Morgunblaðið - 18.01.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Andrés Magnússon, blaðamaðurog fjölmiðlarýnir, ritaði um
fyrirhugaða fjölmiðlastyrki í fjöl-
miðlapistli sínum í Viðskipta-
blaðinu. Þar benti hann á að Kjarn-
inn berðist fyrir
hærra endur-
greiðsluhlutfalli en
óbreyttu þaki á
endurgreiðslur, 50
milljónir króna.
Eins og Andrés
benti á skerti þetta
stuðninginn við
„einmitt þá fjöl-
miðla, sem auk Ríkisútvarpsins
ástunda mesta frumfréttaöflun í
landinu og bera mestan kostnað af,
en eiga allir undir högg að sækja.
Nú standa minni fjölmiðlar örugg-
lega engu betur að jafnaði, en
frómt frá sagt skiptir ekki jafn-
miklu hvort þeir lifa eða deyja,
styrkjast ögn eða þurfa að rifa segl-
in. Frumfréttavinnsla þeirra er
sáralítil, en meira um endursagnir,
skýringar og skoðanir.“
Þá greindi Andrés frá hlutfalls-legum fjölda frétta á helstu
fréttamiðlum og þar má sjá að
Morgunblaðið er með 29%
fréttanna og mbl.is er með 22%, eða
samtals 51%. Ríkisútvarpið er með
12% fréttanna, Fréttablaðið 15%,
Sýn og visir.is samtals 22%.
Minni miðlar geta vissulega átterindi og haft þýðingu en
augljóst er, eins og fjölmiðlarýn-
irinn bendir á, að sú frumvinnsla
frétta sem fram fer á stærri miðlum
skiptir meginmáli þegar rætt er um
fjölmiðlun í landinu og framtíð
hennar.
Ætli ríkið sér að styðja við slíkafjölmiðlun og fréttavinnslu
hlýtur stuðningurinn að taka mið af
því og má í það minnsta ekki mis-
muna þeim miðlum sem hafa burði
til að frumvinna fjölbreyttar frétt-
ir.
Andrés
Magnússon
Hvar verða
fréttirnar til?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurð-
ardóttir, hefur staðfest ráðningu sr.
Arnaldar Bárðarsonar í embætti
sóknarprests í Eyrarbakkapresta-
kalli.
Umsóknarfrestur um Eyrar-
bakkaprestakall í Suðurprófasts-
dæmi rann út 18. desember og sótti
einn um, sr. Arnaldur. Kjörnefnd
kaus hann til starfans og mun hann
taka við embættinu frá og með 1.
febrúar næstkomandi.
Í samræmi við þær breytingar
sem nú hafa orðið á starfsmannamál-
um þjóðkirkjunnar er sr. Arnaldur
ráðinn ótímabundið í starfið með
hefðbundnum uppsagnarfresti, segir
í frétt á heimasíðu kirkjunnar. Eru
sr. Arnaldur og Sigrún Óskarsdóttir
fangaprestur þau fyrstu sem ráðin
eru til starfa sam-
kvæmt hinu nýja
fyrirkomulagi.
Í Eyrarbakka-
prestakalli eru
þrjár sóknir, Eyr-
arbakka-, Stokks-
eyrar- og Gaul-
verjabæjarsókn
og kirkja er í
hverri sókn. Íbú-
ar í prestakallinu
eru 1.443. Prestakallið er í tveimur
sveitarfélögum og nær yfir þann
hluta Árborgar sem næst er sjó og
syðsta hluta Flóahrepps. Einn sókn-
arprestur starfar í prestakallinu, en
umtalsvert samstarf er við presta
Selfossprestakalls.
Arnaldur Bárðarson er fæddur 2.
júní 1966 á Akureyri og ólst þar upp.
Hann hefur verið prestur í Rauf-
arhafnarprestakalli, Ljósavatns-
prestakalli og Glerárprestakalli auk
þess að starfa í norsku kirkjunni.
Eiginkona sr. Arnalds er sr. Ingi-
björg Jóhannsdóttir og eiga þau
fimm syni. sisi@mbl.is
Prestar nú ráðnir ótímabundið
Séra Arnaldur Bárðarson þjónar á
Eyrarbakka Tekur við 1. febrúar
Arnaldur
Bárðarson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Alls var um 19,5 milljónum króna út-
hlutað úr styrktarsjóði til fjórtán
húsfélaga í Reykjavík á síðasta ári
vegna uppsetningar hleðslubúnaðar
fyrir rafbíla á lóðum fjöleignarhúsa.
Um er að ræða sjóð á vegum
Reykjavíkurborgar og Orkuveitu
Reykjavíkur sem liðka á fyrir stór-
felldri uppbyggingu innviða í borg-
inni fyrir rafbílaeigendur. Hvor aðili
um sig leggur 20 milljónir á ári til
sjóðsins í þrjú ár, alls 120 milljónir
króna.
Þetta var fyrsta árið sem úthlutað
var úr sjóðnum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Magnúsi A. Sveinbjörns-
syni á skrifstofu umhverfisgæða hjá
Reykjavíkurborg bárust alls 19 um-
sóknir til sjóðsins árið 2019. Fjórtán
þeirra voru samþykktar en fimm var
hafnað þar sem þær uppfylltu ekki
skilyrði fyrir styrkveitingu. Dæmi
eru um að umsóknir hafi ekki upp-
fyllt skilyrði reglna um styrkveit-
ingar þar sem bílastæðin eru í einka-
eigu eða í eigu leigufélaga.
Styrkirnir eru greiddir út eftir að
framkvæmdum lýkur hjá viðkom-
andi húsfélagi.
Fjallað er um sjóðinn á vefsíðu
verkfræðistofunnar Verkís og segir
þar að mörg húsfélög hafi leitað til
stofunnar á síðasta ári vegna að-
stoðar við gerð umsókna. Þar segir
ennfremur að lægsta upphæðin sem
úthlutað hefur verið til húsfélags sé
775.726 krónur. Hæsta upphæðin er
1.500.000 krónur, sem er jafnframt
hámarksupphæð til hvers húsfélags.
Greidd upphæð skal ekki nema
meira en 67% af heildarkostnaði
verksins með virðisaukaskatti.
Fjórtán fengu styrk
fyrir hleðslustöðvar
Sjóður fyrir hús-
félög úthlutaði 19,5
milljónum í fyrra
Morgunblaðið/Hari
Rafhleðsla Húsfélög í Reykjavík
geta fengið styrki til uppsetningar.
13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur
SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Hrein orka, eflir einbeitingu, eykur
súrefnismettun, gefur heilbrigða
næringaríka orku sem virkar
allan daginn.
Eflir mótstöðu og er góð vörn gegn
flensum. Frábært gegn þreytu, sleni
og pirringi, auðugt af járni.
Inntaka: Allur aldur.
Nánari upplýsingar
á www.celsus.is
Fæst í apótekum, Hagkaup, Heilsuhúsinu og víðar | netsala á celsus.is
Fjölvítamín náttúrunnar,
hreint og ómengað
Engin tilbúin næringaefni
22 ára
VELGENGNI
Á ÍSLANDI