Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. 08.00 Strumparnir 08.25 Blíða og Blær 08.45 Stóri og Litli 08.55 Dóra og vinir 09.20 Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland 09.35 Dagur Diðrik 10.00 Zigby 10.10 Latibær 10.35 Mæja býfluga 10.45 Lukku láki 11.10 Ævintýri Tinna 11.35 Ninja-skjaldbökurnar 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Drowning in Plastic 14.05 Moonlight Sonata: Deafness in Three Movements 15.35 X-Factor: The Band 16.55 Leitin að upprunanum 17.38 60 Minutes 18.28 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Þrettándinn 20.10 The Great British Bake Off 21.10 Keeping Faith 22.00 Shameless 22.55 Deep Water 23.45 Silent Witness ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Eitt og annað af Norð- urlandi vestra 20.30 Áramótaþáttur N4 21.00 Heimildamynd – Kanarí 21.30 Eitt og annað af Há- skólanum á Akureyri 22.00 Eitt og annað af Norð- urlandi vestra 22.30 Tónlistaratriði úr Föstu- dagsþættinum 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 20.00 Mannamál – Vigdís Grímsdóttir 20.30 Fólk og flugeldar 21.00 Fríkirkjan í 120 ár Endurt. allan sólarhr. 12.00 Með Loga 13.00 Lifum lengur 13.30 Trúnó 14.00 Superstore 14.25 Bluff City Law 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 The Kids Are Alright 17.55 Solsidan 18.25 The Beatles: Eight Da- ys a Week – The Tour- ing Years 20.10 This Is Us 21.00 Law and Order: Special Victims Unit 21.50 Catch-22 22.35 Waco 23.25 Perpetual Grace LTD 00.20 The Handmaid’s Tale 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Messa . 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 12.50 Dánarfregnir. 13.00 Gyða Valtýsdóttir. 13.50 „Ég ætlaði að verða smiður“. 14.55 Dýrgirpir í þjóðareign. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Óðurinn til gleðinnar: Ungsveit SÍ 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Íslenska mannflóran. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Hnallþóran. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.39 Sara og Önd 07.46 Minnsti maður í heimi 07.47 Hæ Sámur 07.54 Hrúturinn Hreinn 08.01 Letibjörn og læmingj- arnir 08.08 Stuðboltarnir 08.19 Alvin og íkornarnir 08.30 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.18 Sígildar teiknimyndir 09.25 Músahús Mikka 09.50 Músin Marta 10.20 Átök í uppeldinu 11.00 Silfrið 12.10 Lestarklefinn 13.05 Þvert á tímann 14.50 Joanna Lumley í Japan 15.40 Söngvaskáldin og Sinfó 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Manndómsár Mikkos – Sjötta þrautin – kletta- klifur 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.40 Íþróttir á sunnudegi 20.05 Siglufjörður – saga bæjar 21.00 Brot 21.50 England nasismans 23.25 Góða nótt, mamma 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Pétur Guðjónsson hækkar í gleðinni og fylgir hlust- endum K100 síðustu metrana í fríi helgarinnar síð- degis á sunnudögum. Góð tónlist og létt spjall á K100. Ógnvekjandi myndbrot hefur verið birt úr kvikmynd- inni Hans og Grétu og gefur myndbrotið áhorfendum smá bragð af því hvernig kvikmyndin verður. Blásið hefur verið lífi í gamla Grimms-ævintýrið um Hans og Grétu en í kvikmyndinni er Gréta 16 ára en Hans 8 ára. Þau eru rekin að heiman og enda í skóg- inum þar sem þau rekast á norn. En við bíðum spennt eftir að þessi kvikmynd fari í kvikmyndahús. Myndbrot úr Hans og Grétu er ógnvekjandi Fátt getur komið í veg fyrir aðLiverpool verði enskur meist-ari í knattspyrnu í vor – í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Það er til marks um það hversu langt er um liðið að sein- asti fyrirliði Rauða hersins sem hóf Englandsbikarinn hátt á loft, skoski miðvörðurinn Alan Hansen, verður 65 ára á þessu ári. Þegar Hansen lyfti bikarnum í þriðja og síðasta sinn í mótslok 1989- 90 var hann að verða 35 ára, sem var hundgamalt á þeim tíma. Eigi að síð- ur gegndi hann lykilhlutverki í liði Liverpool; lék 31 deildarleik sam- anborið við aðeins sex árið á undan, þegar Liverpool tapaði titlinum til Arsenal en þrálát hnémeiðsli plöguðu Hansen undir lok ferilsins. Veturinn eftir, 1990-91, lék hann til að mynda ekki einn einasta leik og lagði skóna á hilluna frægu um vorið. Alls varð Hansen átta sinnum enskur meistari með Liverpool frá því hann kom frá Partick Thistle í Skotlandi árið 1977 sem var met á þeim tíma. Ryan Giggs sló það síðar rækilega; varð þrettán sinnum meistari með Manchester United. Alan David Hansen fæddist 13. júní 1955 í Sauchie, Clackmannan- shire, í Skotlandi. Réttið upp hönd ef ykkur er kunnugt um tilkomumeira nafn á fæðingarstað! Hann þótti snemma efni í knattspyrnumann en lagði skóna á hilluna aðeins fimmtán ára til að einbeita sér að annarri íþrótt, golfi. Hann reimaði þó takka- skóna aftur á sig tveimur árum síðar, að beiðni föður síns og bróður, og komst á samning hjá Partick Thistle. Eftir gott tímabil í efstu deild vet- urinn 1976-77 pungaði Liverpool, sem þá var undir stjórn goðsagnarinnar Bobs Paisleys, út 110.000 pundum fyrir þjónustu hans. Hann var inn og út úr liðinu fyrsta veturinn en upp frá því var Hansen réttnefndur mátt- arstólpi á Anfield – og entist, sem fyrr segir, betur en flestir menn. Margir bjuggust við því að Hansen færi út í þjálfun og/eða knatt- spyrnustjórn eftir að hann lauk keppni sem leikmaður en af því varð ekki. Árið 1992 bauðst honum að taka við stjórastöðunni hjá Huddersfield Town en hafnaði því og þegar Liver- pool lét Graeme Souness fara árið 1994 vildu margir fá Hansen í brúna. Þá lét hann á hinn bóginn hafa eftir sér að hann hefði ekki áhuga á slíku starfi, þrátt fyrir að félagið væri hon- um afar kært. Síðasta félagið sem nálgaðist Hansen, svo vitað sé, var Manchester City 1995. Því boði var líka hafnað. Hansen sagði þó ekki skilið við knattspyrnuna heldur gerðist spark- skýrandi í fjölmiðlum og hefur unnið jöfnum höndum fyrir útvarp, sjón- varp og dagblöð fram á þennan dag. Þekktastur er hann fyrir störf sín við hinn goðsögulega sjónvarpsþátt „Match of the Day“, þar sem hann gegndi lykilhlutverki í meira en tvo áratugi, fram til ársins 2014. Hansen er þekktur fyrir skeleggar og yfirvegaðar greiningar sínar, ekki síst á varnarleik, og nýtur mikillar virðingar fyrir framlag sitt til fagsins. Eins og öðrum hefur honum þó orðið á í messunni. Besta dæmið er líklega fræg ummæli um lið Manchester United árið 1995. „Menn vinna ekk- ert með krökkum.“ Beckham, Scholes og félagar voru fljótir að stinga upp í hann. Alan Hansen þegar hann var upp á sitt besta. Hann lék 620 leiki fyrir Liverpool og varð átta sinnum enskur meistari. lfchistory.net HVAÐ VARÐ UM ALAN HANSEN? Rauði hers- höfðinginn Alan Hansen árið 2014, þegar þess var minnst að 25 ár voru liðin frá Hills- borough-slysinu hræðilega. Slysið hafði djúpstæð áhrif á Hansen og líf hans. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.