Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 17
Matthías 90 ára Í gær sýndi sjónvarpið notalega mynd um Matthías Johannessen, Þvert á tímann. Vissulega getur ein mynd ekki gert margbrotnum manni full skil, en hitt sannaðist þó þarna að jafnvel fáein brot geta dugað til að áhorfandinn eigi auðvelt með að draga sjálfur upp mynd af viðkunnanlegum manni. Þarna voru myndskeið af Morgunblaðinu sem voru trúverðug en þau voru frá síðustu metrunum þar og sögðu ekki alla söguna, enda ekki reynt. Það var gott að sjá þau glimt og geyma þau. Matt- hías var ritstjóri ásamt ýmsum öðrum í liðlega fjóra áratugi. Bréfritari hefur gegnt svipuðu starfi í rúm 10 ár, sem liðið hafa hratt. Líklega hefur ekki liðið meira en vika að meðaltali þann tíma, þar sem einhver hefur ekki vikið að þessu gangandi stórveldi blaðsins og sagt lifandi frá birtingarmynd. Aðdáun og vinsemd er einkennandi. Og áheyrandi hefur á tilfinningunni að orðrétt sé haft eftir, þótt stundum sé alllangt liðið frá, enda senn tveir áratugir síðan hann sleppti hendi af óskabarni sínu. Þótt andblærinn hafi verið mjúkur og mildur af dæmunum í myndinni góðu, þá er stormum og veð- urham einnig lýst í sögunum sem enn heyrast. En þessi íslenski veðurofsi sem gat brostið óvænt á var undantekningarlaust í þágu hins góða málstaðar. Ís- lenskunnar, sannleikans, drengskapar. Umgengni við menningararfinn, eða þann örlagaglæp að þekkja ekki Njálu, sem væri nákomnari þjóðinni en flestir aðrir ættingjar hennar. Kynnin Bréfritari hefur komið að Matthíasi úr mörgum átt- um. Árið 1968 höfðum við Hrafn Gunnlaugsson áhyggjur af því að Morgunblaðið gerði sér ekki fulla grein fyrir því hversu mikilvægur Bob Dylan væri fyrir heiminn og þá Ísland alveg sérstaklega. Við fengum ritstjórann, sem var þá tæplega fertugur, til að hitta okkur niðri í kjallaraherbergi Hrafns á Dun- haga 19. Síðar hefur maður oft furðað sig á því að Matthías hafi nennt að sinna kvabbi ungra oflátunga sem buðu honum á sinn fund. Þeir buðu honum vodka í kók í óbrjótandi glasi, en hann sagðist ekki drekka með börnum. Náði sperrileggjum ágætlega niður með því. Það kom sér reyndar vel því að þeir höfðu tekið flöskuna ófrjálsri hendi úr skáp Gunnlaugs og senni- lega ætlað að bæta vatni í stað þess sem tekið yrði af víninu. Löngu síðar þegar Matthías var spurður um þessi fyrstu kynni, sagðist hann muna mörg önnur fyrstu kynni af mönnum mun betur en þessi, en þættist þó ráma í að sér hefði þótt gaman að því hvað þessir strákar tóku sjálfa sig hátíðlega, var mikið niðri fyrir og eiginlega skemmtilega skrítnir fyrir vikið. Í myndinni er nefnt að Matthías og þeir Styrmir hafi viljað hafa gleggri skil á milli Sjálfstæðisflokks og Morgunblaðs. Bréfritari hafði starfað á Morgun- blaðinu, bæði sem lausamaður og fastur um hríð og gerði sá tími ekkert nema gott. Margir síðari tíma samferðamenn sem störfuðu þar á öðrum tímum og við önnur störf meta sína viðveru þar með svipuðum hætti. Þegar horft er til þess tíma og hins stóra hóps sem að blaðinu kom um stutt þroskaskeið sést glöggt að ritstjórarnir hafa verið mjög glúrnir mannþekkj- arar. Það hefur kannski verið af slíkum ástæðum að Matthías nennti eftir langan vinnudag, bæði á blaðinu og við önnur ritstörf að sinna sérþörfum drengja í kjallaranum á Dunhaga. Lífið þróaðist þannig að bréfritari átti mikil skipti við Matthías og Styrmi sem borgarfulltrúi, jafnt í minnihluta og meirihluta, sem borgarstjóri í næstum áratug og forsætisráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins enn lengur. Þau skipti voru ánægjuleg. En þau voru fjarri því að vera alltaf slétt og felld. Stund- um var hart tekist á um ýmsa þætti þjóðmála og áherslur í stjórnmálum, annars vegar í blaðinu eða í innsta kjarna valdsins, eins og það er stundum kallað í upphöfnum stíl. Fyrir kom að setið var á lokuðum fundum klukkutímum saman. Það kom líka fyrir að einhver fundarmannanna þriggja fór út til að kæla sig um stund. En undantekningarlaust voru þessir fundir gagnlegir. Ekki í þeim skilningi að „annar hvor að- ilinn gæfi sig“. Hafi slíkt gerst hefur það verið sjald- an. En menn skildu hver annan betur en áður. Og þótt rómurinn væri hækkaður stundum, og fast kveðið að brast vináttan ekki. Það skipti miklu. Og oftast voru menn sanngjarnari hver í annars garð eftir að loftað hafði verið út. Persónan og örfáar hugleiðingar Matthías er margir menn. Hann er opinskár og dulur í senn. Hann kemst mjög nærri þér þegar hann vill það og þess vegna varð hann meistari samtalanna. Það var ekki tækni, aðeins tilfinning. Skipti þá engu hvort viðmælandinn væri stór eða smár á mannfélags- kvarðann. En stundum gátu menn fundið að Matthías þurfti ekki endilega á þér að halda og hann virtist fjarlægur, en var það samt ekki. Honum leið alls ekki illa einum með verkum sínum. En hann átti erfitt að vera einn án Hönnu. Enda hún einstök. Í einni af mörgum bókum Matthíasar sem meira hefði mátt fara fyrir í umræðunni og mun sjálfsagt síðar olnboga sig inn í óskekkta umræðu, var öðruvísi tekið á umbrotaskeiðinu mikla en annars staðar hefur verið gert. Um það skal ekki fjallað nú. En bréfritara langar til að ljúka þessum bút með því að vitna í bókina Á vígvelli siðmenningar: „Eins og ég get um í bókinni Málsvörn og minningum hafði ég á sínum tíma orð á því við Davíð Oddsson, hvernig hugsjónir okkar hafa farið úr böndum og leitt til meiri stéttaskiptingar en áður; við losnuðum við höft- in og ófrelsið, að vísu, en fengum frelsið og fylgikvilla þess, óhóf og misskiptingu. Við Davíð vorum sammála um að rónarnir hefðu komið óorði á brennivínið. Hann sagðist hafa minnt á það í ræðu ekki alls fyrir löngu; hann hefði talað um hvernig mammonsdýrkendur hefðu fært sér markaðinn í nyt. Hann sagðist vera óhress vegna þessarar þróunar. Ég sagði að þetta gæti orðið okkur til þroska. Hann spurði:Hvernig þá? Ég sagði að marxistar hefðu fengið bók með fal- legum orðum. Þeir hefðu tekið þessa bók alvarlega og reynt að breyta hugmyndum hennar í veruleika. Þá hefðu pólitískir glæpamenn tekið völdin og af- flutt þessa bók. Þeir hefðu eyðilagt marxismann. Við værum ekki í ósvipuðum sporum.Nú hefðu fjármálaævintýramenn komið óorði á langþráð markaðsumhverfi okkar. Af þeim sökum ættum við ef til vill auðveldara með að skilja þá marxista sem gengu heilshugar til leiks og trúðu á fallegar kenn- ingar. Við höfum einnig trú á frjálshyggjuna sem lausn- arorð lýðræðis og frelsis, en sitjum uppi með kaupa- héðna og götustráka, eins og sagt var. Já, sagði Davíð og hristi höfuðið, en frelsið er samt nauðsynlegt til langframa. Ég hugsaði um þessi orð – til langframa –. Sætti mig við þetta, ef þróunin verður okkur til blessunar; ef frjálshyggjan leiðir til þess frelsis sem efni standa til.“ Morgunblaðið Ólafur K. Magnússon ’Lífið þróaðist þannig að bréfritari áttimikil skipti við Matthías og Styrmisem borgarfulltrúi, jafnt í minnihluta ogmeirihluta, sem borgarstjóri í næstum áratug og forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins enn lengur. Þau skipti voru ánægjuleg. En þau voru fjarri því að vera alltaf slétt og felld. 5.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.