Morgunblaðið - 18.01.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.01.2020, Qupperneq 22
Heildarloðnuafl i fi skveiðiárin 1980/81 til 2018/19 80/81 85/86 90/91 95/96 00/01 05/06 10/11 15/16 18/19 Þús. tonn 1.000 1.250 750 500 250 0 Júní-september Október-desember Janúar-mars Heimild: Hafrannsóknastofnun Engar loðnuveiðar voru stundaðar fi skveiðiárið 2018/2019 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fimm skip leita nú loðnu útifyrir Austfjörðum, rann-sóknaskipið Árni Frið-riksson og fjögur veiði- skip. Mælingar á þeim árgangi sem hefði átt að bera uppi veiðarnar í vet- ur hafa ekki gefið tilefni til að gefa út veiðikvóta og gæti árið orðið annað árið í röð, sem engar veiðar verða leyfðar. „Því miður ríkir ekki mikil bjartsýni um loðnuvertíð en það er aldrei að vita. Loðnan hefur oft kom- ið mönnum á óvart,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar í vik- unni. Í grein um loðnuna í sérriti Haf- rannsóknastofnunar 1995 segir að loðnan sé um margt sérkennilegur fiskur. „Hegðun hennar og lífshættir eru fjölbreyttir og enn virðist hún geta komið okkur Íslendingum á óvart. Fiskifræðingar hafa rann- sakað hana lengi og reyndir skip- stjórar spáð í hegðun hennar og reynt að segja fyrir um göngur en allt kemur fyrir ekki. Alltaf virðist hún brydda upp á einhverju nýju í hegðunarmynstri sínu,“ segir í grein- inni. Heimildir eru til um að sjórekin loðna hafi verið nýtt á 18. öld og yngri heimildir eru um að loðnu hafi verið aflað og hún einkum notuð í beitu. Tilraunaveiðar á loðnu fóru fram 1958 og var tilgangur þeirra að kanna hvort hægt væri að veiða loðnu í nót og hvort hún væri heppilegt hrá- efni fyrir ört vaxandi fiskimjölsiðnað Íslendinga. Árið 1963 komu þúsund tonn á land og 1964 var landað 8.600 tonnum af loðnu til bræðslu. Loðnuveiðarnar fóru hægt af stað en jukust mikið eftir 1973. Þá fór aflinn yfir 400 þúsund tonn og var upp undir milljón tonn 1979. Eftir að brestur varð í síldveiðum við Ísland og síðar er íslenski flotinn hætti síld- veiðum í Norðursjó jukust loðnuveið- ar enn. Sum árin var aflinn ótrúlega mikill, en á milli má sjá að engar loðnuveiðar voru við landið. Glaðbeittir vörubílstjórar Óhemjuloðnuveiði var árin fyrir og eftir síðustu aldamót, margir bátar á veiðum og mikið fjör í höfnum víða um land. Fjallað er um þetta „gullæði“ í Morgunblaðinu 21. febr- úar 1996: „Loðnan kom til Þorlákshafnar rétt fyrir síðustu helgi og margir voru orðnir órólegir að bíða eftir henni en hún kom með tilheyrandi lífi á bryggjunni og í vinnsluhúsunum. Á laugardag lágu þrjú drekkhlaðin loðnuskip við bryggju og önnur voru væntanleg, þrjár dælur gengu stans- laust og dældu loðnunni á bíla. Ein dælan dældi fyrir Sjólastöðina í Hafnafirði, önnur fyrir Granda og sú þriðja fyrir heimastöðvarnar í Þor- lákshöfn. Vörubílstjórar vöppuðu glað- beittir um hafnarbakkann og spjöll- uðu saman, tilbúnir að keyra dag og nótt. Japanskir eftirlitsmenn fylgd- ust með, glettust við strákapeyja á bryggjunni og hoppuðu um borð hin- ir ánægðustu …“ Nótaskipin Ísafold og Geysir voru leigð til landsins frá útgerð í Hirtshals og notuð til loðnuflutninga. Frystitogarinn Heinaste lá í Hafn- arfjarðarhöfn og frysti loðnu og rækjutogarinn Dalborg frysti loðnu fyrir Boregy á Höfn. Peningalykt var í loftinu og menn létu hendur standa fram úr ermum. Miklar sveiflur í 60 ára sögu loðnuveiða 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú líður að þvíað efri deildMannrétt- indadómstóls Evr- ópu taki Landsrétt- armálið fyrir. Satt að segja sætir furðu hver niðurstaðan var í þessu máli í fyrstu umferð, svo veikur er málatilbúnaðurinn og innistæðulítill. Upphaf málsins er málshöfðun gegn ríkinu á þeirri forsendu að Arnfríður Einarsdóttir landsrétt- ardómari hafi verið ranglega skip- uð er hún dæmdi í máli manns, sem ítrekað hafði ekið undir áhrif- um, og hann því ekki fengið rétt- láta málsmeðferð. Maðurinn ját- aði brot sitt og var sakfelldur. Hæstiréttur staðfesti dóminn og hafnaði því að sakborningurinn hefði ekki notið réttlátrar máls- meðferðar og mannréttinda. Sú niðurstaða er til meðferðar hjá Mannréttindadómstólnum. Skipun dómara í Landsrétt kostaði Sigríði Á. Andersen stól dómsmálaráðherra. Hún hefur nú sent Mannréttindadómstólnum greinargerð, sem fjallað var um í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar andmælir Sigríður því að hún hafi ekki sinnt rannsóknar- skyldu þegar hún kaus að víkja frá hæfnisröð dómaranefndar. Hún bendir á að sú rannsóknar- regla, sem hún eigi að hafa brotið, sé matskennd. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldunni og rök- stuðningur sinn fyrir ákvörðun- inni um að víkja frá tilnefningum nefndarinnar hafi verið í sam- ræmi við íslenska stjórnsýslu- hefð. Í greinargerðinni dregur Sigríður fram ýmsar mótsagnir og veikleika í niðurstöðu Mann- réttindadómstólsins og bendir á að hann hafi valið úr dóma- fordæmi frá Íslandi, sem hentuðu niðurstöðunni. Hún bendir einnig á að Hæsti- réttur Íslands hafi komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður hafi verið löglega skipaður dómari og rifjar upp að það sé grund- vallaratriði í réttarfari þegar kemur að dómstólnum að virða eigi svokallaða nálægðarreglu, sem snýst um að láta eigi innlenda dómstóla um að túlka innlend lög. Oft hefur verið bent á að alþingi hefði aldrei samþykkt lista dóm- nefndarinnar óbreyttan vegna þess að þar væru mun fleiri karlar en konur. Því hefði alltaf þurft að víkja frá listanum. Í viðtali við Morgunblaðið á fimmtudag fer Sigríður nánar ofan í það og segir frá einkafundum með formönnum allra flokka í stjórn og stjórnar- andstöðu þar sem skýrt hafi kom- ið fram að svona færi listinn ekki í gegnum þingið. Þegar breyttur listi kom fram hafi það verið gagnrýnt og ræki- lega rætt. Þingið hefði rannsakað málið og á endanum hefðu tillögur Sigríðar verið samþykktar. Á endanum voru greidd at- kvæði um allan listann í stað þess að kjósa sérstaklega um hvern dómara og var það sérstaklega gagnrýnt. Það var líka tínt til sem eitt af atriðunum í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Sigríð- ur segir að þetta standist ekki því að hún hafi lagt fyrir þingið tillögu um hvern og einn eins og lög geri ráð fyrir. Þá hafi hún eindregið lagst gegn því að at- kvæði yrðu greidd í einu lagi, en ekki hefði verið hlustað á það. Það var hins vegar þingið, sem ákvað að ganga til atkvæða um allan listann, og það sé ekki dómstóla að hlutast til um það hvernig at- kvæðagreiðslum er háttað hjá lög- gjafarvaldinu. Frásögn Sigríðar sýnir hvað málatilbúnaður andstæðinga hennar er með miklum ólíkindum. Eftir á var hún gagnrýnd harka- lega fyrir að hagga lista, sem há- værustu gagnrýnendurnir hefðu aldrei samþykkt óbreyttan. Raunin var sú að aðferð nefnd- arinnar við að gera listann var meingölluð, enda er nú svo komið að horfið hefur verið frá þeim vinnubrögðum, sem hún viðhafði við að skipa í Landsrétt. Þar sem þetta mál snýst um ís- lenskt réttarkerfi er ekki úr vegi að skoða það réttarkerfi, sem hef- ur málið til meðferðar. Eins og komið hefur fram er einn af dóm- urunum, sem mun úrskurða um málið á efra stigi, úr hópi þeirra, sem dæmdu málið í upphafi. Þar er um íslenska dómarann að ræða. Það myndi ekki teljast góð lat- ína ef dómarar á Íslandi – eða hvar á landi sem er – flyttu sig milli dómstiga til að dæma í einu og sama málinu. Slík vinnubrögð yrðu talin standa í vegi fyrir rétt- látri málsmeðferð og stangast á við mannréttindi. Í frétt í Morgunblaðinu í dag er þetta fyrirkomulag gagnrýnt. Meðal þeirra, sem telja það óheppilegt, er Ragnar Aðalsteins- son hæstaréttarlögmaður, en for- sendan fyrir því sé að þannig sé tryggt að meðal dómara sé þekk- ing á dómskerfi viðkomandi lands, í þessu tilfelli Íslands. Það getur vissulega verið kost- ur að slík vitneskja sé fyrir hendi, en vegur það þyngra en megin- reglan um réttinn til réttlátrar meðferðar? Er hún ekki það mik- ilvæg að tryggja verði með öðrum hætti að þekking á dómskerfi heima í héraði sé fyrir hendi? Í raun sé dómstóllinn að kasta steinum úr glerhúsi þegar hann fellir dóma sína um réttarkerfi og réttarfar einstakra landa? Að þessu sögðu er rétt að halda því til haga eins og bent hefur ver- ið á áður hér að ástæðulaust var að áfrýja þessu máli þar sem nið- urstaða þess er ekki bindandi. Þegar Ísland gengur til alþjóðlegs samstarfs við hóp annarra ríkja er það ófrávíkjanlegt skilyrði að nið- urstöður hins yfirþjóðlega valds séu ekki bindandi. Þetta er grund- vallaratriði og þegar innganga Ís- lands í slíka stofnun er samþykkt telst það skilyrði viðurkennt. Það er því löggjafans að meta þegar úrskurður fellur hvort ástæða sé til að breyta reglum og lögum í samræmi við hina erlendu túlkun. Sjái þingið ekki ástæðu til að aðhafast er málinu lokið. Í landsréttarmálinu hafa menn verið á villigötum frá upphafi } Á röngum forsendum M álefni þjóðarleikvanga hafa verið til umræðu hjá ríki, Reykjavíkurborg og íþrótta- hreyfingunni í nokkurn tíma. Mannvirki sem eiga að hýsa alþjóðlegar keppnir eru mörg hver komin til ára sinna. Almennt bera sveitarfélög ábyrgð á uppbyggingu íþróttamannvirkja samkvæmt íþróttalögum. Ný reglugerð um þjóðar- leikvanga opnar á aðkomu ríkisins sér- staklega að slíkri mannvirkjagerð. Samkvæmt reglugerðinni er þjóðar- leikvangur skilgreindur sem íþróttaaðstaða sem tengist ákveðinni íþrótt. Hér er um að ræða mannvirki sem þegar er til staðar eða á eftir að reisa. Þjóðarleikvangur uppfyllir tæknilegar staðalkröfur fyrir viðkomandi íþróttagrein ásamt því að uppfylla skil- greindar lágmarkskröfur um íþróttamannvirki sam- kvæmt alþjóðlegum reglum alþjóðasambanda og íslensk- um reglugerðum um mannvirki fyrir almenning og fjölmiðla. En hvers vegna eru þjóðarleikvangar mikilvægir? Við höfum lengi átt framúrskarandi íþróttafólk. Við getum sannarlega verið stolt af afreksíþróttafólkinu okkar en við eigum líka að geta verið stolt af aðstöðunni sem við höfum til að halda alþjóðlega íþróttaviðburði og íþrótta- keppnir. Ljóst er að sú aðstaða sem þarf til að geta tekið á móti alþjóðlegum viðburðum í þeim íþróttagreinum sem við stöndum framarlega í þarfnast endurnýjunar. Á dögunum skipaði ég starfshóp sem mun gera tillögur um framtíð þjóðarleikvangs fyr- ir inniíþróttir á Íslandi. Starfshópurinn mun m.a. vinna að öflun upplýsinga um hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðar- leikvanga og afla nauðsynlegra upplýsinga um hvaða alþjóðakröfum þarf að fara eftir svo hægt sé að greina þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma og mögulega nýtingu mann- virkja sem fyrir eru. Starfshópurinn er skip- aður öflugu fólki og ég hef miklar væntingar til afraksturs vinnu hans. Fram undan eru viðamiklar innviðafjár- festingar í hagkerfinu. Fjárfestingar ríkis- sjóðs eru rétt yfir langtímameðaltali, eða rúm 2% af landsframleiðslu. Vegna sterkrar stöðu ríkissjóðs verður hægt að fara í frekari inn- viðauppbyggingu á næstunni. Það sýnir sig að fjárfesting í íþróttum hefur verulegan samfélagslegan ábata til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á mikilvægi uppbyggingu samfélagslegra innviða og eru íþróttamannvirki liður í því. Markmið mitt er að þessi undirbúningsvinna sem nú fer fram geti skilað sameiginlegri sýn á hvert ber að stefna og hvað þarf til þess að aðstaða afreksfólks í íþróttum sé á heimsmælikvarða. Til að ná settum mark- miðum þurfa allir að leggjast á eitt, ná hraðaupphlaupinu og skora! Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Þjóðin mætir til leiks Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Guðlaugur Jónsson fór á sína fyrstu loðnuvertíð 1970 á Ásgeiri, RE, skipi Ísbjarnarins, og segir vertíðina hafa verið lélega og mörg skip um hituna. Árin liðu og þegar Guðlaugur fór í land vorið 2019 hafði hann verið skip- stjóri á loðnuskipum í fjölda ára, síðustu fjögur árin á Venusi NS, og kom- ið með mörg þúsund tonn af loðnu að landi. Fyrstu vertíðina hans voru yfir 100 skip á loðnuveiðum, alls konar fleytur og misjafnlega merkilegar. Hann segir að Ásgeir hafi borið um 260 tonn og verið fínt skip. Til samanburðar ber Venus um 2.600 tonn. Hann segir athyglisvert að 1970 hafi loðnan nánast ekkert gengið vestur fyrir Ingólfshöfða og hafi að mestu hrygnt á söndunum þar austur af. Guðlaugur segist taka undir með fiskifræðingunum, staðreyndin sé sú að síðustu ár hafi stofninn greinilega minnkað og segist ekki bjartsýnn á vertíð í vetur. Hann hafi ekki skýringar á þessari þróun, en margir éti loðnuna á leið hennar til hrygningar. Göngumynstur loðnu hafi breyst, mikið sé af hvölum og þorski og sjórinn við landið sé hlýrri heldur en loðnan kjósi. Á loðnu fyrir hálfri öld GUÐLAUGUR JÓNSSON SKIPSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.