Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali Símanúmer 659 4044 halla@gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Löggiltur fasteignasali Símanúmer 899 9787 sb@gimli.is Sigþór Bragason Skrifstofa Símanúmer 661 1121 ellert@gimli.is Ellert Bragi Sigurþórsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Símanúmer 773 7126 elinrosa@gimli.is Elín Rósa Guðlaugsdóttir Sölustjóri Símanúmer 896 5221 bardur@gimli.is Bárður Tryggvason Viðskiptafræðingur / sölufulltrúi Símanúmer 691 4252 kristjan@gimli.is Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali hafrun@gimli.is Hafrún Huld Einarsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali Símanúmer 690 2602 elin@gimli.is Elín Urður Hrafnberg Viðskiptafræðingur / sölufulltrúi Símanúmer 820 6511 lilja@gimli.is Lilja Hrafnberg Grensásvegi 13 108 Reykjavík S 570 4800 gimli@gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Hafðu samband og samdægurs verðmetum við eignina þína þér að kostnaðar- og skuldbindingarlausu Snjóflóðin á Vestfjörðum Í gær var unnið að því að kortleggja og mæla botninn á höfninni á Flateyri með fjölgeislamælingu, en þau gögn verða notuð til þess að skipuleggja næstu skref hreins- unarstarfsins. Fram kemur í nýjustu stöðuskýrslu al- mannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að ráðgert sé að fjarlægja báta úr höfninni í dag og vonandi gengur það verk hratt fyrir sig, þar sem stormi er spáð á Vest- fjörðum og víðar um land á morgun, sunnudag. Morgunblaðið/Hallur Már Ráðgera að fjarlægja báta í dag Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is „Það er eitt sem situr eftir, aðallega, og það er það að við höfum búið undir þessum görðum frá því þeir voru teknir í notkun og þeir eru búnir að reynast alveg frábærlega – þangað til á þriðjudagskvöld,“ segir Páll Ön- undarson, bílstjóri á Flateyri. Hann segist telja að það risti djúpt í huga Önfirðinga og sérstaklega Flateyr- inga að varnirnar hafi ekki haldið að öllu leyti. „Þarna eru varnir, sem voru að vísu hannaðar og byggðar á árunum 1996 og upp úr. Þær höndluðu ekki þetta flóð sem kom. En að fara að hengja einhvern sérstaklega fyrir það finnst mér ekki réttlátt. Þetta er bara eins og með önnur mannanna verk að sum virka, önnur ekki. Þá er bara að ráðast í það að laga garðinn, þannig að hann veki traust hjá bæj- arbúunum,“ segir Páll, sem blaða- maður náði tali af í gær. Hann eins og margir aðrir Flat- eyringar upplifir ákveðið óöryggi, eftir að hafa upplifað sig svo gott sem 100% öruggan gegn snjóflóðum á þorpið frá því að garðarnir risu. „Sprenging“ varð í þorpinu þegar í ljós kom að unglingsstúlku var sakn- að í flóðinu, en blessunarlega fannst hún heil á húfi. En þetta á ekki að geta komið fyrir, segir Páll, sem býr í Ólafstúni, nokkrum húsum frá hús- inu sem flóðið lenti á. Miklar framfarir síðan 1995 „Ég vona að menn setjist yfir þetta og ræði hvað megi betur fara. Þetta er garður sem var gerður úr jarðvegi, það þarf ekki að panta hann frá útlöndum, hann er þarna. Það hafa orðið miklar framfarir í hönnun á snjóflóðamannvirkjum og ég tala nú ekki um tölvulíkönum,“ segir Páll og rifjar upp í flæðandi samtali við blaðamann þá tíma er engir voru varnargarðarnir. Þá fór fjölskyldan alltaf að heiman, úr efstu götu bæjarins, og færði sig neðar á eyrina þegar spáð var vondu veðri. „Þú átt erfitt með að sannfæra þig þegar börnin þín koma og spyrja: Mamma, eða pabbi, er óhætt að sofa hérna í nótt?“ segir Páll, sem segist telja að þetta óöryggi hafi að ein- hverju leyti snúið til baka. Taka utan um hvert annað Undanfarnir dagar hafa verið þungir fyrir marga sem lifðu hörm- ungarnar fyrir aldarfjórðungi. „Við höndlum þetta bara á okkar hátt og við kunnum það alveg við Flateyringar að taka utan um hvert annað þegar við þurfum á því að halda. En það hafa náttúrlega orðið mikil kynslóðaskipti á Flateyri síðan flóðið kom. Það fóru margir í burtu og svo náttúrlega bara deyr fólk eins og gengur og gerist og aðrir gefast upp á þessu þrjóskulíferni að búa þarna, eins og sumir segja,“ segir Páll. Varnirnar ekki pottþéttar  Það ristir djúpt í huga Flateyringa að flóðin hafi farið yfir garðana  „Sprenging“ þegar stúlkunnar var saknað Morgunblaðið/Arnar Æðruleysi „Við höndlum þetta á okkar hátt,“ segir Páll Önundarson. Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is „Ég var ekki hér á Flateyri þegar fyrra flóðið féll fyrir 25 árum. Þessi upplifun var allt öðruvísi. Maður gat hjálpað, maður vissi um allt sem var að gerast og gat hjálpað til. Sú til- finning var góð, því ég veit hvernig hin tilfinningin er, að vera einhvers staðar í burtu þar sem þú veist ekk- ert hvað er að gerast, hvernig veðrið er eða hvar fólkið er. Að því leyti til var gott að vera á staðnum,“ segir Kristín Guðmunda Pétursdóttir, sem rekur gistiheimilið Litla-Býli á Flat- eyri. Kristín var úti á gönguskíðum með vinkonum sínum skömmu áður en flóðin féllu á þriðjudagskvöld, aðeins að viðra sig, en var síðan sest heima við kertaljós að setja inn mynd úr gönguskíðaferðinni á Instagram-síðu gistiheimilisins þegar hún heyrði drunurnar og sá síðan kófið koma upp fyrir varnargarðinn. „Ég hugsaði bara, nei, þetta er ekki að gerast,“ segir Kristín sem hljóp strax og vakti manninn sinn áð- ur en hún hljóp inn í herbergi til son- ar síns og beið þar í smástund á með- an lætin gengu yfir. Því næst tók við ótti, þar sem dóttir hennar var ekki heima og var heldur ekki stödd á heimili vinkonu sinnar, hvar hún átti að vera komin inn. Fljótlega komu vinkonurnar þó hlaupandi heim, heilar á húfi. Á fullu allt frá flóðum „En svo bara byrjaði þetta, að hringja í þennan og hinn. Svo heyrð- ist frá Suðureyri og vitandi af ætt- ingjum þar og vinum – hausinn var bara á milljón,“ segir Kristín, sem dreif sig í að taka saman hluti sem einhvern í neyð gæti vantað, föt, raf- hlöður, kaffi. Síðan þá segist Kristín hafa verið „á fullu“ við að hjálpa til við að vinna úr stöðunni eins og aðrir íbúar á Flateyri. Hún telur að um það bil 15-20 mín- útur hafi liðið frá flóðinu úr Skolla- hvilft og þar til flóð féll úr Innra- Bæjargili, en er þó ekki alveg viss. Hún segir þó að það hljóti að hafa verið einhver tími, þar sem björg- unarsveitin var orðin fullgölluð og komin niður að höfn á þeim tíma. „Það má kannski þakka fyrra flóð- inu að það voru allir komnir út og voru svo fljótir upp eftir, ef maður má segja þannig, ég veit það ekki,“ segir Kristín. Samhugur að utan „Við erum öll frekar opin og knús- um hvert annað og tölum saman og allir þeir sem hafa komið hingað og aðstoðað okkur,“ segir Kristín, en Flateyringar hafa komið saman í Gunnukaffi við Hafnargötu og veitt hver öðrum félagsskap, faðmast, grátið og hlegið. Hún bætir við að einnig sé gott að finna samhug lands- manna með þeim þolendum hamfar- anna sem hafa nú orðið fyrir tjóni og áföllum. Einnig segir Kristín að hlýj- ar kveðjur streymi að á samfélags- miðlum, frá erlendum ferðamönnum sem hafi gist hjá henni á Litla-Býli og að það þyki henni vænt um. „Alls staðar að úr heiminum og alls konar kveðjur. Það er rosalega gott, þó maður geti ekki svarað öll- um.“ Morgunblaðið/RAX Þakklát Kristín Guðmunda Pétursdóttir segir að það hafi verið gott að finna hlýhug þjóðarinnar til Vestfirðinga undanfarna daga. Betra að vera á staðnum og ná að hjálpa til  Knúsast, grátið og hlegið frá flóðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.