Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Æ
tli besta leiðin sé ekki bara
að beita dáleiðslu til að
fanga athygli nemenda og
halda henni? Ég hef þó
aldrei prófað það og veit því
ekki hversu árangursríkt það er,“ segir Elísa
glettin þegar hún er spurð út í gagnlegar að-
ferðir sem hjálpað geta kennurum að viðhalda
athygli. Elísa hefur reglulega haldið námskeið
hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, sem og
kennt fjölda námskeiða fyrir kennara, leik-
skólakennara og foreldra um ýmis málefni
sem snerta börn. Eins hefur hún sjálf verið
nemandi hjá Endurmenntun HÍ og þar með
líka setið hinum megin við borðið. „Þótt náms-
efnið sé áhugavert þá getur margt stolið at-
hyglinni. Kennarar verða því að vera með ein-
hver veiðarfæri tiltæk til að fanga athygli
nemenda. Því betri veiðarfæri þeim mun
minna flögrar athyglin og þeim mun meira til-
einkar nemandinn sér úr náminu og tekur
með sér heim.“
Meðalgóður fyrirlesari getur orðið
framúrskarandi
Að sögn Elísu geta nemendur vissulega
sjálfir gert margt til þess að halda athyglinni í
tímum. Hún nefnir hluti eins og að sitja fram-
arlega, taka glósur, mæta ekki of þreyttur í
tíma, koma undirbúinn og slökkva á símanum.
Þótt þessi ráð séu góð og gild þá er það samt á
ábyrgð fyrirlesarans að reyna að koma efninu
frá sér á sem áhugaverðastan hátt svo nem-
endur fylgist með. „Meðalgóður fyrirlesari
getur orðið framúrskarnadi með æfingu og
því að leggja smá á sig,“ segir Elísa sem deilir
hér tíu góðum ráðum til fyrirlesara sem vilja
halda sem lengst í athygli nemanda sinna.
Morgunblaðið/Eggert
10 veiðarfæri til að
viðhalda athyglinni
Að halda athyglinni, bæði sem nemandi og kennari, er áskorun fyrir marga. Sálfræðingurinn Elísa Guðnadóttir hefur verið báð-
um megin við borðið en í gegnum tíðina hefur hún reynt að tileinka sér öll möguleg ráð til þess að láta athyglina ekki flögra.
Snæfríður Ingadóttir|snaeja@gmail.com
Elísa Guðnadóttir
sálfræðingur.
Unsplash
Þín leið
til fræðslu
Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga
og stofnana þeirra á landsbyggðinni.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is
Sveitamennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sveitamennt@sveitamennt.is