Morgunblaðið - 27.01.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðskiptaráð-stefnunni íDavos lauk
fyrir helgi, en þetta
var í fimmtugasta
sinn sem hún var haldin. Ráð-
stefnan er jafnan vettvangur
fyrir forkólfa fjölmargra al-
þjóðafyrirtækja og hina ýmsu
þjóðarleiðtoga til að hittast og
ræða þau mál sem helst snúa að
efnahagsmálum hvers tíma.
Samsetning ráðstefnugesta og
væntingar um áhugaverðar um-
ræður verða til þess að ráð-
stefnan dregur jafnan að sér at-
hygli fjölmiðla, en erfitt er að
benda á nokkuð sem beinlínis
hefur hlotist af þeim umræðum
sem þar fara fram.
Í ár var mestöll athyglin á
tveimur gestanna, Donald
Trump Bandaríkjaforseta og
umhverfissinnanum unga Gretu
Thunberg. Bæði fluttu þau
ræður, sem virtist vera nokkuð
vel tekið af ráðstefnugestum, en
bæði fengu dynjandi lófatak
fyrir.
Var þó varla hægt að hugsa
sér tvær ólíkari ræður, þar sem
Thunberg fór mikinn um það
hvernig ekkert hefði áunnist í
baráttunni gegn hlýnun jarðar,
þrátt fyrir að hún hefði sjálf, í
eigin persónu, skammað áheyr-
endur í fyrra. Ræða Trumps
snerist að mestu um það hvernig
honum hefði tekist að hífa upp
bandarískt efnahagslíf, á sama
tíma og hann varaði við dóms-
dagsspámönnum í umhverfis-
málum. Fór vart á milli mála að
þar var meðal annarra vísað til
Thunberg.
Thunberg var að
vísu fremur ósátt
eftir að ráðstefn-
unni lauk, en þetta
var í annað sinn
sem hún fékk að ávarpa gesti og
í annað sinn sem hún fékk það á
tilfinninguna að enginn hefði í
raun hlustað á boðskap hennar
um að „húsið væri að brenna“.
Það var enda skiljanlegt, því að
langflestir gestanna flugu á
einkaþotum sínum til Davos,
hlustuðu á nokkrar ræður um
kolefnisfótspor og hlýnun jarð-
ar, gáfu lófatak og flugu svo aft-
ur heim til sín.
Til viðbótar því að þykjast
ræða um hvernig bjarga mætti
jörðinni frá voða glímdu gest-
irnir við spurninguna um hvern-
ig mætti draga úr ójöfnuði í
heiminum, á sama tíma og þeir,
nýlentir á einkaþotunum,
gæddu sér á dýrindis krásum af
matseðli sem þætti jafnvel of
fínn fyrir borgarstjórnarfundi í
Reykjavík.
Í sjálfu sér er ekkert að því að
halda ráðstefnu á borð við þá
sem fer fram á ári hverju í
Davos. Það færi hins vegar bet-
ur á því ef látið yrði af mark-
lausum fagurgala en þess í stað
rætt um viðskipta- og efnahags-
mál heimsins, nokkuð sem ráð-
stefnugestir hafa mögulega ein-
hverja innsýn í. Eigi þetta að
þróast út í marklausan matar-
klúbb sem eingöngu hefur þann
tilgang að fóðra fjölmiðla á
huggulegum myndum og merk-
ingarlausu hjali er hætt við að
bæði fundargestir og fjölmiðlar
missi fljótlega áhugann.
Ráðstefnan í Davos
skiptir nú litlu máli }Marklaus fagurgali
Næstkomandiföstudagur
verður sögulegur.
Þann dag ganga
Bretar formlega úr
Evrópusambandinu
eftir nærri fjögurra
ára væringar og þæfingar um
málið.
En þó að vissulega sé það
merkur áfangi að niðurstaða
þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016
verði þannig loksins virt þrátt
fyrir að stór hluti breskra stjórn-
málamanna hafi reynt með mjög
virkum hætti að hunsa hana er
ljóst að enn á eftir að ganga frá
ýmsum lausum endum er snúa að
viðskiptasambandi Breta við
Evrópusambandsríkin.
Boris Johnson, forsætisráð-
herra Bretlands, hefur sett þau
háleitu markmið að öllum slíkum
viðræðum verði lokið fyrir næstu
áramót. Í ljósi þess að eðli Evr-
ópusambandsins útilokar nánast
að ríkin 27 sem eftir standa geti
klárað slíkan viðskiptasamning á
svo skömmum tíma virðist það
óraunhæft. Engu að síður hlýtur
það að teljast raunhæft markmið
að ljúka á þeim tíma ramma-
samningi um brýnustu málefnin
sem þarf að leysa.
Þetta verður þó
ekki auðvelt, því að
ESB virðist enn á
því að ætla að gera
útgönguna eins
óhagstæða fyrir
Breta og kostur er á. Það segir
sína sögu að Michel Barnier, sem
leiddi samningateymi sambands-
ins um skilnaðarsáttmálann
sjálfan, fær að halda stöðu sinni í
hinum nýju viðræðum, jafnvel þó
að þær kalli á meiri lipurð en
hann virðist vera fær um að sýna.
Þá kom alvarlegt hættumerki
fram um helgina þegar ljóst varð
að Frakkar krefjast þess að þeir
fái aðgang að breskum fiski-
miðum næstu 25 árin! Bretar
vilja ekki veita aðgang til lengri
tíma en til ársloka 2021, og skyldi
engan undra. Krafa Frakka er
augljóslega óaðgengileg, en veit-
ir um leið innsýn í það hvernig
ESB-ríkin munu enn reyna að
tryggja það að útganga Breta
verði í orði en ekki á borði og
verði öðrum sem vilja út víti til
varnaðar. Þá er þessi innsýn ekki
síst forvitnileg fyrir þá hér á
landi sem enn vilja „kíkja í
pakkann“.
ESB reynir enn að
gera Bretum út-
gönguna eins erfiða
og frekast er unnt}
Sögulegur föstudagur
T
vennt veldur því öðru fremur hve
lítið álit almenningur hefur á
stjórnmálamönnum. Annars veg-
ar hve auðveldlega þeir skipta
margir um skoðun, jafnvel sann-
færingu, eftir því hvað hentar þeirra frama
hverju sinni. Hitt er hve fljótt þeir temja sér
hroka og yfirlæti þegar þeir hafa náð þessum
frama. Þeir tala niður til andstæðinga og svara
með skætingi þegar þeir eru komnir í vanda.
Þegar forsætisráðherra var minnt á það á
Alþingi að 75% sprota- og tæknifyrirtækja
segja krónuna vera slæman eða alslæman
gjaldmiðil svaraði hún með svipuðu fasi og
sumir forverar hennar: „Þá er komið hér með
svona gamla tuggu, myndi ég segja, um að allt
sé þetta gjaldmiðlinum að kenna.“ Þegar þau
fyrirtæki, sem eru líklegust til þess að bæta
lífskjör á Íslandi í framtíðinni, segja út frá sinni reynslu
eitthvað sem er ráðherranum ekki að skapi er gert lítið
úr þeim og áliti þeirra.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lentu í vandræðum síð-
astliðið sumar. Margir flokksmenn höfðu talað gáleys-
islega um orkupakkann svonefnda, sem fæstir þeirra
þekktu og enn færri skildu. Allt í einu uppgötvuðu for-
ystumenn í flokknum að í pakkanum var ekkert sem gaf
ástæðu til þess að vera á móti honum og auk þess voru
þeir með afstöðu sinni að setja EES-samstarfið í upp-
nám.
Björn Bjarnason sagði á heimasíðu sinni: „Norskir
EES-andstæðingar beittu sér fyrir best heppnuðu upp-
lýsingafölsunar-herferð útlendinga í seinni tíð á íslensk-
um stjórnmálavettvangi. [Þeir] beittu sér
einnig innan Sjálfstæðisflokksins og varð
nokkuð ágengt.“
Á 25 árum hafa Íslendingar verið iðnir við
að innleiða gerðir Evrópusambandsins –
meira en eina á hverjum degi. En Íslendingar
eru eingöngu þiggjendur. Hörður heitinn Sig-
urgestsson var forstjóri Eimskipafélagsins í
meira en 20 ár og færði íslenskt atvinnulíf inn
í nútímann í lok 20. aldar. Hann sagði: „Ég
skil ekki að menn vilji ekki sitja við borðið þar
sem ákvarðanirnar eru teknar.“
Bretar hafa eins og kunnugt er sagt skilið
við Evrópusambandið. Brexit-flokkurinn svo-
nefndi var stofnaður til að tryggja útgöngu.
Þess vegna vakti það athygli þegar einn Evr-
ópuþingmaður flokksins sagði í liðinni viku:
„Nú er spurningin hver muni kalla þetta fólk
[Evrópuþingið] til ábyrgðar meðan þeir ráða yfir bresku
hafsvæði, en Bretar hafa enga fulltrúa.“
Harður stuðningsmaður útgöngu innan Íhaldsflokks-
ins hafði áður sagt: „Þessi samningur [Brexit-samningur
Theresu May] skilur okkur eftir án þess að rödd okkar
heyrist, án atkvæða, án Evrópuþingmanna og án Evr-
ópuráðherra. Það er sorgleg staða.“
Margir brosa þegar þessir þingmenn hafa loksins séð
afleiðingar gjörða sinna. Hitt er þó verra þegar kollegar
þeirra hér á landi segjast telja Íslandi best borgið án
raddar og áhrifa.
Það er sorgleg staða.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Þingmenn sjá ljósið
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um 90 manns frá um 30þjóðlöndum stunda nú ávorönn nám á íslensku-braut við Tækniskól-
ann. Nærri 25 manns úr þessum
hópi eru á fyrstu önninni af fjórum
sem þetta nám tekur og margt af
þessu fólki er að stíga fyrstu skref
sín sem þegnar í íslensku þjóð-
félagi. „Við þær aðstæður eins og
jafnan þegar komið er nýtt um-
hverfi er mikilvægt að fólk hafi
tungumálið vel á valdi sínu – og
þótt íslenskan sé af mörgum talin
erfið að læra er fólk samt ótrúlega
fljótt að ná tökunum,“ segir Jóna
Dís Bragadóttir. Hún er íslensku-
kennari og stýrir jafnframt Tækni-
menntaskólanum, einum þeirra
skóla sem svo mynda Tækniskól-
ann – skóla atvinnulífsins.
Lítil eyja á landakorti
Alls er 231 nemandi Tækni-
skólans þessa önnina með erlent
ríkisfang og eru þeir frá 43 lönd-
um. Sé horft til ríkisfangs eru 57
nemendur frá Póllandi, 42 frá öðr-
um Austur-Evrópulöndum og
Rússlandi, 15 frá Kína og Víetnam
og 12 frá Afganistan. Færri nem-
endur eru af öðru þjóðerni.
„Það er gaman að finna hvað
nemendur á íslenskubrautinni eru
áhugasamir um námið og finnst
það skipta sig miklu máli. Margir
hafa enga eða mjög litla skóla-
göngu að baki en spjara sig vel
fyrir því,“ segir Jóna Dís um nem-
endur sína. Sumir þeirra hafa flúið
frá heimalöndum sínum í leit að
betra lífi og koma til Íslands sem
hælisleitendur eftir að hafa dvalist
í flóttamannabúðum, til dæmis í
Líbanon og Tyrklandi.
Nemendur á íslenskubrautinni
koma víða að. Þar má nefna Afgan-
istan, Sýrland, Kúrdistan, Vene-
súela, Víetnam, Sómalíu og Sim-
babve meðal annarra landa. „Saga
margra í þessum hópi er sú að hafa
borgað sér hærra settum mönnum
til þess að geta lagt á flótta,“ segir
Jóna Dís og heldur áfram:
„Ég hef hér heyrt sögur frá
fólki sem vildi bara komast nógu
langt frá sínu stríðshrjáða heima-
landi, leit á landakortið og benti á
þessa litlu eyju sem það sá efst á
landakortinu. Kom svo hingað með
tvær hendur tómar og er smátt og
smátt að festa hér rætur.“
Faggreinar og lífsleikni
Fullt nám á íslenskubrautinni
er 25 kennslustundir á viku; á
fyrstu önn er aðaláherslan lögð á
íslenskuna og einnig stunda þau
nám í upplýsingatækni. Á annarri
önn bætist stærðfræði við námið
en enska á því næsta og jafnframt
geta nemendur tekið faggrein úr
öðrum skólum Tækniskólans. Á
þeirri fjórðu og síðustu eru nem-
endur líka í lífsleiknitímum og geta
jafnframt kynnt sér nánar ýmsar
þær faggreinar sem kenndar eru í
Tækniskólanum. Þess eru líka
dæmi að fólk af erlendum uppruna
sem hefur verið í þessu námi við
Tækniskólann sé að skapa sér
framtíð á Íslandi í krafti mennt-
unar. Pípulagnir, smíði, hár-
greiðsla og húsamálum eru greinar
sem nemendur Tækniskólans hafa
lagt stund á með góðum árangri.
Áður en nemendur af erlend-
um uppruna hefja nám við ís-
lenskubrautina fara þeir í mót-
tökuviðtal þar sem hverjum þeirra
er fundinn farvegur við hæfi.
Sveitarfélög, Rauði krossinn og
fleiri aðilar geta verið bakhjarlar
umsækjenda, svo sem þegar í hlut
eiga börn á flótta, en reynt er að
tryggja öllum nauðsynlegan stuðn-
ing, því líf í góðu jafnvægi er und-
irstaða þess að námið gangi vel.
Hjálp við að ná
fótfestu í samfélaginu
„Já, hér í skólanum þurfum
við oft að hjálpa þessum nem-
endum okkar að ná fótfestu í sam-
félaginu. Sumir þurfa að útvega og
skila inn fæðingarvottorði, einn
vantar skattkort og þann næsta
íbúð og húsaleigubætur. Aðstoð við
nemendur sem þurfa að koma
börnum á leikskóla er mál sem við
höfum sinnt og svona gæti ég hald-
ið lengi áfram. Það er gaman að
geta orðið fólki að liði með þessu
móti. Auðvitað er þetta ekki verk-
efni okkar samkvæmt bókstafnum
en hér hafa allir skyldur – og skól-
arnir ekki síst enda er þar lagður
grunnurinn að framtíð fólks,“ segir
Jóna Dís.
Fólkið hafi tungu-
málið vel á valdi sínu
Morgunblaðið/Eggert
Íslenska Jóna Dís Bragadóttir í kennslustund í Tækniskólanum. Alls er
231 nemandi skólans nú með erlent ríkisfang og eru þeir frá 43 löndum.