Morgunblaðið - 04.02.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.02.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Útivistarskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is • Leður • Vatnsheldir • Vibram sóli Verð 19.995 Stærðir 36 - 47 Le Florians asons Í framhaldi frétta af uppsögnum hjá Bíói Paradís sem sér fram á að ráða ekki við hækkandi rekstrar- kostnað vegna hækkandi leigu, hafa bæði Sambíóin og Sena, sem rekur kvikmyndasali Háskólabíós, lýst yfir áhuga á mögulegu sam- starfi við Bíó Paradís. Fram kemur í tilkynningu frá Sambíóunum að forsvarsmenn þeirra hafi viðrað þá hugmynd við framkvæmdastýru Bíós Para- dísar, að bíóið fái hluta af sölum Sambíóanna í Kringlunni undir sína starfsemi. Er sagt að for- svarsmenn Kringlunnar séu mjög jákvæðir í garð þessarar hug- myndar. „Kringlan er mjög miðsvæðis og öll þjónusta mjög góð í Kringl- unni. Sambíóin Kringlunni eru mjög vinsæl fyrir eldri markhóp- inn og þá sem vilja sjá vandaðar myndir. Óskarsverðlaunamyndir hafa verið mjög vinsælar í Kringl- unni ásamt því sem þar hafa verið óperusýningar í beinni frá Metró- pólitan óperunni. Bíóið er einnig vinsælt í fjölskyldumyndum og hentar því afar breiðum hópi bíó- unnenda,“ segir enn fremur. Þá segir að góð bíómenning sé metnaðarmál Sambíóanna. Stjórnendur Senu vilja bjóða Bíói Paradís aðstöðu í Háskólabíói og eru tilbúnir að skoða hvaða rekstrarform sem er svo hægt sé að tryggja áframhaldandi starf- semi þessa mikilvæga menningar- kvikmyndahúss, sagði Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Senu, í samtali við mbl.is. Hann hrósar góðu starfi sem unnið hefur verið í Bíói Paradís og segir það mikilvægt. „Hluta af þessu höfum við verið að gera í Háskólabíói, við erum að sýna listrænar myndir og höfum lagt áherslu á íslenskar kvik- myndir,“ er haft eftir Jón Diðrik. „Við höfum viljað bjóða Bíó Paradís velkomið í Háskólabíó og tryggja að það sé öflugt menning- arbíó til og við erum til í að skoða hvers konar rekstrarform í því svo hægt sé að tryggja áfram menningarlega kvikmyndahúsa- starfsemi, fræðslu og fleira.“ Bæði Sambíóin og Sena sýna rekstri og sýningarstefnu Bíós Paradísar áhuga Morgunblaðið/Golli Fjölbreytileiki Gestir á sýningu í Bíói Para- dís þar sem sýndar eru kvikmyndir víða að. Bandaríski rithöfundurinn Mary Higgins Clark, sem áratugum sam- an hefur verið í hópi vinsælustu og söluhæstu glæpasagnahöfunda, er látin 92 ára að aldri. Bækur Higg- ins Clark hafa, samkvæmt The New York Times, selst í meira en eitt- hundrað milljónum eintaka í Bandaríkjunum einum en nutu jafn- fram vinsælda víða um lönd. Og hún skrifaði nánast til dauðadags en síðasta saga hennar kom út í nóvember síðastliðnum. Í flestum bóka Higgins Clark var söguhetjan kona og illmennið karl; sjálf sagðist hún skrifa um gott fólk sem lenti í því að lífi þess væri um- turnað. Sérfræðingar segja sögur hennar byggðar á fyrirsjáanlegum formúlum sem dyggir lesendur hafi augsýnilega kunnað vel að meta, því höfundurinn kunni að segja góðar sögur. Fyrsta bók Higgins Clark kom út árið 1975, hjá Simon & Schuster- forlaginu sem gaf út allar 56 spennubækur hennar. Í yfirlýsingu frá forlaginu segir að þær hafi allar náð frábærri sölu. Kvikmyndir voru gerðar eftir tveimur bókanna og sjónvarps- þættir eftir þeim nokkrum. Þá samdi Higgins Clark einnig nokkr- ar barnabækur og samdi fimm bækur með dóttur sinni, Carol Higgins Clark, sem einnig er vin- sæll höfundur. Glæpahöfundurinn Higgins Clark látin Mary Higgins Clark Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það verða mjög margar háar nótur, flúr og fjör,“ segir Herdís Anna Jón- asdóttir sópran sem ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara kemur fram á fyrstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg í dag, þriðjudag, kl. 12. „Háa raddsviðið er yfirleitt ekki vandamál hjá mér, það er frekar í hina áttina,“ segir Herdís Anna og tekur fram að einstaklega gott sé að syngja í Hafnarborg þar sem hljóm- burðurinn sé góður og andrúms- loftið fínt. Syngur sem strákur, nývöknuð stúlka og ástfangin mær Á efnisskránni eru þrjár aríur eft- ir Giuseppe Verdi, Vincenzo Bellini og Gaetano Donizetti. „Þetta verður mjög létt og skemmtilegt pró- gramm. Allt eru þetta aríur sem mér finnst mjög gaman að syngja,“ segir Herdís Anna þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. „Eftir Verdi syng ég aríuna „Saper vorreste“ úr óp- erunni Un ballo in maschera eða Grímuballinu. Þar bregð ég mér í hlutverk stráksins Oscars sem neit- ar að segja Renato hvaða búning Riccardo klæðist á grímuballinu þar sem hann vill ekki svíkja herra sinn,“ segir Herdís Anna og rifjar upp að þau Ólafur Kjartan Sigurð- arson hafi sungið hlutverk Oscars og Renato í uppfærslu Ríkisleikhússins í Saarbrücken í Þýskalandi fyrir nokkrum árum þar sem Herdís Anna var fastráðin á árunum 2013 til 2018. „Eftir Bellini syng ég lokaaríuna úr La sonnambula eða Svefngengl- inum sem nefnist „Ah! non credea mirarti“. Þar er Amina nývöknuð og syngur um hamingju sína. Þetta er ein af þessum óperum þar sem kon- an er veik og læknast ekki fyrr en ástin hennar kemur til hennar á ný. Þetta er galin saga og því skiljanlega ekki oft flutt í dag. Hins vegar er tónlistin alveg yndisleg,“ segir Her- dís Anna og tekur fram að hún hafi ekki sungið hlutverkið á sviði. Það eigi einnig við um síðustu aríu tón- leikanna. „Eftir Donizetti syng ég ástararíu Lindu úr óperunni Linda di Chamo- unix. Linda var á leið til fundar við elskhuga sinn, en missti af honum þar sem hún kom of seint,“ segir Herdís Anna og tekur fram að þrátt fyrir að hafa misst af elskhuganum syngi Linda af gleði um ástina. Vildi aukið frelsi Sem fyrr segir var Herdís Anna fastráðin við Ríkisleikhúsið í Saar- brücken í Þýskalandi. „Vorið 2018 ákvað ég að flytja til Berlínar þar sem ég starfa sjálfstætt,“ segir Her- dís Anna og tekur fram að sér hafi þótt nauðsynlegt að breyta til. „Mér fannst ég aðeins of bundin og aðeins of langt frá Íslandi meðan ég var í Saarbrücken og ákvað því að breyta til. Ég er svo heppin að geta reglu- lega komið hingað heim til að vinna,“ segir Herdís Anna sem söng hlut- verk Víólettu í La traviata í hjá Íslensku óperunni í Hörpu fyrir ári, en fyrir frammistöðu sína þar hlaut Herdís Grímuverðlaunin sem Söngvari ársins. „Ræturnar eru sterkar og því er alltaf jafn gaman að koma heim að syngja,“ segir Her- dís Anna og tekur fram að íslenskir áheyrendur séu alltaf jafnyndislegir. Aðspurð segir Herdís Anna að leikhúsið kalli enn á sig, en hún njóti þess að geta núna sungið meira af nútímatónlist og barokktónlist, sem hún gat ekki meðan hún var fastráð- in. „Mér finnst æðislegt að hafa frelsi núna til að velja mér mín eigin verkefni. Mér finnst skemmtilegast að hafa þetta sem fjölbreyttast,“ segir Herdís Anna sem að þessu sinni stoppaði á Íslandi í tvær vikur og nýtti tækifærið til frekara tón- leikahalds, meðal annars í Mengi og á Myrkum músíkdögum sem lauk um helgina. Morgunblaðið/RAX Hádegistónleikar Herdís Anna Jónasdóttir og Antonía Hevesi koma fram. „Margar háar nótur“  Herdís Anna Jónasdóttir syng- ur í Hafnarborg Andy Gill, stofnandi og gítarleikari bresku ný- bylgjurokk- sveitarinnar Gang of Four, er látinn, 64 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir að hafa glímt um skeið við önd- unarfærasjúkdóm. Gill var í list- námi í Leeds þegar hann stofnaði hljómsveitina árið 1976 ásamt söngvaranum Jon King, bassaleik- aranum Dave Allen og trymblinum Hugo Burnham. Nafnið sóttu þeir í alræmda klíku kínverskra kommún- istaleiðtoga á tímum Menningar- byltingarinnar. Þeir höfðu orðið fyrir áhrifum af fyrstu pönksveitum Bretlands og Bandaríkjanna en léku tónlist sem var þróaðri og fram- sæknari, leidd af einstaklega frum- legum og persónulegum gítarleik Gills. „Við að hlusta á Gang of Four heyrði fólk að pönkbyltingin hafði riðið yfir – en þetta var svo sannar- lega ekki pönk,“ sagði Gill. Tónlist Gang of Four var gjarnan ágeng og hvöss, og sérkennilega höktandi þar sem gítar-riff Gills fylltu upp í þagnir, en samt þótti hún dansvæn. Tónlistin náði aldrei þeirri alþýðuhylli, sem iðulega var spáð, en engu að síður hafði hún mjög mikil áhrif á aðra tónlistar- menn. Þar á meðal voru meðlimir INXS, Rage Against the Machine, Franz Ferdinand og Nirvana en þeir síðastnefndu fengu Gill til að stjórna upptökum á fyrstu plötu sinni. Gang of Four lagði nokkrum sinn- um upp laupana en Gill endurvakti hana alltaf og var að lokum einn eft- ir af stofnendum sveitarinnar en hélt áfram að koma fram. Andy Gill höfuðpaur Gang of Four allur Andy Gill Rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir kemur fram á Bókmenntakvöldi í Bókasafni Seltjarnarness í kvöld, þriðjudag, klukkan 19.30 til 20.30. Bergþóra mun lesa upp úr og ræða við gesti um sína fyrstu skáldsögu, Svínshöfuð. Sagan kom út í haust sem leið og vakti mikla athygli. Var hún til að mynda til- nefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna, hreppti Fjöruverðlaunin í flokki skáldverka og var valin besta skáldsagan af starfsfólki bókaverslana. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí í bókasafninu í kvöld og eru allir velkomnir. Bergþóra segir frá Svínshöfði í kvöld Bergþóra Snæbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.