Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 29
Gestgjafar Glebs voru hópur listamanna sem hrifust af þeirri lífssýn sem tíunduð er í Hreiðars þætti heimska, stuttri sögu sem telst til Íslendingaþátta, en þar er greint frá ævi Hreiðars, manns sem við fyrstu kynni virðist vera heimskur en við nánari kynni er ef til vill klókari og með skýrari sýn á heiminn en margir sam- ferðamenn hans. Þessir listamenn bundust óformlegum samtökum sem þeir kölluðu Félag Hreiðars heimska. Upphafsmennirnir voru Birgir Andrésson og Kristján Guð- mundsson. Formaður félagsins í dag er listakonan Rúna Þorkels- dóttir sem búsett er í Amsterdam. Þetta munu vera óformleg samtök sem eru hvergi á skrá og félagatal er ekki til. Heimsóknin tekin upp Gleb var í hálfan mánuð á Íslandi og öll heimsóknin var tekin upp ásamt nokkrum dögum í Moskvu. „Ég kom inn í þetta verkefni að frumkvæði Finns Arnars Arn- arsonar og Ásu Thorlacius,“ segir Ingvar Á. Þórisson, en heimild- armynd hans um Gleb, Einfaldur maður, verður sýnd í Bíó Paradís frá og með miðvikudeginum 8. jan- úar. Hún var frumsýnd á Skjald- borgarhátíðinni í fyrra. Ingvar var mættur á flugvöllinn að taka á móti Gleb og ferðaðist með honum um landið næstu tvær vikurnar. „Gleb kunni vel við sig á Íslandi og bauðst að koma aftur sem hann gerði ekki, alla vega ekki ennþá,“ segir Ingvar sem lýs- ir Gleb sem sérstökum manni sem hafi með óvenjulegum hætti tekist að búa til setningar á íslensku sem gengu upp – svo vel raunar að úr varð óformleg bókmenntagrein. „Auðvitað var þetta öðrum þræði gjörningur hjá listamönn- unum en þeir gerðu vel við Gleb sem skemmti sér vel hérna. Ég veit hins vegar ekki til þess að hann hafi fengið neitt svar frá ís- lenskum konum,“ segir Ingvar sposkur. Gleb býr ennþá í Moskvu en var, síðast þegar Ingvar heyrði af hon- um, farinn að keyra sjúkrabíl í stað strætisvagns. „Ég veit ekki annað en að hann lifi góðu lífi í Moskvu.“ Gleb Terekhin á íslenskri grund árið 2005. Morgunblaðið/Árni Torfason 5.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 MÁLMUR Málmbandið Lamb of God frá Richmond, Virginíu, gefur sterklega í skyn í stuttu áramóta- myndbandi á Instagram að nýrrar plötu sé að vænta á árinu sem var að byrja. Þar eru félagarnir staddir í hljóðveri og myndbandinu lýkur á birtingu lógós bandsins ásamt ár- talinu. Síðasta plata, VII: Sturm Und Drang, kom út árið 2015 og fékk glimrandi dóma. Síðan hafa þeir Lambungar skipt um trymbil, Art Cruz er tekinn við kjuðunum af Chris Adler. Guðslambið með nýja plötu Randy Blythe, söngvari Lamb of God. AFP BÓKSALA ÁRIÐ 2019 Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 2 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 3 Hvítidauði Ragnar Jónasson 4 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson 5 Gullbúrið Camilla Läckberg 6 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 7 Independent People Halldór Laxness 8 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 9 Iceland in a Bag 10 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 1 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 2 Barist í Barcelona Gunnar Helgason 3 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 4 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 5 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 6 Handbók fyrir ofurhetjur 4 Elias/Agnes Vahlund 7 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 8 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson og fleiri 9 Verstu börn í heimi 3 David Walliams 10 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson Allar bækur Barnabækur Ég verð að við- urkenna að ég vissi sáralítið um Rasmus Kristian Rask þegar ég rakst á nýja bók um hann, Hugsað stórt í litlu landi, eftir Kirsten Rask innan um alla staflana í bókabúð nú fyrir jólin. Íslenska þýðingin er ný en bókin kom út snemma á öldinni í Danmörku. Ég gerði auðvitað ráð fyrir því að höf- undur væri skyldur söguhetjunni en svo er víst ekki. Sjálfur gaf ég út bók um jólin og vissi að svo mikil virðing var borin fyrir Rask í Frakklandi að Paul Gaim- ard og leiðangursmönnum hans þótti heiður að því að hitta menn á borð við séra Árna Helgason í Görðum því Rask hefði orðið fullnuma í íslensku undir handarjaðri hans á fátæk- legu prestssetri í sveit. Rask hafði svo mikil áhrif á ís- lenska menningu að það má með ólíkindum teljast; samdi fyrstu íslensku málfræðina og var hvatamaður að stofnun Hins íslenska bókmenntafélags. Svo snjall var danski málvísindamað- urinn að hann kunni tugi tungu- mála og lagði grundvöll að sam- anburðarmálfræði og hinni germönsku hljóðfærslu ásamt öðrum Grimmsbræðra. En það er persóna Rasks sem gerir lesturinn áhugaverðan og hið ótrúlega sambland snilligáfu og hreinnar geðveiki sem rúm- aðist í huga hans. Rask var einn af mörgum snillingum sem skutu upp kollinum á dönsku „gullöldinni“ í kjölfar hálfgerðs hruns Danaveldis í Napóleonsstyrjöld- unum ásamt t.d. vís- indamanninum H. C. Ørsted, heimspek- ingnum Søren Kier- kegaard og æv- intýraskáldinu H.C. Andersen. Allir áttu þeir sammerkt – mis- mikið þó – að vera ekki spámenn í sínu eigin föðurlandi, og hafa fengið upphefð sína að utan. Við lestur bókarinnar var ég í senn heillaður af þessum marg- slungna persónuleika og svolítið svekktur yfir því að höfundurinn skyldi ekki gera sér þann mat úr efninu sem það á skilið. Hún reynir að sigla á milli skers og báru og tæpa bæði á málvísind- unum og persónunni en hættan er sú að hvorugu séu gerð nægi- leg skil. En Rask er svo magn- aður að enginn verður svikinn af lestri þessarar bókar. Og um leið undrast maður að danska snillingnum sé ekki gert enn hærra undir höfði hér á landi ut- an þröngs hóps fagmanna en raun ber vitni. Það er svo sann- arlega við hæfi að bókmennta- félagið ráðist í þýðingu og út- gáfu bókarinnar og óhætt að mæla með henni – Rask stendur svo sannarlega undir því. ÁRNI ER AÐ LESA Daninn sem hugsaði stórt í litlu landi Árni Snævarr er upplýsinga- fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Norðurlönd. Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900  Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061  Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900  alnabaer.is GLUGGA- TJÖLD alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.