Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 8
Elsku Hrúturinn minn, þú ert að fara inn í svo hratt og dásamlega hressandi ár að þú getur strax byrjað að klappa. Það hefur verið mikil spenna og streita í kringum þig og ef þú skoðar vel þá vinnurðu best undir stressi. Þú stendur svo hnarreistur og sterkur fyrir þínu í byrjun árs og tengir þig við þá sem þú þarft að hafa samband við til að hjálpa þér að leysa úr málunum. Þú hjálpar alveg ótrúlega mikið til í fjölskyldunni, það eru svo miklu fleiri sem treysta á þig en þú heldur og þú munt svo sannarlega standa undir þeim áskorunum, að vera hinn sterki. Lífstalan átta sveimar yfir þér þetta árið og hún táknar óendanleikann, hugsaðu það þannig að ef þú skrifar tölustafinn átta, þá hefur hann ekkert upphaf eða endi, heldur alltaf áframhald. Þegar líða tekur að vorinu eru miklir möguleikar á tilboðum í sambandi við nýja vinnu, verk- efni, húsnæði og svo framvegis og þú þarft að nýta þér þann kraft að vera fljótur að ákveða þig, tækifærin eru oft eins og vindurinn, þau koma og fara án þess að maður átti sig á því hvað er að gerast. Svo þú átt eftir að vera svolítið mikið á tánum næstu mánuði og hrindir ólíklegustu verk- efnum í framkvæmd. Sumrinu og haustinu væri líka hægt að líkja við vindinn, því það hreinsast allt í kringum þig sem þú vilt að fari aftur til fortíðar og ert þreyttur að díla við, alveg eins og vindurinn feykir lauf- blöðunum frá að hausti. Þú verður svo stoltur af þínum persónulegu afrekum, sem tengjast sálinni, líkamanum og heil- brigðinu, ég er ekki að segja að þetta verði áfallalaust ár, en þú ert svo sterkur og miklu betur í stakk búinn að mæta lífinu án þess að það nái að slá þig niður. Þetta ár verður þér margfalt betra en árið sem var að líða og þú leyfir þér ekki að láta áhyggj- urnar brenna inn í sál þína, því þær eru alltaf einskis nýtar og mikil spenna verður hjá þeim sem eru tilbúnir fyrir ástina, hún gæti verið að banka á dyrnar, sérstaklega fyrstu mánuði ársins. Þegar þú stendur upp í lok ársins 2020, þá sérðu að þetta ár er hefur skapað þér nýjan status og betri stöðu, þú ert ánægðari með tilveruna en þú hefur áður verið og tekur lífinu með dásam- legu æðruleysi. Ný og betri staða HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL Elsku Fiskurinn minn, þetta verður tilfinninga- og ástríðufullt ár sem heilsar þér, en þú gætir haft of miklar áhyggjur af ástinni því Plútó er að dreifa þannig ótta inn í merkið þitt. Ef þú finnur þannig tilfinningu, gerðu þá strax eitthvað óvænt og skemmtilegt fyrir þann sem þú elskar, skilyrðislaust og án þess að búast við að fá nokkuð til baka. Þannig seturðu jafn- vægi í ástina, þetta er fyrst og fremst andlegt ferðalag og hin heilandi helga tala sjö blessar þig og þú átt að taka lífinu eins rólega og þú mögulega getur og tengjast móður jörð eins mikið og þú þarft. Of mikill hraði, kaupæði eða annað stjórnleysi getur gert þig vitlausan, svo mundu að anda djúpt inn og út allavega tíu sinnum áður en þú hendir þér í hringiðu neyslunnar. Maí kemur samt til þín á miklum hraða og gefur þér heppni í fjárfestingum og að taka ákvörð- un einn, tveir og þrír um breytingar, henda sér út á svellið því þú getur skautað. Þetta er í dálítilli mótsögn við aðvörun mína hér að ofan um að hægja á, en þessi mánuður leyfir þér að njóta, svo vertu snöggur að taka ákvarðanir. Peningamálin verða þarna komin á hreint, svo þú getur tekið inn sumarið með mikilli gleði og vinna, vinna og vinna verður svolítið sem einkennir þig þetta árið og þó að þú ferðist ertu alltaf að leita eftir að geta gert eitthvað. Það eru svo margir spenntir að hitta þig og knúsa þig því þú ert með svo mikla heilunarorku að ég sé ekki betur en þú bæði finnir það og skiljir að þú gefir það frá þér. Ef eitthvað er að angra þig líkamlega, þá tengist það í 90% tilfella stressi, og þegar þú finnur þessa ólýsanlegu ró koma yfir þig þá hverfur spennan í líkama þínum. Það eru peningar alls staðar í kringum þig, þú færð oft sjokk yfir því þú sért alveg blankur, en nei, það eru peningar þarna og þarna líka, svo þú þarft bara að rétta út höndina og þá finnurðu þann stað þar sem peningarnir liggja og þú átt eftir að nota þá til góðs fyrir þig og aðra, því pen- ingar eru jú bara orka. Þér á eftir að þykja svo vænt um alla og það er svo mikil hlýja og ástúð sem lýsir frá þér og sú ást sem hefst hjá þér á þessu ári mun vara um aldur og ævi, því þú gefur frá þér rétta tíðni og finnur hina sönnu ást. Ár tilfinninga og ástríðu FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 Árið 2020 Elsku Steingeitin mín, þú baðar þig svo sannarlega í sviðsljósinu á þessu ári, hvort sem þú vilt það eða ekki, en létt, hressandi drama umlykur þig í jan- úarmánuði og þú skreppur eitthvað merkilegt með engum fyrirvara, eða planar ferð sem þú bjóst ekki við að væri skráð í skýin. Allra augu eru einhvernveginn á þér þessa fyrstu mánuði ársins og þú hefur miklar skoðanir, en farðu varlega með þær þó þær séu 100% réttar. Sýndu þolimæði í sam- bandi við peninga því að kauphækkun í lífinu eða aðstæðum leyfir þér að geta gert hlutina öðruvísi en þú bjóst við. Það er mikið að gerast í vinnunni hjá þér og eitthvað meira en augað sér og þá sér- staklega í apríl og það er alveg sama þó þér finnist það eitthvað ömurlegt, þá áttu eftir að finna betri líðan og verður í betri stöðu og sterkari en þú hefur nokkurntímann ver- ið. Maí og júní verða dásamlegur tími sem tengir ástina og frjósemi, einnig virðist þú fá viðurkenningar og jafnvel afsökunarbeiðni, því þarna kemur fram að þú hefur rétt fyrir þér og réttlætið mun sigra þér í hag. Ekki leika þér í ástinni, heldur settu allt í botn og segðu hvernig þér líður, hvað þér finnst og hvað þú vilt, því blessuð Venus er sterkust í maí og júní en teygir samt anga sína út allt árið. Forðastu samt freistingar, einnar nætur gaman eða eitthvað þvíumlíkt sem gæti sett allt á hvolf í lífi þínu. Þú nennir því ekki og þarft ekki á því að halda, svo nei er svarið við þessháttar. Það verður komið sterkt öryggisnet í kringum þig þegar haustið heilsar þér, svo þú þarft ekki að ýta eða hagga við neinu því allt er eins og það á að vera. Þú kemst á mikilvægt stig og nærð að hafa áhrif á þeim stöðum sem þú virkilega vilt og nýtur þín. Þú verður stoltur af þessu sem gefur þér svo aftur nýjar hugmyndir og kraft til að gera enn betur, svo þetta er árið sem ótrúlegustu hlutir gerast og allra augu eru á þér. Sterkari en nokkru sinni STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku hjartans Vatnsberinn minn, þetta ár stendur fyrst og fremst fyrir að styrkja andann og efla líðan og taka öllu með ró fyrstu mánuði ársins. Þér finnst þú sért búinn að vera að bíða og það sem þú vilt gerist ekki á þeim tíma sem þú áætlar, en það er verið að laga til í kringum þig, setja allt á réttan stað og bæta í vængina þína. Svo er eins og fingrum sé smellt og allt verður samkvæmt áætlun, hvort sem það er nákvæmlega eins og þú sérð það eða hvort alheimurinn er að gera eitthvað enn betra fyrir þig. Treystu því varlega loforðum sem virð- ast vera of góð til að vera sönn, gerðu allt með varúð eins og um gula viðvörun væri að ræða. Þegar 90 dagar eru liðnir af árinu, þá sérðu að það er búið að byggja í kringum þig svo fínan status og þú finnur fyrir því hversu stoltur þú ert af sjálfum þér og verkefnunum. Þú verður svo auðmjúkur því það er eins og þú sjáir litina í kringum þig skýrar, og verður næmari gagnvart öllu sem er að gerast. Þú hlærð meira, þetta er eitthvað svo áberandi skemmtilegt. Það kemur fyrir að fólk heldur að það geti stjórnað þér, eða haft þig í vasanum, en þú veist ná- kvæmlega hvað er að gerast þótt þú lokir stundum augunum fyrir yfirganginum í öðru fólki. Sumarið verður frábær tími, þú færð óvænt eitthvað sem þú ætlaðir þér ekki, kynnist fólki sem er svo gjörólíkt þér, lætur óvenjulega drauma rætast sem þú ert með á bucket-listanum þínum, svona eins og að fara í fallhlífarstökk, ferðast um Hornstrandir og upplifa ævintýri tengd ástinni eða ein- hverju jafn merkilegu. Þetta verður eitthvað svo öðruvísi og skrýtið, smávegis léttgeggjað og marg- ar skemmtilegar sögur myndast á þessu sumri. Vorið sendir þér mörg ný verkefni og flestum þeirra verðurðu spenntur fyrir og munu þau ganga afbragðsvel og góð útkoma verður í maí, töluvert miklu betri en þú vonaðist eftir. Lífið er í raun og veru byggt á smásögum og þú getur safnað í þykka bók á árinu 2020, þú skilur allt svo miklu betur, af hverju þetta eða hitt er að gerast, hvers vegna þú ert eins og þú ert og lærir að elska sjálfan þig meira og leyfir þér meira. Það er eins og þú hafir tekið bita af epli skilningstrésins og þess vegna sérðu skýrari liti og hvern- ig þú munt ná þeim árangri sem hentar þér best og þessi tilfinning verður svo smitandi að þú laðar að þér miklu meira en þú bjóst við. Mörg ný verkefni VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.