Morgunblaðið - 18.01.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.01.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Bio-Kult Migréa Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 14 góðgerlastofnar B6-Vítamín Magnesíum Bio-Kult Migréa er háþróuð 14 stofna góðgerlablanda og hafa rannsóknir sýnt að inntaka á þeim í 10 vikur dró úr tíðni mígrenikasta um 40-45% og styrkur kastanna minnkaði einnig um allt að 31%. Þessi vara inniheldur einnig magnesíum og B6 en það tvennt stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu og lúa. Bio Kult Migréa er vegan og hentar einnig fyrir ófrískar konur. Tengsl milli þarmaflóru og annarar líkamsstarfsemi eru vel þekkt og er talið að léleg flóra hafi m.a. áhrif á höfuðverki og tíðni þeirra. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALAN heldur áfram 30-50%afsláttur Peysur • Bolir • Kjólar Jakkar • Pils • Túnikur Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ENN MEIRI AFSLÁTTUR GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL. Á GÆÐA MERKJAVÖRU Dúnúlpur og ullarkápur ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSALA Meiri verðlækkun 40-60% PBO blazer: 42.980 kr. Nú: 25.788 kr. PBO toppur: 18.980 kr. Nú: 11.388 kr. PBO buxur: 28.980 kr. Nú: 11.592 kr. Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka at- vinnulífsins fyrir hönd Isavia und- irrituðu kjarasamning í húsakynn- um ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar flugumferðar- stjóra hafa verið lausir síðan 31. desember 2018 og var kjaradeilu FÍF og SA vegna Isavia vísað til rík- issáttasemjara 13. apríl á seinasta ári. Síðastliðinn sunnudag sam- þykktu félagsmenn í FÍF verkfalls- aðgerðir til að þrýsta á um lausn deilunnar. Fundahöld hafa staðið yfir seinustu daga og komu samn- inganefndirnar saman klukkan hálftólf fyrir hádegi í gær þar sem nýi samningurinn var undrritaður. Kári Örn Óskarsson, formaður FÍF, vildi í gær ekki ræða efnis- atriði samningsins áður en kynning hans færi fram meðal félagsmanna og atkvæði verða greidd um hann. Nýi kjarasamningurinn er til skamms tíma en hann gildir til 31. desember næstkomandi skv. upp- lýsingum á vef ríkissáttasemjara. Flugum- ferðarstjór- ar semja  Gildir til 31. des- ember næstkomandi Fjórir dómarar við Landsrétt sem fóru í leyfi eftir dóm undirréttar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) eru enn á fullum launum. Þetta kemur fram í svari dóm- stólasýslunnar við fyrirspurn Morgunblaðsins. „Umræddir einstaklingar eru samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 skipaðir ótíma- bundið sem dómarar við Landsrétt. Samkvæmt 61. gr. stjórnarskrár Ís- lands verður dómurum ekki vikið úr embætti nema með dómi, [en] þetta er ætlað til að tryggja sjálfstæði dómstólanna. Stjórn dómstólasýslunnar getur samkvæmt 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 veitt dómurum leyfi frá störfum. Þeir Ásmundur [Helgason] og Jón [Finnbjörnsson] óskuðu eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem dómarar við Landsrétt í júlí 2019 og voru beiðnirnar sam- þykktar á fundi stjórnar dóm- stólasýslunnar skömmu síðar. Þær Arnfríður [Einarsdóttir] og Ragn- heiður [Bragadóttir] óskuðu eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem dómarar við Landsrétt í september 2019. Þær beiðnir voru einnig sam- þykktar á fundi stjórnar dóm- stólasýslunnar.“ Skulu vera um 1.700 þúsund Þá var spurt um fjárhæð launa- greiðslna síðan leyfið hófst og við hvaða heimildir þær styðjast. „Allar beiðnir voru háðar því skil- yrði að dómararnir haldi óbreyttum starfskjörum meðan á leyfinu stend- ur, sbr. 4. mgr. 50. gr. laga um dóm- stóla nr. 50/2016. Samkvæmt 3. málsl. 2. mgr. 44. gr. sömu laga skulu laun landsréttardómara nema 1.692.155 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 440.312 kr. á mánuði. Þess skal þó getið að þau laun tóku breytingum til hækkunar 1. maí 2019 og munu nú vera rúmlega 1.700.000 kr. Það skal þó tekið fram að frá 12. mars 2019, þegar dómur í málinu féll í Strassborg, hafa þau ekki verið að störfum,“ sagði í svari dómstólasýslunnar. Dómararnir fjórir hafa því verið á fullum launum frá því dómur MDE féll en síðan fóru þeir formlega í leyfi, tveir og tveir í einu, sumarið 2019. Hinn 20. desember 2019 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til setn- ingar tvö embætti dómara við Landsrétt. Þeir dómarar munu koma inn í réttinn tímabundið til af- leysingar vegna álags. Lauslega áætlað hafa dómararnir fjórir fengið 40 mánaðarlaun, eða um 70 milljónir, í leyfinu. baldura@mbl.is Landsréttardómararnir enn á fullum launum  Dómararnir fjórir sem fóru í leyfi eftir dóm MDE 12. mars í fyrra héldu óskertum launagreiðslum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.