Morgunblaðið - 18.01.2020, Side 48
Leikhópurinn Lotta frumsýnir í
Tjarnarbíói í dag kl. 13 fjölskyldu-
söngleikinn Hans klaufa. Hópurinn
setti Hans klaufa fyrst upp árið
2010 og hefur verkið nú verið end-
urskrifað að stórum hluta og nýjum
lögum bætt við. Verkið er ævin-
týrablanda sem sækir mikið af efni-
viði sínum í sígildu ævintýrin þar
sem prinsar og prinsessur koma við
sögu.
Lotta frumsýnir Hans
klaufa í Tjarnarbíói
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 18. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Möguleikar íslenska karlalandsliðs-
ins í handknattleik á að komast í
undankeppni Ólympíuleikanna eru
orðnir afar litlir eftir ósigur gegn
Slóvenum í milliriðlakeppni Evr-
ópumótsins í Malmö í gær. Slóvenar
sigruðu 30:27 og eru komnir með
fjögur stig en íslenska liðið er án
stiga eftir tvo leiki og mætir Portú-
gal á morgun klukkan 13. »41.
Litlir möguleikar á að
komast í ÓL-keppnina
Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleik-
stjóri verður gestur Bergamo
Film Meeting, alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Bergamo á
Ítalíu sem fram fer 7.-15. mars
næstkomandi. Mun hann taka
þátt í dagskrárlið sem nefnist
Europe, Now! og leggur áherslu á
kvikmyndagerð samtímans í Evr-
ópu. Auk Rúnars taka þátt leik-
stjórarnir João Nicolau frá Portú-
gal og Danis Tanoviæ
frá Bosníu-
Hersegóvínu.
Verður kafað í
verk leikstjór-
anna þriggja og
þau persónulegu
átök sem finna
má í
þeim.
Rúnar tekur þátt í
Bergamo Film Meeting
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Senjóríturnar, kór eldri kvenna,
verða með tónleika í Seltjarnar-
neskirkju laugardaginn 25. janúar
og hefjast þeir klukkan 16. Kórinn
frumflytur meðal annars lög og
texta eftir Braga Valdimar Skúlason
og verður Baggalútsmaðurinn með
þeim á tónleikunum.
Margrét Pálmadóttir, þáverandi
kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur,
stofnaði kórinn fyrir konur 60 ára
og eldri haustið 1995. Rut Magn-
ússon var fyrsti kórstjórinn, Sigrún
Þorgeirsdóttir tók við stjórninni
2000 og Ágota Jóo frá Ungverja-
landi, stjórnandi Kvennakórs
Reykjavíkur, hefur jafnframt verið
stjórnandi Senjórítanna síðan 2006.
Vilberg Viggósson, eiginmaður
hennar, útsetur og leikur undir á pí-
anó.
„Kórinn er fyrir konur sem komn-
ar eru yfir sjötugt og þær elstu eru
yfir nírætt,“ segir Guðrún Egilson,
sem hefur sungið í kórnum í fjögur
ár. Hún segir markmiðið að halda
tónleika árlega, oftast á haustin, en
ekki hafi orðið af þeim í haust og
þeir því fluttir til nk. laugardags.
Boðið verður upp á fjölbreytta
dagskrá og meðal annars syngur
kórinn lög úr Kabarett. „Lögin eftir
Braga eru hvert öðru skemmtilegra
og texti hans við Hey Jude, sem
hann kallar Hver brú, hittir alger-
lega í mark,“ segir Guðrún.
Aldur ekki fyrirstaða
Kórinn var stofnaður út úr
Kvennakór Reykjavíkur. Guðrún
bendir á að þótt söngkonur eldist
vilji þær gjarnan halda áfram að
syngja en þær hafi ekki sömu hæfi-
leika og yngri konur, röddin breyt-
ist og svo framvegis. „Við erum ekki
eins hreyfanlegar og ekki eins fljót-
ar að læra en áhuginn er fyrir hendi
og stöðugt bætist í hópinn,“ segir
Guðrún. Hún bætir við að hún hafi
alltaf haft gaman af því að syngja.
Þegar hún var yngri hafi hún sungið
með Fílharmóníu en vegna vinnu
hafi hún ekki getað mætt og því
hætt. „Ég hélt að ég væri búin að
týna röddinni en eftir að ég hætti að
vinna dreif systir mín mig á kór-
æfingu hjá Senjórítunum og ég sé
ekki eftir því að hafa farið með
henni, því þetta er svo skemmtilegt
og góður hópur.“
Auk árlegra tónleika eru Senjór-
íturnar með árshátíðir, fara saman í
ferðalög og taka þátt í kóramótum,
en það næsta verður í Reykjavík í
vor. „Ekki er langt síðan við fórum
til Færeyja, þar sem við fengum
góða aðsókn og góðar undirtektir,“
minnir Guðrún á, en fyrir jól syngur
kórinn gjarnan jólalög fyrir aldraða
og söng meðal annars í Hrafnistu í
Hafnarfirði og Jónshúsi í Garðabæ í
liðnum mánuði. „Við notum öll tæki-
færi til þess að koma fram.“
Á árum áður söng Raggi Bjarna
um senjóríturnar suður á Spáni sem
syngja um ástir með ljúfum hreim.
Hann söng með íslensku Senjór-
ítunum á hausttónleikum kvenna-
kórsins fyrir fimm árum og nú eru
þær reynslunni ríkari. „Það er mikið
líf í kórnum, þótt við séum eldri kon-
ur, við eigum traust stuðningsfólk
og komum fram eggjandi með rauð-
ar slæður,“ segir Guðrún.
Morgunblaðið/Eggert
Senjóríturnar Kvennakórinn á æfingu í vikunni. Ágota Jóo stjórnandi og Guðrún Egilson eru fremstar.
Eggjandi með slæður
Senjóríturnar með tónleika í Seltjarnarneskirkju
Frumflytja lög og texta eftir Braga Valdimar Skúlason