Morgunblaðið - 04.02.2020, Side 2

Morgunblaðið - 04.02.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vaka hf. hefur lýst yfir áhuga á að reisa nýjar höfuðstöðvar á Tungu- melum í Mosfellsbæ. Þær yrðu stein- snar frá höfuð- stöðvum Ístaks. Samhliða flutn- ingi Vöku úr Vog- unum í Reykjavík hefur félagið komið fyrir bílflökum á athafnasvæði sínu við hlið Ístaks. Haraldur Sverr- isson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir Vöku hafa keypt heilmikið land á Tungumelum á sínum tíma af Landsbankanum sem áður hafi verið í eigu Ístaks. Vaka geymi bílana á svæði sem bærinn samdi við Ístak á sínum tíma um að yrði tímabundið geymslusvæði. Jafnframt hafi Vaka óskað eftir því að aðalskipulagi á landinu í eigu félagsins á Tungumel- um verði breytt í atvinnusvæði. Vaka vilji reisa byggingar í tengslum við sína starfsemi á svæðinu. „Umsókn um tímabundið geymslusvæði var tekin fyrir í bæjarráði í byrjun árs og samþykkt að fela lögmanni og framkvæmda- stjóra umhverfissviðs að gera drög að samningi við Vöku og leggja fyrir bæjarráð,“ segir Haraldur. Haraldur segir tækifæri á Tungu- melum. „Það er eftirspurn eftir lóð- um undir athafnastarfsemi og léttan iðnað. Á Tungumelum er þegar í gildi deiliskipulag fyrir slíka starf- semi á hluta svæðisins. Í skoðun er að breyta aðalskipulagi bæjarins og stækka þetta svæði. Reykjavíkur- borg er að breyta sínu skipulagi en því getur fylgt að slík starfsemi þurfi að víkja,“ segir Haraldur. Hugsan- legt sé að Tungumelarnir geti með tímanum orðið eitt af svæðum höfuð- borgarsvæðisins þar sem slík starf- semi geti verið. Vaka var með höfuðstöðvar í Skútuvogi 8. Reitir áttu húsnæðið en félagið áformaði að reisa þar vöru- hús. Fallið var frá því og húsið selt til Bílaleigu Akureyrar. Vaka býður upp á dráttarbílaþjónustu, bílavið- gerðir, dekkjaskipti og er umsvifa- mikið í bílapartasölu. Vaka hf. flytur bílaparta- sölu sína að Esjurótum Haraldur Sverrisson Morgunblaðið/Baldur Við Esjuna Vaka hefur komið fyrir bílflökum á Tungumelum. Athafnasvæðið er steinsnar frá Ístaki.  Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir Tungumela henta vel undir iðnað og fyrirtæki www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR ertu tilbúin í veturinn? Þegar aðeins það besta kemur til greina Umhverfissjóður sjókvíaelds auglýsir til umsóknar styrki til rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar o. fl., samkvæmt reglugerð nr. 874/2019. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir m.a. kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Við mat á umsóknum við úthlutun árið 2020 munu framhaldsverkefni sem þegar eru hafin njóta forgangs. Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins. Á vefslóð sjóðsins (www.umsj.is) er að finna umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum til umsækjenda, m.a. um hvaða gögn skuli leggja fram með umsókn. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið postur@anr.is eigi síðar en 2. mars 2020. Frekari upplýsingar veitir Ása María H. Guðmundsdóttir í gegnum netfangið asa.maria@anr.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er spenn- andi verkefni. Svolítið óvenju- legt en við byggðum fyrsta áfanga Bláa lóns- ins á sínum tíma og þessu svipar svolítið til þess verkefnis,“ segir Sigurður R. Ragnarsson, for- stjóri ÍAV hf. sem tekið hefur að sér uppbyggingu baðlóns fyrir Nature Resort ehf. á Kársnesi í Kópavogi. Stefnt er að því að opna baðlónið vor- ið 2021. Nature Resort ehf. vinnur að verk- efninu í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Pursuit sem mun reka baðlónið. Verkefni ÍAV er að stýra uppbygg- ingu á baðlóni við sjóinn, kaldri laug og gufuböðum. Byggingin verður á tveimur hæðum og mun meðal ann- ars hýsa móttöku, búningsklefa, veit- ingasölu og verslun. Jarðvinna hófst fyrir áramót á veg- um verkkaupans og ÍAV er byrjað að koma sér fyrir á verkstað. „Þetta fer bratt af stað og verður strembið allan tímann. Við megum engan tíma missa,“ segir Sigurður. helgi@mbl.is „Megum engan tíma missa“  ÍAV byggir bað- lónið á Kársnesi Baðlón Uppbygg- ing er hafin. Lögreglan á Suðurlandi hefur feng- ið allmargar tilkynningar um þjófn- aði hjá ferðamönnum við Geysi og víðar. Oddur Árnason yfirlög- regluþjónn segir að slík mál hafi komið upp af og til allt síðasta ár. Þótt eftirlit hafi verið aukið hafi lögreglan ekki náð þjófunum. Oddur segir að vísbendingar séu um að farið hafi verið inn í hóp- ferðabíla og í dót hjá fólki á meðan það er að skoða sig um. Einnig sé eitthvað um vasaþjófnaði, líkt og í Barselóna og á mörgum fleiri ferðamannastöðum. Í facebook- hópnum Bakland ferðaþjónust- unnar sagði leiðsögumaður frá því að í gær hefði 20 þúsund krónum verið stolið frá farþega á meðan hann var að taka mynd við Geysi. Oddur kannast við slíkar lýsingar og hvetur fólk til að gæta að verð- mætum og fylgjast hvað með öðru. Peningum stolið af ferðafólki við Geysi Helgi Bjarnason Hallur Már Hallsson „Það er gagnrýnivert. Í þessu tilviki varpaði umræðan ljósi á það hve nokkur mál taka enn langan tíma,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdótt- ir dómsmálaráðherra þegar hún er spurð hvort ekki sé óheppilegt að breyta leikreglum í meðferð um- sókna um vernd í mikilli samfélags- umræðu um tiltekið mál eins og gerðist um helgina. Áslaug Arna segir að það sé skýr vilji löggjafans að taka sérstakt tillit til barna. „Við erum alltaf að bæta kerfið okkar en höfum átt fullt í fangi með að taka við þessum fjölda umsækjenda,“ segir hún og bætir við að eðli mála- flokksins kalli á stöðuga endur- skoðun fyrir- komulagsins. Skoða kerfið „Við höfum verið að setja ákveðin mál í for- gang og auka fjármuni til Út- lendingastofnunar til að takast hraðar á við málin. Einnig er verið að skoða kerfið. Meta hvaða mál geti gengið hraðar fyrir sig með því að greina á milli þeirra sem þurfa vernd og þeirra sem þurfa ekki vernd,“ segir Áslaug þegar hún er spurð hvernig ætlunin sé að hraða málsmeðferð hjá fjölskyldum þar sem börn eiga í hlut eins og hún hefur boðað. Hún tekur fram að fá mál fari yf- ir þann átján mánaða tímaramma sem nú er. Hefur ráðherrann í hyggju að ræða við Útlendinga- stofnun um forgangsröðun og óska jafnframt eftir auknum fjármunum til stofnunarinnar. Þá sé ætlunin að skoða lögin með það í huga hvort hægt sé að flýta málsmeðferð enn frekar. Besta afmælisgjöfin „Við erum íslensku þjóðinni afar þakklát,“ segir Faisal Khan, faðir hins sjö ára gamla Muhammeds. Fjölskyldan naut mikils stuðnings í baráttu sinni, ekki síst frá foreldr- um og börnum Vesturbæjarskóla þar sem Muhammed er nemandi. Faisal segir að ákvörðun ráðherra hafi verið besta afmælisgjöfin sem þau hefðu getað hugsað sér en Mu- hammed átti einmitt afmæli um helgina. Fjölskyldan er frá Pakistan. Fai- sal og Niha, foreldrar Muhammeds, segjast hafa heyrt tíðindin fyrst í fjölmiðlum. Þau sögðust vera ánægð með þá ákvörðun stjórn- valda að skoða þeirra mál betur og þakklát fyrir þann mikla stuðning sem þau nutu. Þau höfðu í gær ekk- ert heyrt frá yfirvöldum og bíða nánari upplýsinga um framhaldið. „Það er gagnrýnivert“  Dómsmálaráðherra tekur undir að óheppilegt sé að breyta reglum í mikilli sam- félagsumræðu  Ræðir forgangsröðun við Útlendingastofnun og vill auka fjármuni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mældist í grennd við Grindavík í gær. Var þó dagurinn nokkuð tíð- indalítill samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands er birtist um miðjan dag. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar voru þó jarð- skjálftar tíðir á svæðinu í gær, en flestir þeirra voru undir 2 að stærð. Í tilkynningu Veðurstofunnar kemur fram að landris hefur haldið áfram á svæðinu vestan við Þor- björn, og í heildina hefur land risið um fimm cm frá 20. janúar sl. Gervi- tunglamyndir sýni sömu þróun. Þá segir að með landrisi megi búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni, og að líklegasta skýring hennar sé kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virkninni muni ljúka án elds- umbrota. Næsti fundur vísindaráðs al- mannavarna verður haldinn næsta fimmtudag, 6. febrúar, þar sem farið verður yfir stöðuna við Grindavík. Enn landris og jarðskjálftar við Þorbjörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.