Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 29
Viskígerð blómstrar um allan heim. Mikil breidd er í framboðinu og spannar viskí allt frá mildum og mjúkum útgáfum yfir í rammar og reyktar. bragð og áhrif við greinum og getur verið mjög breytilegt á milli fólks.“ Þarf ekki að vera dýrt áhugamál En er ekki stórhættulegt fyrir budduna að þróa með sér brennandi áhuga á viskíi? Dýrustu flöskurnar geta jú kostað á við sjónvarpstæki af stærstu og bestu gerð og ekki nokkur vandi að eyða árslaununum í stórt safn af viskíflöskum frá öll- um heimshornum. Jakob segir óþarft að hafa áhyggjur af að viskínámskeiðið leiði þátttakendur út á þessa braut enda viskí ekki drykkur sem á að svolgra í sig heldur upplifa í ró og næði við sérstök tækifæri svo að ein flaska ætti að endast lengi. Þá sé það raunin að finna má mikið af afskaplega góðu viskíi á fínu verði, og viskíáhugamálið ekki dýrara en margt annað: „Sjálfum dettur mér ekki í hug að kaupa þess- ar flöskur sem kosta fúlgur fjár og úti í Bretlandi get ég fengið prýðilegt gamalt og gott viskí á þetta 50 pund flöskuna sem gerir um 8.000 kr. Í Fríhöfninni í Keflavík má finna gott viskí á u.þ.b. 7-10.000 kr. og því fer fjarri að mað- ur þurfi að eyða ígildi mánaðarlauna til að fá góða viskíupp- lifun.“ Þegar hann er spurður hvar í viskílitrófinu byrjendur ættu að taka fyrstu skrefin upplýsir Jakob að hann hafi sjálfur byrjað á „röngum enda“ með reyktu og bragð- miklu viskíi sem sumum getur þótt fráhrindandi í fyrstu atlögu. „Hefðbundna leiðin er að byrja á mildu og léttara viskíi og busla þar aðeins í grunnu lauginni, en í fram- haldinu vinna sig smám saman upp í þyngri tegundir,“ segir hann en nota má sem þumalputtareglu að viskí 12 ára og eldra sé mildara á bragðið. „Aldur er samt ekki endilega trygging fyrir gæðum eða bragðeinkennum visk- ísins, og hægt að finna mjög mikið af bragðgóðu ungu vis- kíi.“ AFP FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 29 Fjarnám í ferðaþjónustu Frá og með vorönn 2020 verða allir áfangar Ferðamálaskólans kenndir í fjarnámi með þremur staðbundnum lotum. Staðlotur verða sem hér segir: 1. lota: 9.-11. janúar (kynning á námsefni og kennslu- hugbúnaði, verkefnavinna) 2. lota: 27.-29. febrúar (verkefnavinna sem ekki er hægt að sinna í fjarnámi) 3. lota: 16.-18. apríl (kynningar, munnleg próf, verkefnavinna) Getum bætt við nemendum á vorönn, hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu skólans, mk.is (Ferðamálanám) Námsgreinar á vorönn 2020 • Ferðaenska (3 einingar) • Ferðalandafræði Ísland (3 einingar) • Ferðalandafræði útlanda (5 einingar) • Markaðsfræði ferðaþjónustu (5 einingar) • Stjórnun (3 einingar) • Umhverfi og ferðaþjónusta (5 einingar) • Upplýsingatækni ferðaþjónustu ( 5 einingar) Ferðamálaskólinn í Kópavogi Nám með nýju sniði: Fjarnám með þremur staðbundnum lotum A l la r nánar i upp l ýs ingar fás t h já fagst jó ra í s íma 594 4020 eða með þv í að senda tö l vupóst t i l fe rdamalasko l inn@mk. i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.