Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
blaðinu sem allar sneru að hans
hjartans málum. Stjórnmálin voru
hans líf og yndi og hans líf snerist
um þau. Er leiðir okkar Jóns Vals
lágu fyrst saman vorum við í
flestu á öndverðum meiði í stjórn-
málunum, hann til hægri en ég
taldi mig þá þjóðlegan vinstri
mann á móti veru bandaríska
hersins í landinu. Engu að síður
ræddum við oft pólitík okkur til
ánægju og gagns. Þegar vinstrið
varð undirlagt af ESB-óværunni
og varð æ óþjóðlegra færðist ég
endanlega frá vinstrinu og nær
Jóni í stjórnmálunum. Leiðir okk-
ar í baráttumálum stjórnmálanna
hafa svo legið nokkuð þétt saman
undanfarin áratug eða svo. Báðir
höfum við verið virkir í baráttunni
gegn ESB-innlimun landsins og
verið harðir gegn EES-samningn-
um. Við höfum staðið saman á
Austurvelli við að mótmæla Evr-
ópusambandinu, innleiðingu 3ja
orkupakkans, útlendingalögunum
og margt fleira mætti telja. Við
komum báðir að stofnun Íslensku
þjóðfylkingarinnar árið 2016. Þó
svo að leiðir skildu síðan þegar ég
og hópur fólks fórum og stofnuð-
um Frelsisflokkinn var samt alltaf
skilningur og gagnkvæm virðing
okkar á milli. Hans stóra hugsjón
var að sjá sameiningu og uppgang
þjóðlegs stjórnmálaafls sem gæti
af krafti leitt baráttuna fyrir sjálf-
stæði lands og þjóðar og veitt
landsöluöflunum sterkt viðnám.
Jóns Vals verður sárt saknað en
minningin um þennan góða en
óvenjulega mann mun lifa og óeig-
ingjörn barátta hans mun blása
okkur sem eftir stöndum eldmóði í
brjóst.
Ég votta börnum og aðstand-
endum Jóns Vals innilega samúð.
Gunnlaugur Ingvarsson.
Jón Valur Jensson var hug-
sjónamaður, ódeigur í baráttu fyr-
ir málefnum sem hann bar fyrir
brjósti. Hann var gagnmenntaður
mannvinur, tók málstað þjóðar
sinnar og varði lífsrétt ófæddra
barna.
Jón Valur barðist fyrir hug-
sjónamálum sínum af þekkingu og
brást aldrei. Hann stóð vörð um
sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi,
barðist gegn Icesave með þjóðar-
heiður að kjörorði og þriðja orku-
pakkanum með áherslu á fullveldi
þjóðarinnar yfir mikilvægum
orkuauðlindum sínum.
Jón Valur naut viðurkenningar
sem einn fremsti ættfræðingur
þjóðarinnar. Kynntist ég Jóni
þegar ég sótti ættfræðinámskeið
hjá honum fyrir margt löngu.
Lagði hann mikla áherslu á gagn-
rýna meðferð ættfræðiheimilda.
Við hittumst oft á lífsleiðinni,
ræddum saman, síðast eigi alls
fyrir löngu, um sameiginleg hugð-
arefni á sviði þjóðmála og menn-
ingarmála. Blessi þig voru jafnan
orð hans þegar við kvöddumst.
Jón Valur barðist fyrir þjóðleg-
um gildum og hag þjóðarinnar,
var mikill áhugamaður um sögu
lands og lýðs og hafði djúpan
skilning á mikilvægi kirkju og
kristni á leið þjóðarinnar frá ár-
dögum til samtímans.
Jón Valur bar eitt mál fyrir
brjósti umfram öll önnur: Lífsrétt
ófæddra barna sem var heilagur í
hans augum. Hann fjallaði um þau
málefni af þekkingu og virðingu
án áreitni og af skilningi. Honum
voru það mikil vonbrigði þegar
meirihluti á Alþingi samþykkti að
rýmka verulega tímamörk fóstur-
eyðinga.
Ég átti því láni að fagna að eiga
vináttu Jóns Vals Jenssonar. Bros
hans var kankvíst og einlægt og
náði til augnanna sem höfðu mild-
an blæ. Jón Valur var mannkosta-
maður sem gekk fram af heilind-
um og djörfung.
Jón Valur Jensson féll frá um
aldur fram og er sárt saknað.
Börnum hans og ástvinum færi ég
innilegar samúðarkveðjur. Með
alúð og þakklæti kveð ég hann
sem einlægt barðist fyrir góðum
málstað með orðum hans sjálfs:
Blessi þig.
Ólafur Ísleifsson.
Árið var nýhafið þegar sú
sorgarfregn barst að fallinn væri
frá Jón Valur Jensson.
Hann var einn eftirminnilegasti
þjóðmálarýnir þessarar aldar á
Íslandi.
Jón Valur tilheyrði kynslóð
sem skipaði sér í fylkingar eftir
hugmyndakerfum. Urðu þá gjarn-
an skörp skil og hvergi gefið eftir.
Um leið var hann heitur og ein-
lægur trúmaður sem sótti kraft og
fullvissu í trúna.
Síðar á ævinni varð Jón Valur
áberandi í hópi svonefndra blogg-
ara sem sögðu skoðun sína á
mönnum og málefnum á eigin net-
síðum.
Eftir efnahagshrunið urðu slík-
ir höfundar áberandi í þjóðmála-
umræðunni á Íslandi en bloggin
birtust gjarnan sem krækja á
fréttir netmiðla. Við bloggin mátti
skrifa athugasemdir og urðu
þræðirnir stundum langir.
Þegar Jón Valur var annars
vegar virtust sem sjö sverð væru á
lofti. Slík voru afköstin. Mörg
samtök nutu krafta hans.
Á þessum árum tók Jón Valur
eindregna afstöðu í Icesave-deil-
unni; var meðal þúsunda Íslend-
inga sem töldu teflt á tæpasta vað
með þjóðarhag. Jón Valur skrifaði
ótal blogg við fréttir, rökræddi við
menn á förnum vegi, skrifaði
greinar í blöð og hringdi í síma-
tíma Útvarps Sögu. Það var sama
hvar borið var niður. Hvarvetna
skein í gegn einlæg barátta fyrir
þjóðarhag. Jón Valur hafði engan
persónulegan ávinning af málinu.
Þvert á móti tók það frá honum
mikinn tíma og orku á erfiðum
tímum.
Rétt er að halda þessu til haga.
Baráttan gleymist ekki þeim sem
lifðu hana. Söguritarar eiga að
halda til haga skrifum Jóns Vals
og annarra í Icesave-deilunni. Þau
hafa ótvírætt sögulegt gildi.
Á þessum árum starfaði Jón
Valur um hríð sem prófarkalesari
á Morgunblaðinu.
Með málfari sínu, síðu hári,
hæglátri festu og trúarlegri þjóð-
rækni kom hann mér fyrir sjónir
sem 19. aldar maður. Það mátti
vel sjá hann fyrir sér sem stuðn-
ingsmann Jóns forseta. Við-
kvæmni í bland við mikla einlægni
í hugsjónabaráttunni.
Jón Valur tók ósjaldan um-
deilda afstöðu í erfiðum málum.
Eins og gengur var maður mis-
jafnlega sammála. Eftir stendur
að hann þorði að sigla á móti
straumnum. Það gerði hann um
margt einstakan í þessum tíðar-
anda.
Jón Valur mætti andstreymi en
hafði sannfæringu manns sem tel-
ur sig berjast góðu baráttunni.
Baldur Arnarson.
Ég var staddur í bókabúð í
miðbæ Reykjavíkur, sem seldi
notaðar námsbækur. Ég var ný-
fluttur með foreldrum mínum suð-
ur og var að skipta um skóla, fara
úr MA eftir skemmtilegan vetur í
3. bekk og hefja nám í 4. bekk MR.
Þetta var haustið 1968. Í bókabúð-
inni var svipsterkur ungur maður
sem vék sér að mér og spurði mig í
hvaða bekk ég væri að fara. Í ljós
kom að við vorum að fara í sama
bekkinn og þetta var upphaf að
rúmlega hálfrar aldar vinskap
okkar Jóns Vals. Við urðum sam-
ferða í MR og síðan í guðfræði-
deild HÍ á áttunda áratugnum.
Eftir háskólanám skildi leiðir en
ávallt var samband á milli okkar.
Við skrifuðumst á meðan hann
lagði stund á framhaldsnám við
trúarheimspeki og kristna sið-
fræði við háskólann í Cambridge á
Englandi og ég var prestur og
bóndi norður á Miklabæ í Blöndu-
hlíð.
Strax í MR kom í ljós að Jón
Valur var skarpgáfaður, hann
náði frábærum árangri í þeim fög-
um sem hann hafði áhuga fyrir og
vann til að mynda gullpennann í
ritgerðasamkeppni menntaskól-
ans. Síðar varð hann landsþekktur
penni á samfélagsmiðlum og þar
barðist hann tíðum við andstæð-
inga kirkju og kristni sem
vönduðu honum ekki kveðjurnar
en hann lét ekki deigan síga og
þynnti aldrei út þau gildi sem
grundvöllur kristninnar er byggð-
ur á. Kristin lífsverndarstefna til
varnar okkar minnstu bræðrum
og systrum var tíðum eitt grunn-
stefja í boðun hans.
Það var gott að eiga góðan og
tryggan vin og ekki var verra að
við vorum með svipaða sýn á lífið
og tilveruna, vildum útbreiða þá
lífsskoðun að kenning Krists um
kærleikann ætti að vera í fyrir-
rúmi í lífi og starfi okkar hér á
jörð.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt samleið með vini mínum Jóni
Val. Við Elsa færum börnum hans
og öllum ástvinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur vegna and-
láts hans. Við, sem eftir erum og
kunnum að meta mannkosti hans,
hefðum gjarnan viljað hafa hann
lengur með okkur á vegferð jarð-
lífsins.
Guð blessi Jón Val Jensson.
Þórsteinn Ragnarsson.
Vinur minn, Jón Valur Jensson,
er látinn.
Tengsl okkar voru aðallega í
kringum ritstörfin. Þannig sagði
hann mér að hann hefði þegar
uppgötvað líflega hlið á sér sem
fagurkeralegu ljóðskáldi um nátt-
úruna á námsárum sínum í
menntaskóla. Og í Æviskrám
samtíðarmanna minnist hann þess
er hann hlaut Gullpennasjóðs-
verðlaun MR fyrir ritgerð sína
eina árið 1971.
Ég kynntist honum fyrst um
1986, þegar við vorum báðir orðn-
ir áberandi kjallaragreinahöfund-
ar í DV.
Næst var það í kringum 1997,
er við vorum báðir orðnir félagar í
Rithöfundasambandi Íslands, en í
félagatali þess, frá aldamótunum
síðustu, er hann flokkaður sem
ljóðskáld, fræðiritahöfundur og
ættfræðihöfundur.
Hann gekk og til liðs við mig
1998 er ég hafði stofnað Hellasar-
hópinn; árlegt upplestrarfélag
skálda er höfðu vitnað mikið í
forngríska menningararfinn í rit-
verkum sínum.
Síðan gekk hann í Vináttufélag
Íslands og Kanada er ég hafði
stofnað 1995. (Einnig kynntist ég
þar betur dóttur hans, sem hafði
áður lesið upp með mér í ljóð-
skáldafélagi en gekk nú brátt í
stjórn Vináttufélags Íslands og
Kanada!)
Einnig skrifuðumst við seinna á
í Morgunblaðinu.
Fyrir mér var Jón Valur Jens-
son fyrst og fremst tilfinningaríkt
ljúfmenni og hugsjónamaður og
litlu eldri en ég sjálfur!
Um árið kvaðst hann hafa ort
reffilegt kvæði um hinn galvaska
Pútín Rússlandsleiðtoga handa
hópi sínum einum um stjórnmál.
Gat ég þá bent honum á að ég
hefði þegar birt langa rímu um
Pútín í anda Sigurðar Breiðfjörð í
einni af nýlegri ljóðabókum mín-
um. Heitir hún Pútíns rímur, og er
inngangsvísan þannig:
Pútín, Rússlands pótentat
pústum vil ég mæra,
þann er þegi aðra gat
þaggað með að særa.
Tryggvi V. Líndal.
Vinur minn og baráttumaður-
inn Jón Valur var ekki allra en ég
get borið að hann var hjarta-
hreinn og ávallt einlægur. Jón
Valur var sannkristinn og átti það
til að vanda um við þá sem hann
taldi fara út af sporinu, „hinum
þrönga vegi“, sem Kristur boðaði.
Veraldarhyggjumönnum líkaði
þetta misvel og því var það sem
saksóknarinn stefndi þessum ráð-
vanda manni fyrir hatursorðræðu.
En dómskerfið stóðst þessa þol-
raun og Jón Valur var sýknaður,
góðu heilli. Jón Valur hafði ríka
réttlætiskennd og stóð jafnan
fremstur í baráttunni fyrir full-
veldi Íslands. Ég trúi því að vinir
og andstæðingar Jóns viðurkenni
að það er mikið skarð fyrir skildi í
mannflórunni. Ég er viss um að
Jón Valur Jensson saknar þess
sárt að geta ekki tjáð sig á blogg-
inu og vandað um við okkur ef
þess þarf, sjálfur sakna ég þess
líka. Farðu í friði gamli vinur.
Sigurður Þórðarson.
Að fornvini mínum, Jóni Val
Jenssyni, gengnum verður ís-
lenskt samfélag grárra og dauf-
legra en áður. Við þurfum ekki
endilega að vera sammála fólki til
að virða gáfur þess, rökfestu og
manngildi.
Kynntumst við Jón í 4. bekk
Menntaskólans í Reykjavík. Ungt
fólk er stundum yfirborðskennt
og fordómafullt og átti það
sannarlega við um mig. Ef satt
skal segja leist mér ekki meir en
svo á þennan langa slána til að
byrja með. Taldi ég víst í grunn-
færni æskunnar að hann væri
bæði treggáfaður og leiðinlegur.
Ekki leið á löngu áður en í ljós
kom að Jón var bæði fluggáfaður
og með afbrigðum skemmtilegur.
Urðum við brátt nánir vinir og fé-
lagar. Entist sú vinátta ævilangt
þó að samskiptin hafi minnkað frá
menntaskóla- og háskólaárunum.
Vinahópurinn með forgangs-
röðunina á hreinu. Fyrsta krafan
var að skemmta sér og hafa gam-
an af þessu öllu saman. Uppátæki
okkar voru mörg og af margvís-
legum toga. Held ég að þau hafi
oftast verið réttum megin við
lögin. Þó vil ég ekki fullyrða að
ekki hafi verið brotin einhver
ákvæði lögreglusamþykktar
Reykjavíkur. Ef svo var voru af-
brotin ekki alvarlegs eðlis og aldr-
ei neinn meiddur. Einhverju sinni
ræddi Guðni Guðmundsson rektor
þessi mál við okkur drengina í
tíma. Sagði hann að hann hefði
engar áhyggjur af okkur, því að
við gerðum allt í gleði en ekki í ill-
kvittni og mannvonsku. Sagði
rektor að hér væri allur munur á.
Þó held ég ekki að við félagarnir
hefðum neitt sérstaklega viljað að
ævintýri okkar væru skráð og birt
almenningi.
Lengst af vorum við Jón ósam-
mála í mörgum efnum og þótti
okkur það betra. Hann hafði ein-
dregnar skoðanir og fór ekkert í
felur með þær. Höfðum við
ómælda ánægju af endalausum
þrætum um stjórnmál, trúmál og
önnur samfélagsmál. Nú dvel ég
fjarri Íslands ströndum. Þá á ég
það til að hlusta á Útvarp Sögu til
að heyra ástkæra ylhýra málið
talað. Ævinlega gladdi það mig að
heyra í Jóni Val. Það minnti á ung-
lingsárin, skoðanirnar eindregnar
og málamiðlun ekki inni í mynd-
inni. Bar hann af meðal margra
þeirra sem hringdu inn hvað rök-
festu og skýran málflutning
varðar.
Við Jón fórum í langt hand-
færaúthald á Sigurði Sveinssyni
SH37 þar sem bróðir minn Sig-
urður Arnór var skipstjóri. Jón
Valur var þannig maður að þar
sem hann var gerðust sögur og
skemmtilegheit. Það átti við um
þennan túr. Jón stytti okkur
stundirnar með fjörlegum skoð-
anaskiptum og óhefðbundnum
viðhorfum til málanna. Hann var
kappsmaður mikill og hlífði sér
ekki við að draga þann gula úr
sjávardjúpunum. Átti hann það til
að standa við rúlluna þegar aðrir
áhafnarmeðlimir lágu fyrir og létu
líða úr sér þreytuna. Var hann
enda með efstu mönnum á
bátnum.
Vorum við Jón seinast í sam-
bandi fyrir stuttu. Var ég glaður
að heyra í honum og er feginn að
hafa átt við hann samfélag svo ný-
lega nú að honum gengnum. Hann
var enn hinn góði og gamli Jón
Valur með sitt sérstæða skopskyn
og andlega fjör sem ætíð ein-
kenndi hann. Votta ég vinum og
aðstandendum innilega samúð við
fráfall góðs drengs.
Valdimar Hreiðarsson.
Fleiri minningargreinar
um Jón Val Jensson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Jón G. Bjarnason,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
FRIÐRIK JÓHANN STEFÁNSSON
Sléttuvegi 31,
sem andaðist á Hrafnistu Reykjavík
miðvikudaginn 8. janúar, verður jarðsunginn
frá Áskirkju föstudaginn 17. janúar klukkan 14.
Erla Friðriksdóttir Snorri Þórisson
Valur Friðriksson Ragna B. Proppé
Örn Friðriksson Aðalbjörg Pálsdóttir
Metta Kristín Friðriksdóttir Jón Sigurðsson
Björgvin Friðriksson Brynhildur Benediktsdóttir
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTRÚN SKÚLADÓTTIR
Sléttuvegi 15, Reykjavík
sem lést 8. janúar, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju föstudaginn 17. janúar
klukkan 13.
Starfsfólki á deild B2 í Fossvogi er þökkuð alúð og umhyggja
undanfarnar vikur.
Skúli Eggert Þórðarson Dagmar Elín Sigurðardóttir
Gunnar Þorsteinsson
Klara Lísa Hervaldsdóttir Gísli B. Ívarsson
barnabörn og langömmubarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET Á. MÖLLER,
sem lést föstudaginn 10. janúar,
verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi
fimmtudaginn 23. janúar klukkan 13.
Árni Möller Signý Pálsdóttir
Helga Möller Hafliði Halldórsson
Jóhann og Eiður
Maggý Helga, Gunnar, Elísabet
og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Háaleitisbraut 121, Reykjavík,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu miðviku-
daginn 8. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
17. janúar klukkan 11.
Hugheilar þakkir til starfsfólks A7 LHS Fossvogi, Vífilsstaða og
Vitatorgs, Hrafnistu, fyrir ástúðlega og góða umönnun.
Þóra Eyland Elíasdóttir Stefán Guðbjartsson
Ólafur Magnússon Katrín I. Valentínusdóttir
Elfur Magnúsdóttir Sæmundur Jónsson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn