Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 66

Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 60 ára Reynir er Akur- eyringur en býr í Reykjavík. Hann er tæknifræðingur frá Tækniskólanum og lauk meistaragráðu í byggingaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn. Reynir er yfirverkfræðingur hjá Ístaki. Maki: Anna Margrét Björnsdóttir, f. 1962, skjalastjóri hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Synir: Björn Reynisson, f. 1984, og Birkir Reynisson, f. 1991. Barnabarn er Salka Björnsdóttir, f. 2013. Foreldrar: Viðar Helgason, f. 1938, d. 1989, trésmíðameistari á Akureyri, og Birna Eiríksdóttir, f. 1937, d. 2011, hús- móðir á Akureyri. Reynir Viðarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þeim mun meiri orku sem þú setur í samband, þeim mun betur tengist þið. Af- staða þín mun þó gefa þér færi á að hugsa ýmislegt til enda. 20. apríl - 20. maí  NautMundu að það er ekki bara það sem sagt er sem skiptir máli heldur líka hvernig það er sagt. Reyndu að láta strauminn bera þér tækifæri sem þú getur notað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu ekki að hespa hlutina af, það virkar bara illa á samstarfsmenn þína auk þess sem árangurinn verður slakur. Smáatriðin dásamlegu munu heilla þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu engan hafa svo mikil áhrif á þig að þú gerir eitthvað sem stangast á við réttlætiskennd þína. Bíddu með mikilvægar ákvarðanir til morguns. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert búin/n að bollaleggja og velta vöngum nógsamlega yfir verkefni sem þú vinnur að. Afgreiddu málið í eitt skiptið fyrir öll og haltu svo áfram. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nýtir þér bolmagn einhvers til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín. Fólk ber virðingu fyrir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft ekki á neinum látalátum að halda til að vekja athygli annarra. Láttu þér ekki mislíka þótt einhverjir hörfi undan þeg- ar þú sækir að þeim. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver gæti gefið þér eða lán- að þér eitthvað sem verður þér heilsubæt- andi. Vertu vandlátur í vali á trúnaðarvini, það borgar sig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur lagt hart að þér undanfarið. Þú hefur látið aðra ganga fyrir og nú er kominn tími til þess að þú sinnir sjálfri/um þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hættu að bíða eftir því að aðrir geri hlutina. Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér tak- mark. Nú byrjar verkið fyrir alvöru. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að geta komið ár þinni vel fyrir borð í dag. Það eru oft einföldustu hlutirnir sem veita manni mesta gleði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gerir mjög nákvæmar væntingar til sjálfrar/s þíns sem þú myndir ekki gera til annarra. Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt aðrir viti ekki alltaf hvað þeir vilja. hefur verið félagsmaður í Hesta- mannafélaginu Kóp frá unga aldri og var í stjórn félagsins um nokk- urra árabil og gjaldkeri í nokkur ár. Fanney hefur verið félagsmaður í Ungmennafélaginu Ármanni frá unga aldri. Hún var virk sem iðk- andi á yngri árum en er í dag að þjálfa krakkablak yfir vetrartímann og hefur þjálfað frá árinu 2013. Hún ingu sauðfjárdóma fyrir fjórar sýsl- ur auk þess sem ég fer um sveitir og dæmi lömb hjá sauðfjárbændum og aðstoða þá þannig við ásetnings- valið.“ Fanney var virk í félagsmálum bænda um nokkurra ára skeið. Hún sat m.a. í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og stjórn Bænda- samtaka Íslands í nokkur ár. Hún F anney Ólöf Lárusdóttir fæddist 16. janúar 1970 á Kirkjubæjarklaustri II og ólst þar upp. „Ég stundaði hesta- mennsku og íþróttir þegar færi gafst en annars var unnið af kappi við landbúnaðarstörf hjá foreldrum mínum eftir að aldur og geta leyfðu.“ Fanney gekk í Kirkjubæjarskóla á Síðu og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1990. Þá lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist hún sem búfræðingur 1991 og búfræði- kandídat 1995 frá Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri (þá Fram- haldsdeildin á Hvanneyri). Sumarstörf Fanneyjar þegar hún var í námi voru meðal annars hótel- störf á Hótel Eddu Kirkjubæjar- klaustri, bankastarfsmaður við Landsbankann á Kirkjubæjar- klaustri og landbúnaðarstörf hjá foreldrum á Kirkjubæjarklaustri II. Fanney þurfti að bíða eitt ár til að komast í Framhaldsdeildina á Hvanneyri, 1991-1992. Þá vann hún m.a. í sláturhúsinu á Kirkjubæjar- klaustri, síðan við fiskvinnslu hjá Granda í sex vikur. „Ég bjó þá í Reykjavík, sem er það lengsta sem ég hef haldið til í Reykjavík sam- fleytt.“ Eftir áramót 1991/1992 vann Fanney fjóra mánuði við tamningar í Austur-Landeyjum. Haustið 1992 hóf hún síðan nám við Framhalds- deildina á Hvanneyri. Að námi loknu hóf Fanney störf hjá Landgræðslu ríkisins sem hér- aðsfulltrúi í Skaftárhreppi 1995- 1997, ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands 1995-2012 og síðan ráðunautur hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins frá stofnun þess 2013. Í ársbyrjun 2003 tóku Fanney og eiginmaður hennar, Sverrir, við sauðfjárbúi foreldra Fanneyjar á Kirkjubæjarklaustri II og eru með um 500 fjár. „Að námi loknu frá Hvanneyri fékk ég strax starf sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og var strax sett í sauðfjárræktina þar enda er það mitt mesta áhuga- svið. Í dag sé ég t.d. um skipulagn- hefur tekið þátt í blaki kvenna á vegum Umf. Ármanns í um 10 ár og er nú þjálfari á þessum æfingum. Hún var kosin í stjórn UMFÁ vet- urinn 2018 og tók við sem formaður 2019. Vegna áhuga fyrir hreyfingu barna og unglinga var Fanney feng- in til afleysinga við íþróttakennslu á vorönn 2019 við Kirkjubæjarskóla og jafnframt sá hún um hluta sum- aríþróttaæfinga UMFÁ fyrir börn og unglinga sumarið 2018 og 2019. Helstu áhugamál Fanneyjar eru ferðalög innanlands með fjölskyld- unni, hestamennska og íþróttir, bæði þátttaka og að fylgjast með því sem er að gerast í íþróttalífinu hverju sinni. „Sérstakt áhugamál þessi árin er mikilvægi hreyfingar almennt og þá sérstaklega hreyfing barna og unglinga.“ Fanney var mjög virk í hesta- mennsku frá unga aldri og keppti oft á hestamannamótum Kóps og einnig stórmótum á Hellu hér áður fyrr. „Ég hef lagt þá iðju á hilluna í bili og snýst hestamennskan í dag meira um góða útreiðartúra heima fyrir og hestaferðir. Á menntaskólaárunum var ég mjög virk í öllum íþróttagreinum sem í boði voru, gilti einu hvort það var blak, körfubolti, fótbolti eða frjálsar íþróttir. Mætt var á allar æfingar sem voru í boði. Má segja að blakáhugi minn hafi kviknað á Laugarvatni.“ Sauðfé og sauðfjárrækt hefur samt verið stærsta áhugamál Fann- eyjar alla tíð. „Á uppvaxtarárunum tók ég fullan þátt í búskapnum hjá foreldrum mínum og átti sauðkindin hug minn allan. Ef verið var að vinna í fénu vildi ég alltaf vera með og taka fullan þátt í því þótt ég réði varla við hlutverkið þegar ég var krakki. Heyskapur og smala- mennska og allt tengt sauðfénu hef- ur átt hug minn í gegnum tíðina. Sauðburður stendur samt alltaf upp úr. Að taka á móti lömbunum og sjá allt lífið kvikna á vorin.“ Fjölskylda Eiginmaður Fanneyjar er Sverrir Gíslason, f. 6. apríl 1969, sauðfjár- Fanney Ólöf Lárusdóttir, ráðunautur og sauðfjárbóndi – 50 ára Fjölskyldan Fanney, Sverrir og börn á ferðalagi á Austurlandi í fyrra. Sauðburður stendur alltaf upp úr Í upphlut Fanney Ólöf við setningu Búnaðarþings á Hótel Sögu. Á Kirkjubæjarklaustri II Fanney sex ára að hjálpa til í búskapnum. 30 ára Þórður ólst upp á Eystri-Ásum í Skaftártungu en býr í Reykjavík. Hann er með kirkjuorganista- próf frá Tónskóla þjóð- kirkjunnar og djass- leikarapróf frá New School í New York. Þórður er organisti og kórstjóri í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og kórstjóri Karlakórs Kjalnesinga. Maki: Dominique Gyða Sigrúnardóttir, f. 1986, leikkona og leikstjóri. Sonur: Högni Manuel, f. 2019. Foreldrar: Sigurður Árni Þórðarson, f. 1953, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, og Hanna María Pétursdóttir, f. 1954, guð- fræðingur og kennari í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, bús. í Reykjavík. Þórður Sigurðarson Til hamingju með daginn Reykjavík Högni Manuel Þórðarson fæddist 9. júní 2019 kl. 2.52. Hann var 51 cm langur og vó 3.764 g. Foreldrar hans eru Þórður Sigurðarson og Dominique Gyða Sigrúnardóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.