Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARS TILNEFNINGAR11  Rás 2  FBL LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD Titill opnunarkvikmyndarFranskrar kvikmynda-hátíðar í ár, La belle epoque, sem þýddur hefur verið sem Fagra veröld, gæti allt eins verið þýddur sem hið fallega eða fagra tímabil. Þegar talað er um „la belle epoque“ á frönsku er jafnan átt við blómlegt tímabil uppgangs, bjartsýni og lista í franskri sögu og vestrænni, friðartíma sem lauk með fyrri heimsstyrjöldinni en hófst árið 1890 eða þar um bil. Í kvikmyndinni sem hér um ræðir er vissulega litið aftur til fortíðar, til tíma frelsis og ásta en þó öllu síðar, nánar tiltekið 16. maí árið 1974. Þá voru hippar enn í fullu fjöri og útvíðar buxur og voldug yfirvararskegg enn í tísku og keðjureykingar stundaðar af kappi á kaffihúsum. Sögusviðið er París og segir af manni á sjötugsaldri, Victor (Daniel Auteuil), atvinnulausum teiknara sem er lífsleiður og í nöp við samtím- ann og alla hans endalausu snjall- tækni. Eiginkona Victors, Marianne (Fanny Ardant), sogast aftur á móti að öllum tækninýjungum og í stað þess að lesa bók fyrir svefninn smeygir hún á sig sýndarveruleika- gleraugum. Tæknidýrkun eiginkon- unnar fer óskaplega í taugarnar á Victor en Marianne hefur líka fengið sig fullsadda af karlinum. „Ég held að þú hafir lifað of lengi!“ gargar hún á hann og skipar honum að flytja út. Victor neyðist til að hlýða eiginkonunni og þá kemur sonur þeirra hjóna, vellauðugur forstjóri, til bjargar og færir föður sínum þá einstöku gjöf að geta upplifað hvaða tímabil sem er í mannkynssögunni hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í slík- um upplifunum með sviðsmyndum, leikurum og öllu tilheyrandi. Því er stýrt harðri hendi af æskuvini sonar Victors, Antoine (Guillaume Canet), sem leikstýrir öllum upplifunum fyrirtækisins og hefur umsjón með framkvæmd þeirra. Antoine er hald- inn mikilmennskubrjálæði og full- komnunaráráttu og pískar starfs- menn sína áfram og þá einkum og sér í lagi leikkonuna Margot (Doria Tillier) sem hann hefur átt vingott við lengi vel. Margot hefur fengið sig fullsadda af Antoine en fær ekki staðist persónutöfra hans milli þess sem hún úthúðar honum og rýkur á dyr. Til að gera langa sögu stutta biður Victor um að fá að upplifa fyrrnefnd- an dag, 16. maí 1974, á kaffihúsinu La belle epoque en þann dag og í því kaffihúsi hitti hann eiginkonu sína í fyrsta sinn og var það ást við fyrstu sýn. Victor er bæði í leit að sínu gamla sjálfi og ástinni sem hefur nú kulnað. Margot fær hlutverk eigin- konunnar Marianne og slær í gegn (Tillier leikur líka frábærlega og þá líka þegar hún er að leika að hún sé að leika). Victor er meðvitaður um að allt er í plati en gefur sig á vald leikritinu þó í lofti kaffihússins blasi við ljóskastarar, leikarar gleymi setningum og rómantísk tónlist streymi fyrirvaralaust úr földum há- tölurum. Hlutirnir þróast svo á ann- an veg en Victor, Antoine og Margot gerðu ráð fyrir með tilheyrandi og mjög svo kómískum geðsveiflum í vandaðra, franskra grínmynda. Að lifa í núinu La belle epoque er heillandi gaman- mynd og fellur líklegast í þann flokk sem kallaður hefur verið „feelgood“ á ensku, þetta er mynd sem eykur vellíðan. Undirtónninn er þó alvar- legur því hér er fjallað um sjálfa lífs- hamingjuna, lykilinn að henni og vanda sem blasir við mörgum hjón- um á efri árum. Sambandið hefur ekki verið ræktað sem skyldi, pör fjarlægjast hvort annað og fara að lifa sitt hvoru lífinu. En lykillinn að hamingjunni felst ekki í því að dvelja í fortíðinni heldur lifa í núinu, ef greina ætti boðskap sögunnar. Það var nefnilega ekki allt betra í gamla daga, eins og margir virðast halda, og mannfólkið er í eðli sínu alltaf eins en aðstæðurnar breytilegar. Bíógestir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor sögupersóna sem eru vel mótaðar og leiknar og ber sérstaklega að lofa þau Auteuil, Tillier og Ardant. Auteuil og Ardant eru stjörnur í Frakklandi en Tillier er ekki eins þekkt enda miklu yngri, 33 ára og með örfáar kvikmyndir á ferilskrá sinni. Þar fer hæfileikarík leikkona með mikla útgeislun og hef- ur hún alla burði í að verða kvik- myndastjarna. Canet er líka góður í hlutverki leikstjórans sem reynir að stýra lífi annarra eins og guð almátt- ugur og er í sífelldri og ómögulegri leit að fullkomnun. Starfið hefur gert það að verkum að hann á orðið erfitt með að greina mörk skáld- skapar og veruleika og er ófær um að skynja tilfinningar konunnar sem hann elskar og treysta henni. Leikstjóranum og handritshöf- undinum Nicolas Bedos tekst að koma ótrúlega miklu til skila á 115 mínútum og framan af eru klipping- ar hraðar og skipt taktvisst milli ólíkra persóna og staða. Forvitnin er vakin strax í furðulegu upphafsatriði sem setur tóninn fyrir þá skemmtun sem framundan er og í seinni hlut- anum er hægt á ferðinni eftir því sem lokauppgjörið nálgast. Leik- stjórinn fer þá að spila á aðrar nótur tilfinningaskalans og bæta í róman- tík og sársauka. Ekki má svo gleyma tónlistinni sem er stórskemmtileg blanda af þekktum og minna þekkt- um popplögum og þá ekki bara frönskum, og einnig sígildum verk- um og frumsaminni kvikmynda- tónlist. Ég á í basli með að finna eitthvað að þessari velheppnuðu opnunar- mynd Franskrar kvikmyndahátíðar og hef það eitt að segja að hún er örlítið fyrirsjáanleg og stundum full- kaótískt. Þetta kemur þó ekki mikið niður á góðri heildarupplifun. Líkt og aðrar velheppnaðar kvik- myndir Frakka í þessum anda, t.d. Untouchables, býr La belle epoque yfir öllum þeim eiginleikum sem sóst er eftir. Hún er falleg, fyndin, hjart- næm, rómantísk, sorgleg og sniðug, hugmyndarík með fantagóðum leik og fullkomnu leikaravali. Hakar í öll boxin og jafnfrönsk og kampavín og camembert. Hamingjan er hér Fortíðarþrá Victor og Margot á skellinöðru. Rómantík og fortíðarþrá svífa yfir vötnum í velheppnaðri opnunarmynd Franskrar kvikmyndahátíðar. Bíó Paradís La belle epoque/Fagra veröld bbbbm Leikstjóri og handritshöfundur: Nicolas Bedos. Aðalleikarar: Daniel Auteuil, Guillaume Canet, Doria Tillier, Fanny Ar- dant, Pierre Arditi og Denis Podalydes. Frakkland, 2019. 115 mín. Sýnd á Franskri kvikmyndahátíð. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Sýnd í dag og á morgun. „Mér líður mjög vel hér og félagar mínir í hljómsveitinni hvöttu mig eindregið til að sækja um,“ segir Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, sem nýverið vann prufuspil hjá Fílharm- óníusveit Ísraels (FÍ) um fasta stöðu leiðara 2. fiðlu. Ari hefur leitt 2. fiðlu hjá FÍ síðan í mars 2019, en þá var aðeins um að ræða afleysinga- stöðu til eins árs. Árið 2014 réð Ari sig til Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki (FH) þar sem hann starfaði sem leiðari 2. fiðlu þar til hann flutti til Tel Aviv til reynslu í fyrra. „Venj- an er að reynslutíminn fyrir fastar stöður gildi í tvö ár, en ég reikna með að tími minn í afleysingum fyrir sömu stöðu dragist frá. Ég verð því formlega í leyfi frá FH fram að ára- mótum,“ segir Ari og tekur fram að hann sé þó alls ekki alfarið hættur að spila með FH. „Ég mun spila með sveitinni í mars og aftur í ágúst og september, þegar FÍ fer í sumarfrí,“ segir Ari og tekur fram að hann muni auðvitað sakna félaga sinna í FH sem hafi sýnt sér stuðning og hvatt sig áfram. Ari starfaði hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 2006- 2014, m.a. sem leiðari 2. fiðlu. Í maí í fyrra lék hann einleik með SÍ og síð- ar í vikunni sest hann í hljómsveitina í fyrsta sinn í sex ár, að þessu sinni í 1. fiðlu. „Ég hlakka mikið til,“ segir Ari sem leikur á tvennum tónleikum SÍ á Myrkum músíkdögum. „Ég komst ekki heim um jólin þannig að ég ákvað að stökkva heim meðan FÍ er í stuttu fríi og koma fjölskyldunni á óvart.“ Fiðluleikari Ari Þór Vilhjálmsson. Ari vann prufuspil um stöðu í Ísrael

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.