Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  29. tölublað  108. árgangur  FLÚR OG FJÖR Á TÓNLEIKUM Í HAFNARBORG FLEIRI TÆKI- FÆRI TIL NÁMS ERLENDIS HLÍFÐARGRÍMUR, HERBÚÐIR OG MARKAÐSHRUN NÝ SKÝRSLA 14 KÓRÓNUVEIRA 4 OG 13HERDÍS ANNA 28 Verkfall Eflingar » Alls leggja um 1.850 starfs- menn Reykjavíkurborgar niður störf á hádegi. » Verkfallið nær til 63 leik- skóla og um 3.500 leikskóla- barna. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við reynum að stíga þennan dans með þeim leikreglum sem gilda,“ seg- ir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborg- ar. Verkfallsaðgerðir sem Efling hef- ur boðað vegna kjaradeilu 1.850 starfsmanna félagsins hjá Reykjavík- urborg hefjast klukkan 12.30 í dag og standa til miðnættis. Þetta varð ljóst eftir að sáttafundur í gærmorgun skilaði engum árangri. Um eitt þúsund félagar í Eflingu starfa í skólum í Reykjavík. Munu að- gerðirnar bitna á 63 leikskólum. „Við vitum að þetta er rúmur helmingur barna sem verða án þjónustu eftir há- degi,“ segir Helgi. Alls eru um 5.100 börn í leikskólum Reykjavíkurborgar en upplýsingar sem skrifstofan fékk frá leikskólunum benda til að aðgerð- irnar nái til um 3.500 barna. Mismunandi er eftir borgarhlutum hversu mikil áhrifin verða. Þannig segir Helgi að þjónustuskerðingin verði mest í Breiðholti – þar sé hæsta hlutfall Eflingarstarfsfólks – en mun minni til að mynda í Laugardalnum. Verkfallið nær til 3.500 barna  Enginn árangur náðist á sáttafundi Eflingar og Reykjavíkurborgar  Víðtæk áhrif verkfalls sem hefst á hádegi  Ástandið verst í leikskólunum í Breiðholti MVerkfall Eflingar hefst »4 Snjómuggan sem var í lofti í gær fær ekki að loða lengi við dráttarvélarnar í Grindavík. Veð- urstofan spáir vaxandi sunnanátt í dag og að henni fylgi rigning. Áfram verður súld eða rign- ing næstu daga sunnanlands og vestan. Aftur á móti er búist við snjókomu í kvöld á Norðaust- urlandi en að þar verði úrkomulítið næstu daga. Menn geta svo aftur farið að taka fram skíðin fyrir helgina, ef langtímaspáin gengur eftir. Rigning í kortunum sunnanlands og vestan Morgunblaðið/RAX Snjómuggan setti sinn svip á rauðar dráttarvélar  Þrívíddarprentari sem leysti eldri prentara af hólmi á Heilbrigð- istæknisetrinu fyrir tveimur árum hefur reynst vel. Með nýju tækninni hefur tekist að bjarga mannslífum. Tæknin er nýtt í um það bil 20-25 aðgerðum á ári, mest í flóknum hjarta- og höfuðkúpuaðgerðum. Út- búnar eru eftirlíkingar af líffærum sjúklinga til að læknar geti æft flóknar skurðaðgerðir. Hægt er að stytta aðgerðartímann um allt að fjórðung. »4 Þrívíddarprentari bjargar mannslífum Plasthjarta Læknar geta æft sig. Morgunblaðið/Eggert Vegagerðin áformar að breikka Suðurlandsveg frá nýju hringtorgi sem útbúið verður á vegamótunum við Biskupstungnabraut og að Gljúfurholtsá við Kotstrand- arkirkju. Er þetta liðlega 7 kíló- metra kafli og telst annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verkið hefur verið boðið út á Evr- ópska efnahagssvæðinu og á því að vera að fullu lokið í lok sept- ember 2023. Vegurinn verður að mestu breikkaður í núverandi vegstæði en þó verður tekinn af hlykkur sem nú er á veginum austan við Kotstrandarkirkju og verður veg- urinn þar lagður í nýtt vegstæði. Gera þarf nýja hliðarvegi og heim- reiðar, nokkur vegamót, steyptar brýr og reiðgöng. Á þessu ári var lokið fyrsta áfanga þessarar leiðar, breikkun frá Varmá við Hveragerði að Kot- strandarkirkju. Eftir er að leggja nýjan veg hjá Hveragerði og veg og brú á nýjum stað á Ölfusá. Reiknað er með því að brúin verði samvinnuverkefni ríkis og einka- aðila og hefur framkvæmdin ekki verið tímasett. »9 Ljúka breikkun veg- arins haustið 2023  Fjarskiptafélagið Síminn hefur ákveðið að falla frá fyrirhuguðum áætlunum um byggingu tíu þúsund fermetra, 10 MW gagnavers á nýju athafnasvæði á Hólmsheiði. Gunnar Fjalar Helgason, yfir- maður stefnumótunar hjá Síman- um, segir í samtali við Morgun- blaðið að ákvörðunin um að reisa ekki eigið gagnaver sé ekki ný af nálinni. Hinsvegar hafi menn beðið eins lengi og hægt var með að láta frá sér lóðirnar. „Við veltum því fyrir okkur í mörg ár hvort við ætt- um að byggja okkar eigin gagnaver eða ekki. Niðurstaðan var sú að semja frekar við gagnaver Verne Global á Ásbrú.“ »12 Morgunblaðið/Hari Tækni Öflun viðskiptavina í gagnaver er ekki hluti af kjarnastarfsemi Símans. Hættur við gagna- ver á Hólmsheiði Norska sjónvarpsþáttaröðin Exit, sem fjallar um úrkynjaðan og sið- spilltan lífsstíl manna úr fjármála- heiminum, eins og það er orðað á vef RÚV, er opin öllum í spilara RÚV, bæði á netinu og í sjónvarpinu, þó svo að þáttaröðin sé rauðmerkt og því stranglega bönnuð börnum. Í kæru Símans til Fjölmiðlanefnd- ar vegna málsins, sem Morgunblað- ið hefur undir höndum, er bent á að engar aðgangsstýringar séu á spil- ara Ríkisútvarpsins til að verja börn og ungmenni fyrir grófu myndefni. Jafnframt er athygli nefndarinnar vakin á að þarna sé á ferðinni ein- staklega gróft efni sem bannað sé börnum 16 ára og yngri. Í 28. grein laga um fjölmiðla frá árinu 2011 segir orðrétt í efnislið C: „Heimilt er að miðla hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntun sem ekki er talið við hæfi barna að því tilskildu að tryggt sé með viðeigandi tæknilegum ráðstöfunum að börn hafi ekki aðgang að því.“ Á vef og Facebook-síðu RÚV er efnið kynnt rækilega og sagt að kvörtunum góðborgara hafi rignt yfir Norska ríkissjónvarpið NRK frá frumsýningu þáttanna síðasta haust. Bannað efni opið á RÚV  Kæra send Fjölmiðlanefnd  Kynntu efnið á Facebook Skjáskot/NRK Bannað Siðspilltir norskir útrás- arvíkingar ráða ráðum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.