Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 Jólin eru hvíldartími og þytur friðar flögrarum hvern mann og fremur innri manninn aftveimur. En tíð góðvildar tekur ekki til allra ogfrávikin mörg. Aðventa jóla er kröfuhörð ogtekur í enda vinnudagur margra langur. Það gleymist hve margir leggja mikið á sig svo að við hin njótum hátíðar næðis og náðar til fulls. Jólafriðinn tryggir hver og einn helst og best sjálf- ur enda er heimilisfestin í hjartanu. En jafnvel þar ganga ekki allir að honum vísum. Fylgifiskar eru ekki sjávardýr Ófriður eða átök á heimsvísu eru annars konar fyrir- bæri. Þeir sem lenda í ólánshlutverkinu þá, án þess að hafa stofnað til þess sjálfir, öðlast sérstakt fræða- heiti. Þeir eiga ekki annað sameiginlegt en þau örlög að vera óbeðið afleiðing af annarra manna ófriði og falla því undir flokkunarkerfi stríðsatburða undir yfirskriftinni „collateral damage,“ „fylgifiskar fyrir- hugaðs tjóns“. Alþjóðlega skilgreiningin hljóðar svona: „Any death, injury, or other damage inflicted that is an unintended result of military operations.“ Og með skilgreiningunni er með dularfullum hætti því slegið föstu að á óförum þessa hóps beri enginn ábyrgð nema þá helst fólkið sjálft. Það gildi um hóp- inn sömu sjónarmið og ættu við um hóp göngumanna á Heklutoppi, þegar gos brýst fyrirvarlaust út undir fótum hans. En hóparnir eiga fátt sameiginlegt. Það er vitað um fylgifiskana áður en látið er til skarar skríða gegn skotmarkinu. Stundum verður það „kalt mat greinenda“ hvort skotmarkið réttlæti örlög fylgi- fiskanna. En þeir sem eru felldir undir þetta ókræsi- lega hugtak eiga sjaldnast val. Þeir eru bara nærri og ekkert bendir til þess að lífvænlegra eða öruggara sé annars staðar. Síðustu dagar segja okkur rétt einu sinni að varla finnist friðsamlegur fermetri í Mið-Austurlöndum. Sýrland, Líbanon, Jemen, Írak, umsetin svæði Kúrda úr öllum áttum, klerkaveldið Íran í hinu mikla ríki Persa. Í iðrum þessara landa er víða svartagull, í senn gæfa þeirra og óæskilegt aðdráttarafl. Írak og þúsund mílna svæðið í kring er í augnablikinu ekki „góður staður til að vera á“, svo að viðmiðun þeirra í Brimborg sé notuð. Þetta augnablik orðið langt í mannsárum talið. Í fréttum er tönnlast á því að Donald Trump sé óútreiknanlegur forseti. Það er eitthvað til í því. Þeir Jimmy Carter, Gerald Ford og Obama voru hins vegar auðreiknanlegir. Línur haldast illa í sandi En það er einkum óþægilegt fyrir andstæðingana sé forseti óútreiknanlegur. Obama var það ekki. Hann dró á sínum tíma línu í sandinn í Sýrlandi. „Ef Assad forseti notar efnavopn á sitt eigið fólk,“ sagði hann, „þá er Bandaríkjunum að mæta“. Bashar al-Assad, forseti og augnlæknir í Damaskus, lét ekki löngu síð- ar eiturvopnum rigna yfir sinn lýð. Assad hafði ekki aðeins reiknað hinn fyrirsjáanlega forseta út, hann hafði séð í gegnum hann með sjónglerjum sínum. Obama bablaði langa ræðu og óskiljanlega og aðdá- endur hans á blaðamannafundinum bráðnuðu eins og fermingarstúlkur á tónleikum hjá Bítlunum. „Auðvitað er erfitt að finna aftur rauðar línur sem menn draga í sand í þessum eyðimerkurríkjum,“ hafa þeir sjálfsagt sagt hver við annan. „Úlfaldarnir fyrir löngu búnir að sparka það allt út svo engin merki sjást, hvort sem þau voru rauð eða svört.“ Aðrir menn, annar veruleiki Í síðustu atburðarás á þessu svæði, þar sem rauð strik og góð áform runnu áður út í sandinn skipu- lögðu Íranir og handlangarar þeirra dráp á banda- rískum verktaka og innfæddum aðstoðarmönnum. Bandaríski herinn fékk samstundis fyrirmæli frá Mar-a-Lago í Flórída, þar sem Donald og dúkkan hans hafa klambrað upp kofa í sólinni, um að láta þá þar eystra vita að eftir þessu hefði verið tekið á fjórðu holu fyrsta hrings á vellinum. Það var gert. Bækistöð Írana í Írak var jöfnuð við jörðu. Íransstjórn var ekki skemmt. Æðstiklerkur Írans fól þeim herstjóra í Tehran sem laut honum beint og engum nema honum að svara þessu erindi þegar í stað. Qasem Soleimani hafði algjöra sérstöðu á meðal valdamanna í Íran. Hann var háttsettur herforingi í Byltingarvarðsveitum landsins og þess utan æðsti foringi Quds-sveitarinnar innan þeirra, en hún sér um leynilegar hernaðaraðgerðir, aftökur og önnur manndráp og aðgerðir á erlendum yfirráðasvæðum. Bandarísk yfirvöld fullyrða að Soleimani hafi að minnsta kosti líf 600 bandarískra borgara á sam- visku sinni og hann hafði stjórnað aðgerðum Írana til að styðja Assad í baráttunni við þjóðina. Þar eru fallnir ekki taldir í hundruðum eða þúsundum. So- leimani brást fljótt við. Það var gert með árásum á hið víggirta sendiráð Bandaríkjanna á Græna reitn- um í Bagdad sem er að auki sérstaklega víggirtur blettur þar. Samkvæmt alþjóðlegum reglum ber sérhvert ríki ábyrgð á öryggi erlends sendiráðs í sinni höfuðborg. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra þjóða að slík regla sé virt í hvívetna. Með árásinni á sendiráðið náðist tvennt fram í senn. Talsmaður Íran orðaði það svo að tekist hefði að niðurlægja og að nudda hinu bandaríska nefi upp úr skítnum á sendiráðslóðinni. Og hitt sem tókst, þótt það væri ekki sagt upphátt, enda óþarft að undirstrika þá staðreynd að eftir að súnnítum var ýtt til hliðar í Írak og sjítar fengu yfir- höndina í Bagdað var Írak orðið að leppríki bræðra- fylkinganna í Tehran. Soleimani var glaðbeittur á leið heim eftir vel heppnaða aðgerð sem náð hafði heimsathygli þegar að hann (og fylgifiskar) fengu flaugar í höfuðið með kærri kveðju frá Mar-a-Lago sem átt hafði fyrningar eftir nýárskvöldið. Hvað svo? Og nú er spurt: Hvað gerist svo? Demókrötum á sjón- varpsstöðvunum vestra er mjög brugðið. Þótt þeir vilji ekki nefna að betra hefði verið að draga rauð strik í sandinn eftir árásina á sendiráðið þá má skilja þá svo að svört strik í skýin hefðu sýnt meiri stjórn- málalegan þroska og ábyrgð. Að vísu er þeim svo brugðið að einn þeirra sagði og hinir fjórir í pan- elnum kinkuðu ákaft kolli: „Þetta var vissulega al- gjörlega rétt ákvörðun, en hættan við hana er sú að hún var tekin af röngum forseta!“ Ekki er ólíklegt að þeir eigi eftir að sjá eftir þessari speki, eftir svo sem fáeinar mínútur. Veröldin örg í upphafi árs en Matthías mildur Reykjavíkurbréf03.01.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.