Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 31

Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 31
hann og Elsa báru hag okkar allt- af fyrir brjósti. Við söknum þeirra mikið, en það voru þau sem gerðu okkur mögulegt að eignast Sól- bergið okkar fagra, kynnast frá- bæru fólki og njóta náttúru og fuglalífs. Við viljum kveðja þessi sóma- hjón, sem voru einstakir vinir og alltaf svo ástfangin, með þessu ljóði sem okkur finnst lýsandi fyr- ir okkar hugsanir núna. Þau hafa sameinast aftur, eftir stuttan að- skilnað, í Sumarlandinu og munu þar njóta kærleiksríkrar nærveru og gæskunnar, sem alla daga ein- kenndi þau. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Guð blessi minningu Elsu og Sigurgeirs. Betri vini og bjartari minningar er ekki hægt að eiga um nokkur hjón. Við sendum Stefáni Jóni, Heimi, Lovísu Maríu og Guð- björgu, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi minningin bjarta um ein- stakan öðling gefa ykkur styrk í söknuðinum og sorginni og mun sú kæra minning ætíð lifa í okkar hjarta. Hrönn og Tómas. Kæri Sigurgeir staðarhaldari. Nú er komið að kveðjustund til lengri tíma. Þetta var annars meira gönuhlaupið hjá þér. Hvað lá þér svona á? Þetta fór í gegnum hugann þegar fréttin kom um að Geiri Júlla væri dáinn. Hann var nýlega búinn að hringja alveg eld- hress eins og venjulega. Allir vita að enginn er eilífur og 90 ára eru menn jú engir unglingar, en sálin í Geira var síung. Við nágrann- arnir á Selaklöpp töldum hann sem sjálfsagðan hlut í umhverf- inu. Það var svo notalegt þegar útidyrahurðin var opnuð og raus- að var í forstofunni „Þetta er bara ég“ Og ekki neitaði hann brenni- vínsstaupi ef það var í boði og þá fékk maður sögurnar af sjónum, en á sjónum var hans starfsvett- vangur alla ævi og ekki alltaf siglt á lygnum sjó. Við vorum mikið að heiman og Geiri fékk lykla til að líta eftir Klöppinni, reyndar fékk hann ekki lyklana fyrr en hann var búinn að skamma okkur fyrir að læsa aldrei. Þetta var virðing- arstaða og þeir töldu það alls óvið- eigandi hann og Óli að stöðunni fylgdi ekkert starfsheiti og úr varð staðarhaldari. Hann var morgunsprækur og fylgdist með því sem var að gerast við höfnina. Hitti mann og annan og var alltaf tilbúinn að stoppa og ræða málin. Á kvöldin settist hann svo í stól- inn sinn í stofunni til að horfa á sjöfréttir í sjónvarpinu og fékk sér góðan fréttablund. Mikið eigum við eftir að sakna þín, Geiri. Ekki bara af því að nú er enginn staðarhaldari á Sela- klöpp heldur, og ekki síður, að þegar hringt er í 893-1741 þá svarar enginn Sigurgeir því að nú er Sigurgeir kominn með nýtt númer sem erfitt verður að ná sambandi við. Ábyggilega eiga bæði orð og athæfi sem þér tengjast eftir að koma við sögu á góðum stundum. Far í friði vinur kær. Nú genginn er góður vinur þá götu sem allir víst ganga. Fylgi honum farsæld og friður í ferðalaginu langa. Ef fáum við hann að hitta handan við óþekkta veginn og strax þegar sést í hann glitta þá skálum við hinum megin. Við vottum afkomendum Geira okkar dýpstu samúð og vitum að þar er söknuðurinn sár. Óli og Vera á Selaklöpp. Nú eru bráðum fjörutíu ár frá því að ég varð svo heppinn að kynnast Geira. Hann tók mig undir sinn verndarvæng og gerði það sem hann gat til að kenna mér sjómennsku. Ég var ekki góður nemandi en hann hins vegar góð- ur og ljúfur lærifaðir. Síðan höf- um við verið vinir og vinátta okk- ar styrkst og dýpkað með árunum. Um Geira á ég bara bjartar og ljúfar minningar. Oft sat ég í eldhúsinu hjá honum og Elsu á Norðurveginum og drakk kaffi og við Elsa rifumst um póli- tík. Um hana vorum við hjartan- lega ósammála en höfðum skemmtun af þrætunni. Geiri reifst ekki mikið en skemmti sér þeim mun betur yfir okkur Elsu. Við gátum líka talað endalaust um báta og sagt sögur af sjómennsku. Þá hafði Geiri orðið. Svo komu kannski Úlla eða Vera eða Ingv- eldur eða Alvilda og allir voru hjartanlega velkomnir og nóg til. Geiri var ljúfmenni. Mest gam- an hafði hann af börnum. Þau löð- uðust að honum og fundu hlýjuna sem frá honum stafaði. Þessu fengu líka mín börn að kynnast og öllum þótti vænt um Geira. Stundum fórum við með honum á sjó og hann kenndi krökkunum að fara með færin og stýra skipum. Krakkarnir voru númer eitt og þau fundu það og leið vel hjá Geira. Mestan hluta ævinnar var Geiri sjómaður. Fyrst á bátum og stærri skipum en seinna gerði hann út trillu, næstum til æviloka. Aðalstarf Geira eftir að hann kom í land fyrir meira en fjörutíu árum var líka tengt sjónum og fiskinum. Lengi vaktmaður í togara okkar Hríseyinga og stundum að strjúka hnífana fyrir stúlkurnar í frystihúsinu. Þegar við eltumst og Geiri og Elsa fóru að minnka við sig vinnu gerðust þau hjónin snillingar í harðfiskþurrkun. Þessu fengum við að njóta góðs af. Heimaþurrk- aður harðfiskur úr Hrísey var há- tíðamatur á mínu heimili. Geiri var líka mikill fuglavinur. Hann gaf smáfuglunum eins og fleira gott fólk. En Geiri gaf ekki bara smáfuglunum eins og margir gera. Hjá honum voru þrestirnir fastir heimagangar. Á sumrum gaf hann þeim oft rúsínur. Það var algeng sjón að sjá þresti þiggja rúsínur úr lófa Geira við þvottahúsinnganginn á Norður- veginum. Ef hann var seinn fyrir komu þeir inn til að gá að vini sínum. Líka þeir fundu að þeir gátu treyst á Geira. Aðalmaðurinn í lífi Geira var Elsa. Þau voru hjón í meira en sextíu ár. Elsa var akkerið og leið- toginn. Hún var falleg og gáfuð og góð og Geiri elskaði hana tak- markalaust. Þegar heilsu Elsu hrakaði fór hún á Dalbæ á Dalvík og eyddi þar síðustu æviárunum. Geiri var í förum á hverjum degi. Kom til Elsu á morgnana og skemmti sér með henni fram eftir degi en fór svo heim í Hrísey og gisti þar. Við Eyrún komum oft til Geira og Elsu á Dalbæ og drukk- um sérrí og skemmtum okkur. Það voru góðar stundir. Eftir að Elsa dó fyrir bráðum þremur árum fann ég að Geira leiddist stundum. Með henni fór hluti af honum sjálfum sem aðrir gátu ekki bætt honum upp. Og nú er Geiri aftur í förum og kominn til Elsu sinnar. Ég veit að hann er feginn. Við eigum vonandi eftir að hitt- ast aftur og drekka kaffi og sérrí og rífast um pólitík í eldhúsinu á Norðurvegi eilífðarinnar. Ástráður Haraldsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 ✝ Kristín Kol-brún Guð- mundsdóttir fædd- ist 14. október 1948 í Reykjavík. Hún lést 10. janúar 2020 á HSu, Selfossi. Foreldrar Kollu, eins og hún var alltaf kölluð, voru Guðmundur Guðnason, f. 30.4. 1924, d. 18.1. 1995, og Fjóla Guðmundsdóttir, f. 29.7. 1929, d. 8.6. 1998. Kolla var elst sjö systkina. Hin eru: Valey, f. 13.9. 1950, Guð- mundur, f. 24.3. 1954, Halldór, f. 29.11. 1955, d. 28.8. 2014, Ingi Vigfús, f. 28.7. 1957, d. 16.12. 2004, Guðni Þor- berg, f. 15.5. 1960, d. 17.2. 1981, Guð- rún Unnur, f. 5.3. 1964. Kolla giftist Samúel Jóhanni Guðmundssyni 31. maí 1969. Samúel er fæddur 31.1. 1949. Börn þeirra eru Rúnar Geir, f. 26.3. 1970, maki Amanda Berry, Íris Björk, f. 1.7. 1975, m. Jón Páll Gestsson, Fjóla Björk, f. 1.7. 1975, m. Dorte Holm Hansen. Barnabörnin eru níu talsins. Útförin fer fram frá Odda- kirkju á Rangárvöllum í dag, 18. janúar 2020, klukkan 13. Þessar fátæklegu línur eru skrifaðar með sorg og söknuði í minningu Kristínar Kolbrúnar, oftast kölluð Kolla. Fyrsta minningin um hana er hörkukappakstur á Eyrarbakka- veginum þar sem hún þandi VW- bjölluna sem hún ók, trúlega örlít- ið yfir hámarkshraða. Þannig var Kolla raunar í öllu því sem að hún tók sér fyrir hend- ur, hvort sem að það var í leik eða starfi. Dugnaður og afköst svolítið yfir löglegum hraða. Hún var rösk og vinnusöm og ekkert að hanga yfir smámunum, kannski örlítið stjórnsöm og eins og stundum er sagt um drífandi fólk; með munninn fyrir neðan nefið. Hún lét engan vaða yfir sig og líklega erft það úr föðurættinni. Upp úr kappakstrinum kynnt- ist ég Valey systur hennar og Kolla var þá búin að finna hann Samúel, lífsförunaut sinn til ævi- loka. Frá þessum tíma hafa fjöl- skyldur okkar gengið í gegnum súrt og sætt, í góðri samheldni. Ferðast mikið saman og haldið veislur þar sem gjarnan var tekið lagið en þar var Kolla í essinu sínu. Með örugga og fallega rödd, enda hafði hún verið í stúlknakór á unga aldri. Talandi um munninn fyrir neðan nefið, þá erfði hún söngröddina líklega úr móðurætt. Kolla var lagin við matarveislur og naut liðsinnis bónda síns kjöt- iðnaðarmannsins, að auki var hún flink við að skreyta borðhaldið. Hún var ein af þeim húsmæðrum sem tókst að hafa alltaf undarlega hreint í kringum sig á heimilinu og hvar þar sem hún vann. Að sama skapi var hún smekk- manneskja á klæðaburð og alla tíð vel til höfð. Kolla glímdi við veikindi síðustu árin og dvaldi í nokkur misseri á Lundi á Hellu. Hún lést 10. janúar í faðmi eiginmanns og ættingja, blessuð sé minning hennar. Við hjónin vottum Samúel, Rúnari, Írisi og Fjólu ásamt mök- um og börnum þeirra innilega samúð í vissu um að góðar minn- ingar mildi sár og söknuð. Svavar, Valey og synir. Við Kolbrún kynntumst þegar við unnum saman í Borgarþvotta- húsinu sumarið 1964 eða 1965. Við vorum unglingar og lífið ekkert nema spennandi, gaman að vinna í þvottahúsinu í sumarvinnu og að eiga frí um helgar og gera eitthvað skemmtilegt. Kolla fór mikið til fjölskyldu sinnar í Arnarbæli í Ölf- usi og ótal ferðirnar fór ég þangað með henni og Samma og fleiri vin- um, því alltaf voru allir velkomnir í Arnarbæli. Þau Fjóla og Guð- mundur tóku afar vel á móti vin- um Kollu. Fjóla var einatt búin að baka eins og við værum að mæta í stórveislu og alltaf var eitthvað gott í matinn. Ég á góðar minn- ingar með Kollu frá Arnarbæli og enn finnst mér gott að koma þar við og horfa yfir Ölfusið og láta hugann reika. Kolla var lagin handavinnukona og ég dáðist allt- af að því. Hún prjónaði mikið og kunni allt sem ég kunni ekki og var alltaf með eitthvað á prjónun- um. Við eltumst og eignuðumst börn. Kolla og Sammi fluttu til Danmerkur og bjuggu þar í ein tíu ár. Þegar við Atli fluttumst þang- að var eitt af fyrstu verkum okkar að grennslast um hvar Kolla og Sammi byggju og viti menn, þau voru í 20 mínútna göngufæri frá okkur. Það var frábært að hafa þetta góða fólk í nágrenninu og við heimsóttum þau oft. Hjá þeim fengum við góð ráð um ýmislegt sem við vorum óörugg um. Kollu var mjög annt um að hafa fallegt í kringum sig og bar heimili þeirra þess vitni. Í Herlev vann Kolla á elliheimili og sagði hún mér marg- ar skemmtilegar sögur af sam- skiptum sínum við fólkið þar. Hún vann á fleiri stöðum, m.a. í fínni vínbúð og fræddi hún okkur um hvaða vín ættu best við hvaða mat. Kolla var alla tíð útsjónarsöm og þegar hana langaði í sérstaka skó eða fallega kjóla, beið hún eftir út- sölu og mætti á fyrsta degi og keypti sér það. Fjölskyldan flutti svo heim og bjó í Hafnarfirði í nokkur ár. Kolla vann um árabil hjá Sómasamlok- um og á fleiri stöðum. Það var allt- af nóg að gera hjá Kollu, en hún var alla tíð heimakær og vildi frek- ar fá fólk í heimsókn en að heim- sækja það. Síðan fluttu hjónin á Hellu og var gott að fara til þeirra þangað. Þau áttu land í Fljótshlíð og byrjuðu á að gista í góðu tjaldi þar, sem meira að segja var park- etlagt. Síðan byggðu þau sér smá- hýsi og sumarið eftir var búið að byggja við það og enn átti eftir að bætast við. Sem sagt nýtt her- bergi í hvert skipti sem ég heim- sótti þau. Einnig gróðursettu þau heil býsn og í þessum fyrrum gróður- snauða parti í landi Kirkjulækjar- kots ríkir nú mikil gróðursæld þar sem gott er að una sér. Ég kveð Kollu vinkonu mína með söknuði og votta Samma, Rúnari, Fjólu og Írisi og öðrum aðstandendum samúð mína. Unnur Jónsdóttir. Kristín Kolbrún Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og besti afi, JÓN BJÖRN HJÁLMARSSON bifvélavirkjameistari, Fagrahvammi 6, Hafnarfirði, lést á líknardeildinni í Kópavogi 9. janúar. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 20. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Brynja Þorvaldsdóttir Birgir Már Guðbrandsson Ingrid Johannessen Kolbeinn Jónsson Anna Birna Jónsdóttir Hlini Snær, Birkir Smári, Karítas Ísold og Eirik Brynjar Birgisbörn Birnir Breki og Hrafney Tinna Kolbeinsbörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÓSK GABRÍELLA BERGÞÓRSDÓTTIR, Reynigrund 44, Akranesi, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn 11. janúar eftir stutta baráttu við krabbamein. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 20. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, söfnunarreikningur: 0326-26-5100, kt. 510214-0560. Óli Jón Gunnarsson Bergþór Ólason Jóhann Gunnar Ólason Kolbrún Þóroddsdóttir Rúnar Ólason María Rahko Lotta Ósk Bergþórsdóttir Flume Erik Óli Jóhannsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNASDÓTTIR kennari, áður til heimilis að Ljósheimum 5, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn 14. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. janúar klukkan 11. Innilegar þakkir til starfsfólks 2. h. norður í Mörkinni fyrir alúð, hlýju og umhyggju í hennar garð. Sylvía Jóhannsdóttir Laufey Jóhannsdóttir Gunnar Jóhannesson Indriði Jóhannsson Berglind Sigurlaug Guðnad. Helga Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSTA FINNBOGADÓTTIR frá Vallartúni, Vestmannaeyjum, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést laugardaginn 11. janúar á Hrafnistu, Hafnarfirði. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 27. janúar klukkan 13. Lilja Björgvinsdóttir Þórhallur Óskarsson Gunnar Björgvinsson Birna Blöndal Elva Björk Gísladóttir Einar Helgi Jónsson Helena Sif Gísladóttir Jón Ragnar Magnússon ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.