Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 6
Einhvern tímann las ég athyglis-verða frásögn um rafmagns-leysi í New York. Blaðamaður kortlagði daginn hjá íbúa á efstu hæð í skýjakljúfi. Þegar hann yfirleitt komst út af heimili sínu mátti hann þakka fyrir að komast aftur til síns heima í lyftulausu háhýsinu. Allir þeir sem áttu við einhverja kvilla að stríða voru hins vegar innilokaðir. En heim kominn, við illan leik eftir stigana, tók ekki betra við. Þegar átti að nærast kom í ljós að maturinn var að uppi- stöðu til niðursoðinn dósamatur, dósa- opnarinn rafknúinn og eldavélin að sjálfsögðu einnig. Erum við þá ekki farin að minnast á vandræðin sem urðu á sjúkrahúsinu, í lestunum og yf- irleitt í samgöngukerfinu þegar þar slokknaði á öllu. Hvergi grænt ljós í rafmagnsleysi. Það segir sig sjálft. Það er ekki að undra að menn vilji telja raforkuna til innviða í samfélag- inu – bresti þeir innviðir brotnar margt sem á þeim hvílir. Elías Elíasson, sérfræðingur í orkumálum, lengi vel lykilmaður hjá Landsvirkjun, skrifaði góða grein í Morgunblaðið nú rétt fyrir hátíðir. „Eftir storminn“ hét hún. Elías ber saman Ísland fyrr og nú. Hve mjög við erum orðin háð raforkunni borið saman við aðstæður fyrir hálfri öld eða svo. Hann ber líka saman raf- orkukerfi á harðbýlu Íslandi og síðan í Evrópu yfirleitt: „Þessi munur á því að rafvæða Ísland og Evrópu var að koma betur og betur í ljós á síðari hluta aldarinnar sem leið og stjórn- málamenn fylgdust vel með og voru með í ráðum þegar þurfti. Þar varð breyting á með nýjum raforkulögum 2003, þegar innleidd voru lög ESB um markaðsvæðingu raforkunnar. Þar með höfðu stjórnmálamenn minni möguleika á að fylgjast með og þeim virðist ranglega hafa verið talin trú um að markaðurinn mundi sjá fyrir nægu öryggi. Þeir sofnuðu á verðinum. Eitthvað hafa þeir rumsk- að við veðrið nú …“ Á undanförnum árum hefur al- menningur fylgst með því hvernig smám saman er verið að búta raf- orkukerfið niður í samkeppnishæfar einingar. Þetta sjáum við öll á raf- magnsreikningunum okkar sem ú koma frá aðskiljanlegum þáttum framleiðslu, dreifingu og smásölu á raforkunni en samanlagt hefur kostn- aður neytandans hækkað jafnt og þétt. Því er haldið að okkur að allt sé þetta gert í þágu neytendaverndar og gagnsæis. Þetta eigum við hins vegar mörg erfitt með að skilja og í þessu efni talar Þórarinn Eldjárn ljóðskáld alla vega fyrir mig þegar hann yrkir um hin gagnsæju ferli: Mér barst um gagnsætt ferli fregn, fannst þó vandinn meðða að það var alveg glært í gegn, ég gat því ekki séðða. Opinskátt er nú talað um frekara niðurrif raforkukerfisins að kröfu fjárfesta sem flögra jafnan yfir þegar þeir skynja sláturtíð í vændum. Hver lái þeim, því nú vita þeir að lögin eru þeirra megin og þar standa stjórn- völdin einnig. Með samþykkt orku- stefnu Evrópusambandsins síðast- liðið haust ákvað meirihluti Alþingis að takmarka enn beina aðkomu Rafmagnið rætt í þjóðaröryggisráði Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Opinskátt er nú talað um frekara niðurrif raf- orkukerfisins að kröfu fjár- festa sem flögra jafnan yfir þegar þeir skynja sláturtíð í vændum. Hver lái þeim, því nú vita þeir að lögin eru þeirra megin og þar standa stjórnvöldin einnig. lýðræðisins að raforkugeiranum. En hvað er þá til ráða eftir storm- inn? Svarið er komið. Ríkisstjórnin ætlar að taka málið föstum tökum í Þjóðaröryggisráðinu! Til að vinda of- an af markaðsvæðingunni? Nei, ald- eilis ekki. Það á að ræða leiðir til að ná í hluta af væntanlegum arði af markaðsvæddri raforkunni til sam- félagsins svo styrkja megi innviðina. Svona getur kapítalisminn leikið fólk. Líka eina ríkisstjórn, sem nú hefur tamið sér aðferðafræði og tungutak hans í einu og öllu. En þar sem vikið var að rafmagns- leysi í New York má gjarnan geta þess að í fáum iðnvæddum ríkjum heims eru innviðir samfélagsins jafn veikburða og í Bandaríkjunum. Hvers vegna skyldi rafmagnsleysi nánast verða viðvarandi jafnvel á þéttbýlum svæðum þar þegar veður gerast válynd? Gæti skýringin verið sú að fjárfestar sem eiga raforku- fyrirtækin tími ekki að verða af arði til þess að treysta innviðina? Ég hef grun um að erfitt gæti reynst íslensku þjóðaröryggisráði að ná í arðinn í markaðsvæddu raf- orkukerfi. En þá þarf að spyrja hvers vegna við eigum þetta ekki bara sjálf og skipuleggjum framleiðslu og dreif- ingu á rafmagni í þágu samfélagsins og látum allt tal um arðsemi og gróða lönd og leið? VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 Í fyrra fór ég í fyrsta sinn til útlanda til umjólin. Ég man ég skrifaði um það hvernigmér leið eins og svikara. Yfirgefa íslensk- ar jólahefðir sem sannarlega hafa markað mig sem manneskju. En ég gerði það aftur. Og ég get sagt í þennan hóp: Ég sé ekki eftir neinu. Ég held að Baggalútur hafi nokkurn veginn neglt þetta: Af veðri og vindum, skafrenningi blindum, af slyddu og sköflum, úrkomu á köflum, af stormi og hríðum, gammosíum síðum … Nú hef ég fengið upp í kok af því. Má ég heldur biðja um jólafrí sötrandi kamparí suður á Kanarí. Ég geri mér grein fyrir því að í huga margra er ótrúlega plebbalegt að vera á Kan- arí um jólin. Ég sætti mig við það. Ég var ekki einu sinni á Tene, sem mögulega er töff í ein- hverjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Ég var á Gran Canaría með gamla fólkinu. En það er meiriháttar. Ég vissi það og ég veit það jafnvel betur núna. Á nýársdag fórum við út að borða með tengdó, sem hafa ákveðið að segja skilið við norðlenskan snjómokstur og ganga mót sól- inni hálft árið. Við fórum á kínverskan stað rétt fyrir ofan bækistöð íslenskra eldri borgara, Yumbo Center. Það er reyndar alveg sérstakur stað- ur sem ég skrifa kannski um seinna. Hann á það að minnsta kosti skilið. Nema. Ég var sem sagt á þessum kínverska stað, Slowboat. Hann er ekkert venjulegur. Sennilega hefði það átt að vera einhver vís- bending að á stórum skjá í miðjum salnum var Helgi Björns að syngja. Það má segja margt um Helga en hann er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður nefnir Kína. Ekki frekar en Vilhjálmur Vilhjálmsson sem hljómaði af miklum krafti frá þessum stað degi áður, þegar við gengum þar framhjá. Matseðlar voru á nokkrum tungumálum. Þeirra á meðal íslensku. Sem, eftir að hafa keyrt hringinn í sumar og talað við útlenska afgreiðslumenn, maður kann að meta. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að finna íslenskan matseðil á hringferð um Ísland. Eins og þetta hafi ekki verið nóg þá er eitt- hvað fallegt við það þegar Kínverji, sem lík- lega hefur aldrei komið til Íslands, heilsar á íslensku og segir svo: Takk kærlega fyrir og verði þér að góðu. Að sjálfsögðu með þessum hefðbundna austurlenska misskilningi á r og l. Hér er hægt að skipta fólki í tvo hópa. Ann- ars vegar eru þeir sem finnst þetta hallær- islegt, eitthvað rosalega óútlandalegt og nátt- úrlega plebbalegt. Ég er ekki þar. Í mínum huga er þetta skemmtilegt og virð- ingarvert. Hér er fólk sem hefur lagt mikið á sig til að taka vel á móti þessu flóttafólki ís- lenska veðurfrábrigðisins. Og við eigum að kunna að meta það. Alveg eins og ég sé fegurðina í því að sitja á Vindmyllupöbbnum með grindvískri áhöfn að horfa á Manchester United. Áhöfnin vel að merkja í búningum og ekki útlilokað að ég hefði viljað skipta einhverjum af þeim inn á. En þetta er sem sagt staðan. Ég hef, tvö ár í röð, haldið jólin á eyju undan ströndum Afr- íku. Fyrir að hafa borðað einstaklega ójóla- legan mat, drukkið ódýran bjór, gengið um í stuttbuxum í desember, ekki hlaupið um eins og hauslaus hæna að redda síðustu jólagjöf- unum og margt fleira ætti sennilega að setja mig á válista handhafa íslenskra vegabréfa. En ég sé ekki eftir neinu.. ’Sennilega hefði það átt aðvera einhver vísbending að ástórum skjá í miðjum salnum varHelgi Björns að syngja. Það má segja margt um Helga en hann er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður nefnir Kína. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Jól á Kanarí II Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Skapið varð jafnara og hitakófi „Ég er svo ánægðmeð Femarelle a mínar vinkonur og ég veit að nokk Femarelle hefur hjálpaðmér alveg líðanminni“. Valgerður Kummer Erlingsdóttir Femarelle vörurnar eru náttúruleg lausn fyrir konur sem finna fyrir einkennum vegna hormónabreytinga Rannsóknir sýna að þær geti slegið á einkennin og einnig unnið gegn beinþynningu Recharge FEMARELLE RECHARGE 50+ ■ Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) ■ Stuðlar að reglulegum svefni ■ Eykur orku ■ Eykur kynhvöt ■ Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.