Morgunblaðið - 04.02.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020
Pantaðu borð í síma 483 4700 | hverrestaurant.is
HVER TEKUR VEL
Á MÓTI ÞÉR
OPIÐ
11:30–22:00
ALLA DAGA
Ljúffengur matur, góð þjónusta
og hlýlegt andrúmsloft.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þrátt fyrir niðursveifluna hélt að-
flutningur erlendra ríkisborgara
áfram á fjórða fjórðungi í fyrra. Þó
dró úr aðflutningnum milli annars og
þriðja ársfjórðungs.
Alls fluttust rúmlega 5.000 fleiri
erlendir ríkisborgarar til landsins í
fyrra en fluttu þá frá landinu. Með
því er árið 2020 í fimmta sæti í þessu
efni eins og lesa má úr stærra graf-
inu hér fyrir ofan. Súluritið sýnir vel
hversu mikið aðflutningurinn hefur
aukist á síðustu árum. Með því hafa
um 26.500 fleiri erlendir ríkisborg-
arar flutt til landsins en frá landinu
frá ársbyrjun 2015. Frá aldamótum
hafa 49.200 fleiri erlendir ríkisborg-
arar flust til landsins en frá því. Það
er á við samanlagðan íbúafjölda
Kópavogs og Mosfellsbæjar.
Hægir á aðflutningi
Þá má nefna að aðfluttir erlendir
ríkisborgarar umfram brottflutta
voru alls 6.684 tímabilið 1961-1999.
Aðflutningur erlendra ríkisborg-
ara á fjórða ársfjórðungi var heldur
minni en á þriðja fjórðungi. Þannig
fluttust hingað 3.050 erlendir ríkis-
borgarar á þriðja fjórðungi en 2.040
á fjórða fjórðungi. Álíka margir er-
lendir ríkisborgarar fluttust héðan á
þriðja og fjórða fjórðungi, eða 1.280
og 1.200 sitthvorn fjórðunginn.
Á hinn bóginn var aðflutningurinn
á fjórða fjórðungi álíka mikill og á
fyrsta og öðrum fjórðungi, eins og
lesa má úr grafinu hér fyrir ofan.
Það vekur athygli í ljósi þess að
niðursveiflan í ferðaþjónustu hófst
fyrir alvöru á öðrum fjórðungi. Kann
þetta að gefa til kynna að sú spá
Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá
Vinnumálastofnun, sé að rætast að
fjölskyldur erlendra ríkisborgara
myndu sameinast, eftir að fyrirvinn-
an hefði skotið rótum á Íslandi. Má
minna á að brottflutningur hefur
jafnan aukist í niðursveiflum.
Sé litið til íslenskra ríkisborgara
er niðurstaðan sú að 180 fleiri fluttu
frá landinu en til þess í fyrra.
Með því hefur flutningsjöfnuður
íslenskra ríkisborgara aðeins verið
jákvæður þrjú ár á þessari öld.
Aðflutningurinn á þátt í því að
landsmönnum fer fjölgandi. Nú búa
rúmlega 364 þúsund manns á land-
inu, eða um 26 þúsund fleiri en í árs-
byrjun 2017. Það á verulegan þátt í
þessari fjölgun að árin 2017-19 fluttu
ríflega 19.500 fleiri erlendir ríkis-
borgarar til landsins en frá því.
Aldamótaárið bjuggu um 279 þús-
und manns á Íslandi og hefur því
fjölgað um 85 þúsund á öldinni.
Búferlafl utningar frá Íslandi 2000 til 2019
Aðfl uttir umfram brottfl utta
Íslenskir Erlendir
2000 62 1.652
2001 -472 1.440
2002 -1.020 745
2003 -613 480
2004 -438 968
2005 118 3.742
2006 -280 5.535
2007 -167 5.299
2008 -477 1.621
2009 -2.466 -2.369
2010 -1.703 -431
2011 -1.311 -93
2012 -936 617
2013 -36 1.634
2014 -760 1.873
2015 -1.265 2.716
2016 -146 4.215
2017 352 7.888
2018 -65 6.621
2019 -180 5.020
+6
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
-4
.000
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19
Samtals Íslenskir Erlendir
2000-2019 -11.803 49.173
2005-2008 -806 16.197
2009-2011 -5.480 -2.893
2012-2019 -3.036 30.584
2015-2019 -1.304 26.460
Íslenskir ríkisborgarar
Erlendir ríkisborgarar
8.240
Heimild: Hagstofa Íslands
Áfram aðflutningur til Íslands
Rúmlega fimm þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins í fyrra en fluttu þá frá landinu
Fimmti mesti aðflutningur til landsins á lýðveldistímanum Á þátt í mikilli fjölgun íbúa á Íslandi
Íslenskir ríkisborgarar:
Aðfl uttir Brottfl uttir
Erlendir ríkisborgarar:
Aðfl uttir Brottfl uttir
Aðfl uttir umfram brottfl utta á árinu 2019
Fjöldi aðfl uttra og brottfl uttra
eftir ríkisfangi og ársfjórðungum
1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj.
Innlendir Erlendir
Aðfl . Brottfl . Aðfl . Brottfl .
1. ársfj. 470 600 2.330 940
2. ársfj. 490 400 2.070 1.050
3. ársfj. 950 1.150 3.050 1.280
4. ársfj 520 460 2.040 1.200
Alls 2.430 2.610 9.490 4.470
Aðfl uttir umfram brottfl utta:
-180 5.020
Heimild: Hagstofa Íslands
Búferlaflutningar til og frá Norðurlöndunum
Fjöldi aðfluttra og brottfluttra íslenskra ríkisborgara eftir ársfjórðungum
Aðfluttir Brottfluttir
Svíþjóð Danmörk Noregur Alls
1. ársfj. 80 170 70 320 310
2. ársfj. 80 140 90 310 220
3. ársfj. 210 310 140 670 880
4. ársfj. 100 180 90 370 250
Alls 470 800 390 1.670 1.660
Aðfluttir umfram brottflutta: 10 Allar tölur eru rúnnaðar í næsta heila tugHeimild: Hagstofa ÍslandsMorgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Laugavegi Vegna aðflutnings eru íbúar landsins orðnir um 364 þúsund.
Bráðabirgðamat liggur nú fyrir frá
mælingum á stærð loðnustofnsins í
janúar. Stærð hrygningarstofnsins
samkvæmt þeim mælingum var um
64 þúsund tonn. Er það langt undir
mörkum í gildandi aflareglu sem
þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun
geti ráðlagt veiðar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá stofnuninni hefði
magnið þurft að vera, gróflega áætl-
að, að minnsta kosti 6-8-falt meira til
að gefinn hefði verið út loðnukvóti.
Matið byggist á mælingum
þriggja skipa, RS Árna Friðriksson-
ar, ásamt loðnuskipunum Hákoni
EA-148 og Polar Amaroq. Tvö önnur
veiðiskip komu einnig að verkefninu.
„Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður
náðist með samstilltu átaki þriggja
mæliskipa og tveggja leitarskipa,
heildaryfirferð frá Hvalbakshalla
fyrir suðaustan land og þaðan norð-
ur um og suður fyrir Víkurál út af
Vestfjörðum. Hafís hindraði mjög
yfirferð í Grænlandssundi,“ segir á
heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.
Á laugardag var byrjað á annarri
yfirferð loðnumælinga, en Árni Frið-
riksson, Polar Amaroq og Aðalsteinn
Jónsson taka þátt í þeim. aij@mbl.is
Loðnuleiðangur í janúar 2020
Dreifing og þéttleiki loðnu
13.-25. janúar
Leiðangurslínur
þriggja skipa, RS Árna
Friðrikssonar, ásamt
loðnuskipunum
Hákoni EA-148
og Polar
Amaroq
Þéttleiki
(t/sjm2)Heimild:
Hafrannsókna-
stofnun
Hefðu þurft 6-8
sinnum meira
Loðnumælingar langt undir mörkum