Morgunblaðið - 27.01.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lega og útfærsla Blöndulínu 3, sem
liggur frá Blöndustöð til Akureyrar,
verður ekki skilgreind í svæðisskipu-
lagi Eyjafjarðar heldur í aðalskipu-
lagi Hörgársveitar og Akureyrar.
Kemur þetta fram í breytingu á
svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-
2024 sem auglýst hefur verið.
Þegar svæðisskipulagið var gert á
sínum tíma var kveðið á um að þegar
farið yrði í að leggja nýju byggðalín-
una með Blöndulínu 3 og Hólasands-
línu 3 þyrfti að ákvarða legu þeirra í
svæðisskipulagi Eyjafjarðar, að sögn
Þrastar Friðfinnssonar, formanns
svæðisskipulagsnefndar. Nú er vinna
við undirbúning Hólasandslínu 3 frá
Akureyri að Kröflu komin vel á veg.
Ekki er ágreiningur um legu hennar
um land Akureyrar og Eyjafjarðar-
sveitar enda fer hún þar í gegn í jarð-
streng, vegna þéttbýlis og flugvallar.
Hún er komin inn á aðalskipulag.
Skulu gera ráð fyrir línum
Vinna við undirbúning Blöndulínu
3 er skemmra komin enda var áveðið
að vinna umhverfismat hennar upp á
nýtt. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar
felldi hana út af aðalskipulagi sem
loftlínu. Í svæðisskipulagsbreyting-
unni kemur fram að sveitarfélögin
skuli gera ráð fyrir þessum línum.
Hins vegar er tekið fram að lega og
útfærsla línunnar verði ekki skil-
greind nánar í svæðisskipulaginu
heldur í aðalskipulagi viðkomandi
sveitarfélaga. Lega og útfærsla lín-
unnar verði byggð á valkostagrein-
ingu og umhverfismati sem Lands-
net mun vinna í samráði við
heimamenn, landeigendur og sveit-
arstjórnir.
Krafa hefur verið uppi um að
leggja línuna í jarðstreng í Hörgár-
dal og Öxnadal. Í auglýsingu um
svæðisskipulagið kemur fram að
nýta skuli þá möguleika sem kostur
er á, með tilliti til tæknilegra og efna-
hagslegra forsendna, til þess að
leggja hluta Blöndulínu 3 sem jarð-
streng. Sérstaklega eru nefnd
þrengsli við núverandi byggð og býli
og náttúruvernd.
Öll sveitarfélögin á Eyjafjarðar-
svæðinu sem línan mun liggja um,
þrjú talsins, hafa samþykkt breyt-
inguna. Línan liggur einnig um þrjú
sveitarfélög í Skagafirði og Húna-
vatnssýslu.
Sverrir Jan Norðfjörð, fram-
kvæmdastjóri þróunar- og tækni-
sviðs Landsnets, segir að vinna við
umhverfismat Blöndulínu 3 sé hafin.
Skipað hafi verið verkefnaráð hags-
munaaðila og fundað með því. Verk-
efnaráðið komi með innlegg í gerð
matslýsingar sem er fyrsta skref um-
hverfismats.
Legu línunnar vísað til sveitarstjórnar
Lega og útfærsla Blöndulínu 3 ekki skilgreind í svæðisskipulagi Breyting á svæðisskipulagi Eyja-
fjarðar auglýst Vinna við umhverfismat byggðalínunnar til Akureyrar er hafin Verkefnaráð skipað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akureyri Nýju endurbættu byggðalínurnar frá Kröflu og Blönduvirkjun
munu tengjast á Rangárvöllum við Akureyri. Báðar eru í undirbúningi.
Stefnt er að því á næstu þremur til
fimm árum að draga úr sjónrænum
áhrifum mannvirkja innan Þingvalla-
þjóðgarðsins. Þannig eigi til dæmis
að flytja öll stór bílastæði sem nú eru
nálægt þinghelginni út fyrir svæðið
þar sem Alþingi hið forna var haldið.
Þetta kemur meðal annars fram í
svari sem Þingvallanefnd sendi
Menningarmálastofnun Sameinuðu
þjóðanna, UNESCO, í síðustu viku
vegna fyrirspurnar stofnunarinnar
um hvernig köfun í gjánni Silfru og
tilheyrandi starfsemi í Þingvalla-
þjóðgarði samræmdist því að Þing-
vallaþjóðgarður væri á heimsminja-
skrá UNESCO.
Þingvallanefnd segir að aðstaða
fyrir ferðamenn og kafara við Silfru
sé til bráðabirgða. Þeir sjáist ofan af
útsýnispalli á Hakinu en ekki frá öðr-
um stöðum innan þinghelginnar fyrr
en komið sé að gjánni. Sjónræn áhrif
séu því afturkræf.
Þá segir í svarinu að köfun í Silfru
sé talin einstök leið til að njóta nátt-
úrunnar. Með því að leyfa köfun í
Silfru og Davíðsgjá fái almenningur
aðgang að þessari upplifun og nátt-
úru Þingvallavatns, sem sé einstök í
heiminum. Hópar sem fari í skipuleg-
ar ferðir í Silfru fái afar góðar upp-
lýsingar og leiðsögn um þjóðgarðinn
og jarðfræði vatnsins.
Í lögum um þjóðgarðinn í Þingvöll-
um, sem sett voru 2004, sé kveðið á
um að almenningur skuli fá að njóta
svæðisins. Það sé mat Þingvalla-
nefndar að köfun innan þjóðgarðsins
sé hluti af þessu: þetta sé eina skipu-
lagða afþreyingin sem ferðaþjón-
ustufyrirtæki bjóði ferðamönnum á
svæðinu upp á. Nefndin telji hins
vegar að leyfi fyrir slíkri starfsemi
verði að vera háð því að hún sé sjálf-
bær og tryggt sé að upplifun gesta sé
jákvæð.
Breyting á þjóðgarðslögunum sem
gerð var á síðasta ári geri Þingvalla-
nefnd kleift að takmarka fjölda
þeirra sem kafi í Silfru og hugsanlega
stöðva hana alveg. Fylgst verði með
þessari starfsemi í samræmi við út-
tekt verkfræðistofunnar EFLU sem
gerð var á síðasta ári og í ljósi þess
telji nefndin að ákvörðun um að
heimila köfun innan þjóðgarðsins
samræmist stöðu Þingvalla sem þjóð-
garðs og skráningu á heimsminja-
skrá UNESCO.
Stór bílastæði flutt úr þinghelginni
Þingvallanefnd
segir að köfun í Silfru
samræmist lögum um
þjóðgarðinn
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Silfra Margir ferðamenn hafa kafað í Silfru á undanförnum árum. Áætlanir gera ráð fyrir því að allt að 75 þúsund manns geti kafað í gjánni á hverju ári.
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Sektir mættu vera hærri og viðurlög
almennt strangari gegn brotum er-
lendra leiðsögumanna sem starfa á
Íslandi án tilskilinna leyfa, að mati
framkvæmdastjóra Samtaka ferða-
þjónustunnar (SAF), sem telur líka
mikið vanta upp á eftirlit með þess-
um málum hér á landi.
Lögreglan á Suðurnesjum greindi
tvívegis í síðustu viku frá afskiptum
sínum af erlendum leiðsögumönnum
sem starfa hér á landi án leyfis. Einn
þeirra var sektaður um 40.000
krónur. Um þetta var rætt í hópnum
Bakland ferðaþjónustunnar á Face-
book og sögðu flestir þeir sem þar
viðruðu skoðanir sínar að þessi sekt-
arupphæð hefði ekki mikinn fæling-
armátt. Undir þetta tekur Jóhannes
Þór Skúlason, framkvæmdastjóri
SAF, sem segir einnig að eftirlit sé
ekki nógu skilvirkt þegar um ferða-
þjónustu sé að ræða í samanburði
við t.d. eftirlit við brotum í bygging-
argeiranum.
Sektin sögð
allt of lág