Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 18
„Í Hagaskóla var
gangsterarappið
aðalmálið og menn
voru talsvert í klíkum
þá að bandarískri
fyrirmynd. Ég náði
samt eiginlega aldrei
að verða almennileg
íslensk úthverfa-
útgáfa af rappara,
böstandi rímur um
fáklæddar konur,
peninga og lögreglu-
ofbeldi, þannig að ég
komst aldrei í svo-
leiðis klíku.“
Árni Helgason
Í saksskóli, Melaskóli, Hagaskóli,MR og HÍ er hin ofurklassískaleið sem lögmaðurinn, uppistand-
arinn og hlaðvarpsstjórnandinn Árni
Helgason fetaði á sínum námsárum.
Hann segist hafa verið góður og
þægur nemandi, svona framan af, en
hafi aðeins villst af leið þegar hann
kom í MR og síðar í Háskólann.
„Ástundunin fór eitthvað að láta á
sjá en það tengdist að einhverju leyti
félagslífinu og störfum þar,“ segir
hann léttur. „Svo taldist ég reyndar
nemandi við háskólann í Jena í
Þýskalandi í nokkra mánuði vet-
urinn eftir stúdentsprófið en var
meira í því að finna mig. Allir þessir
skólar höfðu sinn sjarma en mér
þykir nú samt alltaf sérstaklega
vænt um MR,“ segir hann og rifjar
um leið upp sinn eftirlætiskennara.
„Af mörgum kennurum þá er
Ragnheiður Briem sem kenndi ís-
lensku í MR eftirminnilegust. Frá-
bær kennari, hvort sem var í flókn-
ustu reglum stafsetningarinnar eða
íslenskum bókmenntum. Hún sinnti
þessu af mikilli virðingu, var aug-
ljóslega afburðamanneskja á sínu
sviði og það einhvern veginn náði í
gegn og smitaði nemendur. Maður
vildi standa sig vel hjá henni,“ segir
hann og bætir við að námið hafi
reyndar verið einskonar sjokk-
þerapía í byrjun. „Í fyrsta stafsetn-
ingarprófinu sem við tókum í 3. bekk
voru einkunnir ekki á bilinu 1-10
eins og vanalega heldur einhvers
staðar langt fyrir neðan núllið en
með hennar leiðsögn lagaðist þetta
smám saman og fólk fór að ná tök-
um,“ segir hann og bætir við að þótt
mikið sé rætt þá breytist kennarar
og kennsluaðferðir minna en margur
haldi.
„Kennsla snýst nú sem fyrr mikið
um mannlega þáttinn, góða dóm-
greind og að kunna að lesa rétt í
hópinn og krakkana.“
Spurður að því hvort hann hafi til-
heyrt einhvers konar klíku á skóla-
árunum svarar Árni að sér hafi eig-
inlega aldrei tekist það, þrátt fyrir
góðan vilja.
„Í Hagaskóla var gangsterarappið
aðalmálið og menn voru talsvert í
klíkum þá að bandarískri fyrirmynd.
Ég náði samt eiginlega aldrei að
verða almennileg íslensk úthverfa-
útgáfa af bandarískum rappara
böstandi rímur um fáklæddar konur,
peninga og lögregluofbeldi, þannig
að ég komst aldrei í svoleiðis klíku.
En svo rjátlast þetta auðvitað af
mönnum. Þetta eru meira og minna
skrifstofumenn í dag með húsnæðis-
lán og jeppling. Nema einn og einn
sem er enn að rappa.“
Morgunblaðið/Ásdís
Námið var
sjokkþerapía
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
K
ennararnir geta bæði
verið slæmir og góðir.
Glaðlyndir, þreyttir,
þolinmóðir, andfúlir,
skrítnir, leiðinlegir og
skemmtilegir.
Eftirminnilegastir og bestir eru
þeir kennarar sem með færni,
hvatningu og kærleika hjálpa
nemendum sínum að ná tökum á
náminu og byggja þannig upp
sjálfstraust en slíkt getur ráðið
úrslitum um vegferðina í skóla-
kerfinu og áfram út í allt lífið.
Er námið sjokkþerapía eða
beinn og breiður vegur?
Öll eigum við góðar og slæmar minningar af skólagöngu okkar. Við vorum ýmist villingar, prúð og
stillt eða einhvers staðar mitt á milli. Villt og stillt. Sum okkar hafa farið í marga skóla og eignast alls
konar vini á leiðinni en aðrir eru í sama skóla og halda hópinn frá leikskóla upp í háskóla.
Margrét Hugrún Gústavsdóttir | margret.hugrun@gmail.com
Morgunblaðið/Ásdís
Vorönn 2020:
• Resin Art
• Fluid Art - Akríl Pouring
• Mixed Media Art
• Alcohol Ink Art
• Akríl Abstract Art
• Macrame
Stutt og vönduð
Námskeiðatafla á facebook.com/fondurlist
NÁMSKEIÐ
Föndurlist-Vaxandi ehf, Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður
www.fondurlist.is
Skráning s. 553 1800