Morgunblaðið - 18.01.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.01.2020, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hin margverðlaunaða andkapítal- íska gjörningasveit Hatari og fem- íníska hip hop-sveitin Cyber munu leggja Evrópu að fótum sér í tón- leikaferð sem ber yfirskriftina Europe Will Crumble, þ.e. Evrópa mun hrynja. Fyrsti viðkomustaður er Nor- egur og munu sveitirnar koma fram í Osló 26. janúar. Næstu við- komustaðir eru svo Stokkhólmur, Kaupmannahöfn, Árósar, Varsjá, Hamborg, Berlín, Prag, Vín, Míl- anó, Reykjavík, Barselóna, Madr- íd, Zürich, Köln, London, Manch- ester, Brighton, Amsterdam, Brussel og loks París. Lokatónleikarnir fara fram 2. apríl og er því mikil törn fram- undan hjá sveitunum tveimur. „Við hlökkum til að fylgjast með hruni vestrænnar siðmenningar og syrgja með aðdáendum okkar víðs vegar um álfuna. Cyber hefur líka lengi verið haukar í horni og það er gott að eyða síðustu dögum mannskyns með slíku hæfileika- fólki,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hat- ara og athafnastjóri Svikamyllu ehf. Ætla að heilla alla upp úr skónum Salka Valsdóttir, ein liðskvenna Cyber, er spurð að því hvers vegna Hatari og Cyber ætli saman í Evrópuferð. „Við höfum síðustu tvö árin ver- ið mjög hrifin af sviðsframkomu og tónlist hvor annarra. Við héld- um okkar fyrstu tónleika saman árið 2017 á Loft hostel og höfum síðan þá spilað margoft saman. Í lok árs 2017 sömdum við lagið „Hlauptu“ saman sem kom út á fyrstu plötunni okkar Horror,“ svarar Salka. En hvert er markmiðið með ferðinni og hvað eiga Hatari og Cyber sameiginlegt? „Markmið ferðarinnar er að heilla alla upp úr skónum sem verða á vegi okkar, „crumble them with kindness“. Sveitirnar eiga ýmislegt sameiginlegt. Við vinnum bæði mikið með konseptverk, bæði í tengslum við tónlist og sviðs- framkomu. Báðar hljómsveitir eru líka mjög innblásnar af leikhúsi og við eigum það til að túra með allt of mikið „props“ og aaallt of marga búninga,“ segir Salka. Neyslutrans Hatari sendi í vikunni frá sér tilkynningu vegna útgáfu Svika- myllu ehf. á fyrstu hljómplötu sveitarinnar, Neyslutrans, sem kom út í gær, 17. janúar. Hefur platan að geyma þrettán lög, þeirra á meðal framlag Hatara í Eurovision í fyrra, „Hatrið mun sigra“ og áður óútgefinn dóms- dagsspádóm. Ýmsir listamenn leggja Hatara lið á plötunni, þeirra á meðal sam- kynhneigði palestínski popparinn Bashar Murad og fyrrnefnd hip hop-sveit Cyber. Þá heyrist einnig rapp frá Svarta Laxness, fiðluleik- ur Péturs Björnssonar og söngur hinnar vinsælu og marglofuðu GDRN. Útfarartónar „Platan er hugsuð sem sam- ansafn af stöku útgáfum sem við höfum fengist við að undanförnu annars vegar og útfarartónum til handa mannkyni hins vegar. Þetta gæti vel verið síðasta plata sem gefin er út af Homo Sapiens og við vildum nálgast þá staðreynd af virðingu,“ segir Matthías um plöt- una og bætir við að útgáfutónleik- ar verði haldnir í Austurbæ 22. og 23. febrúar. „Hlökkum til að fylgjast með hruni vestrænnar siðmenningar“  Hatari og Cyber halda saman í tónleikaferð um Evrópu  Fyrsta breiðskífa Hatara komin út Vígalegir Hatari árið 2020, tilbúnir í Evróputónleikaferð. Evrópa mun hrynja er yfirskrift þeirrar reisu. Morgunblaðið/Eggert Bizness-konur Vinkonurnar í Cyber klæddar skrifstofufötum og tilbúnar í tökur á myndbandi við lagið „Hold“ í nóvember árið 2018. Neyslutrans Umslag fyrstu breið- skífu Hatara grípur augað. Vefsíða Hatara er á slóðinni hatari.is og Cyber er með Face- book-síðuna Unofficial: CYBER. Valdís Thor opnar í dag kl. 16 sýn- inguna Samsetningu / Assemblage, í versluninni 12 tónum að Skóla- vörðustíg 15. Sýningin verður við Forsetabarinn í versluninni og mun Dj Anna Margrét, einnig þekkt sem Barbarella, sjá um tónlistar- flutning. Valdís sýnir klippimyndir, „collage“, sem hún vann úr gömlum National Geographic-tímaritum, árgöngum 1976-1982, nánar til- tekið. Valdís sækir meðal annars innblástur til Sigríðar Níelsdóttur (ömmu lo-fi) við gerð myndanna, að því er segir í tilkynningu. Valdís nam ljósmyndun við Iðn- skólann í Reykjavík og starfaði sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu og lauk sveinsprófi árið 2008. Hefur hún upp frá því tekið að sér ýmis ljósmyndaverkefni, m.a. fyrir franska dagblaðið Liberation og helgartímarit þess, Le mag, Reykjavík Grapevine og íslenska hönnunarmerkið KronbyKronkron. Klippimynd Hluti verks eftir Valdísi. Valdís opnar sýn- ingu í 12 tónum Hönnuðirnir Valdís Steinarsdóttir og Tanja Huld Levý Guðmunds- dóttir, sem mynda tvíeikið We are studio, munu dvelja í Gryfjunni í Ásmundarsal í u.þ.b. mánuð og safna saman sögum af mistökum sem munu svo birtast í sýningu. Í tilkynningu segir að mistök séu falleg og óumræðilega mannleg og spurt hvað gerist ef fólk fylgi mis- tökunum, hampi þeim og sveipi töfraljóma. „Við munum leggja áherslu á frásagnir fólks sem eiga það sameiginlegt að hafa farið leynt með og jafnvel skammast sín fyrir. Hugmynd okkar um eigin mistök geta oft leitt til skammar og feimni þegar við miklum þau fyrir okkur í eigin huga,“ skrifa þær Val- dís og Tanja og spyrja hvers vegna mistökin séu ekki upphafin og hvers vegna fólk hafi ekki húmor fyrir sjálfu sér. Í Gryfjunni Valdís Steinarsdóttir og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir. Mistök eru falleg og mannleg Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði, endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður. Ljósstyrkur: 3200 lumens Drægni: 408 m Lengd: 266,2 mm Þvermál: 28,6 mm Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður) Vatnshelt: IP68 Fenix UC35 V2 Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni. Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis- og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli, yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending. Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til merkjasendinga. FENIX HL60R Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu- endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950 lúmenum og allt að 116 m drægni. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Fenix TK47UE Hægt að hlaða um USB snúru. Hægt að hlaða um USB snúru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.