Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 LESBÓK B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 recast svefnsóf i kr . 149 .900 nú kr. 127.415 Janúarútsalan er hafin 10 - 50% afslát tur af öllum vörum SJÓNVARP „Það er eitthvað dauðalegt við mig,“ svarar breska leikkonan Sarah Parish, spurð að því í The In- dependent hvers vegna hún hafi fengið hlutverk hinnar morðglöðu lögreglukonu Elizabeth Bancroft í bresku spennuþáttunum Bancroft. „Á mjög svo yfirborðslegan máta þá líkist ég ekki neinni sprellikerlingu. Kinnbeinin eru stór og augun dökk,“ heldur Parish áfram á léttum nótum en framleiðendur þáttanna buðu henni hlut- verkið án áheyrnarprufu. Að sögn Parish er engin ástæða fyrir leikara að taka lífið of alvarlega. „Afþrey- ingarbransinn er ekki spurning um líf og dauða. Við klæðum okkur bara upp og þykjumst vera annað fólk. Það er líklega þess vegna sem ég hef aldrei unnið í Bandaríkjunum. Þar taka menn þetta allt of hátíðlega.“ Dauðaleg í útliti Sarah Parish grafalvarleg að vanda. AFP GRÓUSÖGUR Kelly Osbourne segir sögur af yfirvofandi andláti föður síns, Ozzys Os- bournes, stórlega ýktar og skammar fjöl- miðla vestra eins og hunda fyrir að fjalla af ónærgætni um heilsufar hans. „Það er ekkert leyndarmál að árið var föður mínum heilsu- farslega erfitt en slappið nú aðeins af. Þetta er tóm steypa,“ skrifaði hún á Instagram. Þar kemur jafnframt fram að Kelly hafi snætt með fjölskyldu sinni á nýársdag og þar hafi sá gamli leikið á als oddi. Miðillinn Radar On- line hélt því fram á nýársdag að Ozzy væri á banabeðinum og svo illa haldinn að hann bæri ekki lengur kennsl á eiginkonu sína. Ozzy alls ekki á banabeðinum Kelly, Ozzy og Sharon Osbourne í góðum gír. AFP Zoë Kravitz leikur Rob. High Fidelity í sjónvarpið SJÓNVARP Nýir þættir sem byggj- ast á bók Nicks Hornbys, High Fidelity, og kvikmynd sem gerð var eftir henni, hefja göngu sína á efn- isveitunni Hulu í febrúar næstkom- andi. Aðalsöguhetjan, Rob, er að þessu sinni kona og fer Zoë Kravitz með hlutverkið. Sem fyrr glímir Rob við ástina og nálgast hana og reynir að skilja gegnum tónlist, topplista og poppmenningu al- mennt, þar sem hún starfar í plötu- búð í New York. Jake Lacy og Da- ’Vine Joy Randolph leika einnig í þáttunum en eins og menn muna gerði John Cusack Rob eftir- minnileg skil í kvikmyndinni sem frumsýnd var fyrir heilum tuttugu árum. Kær frúar og herrar mínir!Með kær kveðja fráMoskva mín góðir hálsar!“ Með þessum orðum hófst bréf sem 35 ára rússneskur strætóbíl- stjóri, Gleb Terekhin, ritaði Sam- tökum um kvennalista árið 1995. Óskaði hann þar eftir aðstoð við að finna sér eiginkonu og vinnu á Ís- landi. Lái honum hver sem vill, hvar á Íslandi er betra að fá lista yfir konur en hjá Samtökum um kvennalista?! Fyrsta bréfið frá Gleb Terekhin barst hingað til lands árið 1994 í gegnum faxtæki á Umferðar- miðstöðinni og var það meðal ann- ars birt í Morgunblaðinu. Þar bað hann um hjálp við að „kynnast með kvenmaður frá Ísafold, með tilgangur bréfaviðskipti“. Hann biður viðtakanda að afsaka mál- fræðilegar villur sínar og tekur fram að í Rússlandi sé ekki til nein rússnesk-íslensk orðabók. Þess í stað hafi hann eytt ómældum tíma á bókasafni heima í Rússlandi yfir hálfrar aldar gamalli dansk- íslenskri orðabók og annarri ensk- íslenskri. Hann segist vonast eftir svari og kveður með mikilli virð- ingu „yður starfsamur íslenzkur þjóð“. Sá hefur fengið plús í kladdan hjá ritstjórum Morgunblaðsins fyr- ir Z-una. Á tíu ára tímabili skrifaði Gleb fjölmörg bréf um hugðarefni sín, vinnu- og eiginkonuleit, sem birt voru m.a. í Morgunblaðinu, Tím- anum, DV, tímaritinu Heima er bezt, sem var í mestum sam- skiptum við Gleb, og héraðsblaðinu Austurland. Síðar rakst Kristján Guðmunds- son listamaður á bréfin og fann í þeim samsvörun við lífsviðhorf sín og félaga sinna í félagi Hreiðars heimska og ákvað að bjóða Gleb til Íslands árið 2005. Margt er það sem Glebur Heimildarmyndin Ég er einfaldur maður eftir Ingvar Á. Þórisson verður frumsýnd í Bíó Paradís á miðvikudaginn. Þar er hermt af rússneskum manni, Gleb Terekhin, sem á tíunda áratugnum leitaði að atvinnu og eiginkonu á Íslandi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Vandvirkni og snyrtimennska einkenna fyrra bréf Glebs til Kvennalistans. Morgunblaðið/Golli Ingvar Á. Þórisson kvikmynda- gerðarmaður. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.