Morgunblaðið - 27.01.2020, Side 2

Morgunblaðið - 27.01.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa FERMINGAR MYNDIR MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Óttast áhrif veirunnar á ferðaþjónustu  Hópferðir til og frá Kína bannaðar  Sóttvarnargrímur uppseldar í apótekum á Íslandi Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Útbreiðsla kórónaveirunnar sem geisar í Kína gæti haft áhrif á ferða- þjónustu á Íslandi. Þetta óttast for- maður Félags fyrirtækja í hótel- rekstri og gistiþjónustu. Veiran, sem veldur alvarlegri lungnasýkingu, hefur orðið minnst 56 að bana, auk þess sem um 2.000 hafa sýkst. Til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að takmarka ferðalög Kínverja til annarra landa, en frá og með deginum í dag verða skipulagðar hópferðir til og frá Kína bannaðar. Brögð eru að því að kínverskir hópar hafi afpantað hópferðir hjá ís- lenskum ferðaþjónustufyrirtækjum seinustu daga. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristófer Oliversson, formaður Fé- lags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, að hann viti þó engin dæmi þess enn að hópar frá Kína hafi afpantað gistingu. „Við höfum verið að bíða eftir þessu [banni] og við munum finna fyrir því þegar þar að kemur,“ segir Kristófer. Ferðabannið tekur, sem fyrr seg- ir, aðeins til svokallaðra hópferða, en ekki liggur fyrir nákvæm skil- greining á því hvaða ferðir falla þar undir. Ljóst er þó að um töluverðan fjölda fólks er að ræða, enda eru Kínverjar fjórða fjölmennasta þjóð- in meðal erlendra ferðamanna, og kemur meirihluti þeirra í skipulögð- um hópferðum, að sögn Kristófers. Of snemmt er að segja til um hve langvinn ráðstöfunin verður. „Þegar svona veira kemur fram á sjónar- sviðið verða menn auðvitað smeykir og eðlilegt að gripið sé til hámarks- viðbúnaðar í upphafi meðan mörg- um spurningum er enn ósvarað.“ Sóttvarnargrímur uppseldar Sóttvarnargrímur fyrir andlit hafa rokið út úr apótekum síðustu daga og eru víðast hvar uppseldar. Samkvæmt upplýsingum frá starfs- mönnum eru kaupendurnir einkum asískir ferðamenn. Grímurnar nota menn til að verja sjálfa sig, en ekki síður til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðbúin Ýmsir hafa orðið sér úti um sóttvarnargrímur síðustu daga. „Auðvitað ber maður kvíðboga gagn- vart stöðu starfsfólks þegar stór vinnuveitandi þarf að draga saman seglin,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag hafa stjórnendur álvers Rio Tinto í Straumsvík ákveðið að framleiða að- eins 184 þúsund tonn af áli í ár, en framleiðslan var 212 þúsund tonn ár- ið 2018. Raunar varð talsverð röskun á starfseminni í fyrra þegar slökkva þurfti á einum af þremur kerskálum álversins. Því fylgdu þá strax minni afköst og samdráttur í kaupum á raf- orku af Landsvirkjun. Nokkuð á þriðja hundrað félags- manna Hlífar starfar í eða í tengslum við álverið. Kolbeinn hefur þær upplýsingar að minni fram- leiðsla í álverinu eigi ekki að þýða fækkun starfsmanna. „Auðvitað geta aðstæður alltaf breyst en okkur er sagt að fremur eigi að draga úr hlið- arverkefnum ýmiskonar, þjónustu- kaupum og svo framvegis. Komi hins vegar til fækkunar starfsmanna vænti ég þess að fundnar verði mjúk- ar leiðir, svo sem að menn sem nálg- ast eftirlaun hætti fyrr og svo fram- vegis,“ segir Kolbeinn, sem getur þess ennfremur að undanfarið hafi Hlíf unnið að gerð sérkjarasamnings við Rio Tinto í Straumsvík. Sjái nú til lands í þeirri vinnu og óskandi sé að nýjar aðstæður valdi ekki bakslagi. Um 35 starfsmenn í Straumsvík eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Formaður þess, Kristján Þórður Snæbjarnarson, segir stöðu þeirra óbreytta. „Erfiður rekstur álversins og tæknileg vandamál í framleiðsl- unni á síðustu árum eru þó áhyggju- efni,“ segir Kristján. sbs@mbl.is Áhyggjur af starfsfólkinu  Draga saman álframleiðslu í Straumsvík  Aðstæðurnar geta breyst  Tæknileg vandamál í rekstri eru áhyggjuefni Morgunblaðið/Eggert Stóriðja Breyttar áherslur í álveri. „Framganga Matvælastofnunar í um- ræddu máli kallar á ábyrgð stjórnenda hennar,“ segir Haraldur Benedikts- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Eins og fram hefur komið hefur stofnunin greitt fyrirtækinu Kræs- ingum í Borgar- nesi alls 112 millj- ónir króna í bætur. Fyrirtækið var sýknað af kæru um vörusvik í nautabökum. Kæran byggðist á aðeins einu sýni sem dómstólum þótti veikur grunnur að byggja á. „Þetta er ámælisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar. Við getum samt ekki sett öll vinnu- brögð stofnunarinnar undir, en oft er umkvörtunarefni stjórnenda fyrir- tækja hvernig eftirlit er framkvæmt,“ segir Haraldur. Framgangan engum til hagsbóta Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir reglulega berast frásagnir af at- vikum þar sem fólk sem sinnir opin- beru eftirliti, á ýmsum sviðum, fari fram af mikilli hörku. „Framferði Mat- vælastofnunar gagnvart þessu til- tekna fyrirtæki sýnir svart á hvítu að verklag stofnunarinnar þarf að endur- skoða. Framgangan í máli Kræsinga er engum til hagsbóta,“ segir Sigurður og bætir við að SI hafi hvatt til þess að opinbert eftirlit með matvælafram- leiðslu verði einfaldað og samræmt. sbs@mbl.is Stjórnendur axli ábyrgð Haraldur Benediktsson  Mast er gagnrýnt í kjötbökumálinu Íbúar í Biskupstungum og þeirra gestir fögn- uðu komu þorra á bóndadaginn, sl. föstudag, á árlegu þorrablóti í Aratungu. Stemningin var einstaklega góð, gleðin við völd og sungið og dansað fram á nótt. Enn er þeim sið haldið í Biskupstungum að hver fjölskylda mætir til borðhalds með sinn þorramat í eigin trogi. Unga fólkið slær ekki slöku við þegar kemur að því að gera þorramatnum skil, hér má sjá Krist- in Ingvarsson hvetja sína kærustu, Kristínu Ölfu Arnórsdóttur, til að bragða á kæstum há- karli. Þau voru meðal þeirra átta gesta sem ungbændurnir í Austurhlíð, Kristín Sigríður Magnúsdóttir og Trausti Hjálmarsson, mættu með til hátíðarinnar. Við hlið Kristins eru tveir tryggir fjallmenn þeirra hjóna, Kristínar og Trausta, þeir Aðalsteinn Orri Arason og Hafþór Gunnlaugsson. Þorrablót í Aratungu í Biskupstungum Morgunblaðið/Kristín Heiða Þorranum heilsað víða um land um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.