Morgunblaðið - 27.01.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Á 21. öldinni er til
fólk sem telur að jörðin
sé flöt og raunar hefur
flatjarðarhreyfingin
mjög sótt í sig veðrið á
síðustu 4-5 árum. „Flat
Earth“ er á meðal vin-
sælustu leitarstrengj-
anna á google og á
hverjum degi eru
hundruð myndbanda
sett inn á Youtube sem
tengjast flötu jörðinni.
Hvað einkennir þankagang þessara
fulltrúa hinna myrku miðalda?
Sveigju jarðar er hvergi að finna.
Samkvæmt reikniformúlu Pýþagóras-
ar þá eykst sveigja á kúlufleti í öðru
veldi með fjarlægðinni miðað við stöðu
sjáandans. Reikniformúlu fyrir
sveigju jarðar er t.d. að finna á netsíð-
unni: Earth Curve Calculator; sveigja
jarðar (fall) ætti þannig að vera 2
metrar miðað við 5 km, 8 metrar mið-
að við 10 km og 785 metrar miðað við
100 km. Snæfellsjökull er 1.446 metra
hár og í u.þ.b. 116 km fjarlægð frá
Reykjavík og sést stundum í björtu
veðri yfir Faxaflóann. Miðað við að
augu sjáandans séu tíu metra fyrir of-
an sjávarmál þá ættu 840 metrar af
jöklinum að vera í felum á bak við
sveigju jarðar. Sem sagt aðeins rúm-
lega einn þriðji af jöklinum ætti að
vera sýnilegur horfi maður á jökulinn
ofan af varnargarðinum við Reykja-
vík. Perlan er í 80 metra hæð yfir
sjávarmáli. Horfi maður á Snæfells-
jökul af útsýnispallinum við Perluna
ættu 550 metrar af fjallinu að vera á
felum á bak við sveigju jarðar. Maður
ætti sem sagt að sjá aðeins tæplega
tvo þriðju af jöklinum.
Hverju svara flatjarðingar því að
mastrið er það síðasta
sem hverfur sjónum
þegar horft er á skip
sigla frá landi? Er skipið
ekki þarna komið á bak
við sveigju jarðar? Við
höfum takmarkað sjón-
svið, sjáum ekki enda-
laust frá okkur. Þegar
við horfum á eitthvað
sem er langt í burtu þá
er það sem er niðri við
jörðina það fyrsta sem
hverfur okkur sjónum.
Það er síðan vel hægt að
beina sterkum sjónauka eða Nikon
900 myndavél að skipinu sem kemur
þá allt aftur í sjón.
Vatn liggur alltaf flatt. Yfirborð
þess þyrfti að vera sveigt ef jörðin er
kúla.
Farþegaþotur eru ekkert fljótari
þegar þær fljúga gegn snúningi jarð-
ar. Jörðin snýst á u.þ.b. 1.600 km
hraða umhverfis miðbauginn og far-
þegaþotur fljúga á u.þ.b. 900 km
hraða. Þær ættu því að vera umtals-
vert fljótari í för þegar þær fara gegn
snúningi jarðar, raunar nálægt þrefalt
fljótari ef flugtak og lending eru und-
anskilin. Flatjarðingar virðast þarna
ekki átta sig á einfaldri eðlisfræði.
Andrúmsloftið snýst með jörðinni,
hraðar eftir því sem ofar dregur og
því má líkja þessu við það að vera um
borð í lest. Þú hreyfist með lestinni og
ef þú gengur aftur í lestina þá ertu
ekkert fljótari heldur en ef þú gengur
fram í hana.
Farþegaþotur ættu stöðugt að
þurfa að vera að lækka flugið ef jörðin
er kúla, eða 800 metra fyrir hverja
mínútu sem þær fljúga. Aftur virðast
flatjarðingar þarna ekki átta sig á ein-
faldri eðlisfræði. Togkraftur jarðar
heldur farþegaþotum á kórréttri
braut yfir jörðinni og yfirvinnur lá-
rétta kraftinn sem knýr þær áfram.
Samkvæmt heimsmynd flatjarð-
inga þá er jörðin umlukin ís og norð-
urskautið er miðja hennar. Antartíka
er sem sagt ekki eyja í suðri heldur ís-
breiða sem umlykur okkur. Jörðin er
miðja alheimsins og sólin og tunglið
sveima á braut yfir okkur. Sólin er
þannig ekki í 150 milljón km fjarlægð
frá jörðinni heldur í aðeins 5.000 km
fjarlægð og jafnstór tunglinu, u.þ.b.
50 km í þvermál. Sólin og tunglið
ferðast frá suðri til norðurs og síðan
frá norðri til suðurs á síminnkandi/
stækkandi braut sinni yfir jörðinni.
Sem skýrir árstíðirnar. Þegar braut
sólar umhverfis Ísland er lengst höf-
um við vetur. Þegar braut sólar um-
hverfis Ísland er styst (sólin er nyrst)
höfum við sumar. Sólin virkar eins og
lampi sem lýsir upp aðeins hluta af
jörðinni og sést þess vegna ekki alls
staðar að frá jörðinni. Þetta skýrir
það að við höfum dag og nótt á flötu
jörðinni.
Allt sem kemur frá NASA er lygi
segja flatjarðingar. Engar raunveru-
legar myndir eru til af jörðinni. Þær
eru allar tölvugerðar, t.d. sýnir ein
mynd af jörðinni Ameríku mun stærri
en á öðrum myndum og skýjafar er
víða copy/paste. Maðurinn hefur vita-
skuld aldrei farið til tunglsins enda
tunglið ekki fyrirbæri sem hægt er að
lenda á og ISIS geimstöðin er ekki til.
Þyngdaraflið er sömuleiðis ekki til;
hlutir falla til jarðar vegna þess að
þeir eru eðlisþyngri en andrúmsloftið,
myndskeið af geimförum í þyngd-
arleysi í ISIS er gert með ýmsum
brellum; green screen, zero gravity
plane o.fl.
Nú veit lesandinn vonandi betur
hvað við er að eiga á öld upplýsing-
arinnar.
Vangaveltur um lögun jarðar
Eftir Sölva Jónsson » Á 21. öldinni er til
fólk sem trúir því að
jörðin sé flöt. Hvað ein-
kennir þankagang þess-
ara fulltrúa hinna
myrku miðalda?
Sölvi Jónsson
Höfundur er félagsliði og
tónlistarmaður.
gaufi2@yahoo.co.uk
Atvinna
Ákveðnir hags-
munaaðilar komu að
undirbúningi og gerð
laga um fiskeldi með
það að markmiði að
tryggja sínum fyrir-
tækjum fjárhagslegan
ávinning. Málið snýst
ekki um að nýta sér
tækifærin, heldur að
vera leiðandi við hönn-
un á leikreglum, skjal-
fest í lögum, sjálfum sér
og sínum fyrirtækjum til fjárhags-
legs ávinnings á kostnað annarra.
Fulltrúar í stefnumótunarhópi
Forráðamenn laxeldisfyrirtækja í
meirihlutaeigu erlendra aðila hafa
farið offari í að ,,helga sér svæði“.
Arnarlax með um 70.000 tonn í ferli
og Fiskeldi Austfjarða um 55.000
tonn eða um 70% eldissvæða um mitt
ár 2016. Fjárhagslegir hagsmunir
voru því miklir og stjórnarformenn
Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða
komu sér í starfshóp fyrir stefnu-
mótun í fiskeldi sem fulltrúar Lands-
sambands fiskeldisstöðva.
Ferlið
Í upphafi skal endinn skoða, sem
eflaust hefur verið gert af stjórn-
arformönnunum Arn-
arlax og Fiskeldis
Austfjarða:
Markvisst var
sótt um eldissvæði í
flestum fjörðum þar
sem ekki var bannað
að vera með laxeldi í
sjókvíum til að tryggja
sig til lengri tíma þar
sem bestu svæðin eru
takmörkuð og eftir-
sótt. Þannig er verið
að koma sér í ákveðna
stöðu með möguleika
á fjárhagslegum
ávinningi.
Útbúin viðskiptaáætlun. Eldis-
svæði og framleiðsluheimildir eru
verðmæti og erlendir aðilar fengnir
að borðinu með fjármagn.
Stjórnarformenn tveggja
stærstu laxeldisfyrirtækjanna létu
skipa sig í starfshóp um stefnumótun
í fiskeldi sem fulltrúa Lands-
sambands fiskeldisstöðva og komust
þannig í yfirburðastöðu til að vinna
að hagsmunagæslu sinna fyrirtækja
á kostnað annarra. Fyrirtæki stjórn-
arformanna voru búin að koma leyf-
isveitingarkerfinu í uppnám og nú
var verkefnið að tryggja áfram
þeirra stöðu og væntingar um fjár-
hagslegan ávinning.
Ráðinn var starfsmaður fyrir
stefnumótunarhópinn með aðstöðu í
ráðuneyti sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, sem jafnframt var
starfsmaður stjórnarformanns Arn-
arlax.
Gefin var út stefnumótunar-
skýrsla með hagstæðum tillögum
fyrir stjórnarformennina, með
væntingum um fjárhagslegan ávinn-
ing.
Ráðuneyti sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra skrifaði til-
lögur stefnumótunarskýrslunnar
inn í fiskeldisfrumvarpið og aug-
ljóslega var verið að huga að sér-
hagsmunum þeirra sem sömdu leik-
reglurnar.
Alþingi Íslands tók á ýmsum
málum og bætti frumvarpið veru-
lega, stoppaði af ýmis áform og dró
þannig úr væntanlegum fjárhags-
legum ávinningi stjórnarformann-
anna.
Þegar breytingar á lögum um
fiskeldi voru samþykktar á síðasta
ári voru þó margar tillögur í stefnu-
mótunarskýrslunni sem komust í
gegn og geta tryggt stjórnar-
formönnunum fjárhagslegan ávinn-
ing.
Í framhaldinu setti Arnarlax
sem er í meirihlutaeigu erlenda að-
ila hlutabréf á erlendan hlutabréfa-
markað og hefur þegar náðst veru-
legur fjárhagslegur ávinningur.
Drifkrafturinn
Drifkrafturinn við uppbyggingu
eldis laxfiska í sjókvíum á Íslandi
hefur verið fjárhagslegur ávinn-
ingur laxeldisfyrirtækja sem nú eru
í meirihlutaeigu erlendra aðila.
Frumkvöðlar sjá tækifæri í að koma
áformunum af stað, tryggja leyfi og
möguleika að selja síðan sinn hlut,
áður en raunverulega reynir á
rekstrarforsendurnar. Jafnframt
hefur verið ódýrara og auðveldara
að fá leyfi á Íslandi en t.d. í Noregi
sem hefur verið drifkraftur er-
lendra aðila að koma að uppbygg-
ingunni.
Ekki allt sem sýnist
Staðreyndin er sú að umhverfis-
aðstæður til sjókvíaeldis á Íslandi
eru lakari og samkeppnishæfni
minni en í tilfelli nágrannalanda
sem skapar vissa óvissu um framtíð-
ina, sem tekið verður fyrir seinna.
Lítil samfélög geta því verið að taka
mikla áhættu og því skynsamlegt að
fara hægt í uppbyggingu og aðlaga
eldið að erfiðum umhverfis-
aðstæðum á Íslandi. Markaðsverð á
laxfiskum hefur verið í hæstu hæð-
um undanfarin ár vegna takmarkaðs
framboðs sem m.a. má rekja til
vandamála við að hemja laxalúsina.
Þegar samkeppnislönd verða búin
að ná tökum á laxalúsinni, eykst aft-
ur framboð og verð lækkar og keppt
verður á grunni framleiðslu- og
flutningskostnaðar.
Slæm vinnubrögð
Hlutverk ráðuneytis sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra í
þessu máli er ámælisvert, að leggja
fram á þingi fyrst árið 2018 og aftur
2019 vanhugsað og ónothæft frum-
varp, þar sem verið er að verja hags-
muni laxeldisfyrirtæki í meiri-
hlutaeigu erlendra aðila á kostnað
annarra. Mál þetta lyktar að sér-
hagsmunagæslu, slæmu siðferði eða
spillingu og því ekki að ástæðulausu
að farið hefur verið fram á opinbera
úttekt, sem fram að þessu hefur ver-
ið hunsað.
Að tryggja sínum fyrirtækjum
fjárhagslegan ávinning
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson »Drifkrafturinn við
uppbyggingu eldis
laxfiska í sjókvíum á Ís-
landi hefur verið fjár-
hagslegur ávinningur
laxeldisfyrirtækja sem
nú eru í meirihlutaeigu
erlendra aðila.
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. valdi-
mar@sjavarutvegur.is
Móttaka aðsendra greina
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.