Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
✝ Sigurgeir Stef-án Júlíusson
fæddist á Arnar-
eyri í Hvalvatns-
firði, Fjörðum, Suð-
ur-Þingeyjarsýslu
24. apríl 1929.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Akureyri
4. janúar 2020.
Foreldrar hans
voru Júlíus Stef-
ánsson, f. 18.12.
1903, d. 11.7. 1970, og Lovísa
Sigurgeirsdóttir, f. 18.4. 1905, d.
20.3. 2000. Systkini hans eru:
Þorsteinn, f. 26.9. 1925, d. 2.6.
1926, Þorsteinn Björgvin, f.
9.10. 1926, d. 3.2. 2009, Axel Jó-
hann, f. 24.6. 1930, d. 19.11.
2005, Halldóra Guðbjörg, f. 12.8.
1931, Esther Unnur, f. 2.12.
1934, Hafdís Gunnur, f. 30.11.
1936, Sigríður Júlía, f. 25.5.
María, f. 21.8. 1957, eiginmaður
hennar er Einar Arngrímsson, f.
2.6. 1955, börn þeirra eru: Egill,
Elsa Hlín, Einar Sigurgeir og
Indíana. 4) Guðbjörg, f. 16.10.
1961, eiginmaður hennar er
Sturla Þengilsson, f. 11.2. 1950,
sonur þeirra er Tómas en fyrir á
Sturla börnin Snorra, Kára og
Oddnýju. Barnabarnabörnin eru
30.
Sigurgeir eða Geiri eins og
hann var oftast kallaður fluttist
úr Hvalvatnsfirði tveggja ára
gamall með foreldrum sínum og
systkinum til Hríseyjar. Hann
fór ungur til sjós og fann að þar
leið honum vel. Hafið og Hrísey
áttu hug hans allan. Ástina sína
Elsu fann hann í Hrísey og þá
var lífið fullkomnað.
Sigurgeir og Elsa giftu sig 9.
janúar 1955. Þau byggðu sér
hús við Norðurveg 29 í Hrísey
og ólu þar upp börnin sín. Mynd-
irnar af skipunum sem hann var
á til sjós voru hans skólaspjöld
eins og hann sagði stoltur frá.
Útför Sigurgeirs fer fram frá
Hríseyjarkirkju í dag, 18. janúar
2020, klukkan 14.
1941, d. 1942, Sig-
rún Kamilla, f. 22.6.
1943, og Júlíus
Berg, f. 14.4. 1946,
d. 10.5. 2001.
Eiginkona Sig-
urgeirs var Guð-
laug Elsa Jóns-
dóttir, f. 8.12. 1927,
d. 21.5. 2017.
Börn þeirra eru:
1) Stefán Jón, f. 2.5.
1951, eiginkona
hans var Lise Heiðarsson, f.
24.1. 1952, d. 20.10. 1998, börn
þeirra eru Lóa Maja og Kim
Björgvin. Stefán Jón er kvæntur
Sigríði Gunnarsdóttur f. 22.1.
1955, börn hennar eru: Elínborg
og Gunnar. 2) Heimir, f. 27.9.
1955, eiginkona hans er Gunn-
hildur Anna Sigurjónsdóttir, f.
20.7. 1953, börn þeirra eru: Ari
Már, Rakel og Sandra. 3) Lovísa
Elsku pabbi okkar, ástarþakk-
ir fyrir allt.
Faðir er karl, sem hlustar svo hljóður,
hlýr er hans faðmur, svo sterkur og
góður.
Á háhesti ber þig um sinn.
Þar skoðar þú heiminn svo hreykinn og
glaður,
og heldur að nú sért þú risastór maður.
Þannig er pabbi minn.
Faðir er karl, sem kinn þína strýkur,
kallar fram bros ef í lund þína fýkur.
Biður um brandarann sinn.
Við börnin á gólfinu liggur og leikur,
léttur í spori, í fótbolta keikur.
Þannig er pabbi minn.
Faðir er karl sem fuglarnir treysta,
með friðsemd og blíðu hann sendir
þann neista.
Þá lokkar í lófa sinn.
Á sjóinn hann rær og fiskana fangar,
færir í soðið, öllum sem langar.
Þannig er pabbi minn.
(Lovísa María Sigurgeirsdóttir)
Ef foreldrana veljum við fyrir líf á jörð,
og fylgir okkur drottins náðarkraftur.
þá er ég á því örugg, já alveg eitilhörð,
ég ætla að velja Elsu og Geira aftur.
(Lovísa María Sigurgeirsdóttir)
Þín börn,
Lovísa María, Stefán Jón,
Heimir og Guðbjörg.
Nú er Sigurgeir tengdafaðir
minn allur og minnist ég hans sem
einhvers mesta ljúflings og nátt-
úrubarns sem ég hef kynnst. Já,
barnið í Geira var aldrei langt
undan og hann umbreyttist eig-
inlega í barn þegar hann naut sín
með afa- og langafabörnunum og
greinilegt var hve góð nærveran
var þar sem börn og Sigurgeir
komu saman. Hann saknaði hins
vegar nærveru Elsu sinnar og tal-
aði um það síðustu dagana að nú
kæmi að því að þau sameinuðust
aftur.
Við Geiri kynntumst fyrir um
25 árum þegar við Guðbjörg fór-
um að draga okkur saman og eðli-
lega velti hann fyrir sér hver sá
væri sem yngsta barnið hans var
að umgangast svona mikið. Mað-
urinn sem helst aldrei yfirgaf
Hrísey kom í óvænta heimsókn til
Reykjavíkur því nú varð hann að
kíkja eftir dóttur sinni og athuga
hver staðan var í henni Reykja-
vík. Mér fannst það ósköp eðlilegt
að hann langaði að skreppa til höf-
uðborgarinnar og kíkja í leikhús
en áttaði mig löngu síðar á því að
til borgarinnar fór Sigurgeir ekki
nema hann ætti brýnt erindi og
þarna var erindið að athuga
hverjum Guðbjörg hefði kynnst.
Við vitum að birnirnir leggjast
í dvala á veturna og vakna við vor-
ið og fara á stjá. Geiri var björn í
ákveðnum skilningi því hann svaf
aldrei betur í stólnum sínum en í
skammdeginu en þegar tók að
vora og um bjartar sumarnætur
var yfirleitt búið að ganga einn
hring um nágrennið og heilsa upp
á fuglana klukkan fimm á morgn-
ana. Morgunverkin voru líka
drjúg og oft talað um hverju hann
kom í verk áður en aðrir voru
komnir á stjá. Hugmyndina fékk
hann um morguninn og búið var
að framkvæma hana áður en flest-
ir aðrir voru komnir á fætur.
Einhver minnisstæðasta stund
sem ég átti með Geira var þegar
við fórum í róður á Sæunni og
komum við í Flatey á Skjálfanda
um bjarta sumarnótt. Þarna vals-
aði náttúrubarnið Sigurgeir um
eyjuna og fagnaði kríunum sem
strukust við beran kollinn á hon-
um og það var eins og gagnkvæm-
ur skilningur væri á milli
fuglanna og hans á mikilvægi
náttúrunnar og alls lífs.
Síðastliðið vor þegar ég hætti í
fastri vinnu orðaði Sigurgeir við
mig hvort við gætum ekki skropp-
ið á Sléttuna að heimsækja vini
hans sem þar dvöldu við ysta haf
og stunduðu dúntekju og veiðar.
Ferðin varð að veruleika og ég
hafði mikla ánægju af og ekki síst
að sjá þá einlægu vináttu sem
sveif þarna um.
Sigurgeir tók mínum börnum
og barnabörnum eins og þau
væru af hans eigin ættlegg og
held ég geti fullyrt að þau hafi lit-
ið á hann sem afa og langafa frá
fyrsta degi. Þannig var viðmótið
frá honum að enginn velktist í
vafa um að hlýjan og væntum-
þykjan sem frá honum streymdi
var ósvikin og kom beint frá
hjartanu. Fyrir það og viðkynn-
inguna alla þakka ég núna og
vona að ég eigi eftir að geyma
stað fyrir Sigurgeir í hjarta mínu
það sem eftir er.
Sturla Þengilsson.
Elsku afi, ég man hvað það var
alltaf gaman að koma yfir í Hrísey
í heimsókn til ykkar ömmu. Við
vorum mjög nánir og gátum
spjallað lengi, bæði þegar við hitt-
umst og í símann. Ég man þegar
þú hringdir alltaf í hálfleik þegar
landsliðin voru að spila, bæði í
handbolta og fótbolta. Þú spurðir
mig alltaf hvernig mér þættu þau
vera að spila og hvort þau myndu
ekki örugglega taka þetta í lokin.
Við vorum mjög líkir á margan
hátt og hlógum mikið. Ég man
hvað það var gaman að heyra sög-
urnar frá sjónum í gamla daga.
Ég man allar sjóferðirnar á Sæ-
unni hvað það var gaman að fylgj-
ast með þér á sjónum enda sjó-
maður frá toppi til táar. Afa- og
ömmuharðfiskurinn var sá besti
og mun ég sakna hans.
Ég man hvað ég var stoltur
þegar ég heyrði þig kalla mig
nafna og ég er óendanlega stoltur
af því að hafa verið nafni þinn.
Hvíldu í friði, elsku afi minn, ég
mun alltaf halda áfram að spjalla
við þig. Ég mun ávallt elska þig.
Einar Sigurgeir
Einarsson.
Elsku afi Geiri. Ég á alveg
ótrúlega erfitt með að trúa því að
þú sért farinn.
Ég mun aldrei gleyma því
hversu stórt og fallegt hjarta þú
hafðir. Ég mun aldrei gleyma
hlátrinum og hlýja faðmlaginu.
Ég mun aldrei gleyma skemmti-
legu sögunum og spilakvöldunum
okkar.
Afi, ég mun aldrei gleyma öll-
um minningunum úr Hrísey og
hversu gott það var að vera hjá
ykkur ömmu. Að fá að fara til
Hríseyjar til ömmu og afa var það
besta sem ég vissi, að fá að brasa í
kjallaranum, spila lúdó og að fara
á trilluna með þér, afi.
Það var svo gaman að fara með
þér á sjó og fá að fylgjast með þér
á þínum heimavelli. Þetta var
nefnilega það sem þú elskaðir og
það var svo gaman að heyra sögur
frá því þegar þú varst ungur á
sjónum.
Ein minning af mörgum sem
hlýjar er þegar við sungum með
lögunum hans Villa Vill, þegar við
keyrðum um á gömlu Mözdunni
ykkar ömmu. Ég man ég bað aft-
ur og aftur um sama lagið og við
sungum hástöfum með.
Kærleikurinn innra með þér
laðaði að fólk og dýr, þú varst
vinamargur og ekki að ástæðu-
lausu. Dýrin elskuðu þig líka og
þú þau.
Ég mun alltaf hugsa til þess
með hlýju að hafa fengið að eiga
yndislega daga með þér áður en
þú fórst. Við spjölluðum og hlóg-
um. Þú rifjaðir upp þegar þú
komst til Vestmannaeyja og þú
talaðir svo fallega um eyjuna og
íbúana. Þú nefnilega varst þannig
gerður. Þú talaðir fallega um alla
og í þínum huga voru allir vel
gerðir og góðir inn við beinið. Ég
mun aldrei gleyma jákvæðninni
og fallega hugarfarinu þínu afi.
Ég veit að þið amma eruð loks-
ins saman á ný og ég veit líka að
þið munuð líta eftir okkur sem
eftir sitjum, gullmolunum ykkar.
Þvílík forréttindi að hafa fengið
að eiga ykkur að.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Indíana Einarsdóttir.
Elsku afi. Nú ertu farinn frá
okkur og til skvísunnar þinnar
Elsu eins og þú hvíslaðir að mér í
síðasta skipti sem við töluðum
saman inni á sjúkrahúsi.
Það gleður mig að þú fórst sátt-
ur og að þú hafir alla tíð verið að
mestu heilsuhraustur.
„Heilsan er happdrætti og ég
vann,“ þetta voru þín orð og þú
varst einstaklega laginn við að
púsla saman orðum, með eindæm-
um orðheppinn, fyndinn og já-
kvæður.
Þú hreyfðir við öllum sem þér
kynntust með hjartahlýju þinni,
jákvæðni og húmor.
Ég mun sakna þess að hringja í
þig og tala um daginn og veginn á
morgnanna á leið til vinnu. Bara
til að heyra í þér röddina.
Ég mun sakna þess að hlusta á
sögurnar þínar um sjómennsk-
una, Elsu ömmu og lofræður þín-
ar um fólkið þitt.
Ég mun sakna þess að fá harð-
fiskinn þinn, bjóða þér á Kaffi-
vagninn og Sægreifann og stelast
í einn kaldann jafnvel og hlæja
saman.
Afi minn, ég mun alltaf elska
þig og minnast þín og ömmu með
hlýju.
Þú varst ekki bara afi, þú varst
vinur minn líka. Mér finnst ég
heppinn að hafa átt besta afa í
heimi.
Far vel afi Geiri.
Egill Einarsson.
Mér finnst skrýtið og tómlegt
að hugsa til þess að þú hafir kvatt,
elsku afi minn. Afi Geiri. En auð-
vitað myndast einhvers konar
tómarúm þegar þú ert farinn því
þú varst svo mikilvægur og dýr-
mætur hluti af lífi okkar.
Þú varst einstaklega góður við
menn og dýr og það var af ástæðu
sem þú áttir svona marga vini.
Villtu þrestirnir vildu meira að
segja vera hjá þér og fylgja þér
niður að bryggju þegar þú fórst til
sjós. Þú varst líka afskaplega orð-
heppinn og gladdir með fyndnum
tilsvörum. Það var alltaf þitt
markmið að gleðja aðra og hafa
alla góða.
Þú og amma áttuð fallegt sam-
band og hvernig þið horfðuð hvort
á annað var svo fallegt. Rétt eins
og þið sjálf.
Við barnabörnin, fiðrildin og
gullmolarnir þínir, fengum að
bralla ýmislegt í Hrísey og fyrir
mér var eyjan heimur ævintýr-
anna. Smíða í kompunni, fara með
þér og ykkur á sjó á bátnum Sæ-
unni, tjalda í garðinum, spila með
þér og ömmu, ganga um eyjuna
og hlusta á sögur um sjóferðirnar
þínar sem mér þóttu svo áhuga-
verðar. Því þegar þú talaðir um
sjóinn þá skein áhuginn og sjálfs-
traustið í gegn.
Höfðingi hafsins. Hrausti
dugnaðarforkur. Ég var og mun
alltaf vera svo stolt af þér afi
minn. Afi allra barna eins og sagð-
ir einu sinni við Kollu frænku og
hún tók því mjög hátíðlega.
Ég á eftir að sakna þess að
hlusta á þig hlæja og biðja um
brandara, segja góvæni þegar
einhver hefur lokið við að snæða,
heyra bassaröddina þegar þú
söngst, finna fyrir hlýja faðmlag-
inu og horfa á handahreyfingarn-
ar þínar sem lifa áfram í mömmu.
Þú varst einstakur afi og
langafi og við munum geyma dýr-
mætar minningar um ókomna tíð.
Fyrir það er ég ævinlega þakk-
lát.
Ég trúi því að þú og Elsa þín
séuð nú dansandi saman í sum-
arlandinu.
Takk fyrir allt, elsku afi Geiri.
Elsa Hlín Einarsdóttir.
Til elsku besta afa okkar.
„Eitt sinn verða allir menn að
deyja“ söng Vilhjálmur Vil-
hjálmsson í lagi sínu Söknuður.
Það eru víst orð að sönnu og nú er
einn af þeim allra bestu fallinn
frá. Söknuðurinn er mikill en eftir
standa ótal minningar og þakk-
læti fyrir langbesta afa sem nokk-
ur getur hugsað sér. Að alast upp
með afa í „næsta“ húsi voru for-
réttindi sem við verðum ævinlega
þakklát fyrir. Afi var alltaf glaður
með opinn faðm og endalausa þol-
inmæði. Hann var alltaf tilbúinn
til þess að leika við okkur og best
var þegar við fengum að smíða í
kjallaranum eða fara með honum
á sjó á Sæunni. Hann var dugleg-
ur að hrósa okkur og það fór aldr-
ei á milli mála hversu stoltur hann
var af fólkinu sínu eða ríkidæm-
inu eins og hann kallaði okkur
alltaf. Afi var líka mikill brand-
arakall og vildi alltaf fá að heyra
brandara, það var alveg sama
hversu lélegur brandarinn var,
alltaf hló hann mest.
Afi var vinmargur bæði af
mönnum og dýrum og það er
óhætt að segja að allir sem kynnt-
ust honum hafi elskað hann. Það
er erfitt að tala um afa án þess að
tala um ömmu líka því þau voru
svo samrýnd, þeirra ást og fallega
samband kenndi okkur svo
margt. Þau voru svo sannarlega
góðar fyrirmyndir og hjá þeim
var alltaf gott að vera. Afa- og
ömmuhús stóð öllum opið og oft
var mikill gestagangur hjá þeim,
sérstaklega yfir sumartímann,
heitt á könnunni, heimabakaðar
pönnukökur, sögur af sjónum og
hlátrasköll. Minningarnar lifa og
þær varðveitum við í hjörtum
okkar að eilífu.
Það er sárt að sakna þín elsku
afi en við huggum okkur við að nú
ertu aftur kominn í faðm ömmu
þar sem þér leið best. Takk fyrir
að vera alltaf til staðar fyrir okk-
ur, litlu fiðrildin þín.
Hvíl í friði, þín
Rakel, Sandra og
Ari Már Heimisbörn.
Í dag er til moldar borinn frá
Hríseyjarkirkju elsku bróðir
minn Sigurgeir Stefán. Alltaf var
hann svo ljúfur og góður drengur,
allt frá barnæsku.
Ungur var hann hjálpsamur
við heimilisstörfin, sá hann að
móðir okkar hafði ærin verk að
vinna enda stórt heimili. Var hann
þá ekkert að víla fyrir sér að
skúra gólfin ásamt öðru sem
þurfti að gera. Ekki var hann
gamall heldur þegar hann réði sig
fyrst til sjós. Man ég hvað ég var
hrædd um hann á sjónum er eitt-
hvað var að veðri, eins og mér
þótti gott þegar þeir bræður mín-
ir elstu, Geiri og Steini, voru
heima þegar Kári blés hressilega
en þeir völdu sér sjómennskuna.
Alltaf varðveiti ég vel brjóst-
næluna sem hann gaf mér er hann
kom heim úr siglingartúr, en þá
var siglt með fiskinn til Bretlands,
sem var nú heldur en ekki upp-
lifun fyrir ungu drengina í þá
daga.
Ég á ekkert nema góðar minn-
ingar um elsku Geira.
Takk fyrir allt. Hvíl þú í friði,
bróðir.
Halldóra.
Geiri var einstakur maður.
Hann elskaði Elsu sína, afkom-
endur og Hrísey. Hann var mikill
mannvinur. Geiri var æðrulaus og
tók því sem að höndum bar með
yfirvegun og rósemd. Hann valdi
jákvæðu leiðina í lífinu og sama
hvernig honum leið sýndi hann
samferðafólki aldrei neitt annað
en gleði og hlýju. Af honum staf-
aði alltaf birtu.
Það slokknaði örlítið af lífs-
neistanum í Geira þegar hans ást-
kæra Elsa dó fyrir rúmum tveim-
ur árum. Hann hélt samt áfram að
sýna gleði og gefa öðrum ást og
hlýju eins og hann kunni best.
Geiri var sjómaður, hann dró
björg í bú á ýmsum fiskiskipum
og þegar hann fór að vinna í landi
stundaði hann trillubúskap. Það
var ekkert eins gaman og að fara
á sjóinn með Geira. Hann bókstaf-
lega ljómaði á meðan hann dró
þann gula og hann var yfirleitt
mjög fiskinn. Hann verkaði líka
besta harðfisk í heimi.
Við fjölskyldan söknum hans
afa Geira í Hrísey. Svo mikið
dvaldi ég hjá Geira og Elsu að þau
voru mér sem foreldrar og dóttur
minni afi og amma. Þakklæti,
virðing og væntumþykja mun
ávallt koma upp í huga minn þeg-
ar ég minnist Geira. Hvíl í friði,
elsku Geiri. Samúðarkveðjur til
ykkar allra, kæra fjölskylda.
Sólborg Alda
Pétursdóttir (Dollý).
Það var einhvern morguninn í
Hrísey að pabbi vakti mig fyrir
allar aldir. Ég nuddaði stírurnar
úr augunum og elti hann út á pall
fyrir sunnan húsið. Við svefn-
drukknu barninu blasti upptendr-
aður Eyjafjörðurinn í morgunsól
að sumri. Fuglakórinn var ekki
kominn á fætur svo við heyrðum
skýrt í Volvo-mótornum í trillunni
hans Geira sem læddist fram hjá
víkinni okkar í bland við óskýra
tónlist sem ómaði í útvarpinu um
borð. „Bíddu,“ sagði pabbi ofur-
hljótt, líkt og þessi friðsæla og
undurfagra sýn væri ekki nógu
merkileg ástæða til að fara á fæt-
ur, ein og sér. Eftir stutta stund í
eftirvæntingu heyrði ég loksins
Geira syngja með útvarpinu –
með sumar, vind og æðruleysi í
röddinni. Hvílík tilvera! Við feðg-
arnir brostum af aðdáun og horfð-
um á eftir þessum vini okkar
beygja fyrir suðurenda eyjunnar
og taka stefnuna út fjörðinn til
móts við rísandi sól og vini sína
þorskana.
Svo hefur hann dregið fyrsta
þorskinn innbyrðis, kysst hann og
sleppt lausum. Það veitti veiði-
gæfu. Því næst hefur hann dregið
þrjú hundruð kíló af þorski.
Og þarna, án nokkurra orða,
kenndu þessir tveir lærifeður
mínir mér eina dýrmætustu lexíu
lífsins. Að ekkert sé eftirsóknar-
verðara en að þykja lífið forrétt-
indi og geta notið þess sem skap-
arinn gefur.
Að þekkja Geira var stöðug
áminning um þennan lærdóm.
Hann var vinur og hetja. Í augum
barnsins var hann riddari sem gaf
prjáli skreyttum riddurum meg-
inlandsins ekkert eftir. Hann
hafði tekist á við sjálf náttúruöflin
og lent í ævintýrum – en geislaði
af mannelsku, hlýju og auðmýkt.
Enginn maður var öðrum
merkilegri í hans augum – nema
börnin. Í lítillæti sínu kallaði hann
mig alltaf stýrimanninn sinn þeg-
ar við fórum fyrst saman út á trill-
unni. Svona til að draga úr minni-
máttarkennd borgarbarnsins sem
sigldi þarna með þaulreyndum
manni. Á einu sumri kenndi hann
mér handtökin í þessum þáver-
andi undirstöðuatvinnuvegi þjóð-
arinnar. Ætíð síðan var ég kall-
aður skipstjórinn. Enginn titill
mun nokkurn tímann fylla mig
jafn miklu stolti – þó að í gríni hafi
verið gefinn.
„Gaddaskata er besti fiskur í
heimi,“ sagði Geiri einhvern tím-
ann við pabba og minntist næst
sinna framliðnu vina. Pabbi
spurði hvort hann hefði þá ekki til
mikils að hlakka þegar hann
kæmi hinum megin. „Ég bið til
Guðs á hverju kvöldi að eftir
dauða minn megi ég fá að dorga í
Genesaretvatni,“ svaraði Geiri.
„Þú munt örugglega draga
engla,“ svaraði pabbi og reyndi að
virðast skáldlegur. „Nei, ég bið
þess að í Genesaretvatni veiði ég
einvörðungu gaddaskötu.“
Það er sárt að kveðja Geira. Að
þekkja hann hefur haft ótrúleg
áhrif á lífssýn mína. Ég brosi
barnslega til hans í anda og lít yfir
Genesaretvatn, hvar hann dregur
nú fyrstu gaddaskötuna, kyssir
hana og veitir líf.
Fyrir hönd fjölskyldunnar í
Kristófershúsi,
Jónas Margeir Ingólfsson.
Það er með innilegu þakklæti
og allri þeirri hlýju sem innra með
okkur býr, að við viljum kveðja
öðlinginn og vin okkar, hann
Geira. Hann sá alltaf björtu hlið-
arnar á öllum málum, var einstak-
lega jákvæður, uppbyggjandi og
gefandi. Sigurgeiri var mjög um-
hugað um eyjuna sína fögru, hann
elskaði samfélagið, umhverfið,
fólkið og fuglana í Hrísey. Við
vorum mjög heppin, fyrir um tutt-
ugu árum að velja eyjuna, til sum-
ardvalar og kynntumst sómahjón-
unum Elsu og Geira. Þau kynni
hafa verið okkur alveg einstak-
lega gleðileg og uppbyggjandi því
að Elsa og Geiri voru svo
hjartahlý, umhyggjusöm,
skemmtileg og skynsöm að betri
vini er ekki hægt eignast.
Geiri sýndi okkur og fjölskyld-
unni ætíð einstakan kærleika og
Sigurgeir Stefán
Júlíusson