Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 LÍFSSTÍLL Alpana um Stóra St. Bernharðs- skarð. Ég byrjaði í Lausanne og gekk nokkrar dagleiðir áður en kom að hækkun. Tvo síðustu dag- ana var svo veruleg hækkun, um þúsund metra hvorn dag, en veðrið var svo gott að það var eins og maður svifi. Þetta var svo dásam- legt,“ segir hann. „Árið 2018 kláraði ég að „loka þeim götum“ í Via Francigena frá Lausanne til Rómar sem ég átti eftir. Svo í fyrra ákvað ég bara að klára þetta allt saman og þá byrj- aði ég að taka helminginn af Frakklandi og hóf ferðina í Dover. Það var ein lengsta gangan mín, um 500 kílómetrar.“ Fallegast í Toskana Arnþór segist njóta þess að horfa á landslagið á gönguhraða og skoða hvernig það breytist smátt og smátt og á hann sér uppáhalds- stað í Evrópu. „Fallegustu leiðirnar eru í Tosk- ana-héraði.“ Í vor ákvað Arnþór að ganga til Santíago frá Porto í Portúgal og tók það tvær vikur. Ýmislegt er á döfinni á nýju ári. „Ég fer eina viku til Bretlands í mars því ég fékk flug báðar leiðir á 5.400 krónur,“ segir hann og hlær. „Svo fer ég til Þýskalands í apríl og reyni að ljúka við Via Franci- gena í Frakklandi í haust. Svo geng ég auðvitað eitthvað hér heima.“ Arnþór er afar duglegur að skrá allt niður og tekur hann mikið af myndum á ferðum sínum. Þegar heim er komið sest hann niður og skráir allt niður og býr svo til myndabækur þar sem má sjá gönguleiðina, allar vegalengdir á hverjum degi og myndir af ýmsum kennileitum og náttúru. Bækurnar eru orðnar ansi margar en Arnþór heldur úti dagbók á ferðum sínum. Allar götur Reykjavíkur Árið 2007 setti Arnþór sér það tak- mark að ganga allar götur Reykja- víkur og kláraði það verkefni fyrir nokkru. Hann segir í gríni að það hafi verið fínt að fá hrun því lengi á eftir hafi engin ný hverfi bæst við. Það hefur þó breyst á síðustu árum og Arnþór fer reglulega og gengur glænýjar götur. „Ég bíð eftir að nýjar götur verði göngufærar og fer þá af stað. Það er líka allt skráð niður hjá mér,“ segir hann. Þú hlýtur að vera eini maðurinn á Íslandi sem gengið hefur allar götur Reykjavíkur, eða hvað? „Já, líklega. Það kom nú einu sinni frétt í Mogganum um konu sem hafði gengið allar götur á Ak- ureyri,“ segir hann. „Stór ástæða fyrir þessu er að ég verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, eitthvert verkefni. Setja mér markmið og klára þau. Ann- ars geng ég oft sama hringinn og gjarnan í Fossvogsdalinn en þar er gott að ganga. Það er svo mikið skjól þar.“ Kominn á annan hring Þar sem bókhaldið hans Arnþórs er í mjög góðu lagi veit hann upp á hár hversu marga kílómetra hann hefur gengið, að minnsta kosti frá þeim tíma sem hann fékk sér gps- tæki árið 2003. „Það eru þekktir bókarar í fjöl- skyldunni,“ segir hann og hlær. „Frá um 2003 hef ég gengið 43 þúsund kílómetra, þar af 14 þús- und hér innanbæjar. Ummál jarð- ar um miðbaug er rúmir 40 þúsund kílómetrar þannig að ég er kominn á annan hring. Á síðasta ári gekk ég að meðaltali um 300 kílómetra á mánuði; um 3.500 kílómetra á ári,“ segir hann. Fleira hefur Arnþór fyrir stafni sem skemmtilegt er að nefna. „Ég hef tekið saman myndabók um laufabrauðsgerð fjölskyld- unnar,“ segir hann og réttir blaða- manni bók þar sem má finna gaml- ar og nýjar ljósmyndir af ýmsum fjölskyldumeðlimum við laufabrauðsgerð. Aftar í bókinni má finna tölvuteiknaðar myndir af mynstrum sem nota má til að skera út eftir. Einnig voru þar ljósmyndir af laufabrauðskökum með sömu mynstrum. „Fólk getur þá ekki borið fyrir sig andleysi við laufabrauðsskurðinn,“ segir hann kíminn. „Maður dútlar sér við ýmislegt til að láta sér ekki leiðast. Ég viðurkenni að ég er sérvitringur,“ segir hann og brosir. Við látum það verða lokaorðin. Blaðamaður laumar hendinni aftur í kökuskálina og kveður svo þenn- an hressa göngugarp. Teiknaðar hafa verið með penna allar gönguleiðir Arnþórs en m.a. hefur hann gengið allar götur Reykjavíkur. Bækurnar úr ferðum hans eru afar vandaðar og fallegar. ’ Tvo síðustu daganavar svo veruleg hækk-un, um þúsund metrahvorn dag, en veðrið var svo gott að það var eins og maður svifi. Þetta var svo dásamlegt. Arnþór skráir allt í tölvu en notar líka gamla góða landakortið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.