Morgunblaðið - 04.02.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 04.02.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Fagleg þjónusta fyrir fólk í framkvæmdum flugger.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum unnið markvisst að því að auka þekkingu á tækninni hér í Háskólanum í Reykjavík og það hef- ur ýmislegt áunnist á þessum tveim- ur árum,“ segir Paolo Gargiulo, for- stöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Nýr og fullkominn þrívíddar- prentari var tekinn í notkun á Heil- brigðistæknisetrinu fyrir tveimur árum. Prentarinn leysti eldri gerð af hólmi en með þessari tækni hefur reynst unnt að bjarga nokkrum mannslífum. Nýi prentarinn hefur það fram yfir þann eldri að geta prentað út nákvæmari líffæri úr fjöl- breyttara efni. Til að mynda er nú hægt að blanda saman litum og hörðu og mjúku efni. Paolo sagði í samtali við Morg- unblaðið fyrir tveimur árum að prentarinn kæmi að góðum notum í um það bil 15 aðgerðum á ári. Hann væri notaður í flóknar hjarta- og höfuðkúpuaðgerðir, í bæklunar- lækningum og taugaskurðlækn- ingum. Smíðaðar séu eftirlíkingar af líffærum sjúklinga sem gefi læknum tækifæri til að æfa flóknar aðgerðir. Paolo segir nú að tæknin sé nýtt í um það bil 20-25 aðgerðum ár hvert. Í hverju tilviki sé hægt að stytta að- gerðartímann um allt að fjórðung. Auðveldara sé því fyrir lækna að halda einbeitingu við skurðaðgerðir. Læknar geta nú lagt fram formlega beiðni um þrívíddarprentun á líf- færum, rétt eins og þeir óska eftir annarri þjónustu. Ljóst virðist að ánægja sé með þessa viðbót og stefnt er að því að byggja frekar of- an á þjónustuna. Enn sem komið er takmarkast hún af afköstum Paolo. Þessi tækni sem nýtt er á Heil- brigðistæknisetrinu, Landspítala, HÍ og í Össuri hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Þannig hafa há- skólar bæði í Englandi og Ítalíu leit- að til Paolo og fengið að kynna sér starfið sem hér hefur verið unnið. „Þetta er í Birmingham og nálægt Bologna. Þeir vilja koma á fót sams- konar hátæknisetrum og hér. Það á eftir að ganga frá formlegum sam- starfssamningum en þetta er mjög spennandi,“ segir Paolo Gargiulo. Horfa til reynslunnar frá Íslandi  Þrívíddarprentari reynist vel við skurðaðgerðir  Samið við háskóla ytra Morgunblaðið/Eggert Tækni Góð reynsla hefur verið af þrívíddarprentun í Heilbrigðistæknisetr- inu. Paolo Gargiulo, fyrir miðju, er ánægður með nýtingu tækninnar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við viljum eðlilega að það sé friður um starfsemina, við viljum ekki skapa ófrið, en auðvitað geta alltaf komið upp aðstæður sem varða ein- staklinga, sem við höfum ekki séð fyrir,“ segir Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Verkfallsaðgerðir sem Efling hef- ur boðað vegna kjaradeilu starfs- manna félagsins hjá Reykjavíkur- borg hefjast á hádegi í dag. Þetta varð ljóst eftir að sáttafundur í gær- morgun skilaði engum árangri. „Það bara gekk ekki neitt,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Efling- ar, við mbl.is eftir fundinn í gær. Helgi segir að rúmur helmingur barna í leikskólum Reykjavíkur- borgar verði án þjónustu þegar að- gerðirnar hefjast. Það eru um eða yfir 3.500 börn. Helgi segir að foreldrar eigi að hafa fengið upplýsingar frá viðkom- andi leikskólastjórum um það hvernig þjónustu verði háttað í dag. Mismunandi sé eftir hverfum og einstaka skólum hvernig það verð- ur. Þar sem deildarstjóri er félagi í Eflingu verður engin þjónusta við börn á deildinni og aðrir starfsmenn fá ekki að hreyfa sig milli deilda. Á öðrum deildum þar sem deildar- stjórar eru til að mynda leikskóla- kennarar verður unnið eftir svoköll- uðu fáliðunarferli að sögn Helga. Þar ræðst barnafjöldi af fjölda þeirra starfsmanna sem eru skráðir í vinnu. Á þeim leikskólum þar sem fé- lagar í Eflingu sjá um matargerð geta foreldrar valið um að hafa börn annaðhvort fyrir hádegi eða eftir hádegi í skólunum. Einnig geta þeir sjálfir sótt börnin í hádeginu og gef- ið þeim að borða heima. „Það óskar þess enginn að þetta dragist á langinn. Hvorki starfsfólk, foreldrar né börnin,“ segir Helgi. „Við vitum að í leikskólaumhverfinu eru starfsstéttir sem hafa bent á sitt kjaraumhverfi og við höfum heyrt að hugur annarra sé með Eflingar- fólkinu. Ég þekki það sjálfur hvað það getur verið napurlegt á vinnu- stað þegar hann er margskiptur, sumir í verkfalli og aðrir ekki.“ Alls fara um 1.850 félagar í Efl- ingu sem starfa hjá Reykjavíkur- borg í verkfall. Verkfallið stendur til miðnættis. Auk leikskóla mun verk- fallið hafa áhrif á mötuneyti hjúkr- unarheimila og þjónustuíbúða borg- arinnar, sem og ræstingu, sorphirðu og snjó- og hálkuvarnir. Aðgerðirnar í dag hefjast með baráttufundi í Iðnó klukkan 12.30. Hefur Efling boðað til verkfallsað- gerða á sex dögum, í um 95 klukku- stundir alls, ýmist frá hádegi til miðnættis eða í heilan sólarhring. Náist ekki samningar fyrir 17. febr- úar leggja félagsmenn niður störf sama dag og ótímabundið eftir það. Verkfall Eflingar hefst á hádegi  1.850 starfsmenn borgarinnar leggja niður störf  „Óskar þess enginn að þetta dragist á langinn“ Morgunblaðið/Eggert Fundað Enginn árangur varð af sáttafundi Eflingar og borgarinnar í gær. Vegna kórónuveirunnar er hlífðar- búnaður, plastgallar, grímur og fleira slíkt nú tiltækt á öllum heilsugæslu- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þeim skilaboðum er beint til sjúk- linga að koma ekki á stöðvarnar nema gera boð á undan sér telji þeir sig bera veir- una, en það er hægt með því að hringja í 1700 eða á heilsugæslu- stöð. „Við eigum að vera vel í stakk búin til að mæta þessu,“ segir Sigríður Dóra Magnús- dóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins og yfirlæknir sóttvarna á höfuð- borgarsvæðisins. Reynt er að undirbúa og samræma öll viðbrögð á heilsugæslustöðvum og fær starfsfólk upplýsingar um gang mála. Læknavaktin er einnig mikil- væg og margir hringja í símanúmerið 1700 en þar eru veittar upplýsingar. Staðfest var í gær að 17.383 manns hefðu greinst með kórónuveiruna og 362 eru látnir vegna lungnabólgunn- ar sem veiran veldur, allir í Kína utan einn. 503 hafa náð sér eftir veikindin en veiran hefur breitt úr sér síðustu sólarhringa. Um helgina greindist fyrsta tilvikið í Svíþjóð. Samfélagið allt sé virkjað „Nauðsynlegt er að samfélagið allt sé virkjað í aðstæðum sem þessum, atvinnulíf og stofnanir uppfæri sínar viðbragðsáætlanir og séu viðbúnar ef veiran berst hingað til lands með margvíslegum afleiðingum,“ segir í stöðuskýrslu sem almannavarnir sendu út í gær. Þar er hvatt til margvíslegs við- búnaðar, svo sem að fólk fari ekki til Kína nema brýna nauðsyn beri til. Vakt er í samhæfingarstöð almanna- varna og sóttvarnalæknir fundar daglega með lykilfólki í heilbrigðis- þjónustu og fleirum. Þá hefur sótt- varnalæknir gefið út þær leiðbeining- ar að sjúklingar verði ekki teknir í próf vegna kórónuveirunnar nema grunur sé um slík veikindi, það er ef fólk er nýkomið frá Kína og veikt. „Sýnataka af einkennalausu fólki er marklaus og skapar falskt öryggi,“ segir Sigríður Dóra. sbs@mbl.is Tilbúin fyrir kórónuveiru  Hlífðarbúnaður á heilsugæslunni Sigríður Dóra Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.