Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
®
Rafsuðuhjálmur
Speedglas 9100XXi
3M Speedglas 9100XXi rafsuðuhjálmur
Verð 84.144 kr
™
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
AFP. Teheran. | Æðstiklerkurinn Ali
Khamenei, leiðtogi Írans, lýsti því
yfir í gær að mótmælin sem spruttu
upp í landinu eftir að Íransher skaut
niður úkraínska farþegaþotu væru
ekki lýsandi fyrir íranskan almenn-
ing. Sakaði Khamenei óvini Írans um
að nýta sér mótmælin í áróðurs-
skyni.
Khamenei lét þessi ummæli falla
þegar hann stýrði föstudagsbænun-
um í höfuðborginni Teheran, en
þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2012
sem hann gerir það. Khamenei sagði
í ræðu sinni að árásin á vélina hefði
verið „bitur harmleikur“ sem hefði
brennt sig í gegnum hjörtu allra Ír-
ana. Hún ætti þó ekki að skyggja á
þær fórnir sem hershöfðinginn Qas-
sem Soleimani hefði fært, en hann
var drepinn af Bandaríkjamönnum í
Bagdad í upphafi mánaðarins.
Khamenei þurfti reglulega að gera
hlé á ræðu sinni svo að mannfjöldinn
sem hlýddi á gæti hrópað „Dauði yfir
Bandaríkin“.
Gagnrýndi Evrópuríkin
Khamenei gagnrýndi einnig ríkis-
stjórnir Bretlands, Frakklands og
Þýskalands harðlega fyrir að hóta
því að fara með brot landsins á
kjarnorkusamkomulaginu fyrir ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna. „Það
hefur sannast nú, eftir um það bil ár,
að þær eru í öllum skilningi orðsins
taglhnýtingar Bandaríkjanna og
þessar huglausu ríkisstjórnir bíða
eftir uppgjöf írönsku þjóðarinnar,“
sagði Khamenei.
Ræðu Khamenei var vel tekið af
viðstöddum og þurfti hann oft að
gera hlé á máli sínu svo að mann-
fjöldinn gæti formælt Bandaríkjun-
um og óskað þeim dauða.
Gerði lítið úr mótmælunum
Khamenei æðstiklerkur stýrði föstudagsbænum í Íran í fyrsta sinn í átta ár
AFP
Íran Khamenei stýrði föstudags-
bænum í fyrsta sinn í átta ár.
Mikið var um dýrðir við opnun ljósahátíðar í þorpinu
San Bartolome de Pinares í miðhluta Spánar í fyrra-
kvöld, en hátíðin er haldin til heiðurs heilögum Antonio
Abad, sérlegum verndardýrlingi dýra. Kveikja
þorpsbúar í brennum víðs vegar um bæinn, en eldinum
er ætlað að verja dýr þeirra gegn sjúkdómum.
AFP
Ljósahátíð til heiðurs verndardýrlingi dýra
Vaðið gegnum eld og brennistein
Taílensk heilbrigðisyfirvöld sögðu í
gær að annað tilfelli af lungnabólg-
unni dularfullu sem nýlega spratt
upp í Kína hefði fundist í landinu.
Var það í ferðalangi frá Kína, sem
var stöðvaður við eftirlit á stærsta
flugvelli Taílands. Er viðkomandi
nú á sjúkrahúsi og ætla yfirvöld í
Taílandi að herða eftirlit, þar sem
gert er ráð fyrir auknum fjölda
gesta frá Kína á næstunni.
Tveir hafa þegar látist í Kína
vegna hinnar nýju kórónaveiru, en
einkennin þykja minna á SARS.
Annað tilfelli
lungnabólgunnar
TAÍLAND
Oleksí Gontsjarúk, forsætisráð-
herra Úkraínu, bauðst í gær til
þess að segja af sér eftir að hljóð-
upptaka af hon-
um birtist á net-
inu þar sem hann
virðist gera lítið
úr þekkingu Vol-
odymyr Zelenskí
Úkraínuforseta á
efnahagsmálum.
Zelenskí ákvað
síðar um kvöldið
að hafna afsögn
Gontsjarúks, sem
sagði að forset-
inn hefði „frumstæðan skilning“ á
efnahagnum. Raunar bætti Gont-
sjarúk við að hann sjálfur væri
„moðhaus“ í fræðunum.
Fyrsta prófraun forsetans
Zelenskí var gamanleikari og
hafði leikið forseta Úkraínu í vin-
sælum sjónvarpsþáttum áður en
hann bauð sig fram og vann Petró
Porosjenkó, sitjandi forseta, með
miklum yfirburðum. Skömmu síðar
vann flokkur Zelenskís, sem bar
sama heiti og gamanþátturinn, stór-
sigur í þingkosningum.
Zelenskí hefur að mestu siglt
lygnan sjó heima fyrir, þrátt fyrir
að símtal hans við Donald Trump
Bandaríkjaforseta á síðasta ári hafi
orðið til þess að demókratar á
Bandaríkjaþingi reyna nú að fá
Trump sviptan embætti.
Stjórnmálaskýrendur sögðu í
gær að uppsagnarbeiðnin væri
fyrsta alvöru prófraun Zelenskís í
innanríkismálum, en ekki þótti lík-
legt að hann myndi samþykkja af-
sögn Gontsjarúks, þar sem það
myndi senda röng skilaboð til um-
bótasinna í Úkraínu. Í fyrstu orð-
sendingu forsetans um málið sagði
einungis að afsagnarbeiðnin hefði
borist, en síðar fyrirskipaði Ze-
lenskí rannsókn á því hver hefði
tekið upp samtöl ráðherra.
Sjálfur gekkst Gontsjarúk við
ummælum sínum en harmaði á
sama tíma að upptakan hefði verið
klippt þannig til að það hljómaði
eins og hann styddi ekki Zelenskí.
Til að taka af allan vafa hefði hann
sent forsetanum bréf og boðið hon-
um afsögn sína vegna málsins.
Gontsjarúk, sem er 35 ára, er
yngsti forsætisráðherra Úkraínu
frá upphafi.
Bauð Zelenskí
afsögn sína
Hljóðupptöku lekið af Gontsjarúk
Oleksí
Gontsjarúk
Alan Dershowitz, einn frægasti lög-
fræðingur Bandaríkjanna, tilkynnti í
gær að hann yrði hluti af lögfræð-
ingateymi Donalds Trump Banda-
ríkjaforseta, en réttarhöld til höfuðs
honum hefjast í öldungadeild
Bandaríkjaþings í næstu viku.
Þá greindu bandarískir fjölmiðlar
frá því í gær að Kenneth Starr yrði
einnig í teyminu, en hann var sér-
stakur saksóknari þegar Bill Clinton
var ákærður til embættismissis árið
1998 og sýknaður af öldungadeild-
inni.
Dershowitz sagði í yfirlýsingu að
hann myndi sjá um munnlegan mál-
flutning fyrir öldungadeildinni varð-
andi þá hluta málsins sem snúa að
stjórnarskrá Bandaríkjanna, og
kynna þau stjórnarfarslegu rök sem
eru gegn því að svipta Trump emb-
ætti. Telur Dershowitz að málið snú-
ist um kjarna stjórnarskrárinnar.
Dershowitz hefur áður tekið þátt í
málsvörnum þekktra einstaklinga
fyrir rétti, meðal annars O.J. Simp-
son, Jeffrey Epstein, Roman Pol-
anski og Mike Tyson.
Dershowitz
og Starr í
slaginn
Standa að máls-
vörn Trumps