Morgunblaðið - 04.02.2020, Page 9

Morgunblaðið - 04.02.2020, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Umeraðræðaeittglæsilegastahúsið ímiðbæReykjavíkur staðsettáhorniLaugavegsogVatnsstígs.Eigninskiptist í kjallara,götuhæðogþrjárskrifstofuhæðiraukgeymslulofts. Lyftaer íhúsinuognærhúnúrkjallaraoguppá4.hæð.Húsið erreisulegtogmjögfallegt.Aðinnaneruskrautlistarámörgum stöðumogýmsarskreytingarsemgefahúsinuvirðulegt yfirbragðogmikilprýðiaf.Reynthefurveriðaðviðhalda upprunalegumglæsileikaeignarinnar. Áefrihæðumermikiðumskrautalista í loftumoghurðargerefti erumeðfallegumunstrioggefurhúsinufallegtyfirbragð. Lóðinerbaklóðogerhægtaðlokahennimeð járnhliði. Sér afnotareiturLaugavegs31erviðhúsið. Lóðinerhellulögð. SALA FASTEIGNA SÍÐAN 1957 Grensásvegur 11 Sími 588 9090 www.eignamidlun.is SverrirKristinsson Löggiltur fasteignasali Sími 8618514 KjartanHallgeirsson Löggiltur fasteignasali Sími8249093 FREKARI UPPLÝSINGAR LAUGAVEGUR 31 TIL SÖLU Verð kr. 570 millj. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur auglýst útboð annars áfanga á breikkun Suður- landsvegar milli Hveragerðis og Sel- foss. Tilboð verða opnuð 3. mars nk. Fram kemur í auglýsingu Vega- gerðarinnar að óskað er eftir til- boðum í annan áfanga í breikkun hringvegar milli Biskupstungna- brautar og Hveragerðis. Lengd útboðskaflans er 7,1 kíló- metri. Hann er á milli Gljúfurholtsár og Biskupstungnabrautar. Um er að ræða nýbyggingu hringvegar að hluta og endurgerð núverandi hring- vegar að hluta. Einnig gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbygg- ingu Ölfusvegar, breytingu Þóru- staðavegar og Biskupstungna- brautar sem og gerð heimreiða. Fimm steyptar brýr Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Verkinu skal að fullu lokið 29. september 2023. Útboðsgögn verða aðgengileg frá og með föstudeginum 31. janúar 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt fyrir kl. 14.00 þriðju- daginn 3. mars 2020. Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóð- endum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð. Útboðið er einnig auglýst á Evr- ópska efnahagssvæðinu, að því fram kemur í auglýsingunni. Fyrsti áfangi breikkunar Suður- landsvegar, „Gljúfurholtsá – Varmá“ var boðinn út árið 2018 og hófust framkvæmdir í árslok það ár. Samið var við Íslenska aðalverktaka, sem áttu lægsta tilboðið, 1.361 milljón króna. Þessi hluti verksins fólst í breikkun hringvegar ásamt gerð nýrra gatnamóta við Vallaveg og Ölfusborgaveg, auk hliðarverka. Heildarlengd kaflans er um 2,5 kíló- metrar. Opnað var fyrir umferð á vegakaflann í október í fyrra og ÍAV lauk verkinu í nóvember. Verki lokið á árinu 2024? Fram kom í fréttum síðasta haust að gengju áætlanir stjórnvalda eftir yrði lokið við breikkun Suðurlands- vegar á milli Hveragerðis og Selfoss, fyrir utan brú á Ölfusá, á árinu 2024. Í framhaldinu verði ráðist í fram- kvæmdir á milli Fossvalla og Bæj- arháls í Reykjavík. Eftir það verður öll leiðin frá Vesturlandsvegi að Sel- fossi komin með aðskildum akbraut- um með vegriði á milli. Unnið verður að undirbúningi vegar frá Biskupstungnabraut að nýrri brú yfir Ölfusá hjá Selfossi. Reiknað er með að sú framkvæmd verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila og hefur ekki verið tíma- sett. Ráðgert er að brúin verði ríf- lega 300 metra löng, með turni á Efri-Laugardælaeyju, í miðri Ölf- usá. Bjóða út breikkun Suðurlandsvegar  2. áfanga vega- lagningar á að ljúka haustið 2023 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Suðurlandsvegur Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka unnu að breikkun vegarins í fyrra. Verkinu lauk í nóvember. 2. áfangi Kortagrunnur: OpenStreetMap I N G Ó L FS - FJA L L Ölfusá Va rm á G ljú fu rh ol ts á Hveragerði Kotströnd Bi sk up st un gn ab ra ut Selfoss Reykjavík Þo rlá ks hö fn /Þ re ng sli Gr ím sn es Flói 2. áfangi Fyrirhuguð lega hring- vegar og brúar yfi r Ölfusá Núverandi vegstæði Núverandi lega hringvegar Ölfusárbrú Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss 1. áfangi Nýtt vegstæði Nýtt hringtorgÖL FU S Lengd: 7,1 km

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.