Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Amma Baddý var afar glæsileg kona, ávallt vel til höfð og með hárið nýtúberað og blásið. Hún var félagslynd og naut sín best meðal fólks og því var ávallt líf og fjör í Safamýrinni. Það var fastur liður hjá okkur að kíkja til ömmu eftir píanó- og íþróttaæfingar og hún tók ætíð vel á móti lúnum íþróttagörpum sem yfirgáfu heimilið aldrei svangir. Amma kunni svo sannarlega að laga dýrindis heimilismat, sem hún galdraði fram án nokkurs fyrirvara, og þá gilti einu hve margir mættu, boðnir sem ekki. Það sem sló þó öllu við var kara- mellumarengstertan, sem klárað- ist undantekningalaust – þrátt fyr- ir að aldrei hafi verið bakaðar færri en tvær. Hún hafði unun af því að gefa okkur sætindi og geymdi jafnan heimabökuðu jólasmákökurnar í neðsta skápn- um í eldhúsinu, þar sem auðvelt var fyrir okkur barnabörnin að laumast í þær, án þess að nokkur sæi til, og því ómögulegt fyrir for- eldra okkar að áfellast ömmu. Hún dekraði við okkur og horfði yfir- leitt í hina áttina þegar við gerðum eitthvað af okkur, hvort sem við vorum að snúa hvort öðru í rauð- brúna leðurstólnum eða að spila fótbolta tímunum saman inni á gangi. Raunar var hún líklegri til að slást með í leikinn en að segja okkur að hætta. Amma var ætíð í góðu skapi og við gleymum aldrei kvöldinu þegar við frændurnir, Ásgeir, Atli og Aron, vorum í heimsókn hjá henni annan í jólum fyrir fáeinum árum. Amma var þá komin á níræðisaldur en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði með okkur langt fram eftir kvöldi, sagði skemmtilegar sögur af for- Bjarney Guðrún Ólafsdóttir ✝ Bjarney Guð-rún Ólafsdóttir fæddist 17. desem- ber 1928. Hún lést 3. janúar 2020. Útför Bjarneyjar fór fram 15. janúar 2020. eldrum okkar og drakk með okkur jólaöl. Það var ekki að sjá að á milli okk- ar væri tveggja kyn- slóða bil. Amma Baddý var sannkölluð fyrir- mynd. Við kveðjum hana með söknuði en minnumst hennar jafnframt fyrir hlýju, dugnað, orku og gleðina sem fylgdi henni ávallt. Atli, Aron Björn, Ásgeir Daði, Edda Björg og Petra. Elsku amma Baddý hefur kvatt okkur. Söknuðurinn er mikill en eftir sitja ótal góðar minningar um einn þann mesta dugnaðarfork sem við höfum kynnst. Þegar stundirnar með ömmu eru rifjaðar upp þá eiga þær það allar sameig- inlegt að hún var alltaf að gera eitthvað og græja. Minningarnar um ömmu og afa úr Safamýrinni eru sterkar. Þar var yfirleitt fullt hús af fólki og mikið líf og fjör. Amma, sem var hárgreiðslumeist- ari, sá um að klippa, blása og greiða fjölskyldu og vinum, lita augabrúnir og það oft á meðan Hrefna systir hennar snyrti fætur sömu aðila. Þá var setið í eldhús- inu og heimsmálin rædd. Amma hafði skoðanir á flestu og það al- veg þar til hún kvaddi. Amma var höfðingi heim að sækja og margar eigum við minningarnar um lambalæri, loftkökur, ananas- frómas og fleira. Hún borðaði samt ekki mikið sjálf, passaði upp á að allir fengju nægju sína en svo kláraði hún afgangana svo það færi nú ekkert til spillis. Svo hag- sýn var hún. Hún gat líka gert allt sjálf, hún m.a. saumaði, prjónaði, þreif bílana og minnisstætt er þeg- ar hún tók sig til og málaði alla íbúðina komin yfir áttrætt og með lungnabólgu. Amma var mikill málari og mörg falleg málverk eru til eftir hana. Amma var létt á fæti og líkamlega sterk. Hún fór í sund á hverjum morgni og sótti vinkon- ur sínar og tók þær með sér í sundlaugina, allt þar til hún veikt- ist 86 ára gömul. Amma fór í arm- beygjukeppni við okkur 79 ára gömul og gaf ekkert eftir. Amma var alltaf tilbúin til þess að aðstoða með allt, hvort sem það var að passa barnabörnin, gera við fötin okkar eða skutla út á Keflavíkur- flugvöll og nýtti hún þá tímann til að heimsækja systkini sín eða koma við á æskuheimili sínu á Stóra-Knarrarnesi, Vatnsleysu- strönd. Það var ekki fyrr en hún veikt- ist árið 2015 og var komin á Hrafn- istu að hún sat róleg yfir kaffiboll- anum en var ekki á þönum fram og til baka að sækja fleiri smákökur eða áfyllingu á kaffibollann. Amma var húmoristi og alveg und- ir það síðasta mátti sjá glottið í augunum þegar henni fannst eitt- hvað fyndið. Amma var frábær fyrirmynd, gat allt, kvartaði aldrei, alltaf boð- in og búin að hjálpa öðrum. Góðar minningar um ömmu ylja okkur. Það er því með þakklæti, ást, væntumþykju og söknuði sem við kveðjum elsku ömmu Baddý okkar. Áslaug Auður, Kristín Hrönn og Páll Arnar. Ég man fyrst eftir henni Baddý, sem var konan hans Mumma föðurbróður, þegar þau hjónin úr Reykjavík komu í heim- sóknir til okkar í sveitina að Vorsabæjarhóli. Baddý var glæsi- leg kona, ljóshærð, lagleg, hress í bragði og röskleg í tali og hreyf- ingum. Engin lognmolla þar. Seinna kom maður stundum í Safamýrina þar sem Baddý og Mummi bjuggu í fallega húsinu sínu og alltaf var manni jafn vel tekið. Baddý var ræðin og við hana var hægt að tala um flest milli him- ins og jarðar. Svo liðu árin, stundum hitti maður Baddý í Laugardalslaug- inni en þangað fór hún helst á hverjum morgni. Og hún var svo hjálpsöm við aðra, lengi tók hún með sér vinkonu sína, fullorðna konu sem var farin að daprast sjón, en Baddý taldi ekki eftir sér að aðstoða hana við að komast í sund. Baddý náði háum aldri en fyrir nokkrum árum varð hún fyrir áfalli og var lengi rúmliggj- andi. Eftir það steig hún ekki heil- um fæti á jörð en var komin í hjólastól. Hún komst til nokkurrar heilsu og ég heimsótti Baddý stundum þegar hún var komin á Hrafnistu. Með tímanum varð það fastur lið- ur hjá mér á sunnudögum að líta inn hjá Baddý og rabba smávegis. Það þótti henni vænt um og þakk- aði mér alltaf vel fyrir komuna. Alltaf dáðist ég að því hvað hún fylgdist vel með sínu fólki og var stálminnug. Hún vissi alltaf hver átti afmæli og hver var á ferðalagi hvar en þetta var nú ekki lítill hóp- ur allt hennar fólk. Svo komu börnin hennar í heimsóknir með börnin sín og þetta voru stundum hálfgerð ættarmót kaffitímarnir á sunnudögum. Þá var Baddý glöð þótt hún segði ekki margt, það sá maður á brosinu í augum hennar. Baddý var hárgreiðslumeistari og fær á sínu sviði en hefði gjarnan viljað menntast meira hefði það verið í boði á sínum tíma. Hún sparaði heldur ekki að hvetja börn sín til að ganga menntaveginn sem þau gerðu öll með glæsibrag. Henni leiddist nú ekki að tala um börnin sín og sagði þá margt skemmtilegt. Núna rétt fyrir jólin tilkynnti hún mér eftirfarandi: „Hann Jason, hann getur gert hvað sem er.“ Ég mátti til að gera athugasemd og spurði: „Nú, en ekki Bjarni?“ Þá kom svarið: „Hann Bjarni er svo vandvirkur,“ og þá var ég mát. Og hún tók heils- hugar undir þegar ég benti henni á að dæturnar væru nú líkar henni í dugnaðinum enda var hún mjög stolt af börnunum sínum, sann- kölluð ættmóðir. Mest dáðist ég að Baddý fyrir það að aldrei mælti hún æðruorð yfir hlutskipti sínu að vera bundin hjólastól, þessi drífandi kona sem alltaf var að koma hlutunum í verk. Hún bar sig alltaf vel en með þverrandi líkamskröftum var séð að hverju dró og hún kvaddi okkur hægt og hljótt núna rétt eftir ára- mótin. Ég votta öllum í hinni stóru fjölskyldu Baddýjar samúð mína, blessuð sé hennar minning. Jón M. Ívarsson. Elsku amma Baddý, við eigum margar skemmtilegar minningar úr Safamýrinni. Fyrst koma upp í hugann þær fjölmörgu heimsóknir eftir handboltaæfingar hjá Fram og allar stundirnar þegar við vor- um í pössun hjá ömmu og afa. Amma var hágreiðslumeistari og oftast var eldhúsið fullt af vin- konum sem annaðhvort voru með einhverjar skrítnar rúllur í hárinu eða kolsvört augu. Hún amma lit- aði nefnilega á þeim augnhárin og verður að viðurkennast að við vor- um stundum smeyk við þessar konur sem sátu í eldhúsinu, með hárþurrku yfir höfðinu og svarta bómull á augunum. Amma var líklega duglegasta kona í heimi. Hún var alltaf að mála myndir, uppi í stiga að mála veggina heima hjá sér eða prjóna peysur á fjölskyldumeðlimi og vini þeirra. Þegar við vorum lítil sá hún um að þrífa bankaútibú á Háaleit- isbraut og við fengum stundum að koma með og hjálpa henni. Há- punkturinn var að tæma ruslaföt- urnar og fá svo kex á kaffistofunni í laun. Svo má ekki gleyma að minnast á sunnudagsmatinn hjá ömmu í Safamýrinni. Hún amma eldaði alltaf dýrindis læri með brúnuðum kartöflum og svo feng- um við oft heimalagaðan ís í eft- irrétt eða karamellu marengstert- una hennar. Síðustu ár dvaldi amma á Hrafnistu og laumaði því nú reglulega að okkur að hún væri á leiðinni heim til sín keyrandi bráðlega. Það vantaði ekki viljann hjá henni ömmu. Krakkarnir okk- ar komu reglulega í heimsókn til ömmu og alltaf brosti hún til þeirra og spurði spurninga um dagleg líf þeirra. Við munum sakna hennar ömmu Baddý en vit- um að hún er núna komin í faðm afa. Elsku amma Baddý, Guð blessi þig og varðveiti þig. Þín barnabörn, Bjarney Sonja, Jason Kristinn og fjölskyldur. Það var skömmu fyrir jólin 1991 að ég hitti Baddý í fyrsta sinn. Hún kom sem gestur á heimili okkar í tilefni stúdentsútskriftar Tinnu. Ég dáðist þarna að þessari hugrökku konu, sem þekkti mjög fáa aðra en Tinnu og Jason, en kom brosandi með fallegan rósa- vönd og ljómaði sjálf, falleg eins og rósirnar sem hún færði okkur. Það sem ég fann strax og ég heilsaði þessari lágvöxnu, grönnu og fal- legu konu var hlýja og góð nær- vera. Árin liðu og við hittumst oft í skírnum, fermingum og afmælum hjá barnabörnunum okkar og þar komu þessir eiginleikar hennar alltaf fram, tilbúin að hjálpa, sama hvað beðið var um. Hún ku hafa gert besta hrís- grjónagraut sem fannst á byggðu bóli, því héldu ömmustrákarnir mínir óhikað fram og mættu öðru hvoru til ömmur Baddýjar í há- deginu og nutu velgerða hennar og gæsku. Baddý var mjög handlagin, og fljótvirk, saumaskapur lék í hönd- unum á henni og naut ég sjálf góðs af lagni hennar, bæði sagði hún mér til, og tók fyrir mig föt og minnkaði og breytti og svei mér þá ef hún var ekki fljótari en sauma- vélin. Hún var hamhleypa til verka, einhvertíma kom ég til hennar seinnipart dags og fann málning- arlykt, og fór að spyrja hverju sætti þá var svarið: „Já, ég málaði stigahúsið í morgun.“ Svona var Baddý í hnotskurn, lét hlutina ekki þvælast fyrir sér. Þegar kom að því að í Múlabæ, dagdvöl fyrir aldraða vantaði hár- greiðslumeistara, var heppnin með okkur, þar sem ég þekkti Baddý og verkin hennar og sam- viskusemina. Hún var mjög bón- góð manneskja, og var alltaf sjálf- sagt að taka að sér hvaða verk sem hún var beðin um. Ég tel mér vera óhætt, fyrir hönd þeirra sem nutu hennar þjónustu að færa einlægar þakkir. Einnig var samvinna hennar við starfsfólk Múlabæjar mjög góð og fyrir það ber einnig þakka. Árið 2014 féll Guðmundur, eig- inmaður Baddýjar frá, en eins og það var henni sárt tók hún því af sama æðruleysi og öðrum erfið- leikum sem yfir hana gengu. Árið 2015 fékk Baddý heila- blæðingu og náði hún sér aldrei til fulls. En með góðri aðstoð gat hún notið sl. aðfangadagskvölds ásamt tveim barna sinna og þeirra fjöl- skyldna á heimili annars þeirra. Þær endurminningar eru þeim öll- um ómetanlegar. Með þessum orðum kveð ég yndislega konu sem stráði gleði og hlýju kringum sig og til annarra. Ástvinum votta ég samúð mína. Hallbera Friðriksdóttir. Það er eitthvað svo óraunverulegt að vera að hittast fé- lagarnir og skrifa minningarorð um þig núna, Sig- urgeir, þetta er svo allt of snemmt og svo allt of erfitt. Það að þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farinn frá okkur og komir ekki aftur er eitthvað sem enginn okkar vill trúa. Í raun finnst okkur enn þá eins og við getum tekið upp símann, slegið á þráðinn til þín og hlustað á Hotel California óma í eyrunum á okkur þangað til þú svarar. Hópurinn okkar tók á sig endanlega mynd á lokaárum okk- ar í Árbæjarskóla og höfum við staðið þétt saman síðan, enda finnst okkur hópurinn okkar frá- bær og er vinátta á borð við þá sem við eigum allir saman ómetanleg. Stundirnar sem við eigum saman úr Hraunbænum á heimili Sigurgeirs, sem var eigin- leg félagsmiðstöð okkar á mót- unarárunum, eru í dag frábærar minningar um einfaldari tíma. Mikið fótboltaáhorf, skyndibitaát Sigurgeir Örn Sigurgeirsson ✝ Sigurgeir ÖrnSigurgeirsson fæddist 21. júlí 1992. Hann lést 29. desember 2019. Útför Sigurgeirs Arnar fór fram 15. janúar 2020. og tölvuleikjaspil eru meðal þeirra hluta sem einkenndu þessa tíma (og svo undrumst við það að enginn okkar varð atvinnumaður í fót- bolta). En þetta eru bara nokkrar af þeim fjölmörgu góðu minningum sem við eigum um stundir okkar með Sigur- geiri enda væru þær efni í góða bók frekar en stutta grein. En það sem einkenndi hann Sigurgeir var hans mikla stolt, ákveðni og sterka réttlætiskennd. Einnig þurfti hann alltaf að hafa rétt fyrir sér enda þótti okkur hann búa yfir öllum nauðsynleg- um kostum til að verða frábær stjórnmálamaður. Hann var eld klár og mikill keppnismaður sem lagði það á sig að læra allar spurn- ingar í spurningaspilum utan að og skora svo aðra á hólm. Sigur- geir var gömul sál og mikill áhugamaður um tónlist. Þó var hann einn tveggja meðlima hóps- ins sem aldrei áttu að fá að stjórna tónlistinni í partíum eða bílferðum enda er smekkur manna misjafn. Það er ekki hægt að rita minn- ingarorð um hann Sigurgeir án þess að koma inn á þá staðreynd að hann var mikill Manchester United-maður sem studdi lið sitt alla tíð af heilum hug, alveg frá barnsaldri. Það heyrði til undan- tekninga ef hann missti úr leik og var hann eins og alfræðiorðabók um sitt ástkæra félag. Þrátt fyrir að leiðir okkar allra hafi oft á tíðum vísað í mismun- andi áttir og jafnvel ólíkra landa, og töluverður tími hafi liðið á milli þess að við hittumst, þá hefur vin- áttan alltaf haldist jafn sterk. Við vitum því að þó svo að þú sért nú farinn á feðra þinna fund þá verð- ur þú alltaf einn af okkur og þegar við hittumst næst verður það eins og við höfum talast síðast við í gær. Hinsta kveðja frá Rauðu rós- inni. Arnar, Ásgeir, Davíð, Elías, Friðrik, Jóhann, Lárus og Ómar. Það er þungbært að skrifa ótímabæra hinstu kveðju til vinar míns, Sigurgeirs. Ég hef ekki tölu á öllum þeim stundum sem við eyddum saman við hina ýmsu iðju sem telst hversdagsleg eins og að þrífa bílana okkar eða að grilla á sólríkum sumarkvöldum. Þegar ég upplifði þessar stundir með Sigurgeiri gerði ég mér enga grein fyrir því að þær yrðu nú svo dýrmætar minningar um einstak- lega traustan og góðan vin. Við kynntumst 13 ára gamlir í Árbæjarskóla og varð okkur strax vel til vina. Við tókum saman þátt í spurningakeppni grunnskólanna og þegar í framhaldsskóla var komið keppti Sigurgeir í Gettu betur fyrir hönd Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti með góðum ár- angri. Það var hægt að treysta á Sigurgeir þegar íþróttaspurning- ar bar á góma en hann var líka öfl- ugur í stjórnmálaspurningunum. Við Sigurgeir deildum ekki stjórnmálaskoðunum en engu að síður var gefandi að ræða stjórn- málin við hann því hann hafði ein- stakt lag á að draga fram áhuga- verð sjónarmið sem vert var að hlusta á. Ávallt einkenndust um- ræður okkar um pólitík og önnur þjóðfélagsmál af yfirvegun, létt- leika og virðingu fyrir skoðunum hvor annars. Hversdagsleikinn verður ekki samur eftir fráfall Sigurgeirs. Það verður erfitt að geta ekki slegið á þráðinn til að spjalla um daginn og veginn eða skipuleggja næsta bílaþvott. Um miðjan desember fórum við Sigurgeir í leikhús, það var gleðistund, mikið hlegið og við nutum stundarinnar. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þetta var í síðasta skiptið sem við Álfrún nutum einstakrar nær- veru Sigurgeirs. Mikill er missir fjölskyldunnar og okkar sem þekktum Sigurgeir, í hans stað mun enginn koma. Ég votta Örnu og Jóhönnu innilega samúð mína. Takk fyrir samfylgdina Sigur- geir minn, skilaðu kveðju til pabba þíns. Árni Freyr Magnússon. Kær vinur er fallinn frá. Við sem eftir sitjum reynum að rifja upp og greina staðreyndirnar til þess að fá skýringu á því sem gerst hefur en alltaf rennur skýr- ing úr greipum okkar. Hægt og rólega byrja svo fallegar minning- ar um þennan yndislega dreng að seytla inn og finnst okkur við hæfi að hefja nýjan áratug á því að festa hér á blað þá mynd sem birtist okkur af Sigurgeiri þegar leiðir okkar lágu saman sem börn og unglingar á fyrsta áratug þess- arar aldar. Við fylgdum Sigurgeiri í Ár- bæjarskóla þar sem hann var nemandi alla sína grunnskóla- göngu. Sum okkar undirritaðra voru með honum í bekk öll þau ár, og jafnvel í leikskóla líka, á meðan aðrir voru í skólanum skemur. Merkilegt nokk höfum við öll keimlíkar sögur að segja af honum Sigurgeiri. Æskuheimili hans var í Hraunbæ, hinum megin götunnar við Árbæjarskóla. Þangað var krakkaskarinn alltaf velkominn. Hlýlegt heimilið endurspeglaði þá gömlu sál sem Sigurgeir hafði svo augljóslega að geyma. Á hans heimavelli fékk hann að ráða tón- listinni og spilaði þá helst lög sem samin voru löngu fyrir okkar daga. Ekki var það þó svo að Sigur- geir lifði í einhverjum fortíðar- heimi, heldur þvert á móti. Frá unga aldri var hann virkur áhuga- maður um þjóðfélagsmál sem hann nálgaðist iðulega frá sínu sérstaka sjónarhorni sem aldrei mátti vera fyrirsjáanlegt. Ef eitt- hvað einkenndi skoðanir hans strax á þessum grunnskólaárum var það réttsýni og samúð með þeim sem eiga undir högg að sækja. Fróðleiksfýsi var Sigurgeiri í blóði borin. Fyrir daga Wikipediu fletti hann í gegnum alfræðiorða- bækur og sögubækur og byggði þannig upp þekkingu sem kom honum vel í skóla og ekki síður spurningakeppnum sem hann tók þátt í fyrir hönd síns skóla, jafnt á grunnskólastigi sem og í fram- haldsskóla. Án hans hefðum við í Árbæjarskóla aldrei komist í úr- slit Nema hvað? spurningakeppni grunnskólanna þar sem þekking hans á sögu og íþróttum kom sterk inn. Við hefðum ekki heldur staðið okkur nærri eins vel í Skrekk, hæfileikakeppni grunn- skólanna en þar fór Sigurgeir á kostum. Sameiginlegar minningar frá þessum sæluárum grunnskólans mótuðu okkur öll, og hefðu þær verið allt öðruvísi ef ekki hefði verið fyrir Sigurgeir. Fremstur í flokki, oftar en ekki klæddur í blá- an íþróttagalla, stimplaði hann sig inn sem ómissandi hluta af heild- inni. Á síðari árum tók að lengjast tíminn milli þess að við vorum öll í sambandi en Sigurgeir var þannig gerður að maður lagði lykkju á leið sína til að spjalla við hann ef maður átti til dæmis erindi í IKEA. Hann hafði þetta mikla að- dráttarafl sem við erum sammála um að hafi stafað af innri hlýju, víðsýni og umburðarlyndi gagn- vart öðru fólki og ekki síður því hversu sannur og góður vinur vina sinna hann var. Óbærilegt er að hugsa til þess að líf hans hafi verið rofið svo snemma en við huggum okkur við að nú fái Sigurgeir yngri að ræða öll heimsins mál við föður sinn og nafna. Við vottum Örnu, Jóhönnu og fjölskyldu og öðrum aðstand- endum Sigurgeirs okkar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Tryggvi Rúnar, Halldóra Fanney, Sóley og Elín Ástrós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.