Morgunblaðið - 27.01.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
✝ Ásta Finn-bogadóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 21.
febrúar 1927. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 11. jan-
úar 2020. For-
eldrar Ástu voru
Sesselja Ein-
arsdóttir, f. 11.
mars 1891, d. 14.
október 1964, og
Finnbogi Finnbogason skip-
stjóri, f. 20. maí 1891, d. 3. apríl
1979.
Systkyni Ástu eru Rósa, f.
27.9. 1914, d. 28.10. 1994, Árni,
f. 7.11. 1916, d. 9.4. 2006, Fjóla,
f. 16.12. 1917, d. 15.10. 2001,
Lilja, f. 15.2. 1920, d. 1.5. 1959,
Ólafur, f. 9.8. 1922, d. 14.2. 1999,
Guðni, f. 6.12. 1924, d. 13.1. 1925
og Gréta, f. 31.3. 1929, d. 18.2.
2019.
Ásta ólst upp í Bræðraborg
og síðar í Vallartúni í Vest-
mannaeyjum. Hún giftist 13.11.
1947 Björgvini Þórðarsyni, f.
11.5. 1924, d. 26.5. 2001 og
bjuggu þau fyrstu búskaparár
sín í Vallartúni, í foreldrahúsum
Ástu, en fluttu árið 1958 á Herj-
ólfsgötu 6, þar sem þau bjuggu
fram að gosi árið 1973. Eftir gos
Jónas, f. 5.9. 1950, d. 5.11. 1968.
3) Lilja, f. 27.5. 1967, maki Þór-
hallur Óskarsson, f. 22.11. 1963.
Börn Lilju og Þórhalls eru
Björgvin Rúnar, f. 11.10. 1989,
unnusta Erna Oddný Gísladótt-
ir, f. 4.2. 1990 og Kristbjörg, f.
24.7. 1992, maki Ólafur Örn
Helgason, f. 28.3. 1991. Sonur
Kristbjargar og Ólafs er Her-
mann Þór, f. 15.8. 2017. 4) Gunn-
ar, f. 9.2. 1969, maki Birna Blön-
dal, f. 2.4. 1969. Börn Gunnars
og Margrétar Gunnarsdóttur
eru Kristinn Arnar, f. 28.8.
1996, unnusta Sigurbjörg Líf
Matthíasdóttir, f. 12.3. 1998, Jón
Garðar, f. 20.6. 2001 og Sigrún
Ásta, f. 24.2. 2004. Börn Birnu
og Birgis Össurarsonar eru
Hrönn, f. 23.12. 1989, Harpa
Mukta, f. 23.12. 1998, Hrund Ni-
lima, f. 7.11. 2000 og Jóhannes
Fei, f. 14.3. 2006.
Ásta stundaði nám við Barna-
skóla Vestmannaeyja og síðar
Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Eftir að þau Björgvin hófu bú-
skap starfaði hún ekki utan
heimilisins, enda með stórt
heimili og gestkvæmt í Eyjum,
en eftir að þau fluttust í Hafn-
arfjörð starfaði hún m.a. við
fiskvinnslu hjá BÚH. Mestan
tíma helgaði hún þó alltaf fjöl-
skyldunni og lagði mikið af
mörkum í uppeldi ömmubarna
sinna og síðar langömmu-
barnanna.
Útför Ástu fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 27. janúar
2020, klukkan 13.
bjuggu þau í Kefla-
vík, þangað til þau
settust að í Hafn-
arfirði, þar sem þau
bjuggu alla tíð síð-
an. Fyrst á Suð-
urvangi 14, en síð-
ustu 22 árin á
Sólvangsvegi 3.
Börn Ástu og
Björgvins eru: 1)
Guðrún Þórdís, f.
16.2. 1949, d. 14.10.
2004. Börn hennar eru: a) Ásta
Guðrún, f. 15.11. 1970, d. 4.3.
2006. Börn Ástu Guðrúnar eru
Tómas Freyr, f. 25.9. 1986, Lilja,
f. 17.4. 1993, maki Joachim
Kveen, f. 11.7. 1991. Börn Lilju
og Joachims eru Brynjar Jo-
hannes, f. 6.7. 2014 og Nova
Otilia, f. 23.5. 2017, Brynjar Æg-
ir, f. 30.12. 1994 og Laufey Diljá,
f. 12.8. 1996. b) Elva Björk, f.
25.6. 1973, maki Einar Helgi
Jónsson, f. 23.4. 1976. Dætur
Elvu og Einars eru Halldóra Sif,
f. 7.2. 2002 og Elín Björt f. 7.2.
2002. c) Helena Sif, f. 14.7. 1976,
maki Jón Ragnar Magnússon, f.
13.4. 1975. Börn Helenu og Jóns
eru Sigurjón Axel, f. 17.2. 1998,
Kári Fannar, f. 19.5. 2003, Hild-
ur Inga, f. 30.12. 2006 og Anita
Rut, f. 27.8. 2009. 2) Gunnar
Mig langar með nokkrum orð-
um að kveðja konuna sem var
mér mikilvægust í þessu lífi.
Mamma Ásta átti mig þegar hún
var að komast af barneignaraldri
þannig að á milli okkar var ein
kynslóð. Þó svo að hún hafi verið
komin af léttasta skeiði þegar
uppvaxtarárin liðu var hún mikill
vinur og var dugleg að sinna
þeim börnum sem í kringum
hana voru. Var mikið spilað á
heimilinu og fékk maður góða
kennslu í almennum húsverkum.
Það sem var svo einkennandi við
mömmu var hve hlýtt henni var í
garð allra og sagði aldrei styggð-
aryrði um nokkurn mann, alveg
sama á hverju dundi. Hún var
ótrúlega fær í því að sjá alltaf
það jákvæða í öllum aðstæðum
og stýra umræðunni á þá braut.
Ég minnist móður minnar sem
hlýrrar manneskju sem gerði allt
fyrir mig sem hún mögulega gat
veitt mér og gerði það ávallt með
bros á vör. Fátt þótti henni
skemmtilegra en að fara á
mannamót og viðburði. Ég er
með svo fallega mynd í höfðinu
af okkur mömmu þegar við fór-
um ekki fyrir svo löngu í bíó að
sjá Mamma Mía nr. 2 Hún var
svo falleg og ánægð þar sem hún
sat í sætinu með mér og konu
minni Birnu. Hún dillaði sér og
klappaði í takt við lögin og
þreyttist ekki á að segja hve
dásamleg skemmtun þetta væri.
Það sama var upp á teningnum
þegar við Birna vorum svo hepp-
in að fá að fara með henni að sjá
leiksýninguna um Ellý í Borg-
arleikhúsinu. Hún átti ekki til
aukatekið orð og sagði þegar lag-
ið Ramona var sungið, að þetta
væri uppáhaldslagið hennar og
brosti ekki bara með augunum
heldur öllu andlitinu. Ég á líka
margar minningar um þegar ég
var að koma heim af æfingum ör-
þreyttur og mamma tók bros-
andi á móti mér og lagði mikinn
metnað í að strákurinn fengi eitt-
hvað gott að borða og spurði
hvort ekki þyrfti að þvo eitthvað
að fötunum því það væri senni-
lega ekki langt í næstu æfingu.
Stóran hluta af mínum fullorð-
insárum bjó ég fjarri þér sem
gerði það að verkum að ég fékk
ekki að eiga jafn margar stundir
með þér og ég hefði kosið. Þegar
ég var í höfuðborginni þótti mér
ákaflega gott að vera nærri þér
og fá að njóta félagsskaparins,
þú kenndir mér margt um lífið
og tilveruna sem ég geymi um
alla framtíð í hjarta mínu. Einnig
á ég fallegar og góðar minningar
um öll þau sumarferðalög sem
fjölskyldan fór í. Þú búin að selja
okkur hugmyndina að áningar-
staðnum svo allir væru eftir-
væntingarfullir og í sínu besta
formi. Þú með nammið sem
keypt hafði verið áður en lagt
var af stað og skammtaðir af
þinni alkunnu snilld. Svo er það
jólaútgáfan af þér, elsku
mamma, en þegar þú last á
pakkana og dreifðir þeim varstu
með sérstakan tón sem enginn
getur leikið eftir, hann gerði það
að verkum að hátíðleiki jólanna
fór á annað stig. Með þessum fáu
orðum kveð ég þig, elsku, elsku
mamma, mín og óska þér alls
hins besta á nýjum stað þar sem
þér verður vel tekið af eigin-
manni, börnum, vinum og ætt-
ingjum. Elsku mamma, takk fyr-
ir allt sem þú gerðir fyrir mig og
mína.
Gunnar Björgvinsson.
Ég kynntist Ástu tengdamóð-
ur minni fyrir allmörgum árum
þegar við Gunnar sonur hennar
rugluðum saman reytum okkar.
Ég verð að játa að ég var nú
pínulítið kvíðin að hitta hana í
fyrsta skipti. En þær áhyggjur
mínar voru óþarfar því hún opn-
aði faðm sinn fyrir mér og um-
vafði mig hlýju og kærleik frá
fyrstu mínútu. Ég hef aldrei
kynnst annarri eins konu, glað-
værð hennar og lífsgleði var eft-
irtektarverð, ekki síst þar sem
lífið hafði ekki alltaf farið mjúk-
um höndum um hana. Ásta varð
fyrir stórum áföllum í lífinu,
áföllum sem hæglega hefðu get-
að slökkt lífsgleðina en svo var
sannarlega ekki. Hún lifði tvö af
börnum sínum, missti barnabarn
og eiginmann sinn eftir áratuga
hjónaband. Hún gekk líka í
gegnum erfið veikindi sem
gengu mjög nærri henni. En allt-
af hélt hún gleðinni og jákvæðn-
inni. Þessi kona var einfaldlega
einstök sál, sem aldrei sagði
styggðaryrði um nokkurn mann,
var alltaf glöð og kaus að horfa á
jákvæðu hlutina í lífinu. Það voru
allir jafnir í augum Ástu, enginn
betri en annar, hún dæmdi eng-
an og tók öllum eins. Hún um-
vafði fólkið sitt ást og hlýju og
naut samverustundanna sem hún
átti með því. Tónlist og söngur
voru hennar ær og kýr og fátt
gladdi hana meira en fara á góða
tónleika. Ég á góðar minningar
um bíóferð á Mamma Mia og
Ellýartónleika síðasta vetur. Hún
söng hástöfum með hverju lagi
og gleðin skein af henni. Þannig
ætla að ég að muna Ástu, syngj-
andi og klappandi og njótandi
hvers augnabliks. Mér þykir
vænt um þessar minningar, sér-
staklega í dag þegar við kveðjum
yndislega konu sem ég get seint
fullþakkað alla hlýjuna sem hún
gaf mér og börnum mínum. Það
þyrftu allir að kynnast konu eins
og Ástu og heimurinn væri betri
ef það væru fleiri eins og hún.
Hafðu þakkir elsku Ásta fyrir
samfylgdina síðustu ár, þú gafst
mér mikið og kenndir mér margt
með lífsviðhorfi þínu. Ég á eftir
að sakna hlýja faðmsins.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson.)
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Birna Blöndal.
Það er vel við hæfi að byrja á
bæninni sem hefur verið í uppá-
haldi hjá mér síðan ég var lítil
stelpa og það varst auðvitað þú
sem kenndir mér hana.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Í dag mun ég fylgja þér síð-
asta spölinn, elsku hjartans
amma mín. Þú sem gafst mér svo
mikið og kenndir mér svo margt.
Ég var svo heppin að hafa alist
upp að miklu leyti hjá þér og afa
Björgvini og fyrir það verð ég
ævinlega þakklát. Það eru auðvit-
að alger forréttindi að hafa feng-
ið að hafa þig jafn lengi og raun
ber vitni. Ég var reyndar alveg
viss um að þú yrðir 100 ára án
áreynslu því þú varst alltaf svo
hress og í gegnum tíðina hefur
þú verið fyrir mér og Helenu
systur svo miklu meira en bara
amma. Ég er svo ótrúlega lán-
söm að eiga óteljandi minningar
um þig og samverustundir okkar
sem ég geymi í hjarta mínu. Það
sem einkenndi þig, elsku amma,
var að allir sem kynntust þér á
einhvern hátt voru sammála um
að þú værir dásamleg mann-
eskja. Alltaf varstu glöð og já-
kvæð og mér er það svo minn-
isstætt þegar ég tilkynnti þér að
ég og Einar ættum von á tvíbur-
um en þá réðstu þér ekki fyrir
kæti, sennilega skemmtilegasta
símtal sem ég hef átt um ævina,
en þannig varst þú bara. Nú
verða samverustundirnar eða
símtölin því miður ekki fleiri í
bili, elsku amma mín, en þangað
til kveð ég þig með þessum orð-
um:
Ég horfi í ljóssins loga
sem lýsir í hugskot mitt
og sé á björtum boga
brosandi andlit þitt.
(Snjólaug Guðmundsdóttir)
Þín,
Elva Björk.
Elsku amma.
Margar yndislegar minningar
flögra um hugann og mikið er
maður heppinn að geta yljað sér
við þær. Amma var ljúf og hóg-
vær kona sem bar höfuðið ávallt
hátt og umfram allt skein góð-
mennskan frá hjarta hennar.
Minn besti spilavinur í æsku
var amma, alltaf var hún til í að
spila við mig og skemmtum við
okkur best þegar við spiluðum
kleppara, þá heyrðust ófá hlátra-
sköll í eldhúsinu. Á unglingsárum
flutti ég til ömmu og afa og hefur
það örugglega ekki verið auðvelt
að fá ungling inn á heimilið á efri
árum, en ekki fann ég fyrir því,
ég var innilega velkomin og þau
gerðu sitt besta sem ég er æv-
inlega þakklát fyrir. Hlýjan frá
ömmu og afa býr ávallt innra
með mér.
Hér er fallegt ljóð sem segir
allt um ömmu.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Helena Sif Gísladóttir.
Hún var alveg ótrúleg kona
hún Ásta amma, svo ótrúlega já-
kvæð og sá alltaf það góða við allt
og alla. Hún lét ekki margt
stoppa sig, eins og þegar hún
rölti ásamt fleirum út á Sólvang í
dagdvölina með skóflu í göngu-
grindinni sinni svo hún gæti nú
rutt leiðina af því að það mynd-
uðust svo stórir snjóskaflar á
leiðinni, þá komin yfir nírætt.
Það var alveg dæmigert fyrir
hana, alltaf að hugsa um alla í
kringum sig.
Við systkinin fórum einu sinni
með ömmu á jólatónleika og eftir
að tónleikarnir kláruðust komu
til hennar konur sem sátu fyrir
aftan okkur og þökkuðu henni
sérstaklega fyrir, það hefði verið
svo gaman að sjá hvað hún
skemmti sér vel, hún söng með
öllu og stóð upp og dansaði í lok-
in. Hún hafði nefnilega þann eig-
inleika að gleðja alla sem í kring-
um hana voru, þó að það væri
fólk sem hún þekkti ekkert.
Hún hefur kennt mér svo ótrú-
lega margt í lífinu, þegar ég verð
komin á mín efri ár þá ætla ég að
taka hana til fyrirmyndar og
njóta lífsins eins og amma gerði,
og fara seinust heim úr áramóta-
partýunum!
Elsku Ásta amma mín, hvíldu í
friði.
Ég er svo þakklát fyrir þær
stundir sem ég fékk að eiga með
þér, sérstaklega seinustu vikurn-
ar þegar þú komst til okkar á
Hrafnistu.
Ég veit að Bjöggi afi og allt
fólkið þitt taka vel á móti þér
hinum megin, og er ég alveg viss
um að þið systurnar eigið eftir að
syngja og skemmta ykkur saman
á ný.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Kristbjörg Þórhallsdóttir.
Með miklu þakklæti í huga vil
ég minnast elskulegrar móður-
systur minnar Ástu Finnboga-
dóttur sem lést að morgni 11.
janúar sl. á 93. aldursári.
Vegna fráfalls mömmu minnar
og fjarveru pabba til sjós á
æskuárum mínum fékk ég að
dvelja löngum hjá Ástu og
Bögga. Hjá þeim naut ég þess að
vera litla stelpan þeirra því Guð-
rún og Gunnar, börnin þeirra,
voru þá að komast á unglingsár.
Ég átti alltaf athvarf á Herj-
ólfsgötunni. Ásta tók mér með
hlýju án þess að ég væri eitthvað
að trufla hana við annasöm heim-
ilisstörf.
Það var oft gestkvæmt á Herj-
ólfsgötunni. Ásta var sú eina af
systkinunum frá Vallartúni sem
ílengdist í Eyjum. Þangað komu
frænkur, frændur og vinkonur í
spjall og þá var gaman að sitja
uppi í stiga og hlusta. Ásta gaf
mér leyfi til að gera ýmislegt
sem ég fékk ekki heima, eins og
að drekka kaffi. Eftir að yngri
börnin, Lilja og Gunnar, fæddust
gerðist ég barnapía hjá Ástu. Ég
naut þess að vera í kringum
hana, sem alltaf bjó yfir miklu
jafnaðargeði og var alltaf hlý og
glöð.
Ég minnist góðra stunda þar
sem við Ásta sátum og hlustuð-
um á framhaldssöguna í útvarp-
inu eftir hádegi og Ásta kenndi
mér að hekla dúkkupeysu.
Við Heimeyjargosið urðu
miklar breytingar á lífi okkar
beggja. Samgangur minni, en ég
veit að Ásta fylgdist með ung-
lingsstelpunni þroskast og verða
fullorðin.
Síðustu ár átti ég góðar sam-
verustundir með Ástu minni.
Við sóttum reglulega fundi hjá
Kvenfélaginu Heimaey og þá var
bílferðin á og af fundum vel nýtt
í spjall og frásagnir.
Það var dásamlegt að fylgjast
með þegar Ásta mætti á fundi
alltaf fallega klædd og brosandi,
hvernig Heimaeyjarkonur þyrpt-
ust að henni til að heilsa upp á
hana. Það var sama hjá hverjum
við settumst, alltaf náði Ásta
tengingu við borðfélagana.
Hún hafði gott minni og ég
naut þess að rekja úr henni
garnirnar. Við Ásta gátum rifjað
margt upp bæði um liðna atburði
í Eyjum og um fólkið okkar. Hún
mundi vel eftir öllu sem nærði
sálina.
Ástin og hlýjan sem hún Ásta
bjó yfir í svo ríkum mæli lifir
áfram í minningunni. Með þökk
og kærleika kveð ég þig, elsku-
lega móðursystir.
Ég sendi Lilju, Gunnari, Elvu,
Helenu, öðrum afkomendum og
fjölskyldum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ásdís Lilja Emilsdóttir.
Ásta Guðfinna Finnbogadóttir
var sú sjötta af sjö systkinum frá
Vallartúni í Vestmannaeyjum
sem upp komust. Þrjú fyrstu
systkinin voru fædd í Norður-
garði. Árið 1919 keyptu þeir
bræður Finnbogi og Árni
Bræðraborg og þar fæddust hin
börnin. Árið 1935 keyptu afi og
amma Vallartún sem var uppi í
„sveit“ og átti eftir að vera ætt-
aróðalið í augum fjölskyldunnar.
Rósa, Fjóla og Lilja voru eins
og blómvöndur í okkar huga.
Árni og Óli voru strákarnir og
síðan koma Ásta og Gréta. Ásta
er sú síðasta sem kveður.
Fyrstu kynni okkar af Ástu
voru þegar hún heimsótti Lilju
systur sína, mömmu okkar, aust-
ur á Fáskrúðsfjörð um 1945. Þá
var ég, Bryndís, 6 ára gömul og
þótti mikið til þessarar heim-
sóknar koma. Ásta hafði unnið
við skógrækt á Hallormsstað
þetta sumar og var á heimleið til
Eyja. Í þessari ferð kynntist
Ásta föðurbróður okkar honum
Björgvini sem síðar átti eftir að
verða maðurinn hennar. Ég fékk
að snúa handsnúnum grammó-
fóni meðan þau dönsuðu, en ekki
fara með þeim í gönguferð eftir
dansinn!
Næst munum við eftir Ástu
þegar þau Björgvin heimsóttu
okkur upp á Akranes þar sem
foreldrar okkar áttu heima. Með
þeim í ferð var Guðrún, falleg lít-
il stúlka sem átti fallega kerru
sem okkur þótti gaman að keyra.
Þessi litla stúlka var frænka okk-
ar í báðar ættir.
Næst munum við eftir Ástu
þegar mamma flutti til Vest-
mannaeyja með okkur systurnar
eftir að pabbi dó. Þá setti
mamma á fót Elliheimilið í Skál-
holti og við systurnar áttum að
vera hjá ömmu og afa í Vallar-
túni. Ásta og Björgvin bjuggu þá
í kjallaranum á Vallartúni og
áttu Guðrúnu og nýfæddan bróð-
ur hennar Gunnar.
Björgvin og Ásta byggðu sér
hús við Herjólfsgötu og þangað
fluttu afi og amma ásamt Jóni St.
Reykjalín sem hafði flutt með
okkur frá Fáskrúðsfirði til Akra-
ness og þaðan til Eyja.
Samgangur milli systranna
var alltaf mikill og bar þar aldrei
skugga á. Þegar mamma dó frá
bráðungum hálfsystrum okkar
tók Ásta að sér að vera með Ás-
dísi Lilju meðan Bryndís tók
Gunnhildi Björgu með sér suður
á meðan faðir þeirra var á síld.
Það hefur alltaf verið sérstak-
lega kært á milli Ásdísar og
Ástu.
Ásta var alltaf sú sem leita
mátti til, róleg og nærfærin. Hún
var sú sem aldrei fór frá ömmu
og afa. Aldrei kiknaði hún undan
áföllum lífsins, eins og þegar
Gunnar Jónas, sonur hennar,
fórst með bátnum Þráni með
manni og mús, eða þegar
mamma, amma, afi og Björgvin
kvöddu.
Á síðustu árum hittumst við
frænkurnar – svokallaður
Frænkuhittingur. Þar koma
saman dætur Sesselju og Finn-
boga í Vallartúni og dætur
þeirra. Síðast hittumst við um
miðjan desember og lék þá Ásta
á als oddi. Gréta féll frá fyrir ári
og núna Ásta, þær einu sem eftir
voru af þeirri kynslóð. Hvert eig-
um við núna að snúa okkur þegar
heimildir vantar? Hún var orðin
sú eina sem gat svarað spurn-
ingum sem sneru að fjölskyld-
unni okkar. Þökk fyrir allt. Við
söknum þín. Hvíl í friði.
Elsku Lilja, Gunnar, Elva
Björk, Helena Sif og fjölskyldur.
Við vottum ykkur dýpstu samúð.
Ykkar frænkur,
Bryndís og Rósa
Gunnarsdætur.
Ásta
Finnbogadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma.
Þú varst yndislegasta
manneskja sam ég hef
þekkt, varst alltaf svo glöð
að heyra í mér og öllum og
hrósaðir manni fyrir allt.
Mér fannst alltaf gaman að
koma til þín eftir æfingar
og borða ís og tala við þig
og takk kærlega fyrir allar
leikhúsferðirnar og matar-
boðin, ég er mjög þakklát
fyrir það að þú komst í
ferminguna mína.
Ég er svo þakklát fyrir
að þú varst amma mín.
Sigrún Ásta
Gunnarsdóttir.