Morgunblaðið - 27.01.2020, Side 13

Morgunblaðið - 27.01.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Zhou Xianwang, borgarstjóri í Wuh- an í Kína, kveðst gera ráð fyrir að minnst þúsund manns til viðbótar sýkist af kórónaveirunni sem á upp- tök sín í borginni, en hún hefur þegar kostað minnst 56 manns lífið í Kína. Staðfest hefur verið smit hjá 1.975 manns en það sem gerir viðnám við veikinni erfiðara er að smitberar verða ekki varir við nokkur einkenni þótt þeir séu farnir að smita fólk. Franski læknirinn Yazdan Yazdan- paneh við Bichat-Claude Bernard sjúkrahúsið í París, þar sem veikt kín- verskt par liggur, segir að veiran að baki lungnaveikinni dularfullu sé ekki eins skaðleg og SARS-veiran sem blossaði upp árið 2002 og varð hundr- uðum manns að aldurtila. Í samtali við AFP-fréttastöðina kvað hann afar litlar líkur á sjúkdómsfaraldri af völd- um veirunnar í bæði Frakklandi og Evrópu. Hann sagði Frakka vel búna undir veiruna, en þeir hefðu þróað fljótvirkt skimunarpróf er segði til um smitun á augabragði. „Þessi veiki nú er langt í frá eins alvarleg og sú fyrri,“ sagði Yazdanpaneh eftir að hafa ráðfært sig við kollega víða um heim. Kínverjar gripu til aukins banns við ferðalögum til að reyna að hefta út- breiðslu veikinnar. Aðgerðirnar eiga sér ekkert fordæmi. Þá undirbjuggu Bandaríkjamenn, Japanir og Frakk- ar brottflutnings borgara sinna frá Wuhan, sem er í sóttkví. Hafa yfir- völd áhyggjur af nýju veirunni vegna þess hversu hún er um margt lík SARS-sýklinum frá 2002 er olli alvar- legri lungnaveiki. Til viðbótar hinum miklu sýkingar- vörnum í Wuhan og Hubei-héraði lýstu nærliggjandi Shandong-hérað og borgirnar Peking, Sjanghæ, Xian og Tianjin yfir banni við langferðum til borganna og frá þeim. Það mun bitna á milljónum manna sem hyggja á ferðalög við ný áramót kínverska dagatalsins. Þá var fólki skipað að bera andlitsgrímur öllum stundum utandyra í héruðunum Guangdong í Suður-Kina, Jiangxi inni í miðju landi og þremur borgum. Veiran hefur nú breiðst til um 12 landa; tvö til fimm smit hafa greinst í hverju landanna. Bandaríska utan- ríkisráðuneytið skipulagði í gær heimflutning starfsfólk ræðismanns- skrifstofunnar í Wuhan og annarra bandaríska borgara þar. Ráðgert var að fljúga frá Wuhan til San Francisco. Franski bílsmiðurinn PSA Peugeot- Citroen áformaði einnig brottflutning starfsmanna sinna og fjölskyldna þeirra í borginni eftir sóttkví í grann- héraði. Þá eiga Japanir í viðræðum við kínversk yfirvöld um skjótan brottflutning og sömuleiðis Bretar. Ástandinu á sjúkrahúsum í Wuhan eru skelfilegar, að sögn AFP. Starfs- fólk er yfirbugað af þreytu og hóst- andi sjúklingar bíða klukkustundum saman í löngum röðum eftir því að komast að því hvort þeir séu sýktir af nýju kórónaveirunni. Wuhan er 11 milljóna manna borg og hefur verið í sóttkví frá því á þriðjudag. Ferðir til og frá borginni eru bannaðar meðan yfirvöld reyna að koma í veg fyrir að veiran breiði frekar úr sér. Búast við enn fleiri sýkingum  Bandaríkjamenn hefja brottflutning landa sinna frá Kína og Frakkar, Japanir og Bretar eru að skoða slíkt  Kínverjar setja fleiri borgir í sóttkví  Ástandið sagt skelfilegt á sjúkrahúsum í Wuhan AFP Sóttkví Læknalið sjúkrahúss í Wuhan í Kína klæðist til varnar nýju kóróna- veirunnni. Þar í borg höfðu 56 látist af lungnabólgu í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, baðst í gær afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar á ofsóknum gegn gyðingum í seinna stríðinu. Var þetta í fyrsta sinn sem hol- lenska ríkið biðst forláts. „Nú eru þeir síðustu sem lifðu af enn meðal vor. Í nafni ríkis- stjórnarinnar biðst ég afsökunar í dag á gjörðum stjórnvalda á sín- um tíma,“ sagði Rutte í ræðu í Amsterdam til að minnast helfar- arinnar, en um þessar mundir eru 75 ár frá því bandamenn náðu útrýmingarbúðum nasista úr klóm þeirra. Aðeins 38.000 af 140.000 hol- lenskum gyðingum lifðu stríðið af. agas@mbl.is Hollendingar biðjast afsökunar HELFÖRIN 1939-45: Ein af skærustu stjörnum banda- rísku atvinnumannadeildarinnar í körfubolta (NBA), Kobe Bryant, beið bana í þyrluslysi í gær- kvöldi. Þyrlan fórst í Calabasas, út- borg Los Angeles, að sögn sjón- varpsstöðvarinnar TMZ en hún sagði fimm manns a.m.k. hafa farist með þyrlunni. Sömuleiðis staðfesti dagblaðið Los Angeles Times hrap þyrlunnar. Sýslumaður Los Angeles sagði engan hafa komist af en þyrlan var af gerðinni Sikorsky S-76. Bryant var 41 árs og varð fimm sinnum meistari með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en þar spilaði hann á árunum 1996 til 2016. Hann varð og ól- ympíumeistari með bandaríska landsliðinu í Peking 2008 og London 2012. agas@mbl.is »27 Kobe Bryant ferst með þyrlu BANDARÍKIN NBA-deildin Kobe Bryant varð fimm sinnum meistari með Los Angeles Lakers. AFP Nýrri langdrægri farþegaþotu frá Boeing, 777X, var frumflogið um helgina, en hún er stærsta tveggja hreyfla þota heims. Framfaraskref fyrir fyrirtækið segja sérfræðingar en áfram muni þó hvíla drungi yfir Boeing vegna 737 MAX-kreppunnar. Nýja þotan fór í loftið við verksmiðjur Boeing í Seattle klukkan 18 að ís- lenskum tíma á laugardag og lenti þar eftir fjögurra stunda reynsluflug. Nýjung á þotunni er fellanlegir endavænglar sem bæta eldsneytisnýtingu, en með þá lóðrétta getur þotan athafnað sig á fleiri flugvöllum en ella. Á myndinni fagna starfsmenn Boeing tilrauna- flugmönnunum í lok fyrsta flugsins. agas@mbl.is AFP Fyrsta flug nýrrar Boeing-þotu Adam Schiff, stjórnandi sak- sóknarinnar gegn Donald Trump for- seta í fulltrúadeild bandaríska þings- ins, segir forsetann hafa haft í hótun- um við sig í tísti á samfélagsvefjum. „Hinn slóttugi Adam Schiff er spilltur stjórnmála- maður og líklega alvarlega veikur maður. Hann hefur ekki goldið þess, ennþá, sem hann hefur valdið landi okkar,“ tísti Trump. Schiff sagði við NBC-sjónvarps- stöðina að hann teldi það hafa verið ætlan Trumps að ógna sér. Réttar- haldið í þinginu gegn forsetanum hefst að nýju í dag, mánudag. Skot- spónn hans er formaður leyniþjón- ustunefndar þingsins og stjórnaði vitnaleiðslum sem leiddu til ákæru á hendur Trump fyrir að misfara með vald sitt. Schiff hefur löngum setið undir orrahríð reiðikasta Trumps sem hvað eftir annað hefur sett út á útlit hans. agas@mbl.is Segir Trump ógnandi Donald Trump  Hefur í hótunum á samfélagsvefjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.