Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Óskar
Bergsson
fasteignasali
s. 893 2499
Hildur
Harðardóttir
lögfr. og lgfs.
s. 897 1339
Elín G.
Alfreðsdóttir
nemi til lögg.
s. 899 3090
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
lögmaður
s. 892 2804
Vilhjálmur
Einarsson
fasteignasali
s. 864 1190
H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
ÁRANGUR Í SÖLU
FASTEIGNA
www.eignaborg.is
Ólympíumótið í skák fer aðþessu sinni fram í Moskvuog hefst í byrjun ágúst.Nokkrar þeirra sem ef að
líkum lætur munu tefla fyrir Íslands
hönd í kvennaflokknum héldu á dög-
unum til Prag, en um síðustu helgi
hófst þar opið mót sem er liður í
mótasyrpu sem staðið hefur yfir um
nokkurt skeið í Tékklandi. Það hefur
verið gaman að fylgjast með af
hliðarlínunni, en greinarhöfundur
var fenginn til að aðstoða hópinn við
skáklegan undirbúning. Áskell Örn
Kárason verður hins vegar þjálfari
og liðsstjóri liðsins í Moskvu.
Framan af móti vakti Guðlaug
Þorsteinsdóttir mesta athygli fyrir
frammistöðu sína, en hún var marg-
oft að tefla upp fyrir sig eins og það
er kallað. Og fleiri í þessum sjö
kvenna hópi hafa náð að bæta dug-
lega við sig.
Fyrir síðustu umferð sem fram fór
í gær var Lenka Ptacnikova með
flesta vinninga, 4½ vinning af átta
mögulegum. Þar á eftir kom Jóhanna
Björg Jóhannsdóttir með 4 vinninga
en síðan Guðlaug og Tinna Kristín
Finnbogadóttir.
Í stigalægri flokknum hafði Adam
sonur Lenku hækkað sig um nálega
150 Elo-stig eftir fjóra sigra í röð.
Jósep, sem er 8 ára gamall, hafði
einnig staðið sig vel.
Tökum skák sem rifjar upp gamlar
minningar fyrir ákaflega óhefð-
bundna uppbyggingu sóknar:
Opna mótið í Prag 2020; 6. um-
ferð:
Lubos Privoznik – Tinna Kristín
Finnbogadóttir
Slavnesk vörn
1. b3 Rf6 2. e3 d5 3. Bb2 Bf5 4. Rf3
e6 5. c4 Rbd7 6. Be2 Bd6 7. Rc3 c6 8.
Hc1 O-O 9. O-O Hc8 10. Rh4 Bg6 11.
Rxg6 hxg6 12. d4
Fremur hversdagsleg staða sem
hefur helstu einkenni slavneskrar
uppbyggingar. En skyldi einhverjum
detta í hug að svartur ætti sóknar-
færi eftir h-línunni?
12. … Kh7?!
Þessi tilfærsla kóngs og hrók sem
kemur hróknum á h-línuna er harla
„benónýsk“ því hún sást nokkrum
sinnum í skákum Benónýs Bene-
diktssonar, t.d. á Reykjavíkurskák-
mótinu árið 1970. Nú liggur beinast
við að opna miðborðið með 13. Bf3 og
síðan e3-e4 en hvítur fer sér hægt.
13. Rb1?! Re4 14. Ba3 Bxa3 15.
Rxa3 Hh8 16. cxd5 exd5 17. Rc2 Kg8
Þá er leiðin „greið“ eftir h-línunni.
18. Re1 Dh4 19. Rf3 Dh6 20. h3 f5
Gott var einnig 20. … g5. Sóknar-
áætlun svarts hefur algjörlega geng-
ið upp.
21. Bd3 Rdf6 22. Bxe4 dxe4
Betra var sennilega 22. … Rxe4
ásamt g6-g5.
23. Re5 g5 24. f3?
Hann reynir að spyrna við fótum
en missir af góðum varnarleik, 24.
b4! með hugmyndinni 24. … g4? 25.
Db3+ Rd5? 26. Dxd5+! og vinnur.
24. g4 25. fxg4 Dxe3+ 26. Kh1 f4
27. Rg6?
27. g5 var betra og svartur á varla
meira en þráskák.
27. … Hxh3+ 28. gxh3 Dxh3+ 29.
Kg1 Dg3+30. Kh1 Dh3+ 31. Kg1 f3!
Nákvæmt leikið.
32. Re7+ Kf7 33. Hf2 Hh8 34.
Hxf3 exf3 35. Dc2 Dg3+
- og hvítur gafst upp.
Efstur á tvennum vígstöðvum
Eins og svo margir aðrir tekur
Guðmundur Kjartansson þátt í
Skákþingi Reykjavíkur og MótX-
mótinu, skákhátíð Hugins og skák-
deildar Breiðabliks. Hann hefur unn-
ið allar skákir sínar á þessum tvenn-
um vígstöðvum og er þ.a.l. efstur í
Faxafeni og í Stúkunni á Kópavogs-
velli.
Á Skákþinginu er hann með fjóra
vinninga af fjórum mögulegum og
deilir toppsætinu með Sigurbirni
Björnssyni.
Á MótX-mótinu hafa verið tefldar
tvær umferðir og þar er Guðmundur
einnig á toppnum með Hjörvari
Steini Grétarssyni.
Benónýsk
sóknaráætlun
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Helgi Ólafssson
Í Prag Landsliðshópur kvenna, frá vinstri: Lisseth Acevedo, Hrund Hauks-
dóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Sigríður
Björg Helgadóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
Það eru ekki alltaf
jólin. Að þeim tíma
loknum tekur við árs-
tími sem sumir eiga erf-
itt með að höndla í
myrkrinu. Að þreyja
þorrann og góuna fram
á vorið reynist sumum
erfitt. Kvíði magnast
hjá mörgum eftir hátíð-
arnar af því að fólk veit
ekki hvað verður eða
hverju það má eiga von á.
Mundu þá að innra með þér býr lít-
ið ljós. Veikburða logi sem þó aldrei
verður slökktur, sama hvað. Mundu
líka að í augum Guðs ert þú ekki eitt-
hvað sem var. Heldur verðmæti sem
eru og munu verða. Eilífðar verð-
mæti.
Ævigangan er eitthvað svo ófyr-
irsjáanleg. Það er þó gott að geta
horft á lífið sem spennandi fram-
haldssögu, þótt við vitum ekki hvert
það leiðir okkur. Lífið er nefnilega
svalt ævintýri sem oft tekur óvænta
stefnu. Þar sem skuggar, dimma og
kuldi takast á við ljósið, vonina og
birtuna, væntingar og vorið.
Lífið getur sannarlega á stundum
verið nokkuð svalt. Jafnvel býsna
napurt og oft æði kalt. En þótt suma
daga kunni það að vera ferlegt púl,
heldur napurt og lundin fúl, þá koma
sannarlega líka dagar sem það er
bara alveg ferlega hipp og kúl.
Lífið er nefnilega eins og gim-
steinn okkur af Guði gefinn. Hluti af
auðlegð himinsins. Eilíf perla sem
okkur er ætlað að annast af nær-
gætni, pússa og gæta dag hvern uns
yfir lýkur.
Ég held að málið sé nefnilega að
uppgötva og átta sig á því að við
höfum verið valin í lið
lífsins. Og hefur þú gert
þér grein fyrir að þú ert
í sigurliðinu?
Í því hlýtur að vera
fólgin ögrun sem hefur
á okkur mótandi áhrif
sem fá okkur til að
leggja okkur fram til að
þjóna lífinu og liðinu
sem við höfum verið í.
Áskorun sem leiðir til
þakklætis í kærleika,
friðar og aga. Höfum
hins vegar hugfast að
við erum kölluð í lið lífsins sem leik-
menn en ekki sem dómarar.
Hvað veist þú annars merkilegra
en það að vera valinn í lið lífsins og fá
að spila með til sigurs? Og þótt ein-
staka viðureignir kunni að tapast
mun liðið að lokum standa uppi sem
sigurvegari.
Látum því lífið ekki úr greipum
okkar renna eins og sand sem fýkur
út í loftið og verður viðskila við sjálf-
an sig og tilgang sinn.
Lof sé Guði fyrir lífið, óendanlega
elsku hans og trúfesti sem nær langt
út yfir gröf og dauða. Já, dýrð sé Guði
sem kom til að frelsa okkur og gera
okkur að erfingjum eilífðarinnar.
Með hjartans þakklæti, kærleiks-
og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Ég á líf
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Lof sé Guði fyrir
lífið, óendanlega
elsku hans og trúfesti
sem nær langt út yfir
gröf og dauða.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Steinunn Jóhannesdóttir eða
Steinunn Alice J. Hayes fædd-
ist 19. janúar 1870 á Eystra-
Miðfelli á Hvalfjarðarströnd.
Foreldrar hennar voru hjónin
Jóhannes Jónsson bóndi og
Ellisif Helgadóttir.
Þegar Steinunn var 18 ára
gömul flutti hún til Vestur-
heims. Hún fór í trúboðsskóla í
Chicago og tók prestvígslu.
Hún fór síðan í læknanám í
Kaliforníu og útskrifaðist 1902.
Hún var því fyrsta íslenska
konan sem tók læknapróf. Hún
giftist skólabróður sínum úr
læknanáminu, Charles Arthur
Hayes, en hann var skurðlækn-
ir og trúboði. Þau áttu einn son.
Þau fóru til Kína árið 1902 og
störfuðu þar í 40 ár sem læknar
og trúboðar. Veran þar var oft
ótrygg því útlendingar voru
litnir hornauga og tók langan
tíma fyrir þau að ávinna sér
traust þar. Dvölinni í Kína lauk
með fangavist 1939-1942 eftir
að Japanir réðust inn í Kína.
Þau komust frá Kína í fanga-
skiptum með skipi til Banda-
ríkjanna.
Steinunn kom tvisvar í heim-
sókn til Íslands, 1909 og 1950
og í fyrra sinnið hélt hún nokk-
ur erindi um starf sitt í Kína
sem vöktu mikla athygli.
Steinunn lést 14. mars 1960.
Merkir Íslendingar
Steinunn
Jóhannes-
dóttir
Atvinna