
mann hallmæla þjónustu hans.
Mín upplifun var sú að hann mætti
öllum af sömu virðingu og kær-
leika í sinni þjónustu. Oft var haft
orð á því hversu fagurlega hann
gekk frá hinum látnu í kisturnar.
Þjónustulundin rík dag sem nótt.
Hann lét formlega af störfum fyrir
nokkru er dóttir hans tók við
rekstri útfararstofunnar en ætíð
var hann tilbúinn að létta undir
þegar álag var mikið og eins að
standa við eldri „pantanir“ sem
hann hafði lofað. Það er missir að
Rikka. Sterkur persónuleiki sem
skilur eftir sig margar minningar.
Við prestarnir njótum þeirra for-
réttinda að vera með fólki jafnt í
gleði sem sorg en útfararstjórar
eru einkum með fólki á erfiðustu
stundunum í lífi þess. Þar stóð
Rikki sína vakt með sóma. Byrjaði
sem áhugamaður með Lions-
klúbbnum sínum en gerði útfar-
arþjónustuna síðan að sínu aðal-
starfi í mörg ár eftir því sem
umsvifin jukust. Guði séu þakkir
fyrir þjónustu hans. Ég hef því
miður ekki tök á að vera viðstadd-
ur útförina en votta aðstandend-
um öllum samúð og bið Guð að
hugga og styrkja á komandi tíma.
Genginn er Rikki á frelsarans fund,
fágaður ætíð með þjónustulund.
Herramaður, hógvær að sjá,
hneigir sig núna Guði hjá.
Sigurður Grétar Sigurðsson.
Nú í lok nýliðins árs, þegar okk-
ur barst sú frétt að Rikki frændi
væri farinn í lokaferðina sína, þá
tók það okkur nokkra stund að
átta okkur á því að þetta er veru-
leiki sem ekkert fær breytt.
Elsku Rikki frændi, eins og þú
varst alltaf nefndur innan Hlíðar-
vegs-fjölskyldunnar. Þú varst
staddur á Tenerife þegar kallið
kom og við trúum því að þeir sem
á undan eru gengnir úr fjölskyld-
unni okkar hafi tekið vel á móti
þér og leitt þig inn í sumarlandið,
inn í land ljóssins.
Við móðurbróður-fjölskylda þín
frá Hlíðarvegi 11 Siglufirði, þökk-
um þér alla samfylgd og sam-
veruna liðin ár.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um þig sem munu fylgja
okkur og lifa áfram. Við minnumst
þín og þökkum allar góðu og
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman hér fyrir norðan og
eins þegar við komum suður til
ykkar. Þú varst ætíð hrókur alls
fagnaðar með glens og grín og það
var alltaf líf og fjör í kringum þig.
Seinna fækkaði ferðunum á
milli eins og gengur, en alltaf þeg-
ar komið var saman var eins og við
hefðum hist í gær og ekki var vík
milli vina
Við minnumst líka stunda þar
sem sorgin kom við sögu þegar
kærir ástvinir voru kallaðir í Sum-
arlandið, þangað sem leið okkar
allra liggur svo að lokum. Á þeim
stundum er það samvera og hlý-
legheit fjölskyldu og vina sem er
okkur öllum svo mikilvæg. Við
sem ekki komumst í útförina
sendum okkar hlýjustu hugsanir
og kveðjur suður yfir heiðar til
fjölskyldunnar.
Þó allir hljóti að fara þessa ferð
að finna andans björtu heimakynni,
þá streymir um hugann minninganna
mergð
er mætur vinur hverfur hinsta sinni.
(Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson)
Far þú í friði, elsku Rikki
frændi.
Við vottum ykkur öllum dýpstu
samúð okkar, þeim Margréti Pét-
ursd., sambýliskonu Richards, og
fjölskyldu, börnum Richards og
fjölskyldum þeirra, börnum Svav-
ars og fjölskyldum þeirra. Hilmari
bróður Richards og fjölskyldu
hans sem og allri fjölskyldu og
vinum hans Richards.
Með innilegum samúðarkveðj-
um.
Líney Bogadóttir, börn og
fjölskyldur frá Hlíðarvegi 11,
Siglufirði.
Kveðja frá Félagi ís-
lenskra útfararstjóra
Við félagsmenn í FÍÚ kveðjum
góðan félaga og vin, Richard D.
Woodhead, sem fallinn er nú frá
og þökkum við honum allar góðar
stundir og gott samstarf.
Við sem eldri erum í félaginu
höfum þekkt Rikka allt frá því að
hann fór að starfa við útfarir með
félögum sínum í Lions í Garði og
svo eftir að hann stofnaði Útfar-
arþjónustu Suðurnesja og tók yfir
alla starfsemi þeirra þar. Sam-
starf og samvinna félagsmanna
FÍÚ við Rikka hefur ávallt verið
með ágætum í gegnum árin og eft-
ir að Kristín Richardsdóttir og
sambýlismaður hennar Aðal-
steinn Hákon Jónatansson tóku
við rekstrinum af honum hefur
það góða samstarf haldið áfram.
Við útfararstjórar í Félagi ís-
lenskra útfararstjóra vottum
Kristínu og Aðalsteini og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
F.h. félagsins,
Rúnar Geirmundsson,
formaður.
Richard Dawson
Woodhead