Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 60

Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 60
Fallegt umhverfi Fegurðin ræður ríkjum eins og sést á þessari mynd. Viður skapar hlýleika Þegar þú ferð út að borða viltu kannski ekki vera í beinni útsend- ingu. Þess vegna er sniðugt að setja viðar- klæðningu meðfram gluggunum. Það skapar hlýlegra andrúmsloft og skyggir götusýn. Marta María mm@mbl.is „Hugmyndin að YUZU er rúmlega fimm ára gömul eða allt frá því að ég og Jón Davíð viðskiptafélagi minn smökkuðum sambærilega útfærslu af hamborgara á ferðalögum okkar á vegum Húrra Reykjavík. Þetta er auðvitað smá skrýtið af því að við er- um í pitsunum fyrir með Flatey Pizza og svo beint í hamborgarana. En YUZU er miklu meira en hamborg- arastaður, við erum með brjálaða smárétti sem hrista vel upp í bragð- laukunum og eru frábærir til að deila. Við njótum þess í botn að starfa með meistarakokki líkt og Hauki Má Haukssyni sem er meðeigandi okkar en Haukur hafði áður starfað á Fisk- markaðnum, Grillmarkaðnum & Zuma í London. Þannig að hug- myndin er að taka einfalda vöru líkt og hamborgara, gera hana ferskari og undir asískum áhrifum, ekkert beikon, engin BBQ-sósa, ekki þessi ameríska útgáfa sem allir þekkja. Brauðin eru til að mynda gufubökuð sem gerir það að verkum að þau eru eins og létt ský undir tönn og maður fær allt bragðið úr borgaranum beint í pallettuna. Þar að auki hugsum við mikið um upplifun og við vildum gefa fólki færi á meiri út-að-borða upplifun með mat sem flestallir elska og á verði sem þykir sanngjarnt. Þannig á maður að geta leyft sér að fara oftar á YUZU, upplifunin er mikil, maturinn framúrskarandi og veskið tekur kannski eins mikið högg og að fara á fine-dining stað,“ segir Sindri Snær. Staðurinn hefur fengið mikið lof fyrir fallega hönnun. Hafsteinn Júl- íusson, hönnunarstjóri HAF STUD- IO, segir að innblásturinn hafi komið frá Japan. „Við hönnun staðarins sótti HAF STUDIO innblástur í japanska hönn- un og hugmyndafræði. Við vildum að staðurinn væri hæfilega góð blanda af grófum óhefluðum strúktur og mjúk- um fíngerðum efnum sem saman mynda hlýlega og áreynslulausa stemningu,“ segir Hafsteinn. Innréttingar, efnisval og andrúms- loft er heillandi á YUZU. Sindri Snær segir að þeir Jón hafi vitað upp á hár hvað þeir vildu. „Við Jón höfum alltaf haft sterkar skoðanir á innréttingum, efnisvali, uppsetningu og öllu sem viðkemur hönnun. Fyrst og fremst elskum við að búa til konsept og hingað til hefur það tekist þokkalega til með Húrra Reykjavík, Flatey Pizza og nú sjáum við hvernig YUZU reiðir af. En alveg frá degi eitt af YUZU-verkefninu vildum við fá HAF STUDIO til liðs „Auðvitað borða ég talsvert af pítsum og hamborgurum“ Sindri Snær Jensson opnaði nýlega hamborgara- staðinn YUZU. Hann lifir annasömu lífi og leggur áherslu á í annríki dagsins að eiga áhugamál sem innihalda ekki farsíma. Það sem drífur hann áfram í öldugangi lífsins er það að gleðja fólk, hvort sem það er þegar fólk labbar alsælt út úr Húrra með nýja peysu eða með magann fullan af bragðgóðum mat. Stemning Barinn er flísalagður með gráum flísum en fyrir ofan barborðið eru viðarhillur sem gera andrúmsloftið skemmtilegt. Notalegheit Á staðnum er líka hægt að sitja í sófa og hafa það huggulegt. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.