Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 2
Hvers vegna þættir um Siglufjörð? „Hugmyndin varð til í samtali milli mín og fólks frá Siglu- firði sem aðstoðaði okkur síðan mikið við gerð þáttanna.“ Hverjar eru áherslurnar? „Þetta er fimm þættir sem fjalla um dramatíska sögu þessa merkilega staðar frá upphafi vega og fram á okkar daga, með sérstakri áherslu á síldarævintýrið. Í grunninn erum við að segja frá fólki; rómantíkinni, ástarlífinu, skíð- unum, pólitíkinni og verkalýðsbaráttunni, svo fátt eitt sé nefnt. Síldarárin voru miklir uppgangstímar, ekki bara á Siglufirði. Í raun má segja að þetta sé saga Íslands í hnotskurn.“ Myndefni gegnir væntanlega stóru hlutverki? „Heldur betur, þarna er mikið af dásamlegu myndefni sem gam- an er að sýna og við notum mikið af lifandi myndum sem fengnar eru víða að, meira að segja alla leið frá Sovétríkjunum sálugu.“ Síldarævintýrið er baðað ljóma. „Já, það var mikill uppgangur á þeim árum og Siglufjörður nán- ast eins og gullgrafarabær. Ungt fólk streymdi þangað og ófá hjónabönd urðu til. Síðan hrundi allt og eftir stóð bær sem talað var um að væri sá daprasti og ljótasti á Íslandi. Menn biðu lengi eftir síldinni en hún kom ekki aftur. Á undanförnum árum hefur Siglufjörður hins vegar upplifað endurreisn, byggður hefur verið upp líftækniiðnaður og fleira, og mikil gerjun á staðnum.“ Ertu með þætti um fleiri bæi á teikniborðinu? „Já, við Pétur Ármannsson arkitekt stefnum að því að gera þætti um byggingasögu eldri bæja á Íslandi, svo sem Ísafjarðar, Hafn- arfjarðar, Vestmannaeyja og Akureyrar. Það verður líklega næsta verkefni mitt fyrir sjónvarp. Þó að ég eigi að vera 101-maður finnst mér alltaf jafn gaman að vera úti á landi.“ Morgunblaðið/RAX EGILL HELGASON SITUR FYRIR SVÖRUM Sögur af síld og fólki Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 Enn eitt árið er runnið upp! Nýr áratugur, nýtt upphaf. 2020 hljómar svomiklu betur en 2019. Spennandi tímar framundan, alveg pottþétt! Það er einhvern veginn alltaf þannig að fólk staldrar aðeins við á þessum árstíma og fer að hugsa sinn gang. Fólk setur sér ný og oft háleit markmið og hugsar fram á við en stundum líka til baka. Hvað hefði mátt fara betur á síðasta ári? Hvað var gott? Hvernig má gera nýtt ár enn betra en síð- asta? Því flest viljum við vera betri manneskjur og það er hægt að stefna að því á ýmsan hátt. Ég fann gamlan pistil sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum á sama árstíma. Þá var ég að tala um að taka mig á í heilsunni; borða minna af sykri, hreyfa mig meira, missa x mörg kíló. Ég las pistilinn yfir og hefði eins getað birt hann aftur hér og nú orðréttan. Það er nefnilega alltaf sama sagan um hver áramót. Ég er alltaf búin að gúffa í mig sykri allan desember. Ég er alltaf farin að slaka á í ræktinni. Ég ætla alltaf að gera betur á næsta ári. Næsta árið er alltaf árið sem ég ætla að ná tök- um á þessu öllu saman, en svo fer allt í sama farið. Af hverju læri ég aldrei af reynslunni; þetta virkar ekki! Því hef ég ákveðið að í ár ætla ég ekki að refsa mér fyrir slóðaskapinn. Ég ætla ekki að vakna 5.30 alla morgna í janúar og fara skjálfandi út í bíl og keyra í ræktina. Ég ætla ekki að neita mér um góða sneið af súkkulaðiköku bara af því það er janúar. Ég ætla ekki að pína ofan í mig grænum ógeðs- drykkjum í lítratali. Því þetta skiptir engu máli. Þótt ég nái af mér þremur kílóum í vor þá koma þau bara aftur í desember. Þannig að ég nenni þessu ekki lengur og er hætt að lofa bót og betrun. Það er nefnilega svo leiðinlegt að mistakast og besta leiðin til að gera það ekki, er að vera ekkert að setja sér of háleit og óraunsæ markmið. Þannig að í ár er áramótaheitið mitt öðruvísi. Ég ætla ekki að lofa að mæta sex sinnum í viku í ræktina. Ég ætla ekki að lofa að ná fituprósentu niður í tuttugu. Ég ætla ekki að lofa að missa fimm kíló. Hins vegar ætla ég að halda áfram að huga að heilsunni og lifa fallegu lífi. Ég ætla að njóta lífsins og vera góð við fólkið mitt. Ég ætla að þakka fyrir allt það góða. Það er fínt áramótaheit og mun háleitara en að missa alltaf sömu fimm kílóin! Sömu fimm kílóin, aftur og aftur Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Ég ætla ekki að neitamér um góða sneið afsúkkulaðiköku bara af þvíþað er janúar. Ég ætla ekki að pína ofan í mig grænum ógeðsspínat- drykkjum í lítratali. Sylvia Bajkowska Nei, reyndar ekki. Við höldum bara áfram. SPURNING DAGSINS Strengdir þú ára- mótaheit? Sævar Stefánsson Ég gerði það ekki og hef aldrei gert það. Elín Björnsdóttir Ég gerði það ekki. Ég hef gert það, en ákvað að sleppa því núna. Andri Buchholz Nei, ég gerði það nú ekki. Ég trúi ekki á svoleiðis. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók RAX Siglufjörður – saga bæjar er ný þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar sem hefur göngu sína á RÚV í kvöld, sunnudagskvöld. Dag- skrárgerð annast Ragnheiður Thorsteinsson. TÆKNI A FYRIR H TVINNUMANNSIN E I www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar er létt og meðfærilegt og þú ert fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Þú færð Dolorin í næsta apóteki Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.