Morgunblaðið - 07.02.2020, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 7. F E B R Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 32. tölublað 108. árgangur
Fagnaðu vetri
með Touareg Tilboðsverð Offroad+
9.850.000,-
HEKLA · www.hekla.is/volkswagensalur
FRUMFLYTUR
NÝTT VERK UM
LOFTSLAGIÐ
ÁRANGUR Í
ÖRYGGISMÁLUM
VEKUR ATHYGLI
ALFREÐ TEKUR VIÐ
ÞÝSKA HANDBOLTA-
LANDSLIÐINU
200 MÍLUR 24 SÍÐUR MIKILL HEIÐUR 26KRISTJÁN HRANNAR 28
Icelandair tapaði 7,3 milljörðum
króna á árinu 2019. Það er álíka
mikið tap og árið áður, en þá tap-
aði félagið sjö milljörðum króna.
Í tilkynningu frá félaginu segir
að helsta ástæða tapsins á árinu sé
kyrrsetning Boeing 737 MAX-
þotna félagsins, en allar þrjár vél-
ar félagsins af þessari gerð hafa
verið kyrrsettar síðan í mars á síð-
asta ári.
Bogi Nils Bogason, forstjóri fé-
lagsins, segir í tilkynningunni að
árið í fyrra hafi reynst mikil
áskorun, þar sem kyrrsetning
MAX-véla félagsins hafi haft for-
dæmalaus neikvæð áhrif á rekstur
félagsins. »12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppgjör Árið í fyrra reyndist mikil áskor-
un fyrir Icelandair, einkum vegna MAX.
Icelandair tapaði 7,3
milljörðum króna
Kannanir Íslandsstofu hafa leitt í
ljós að almennir neytendur erlendis
virðast ekki upplýstir um sérstöðu
íslenskra sjávarafurða hvað varðar
gæði. Hafa lönd eins og Noregur
þar töluvert forskot á Ísland.
Daði Guðjónsson, verkefnastjóri
hjá Íslandsstofu, segir í samtali við
200 mílur í dag að íslenskir útflytj-
endur hafi náð mjög góðum ár-
angri í markaðssetningu íslensks
fisks til dreifingar- og söluaðila,
sem viti að þeir geti stólað á gæði
vörunnar og framboð. Sú markaðs-
setning hafi hins vegar ekki náð til
neytenda. »200 mílur
Gæði sjávarafurða
ekki alkunn
Innflutningur svínakjöts jókst um
42% á síðasta ári. Gerði hann meira
en að vega upp þann samdrátt sem
varð í sölu á svínakjöti frá inn-
lendum framleiðendum þannig að
neyslan jókst í heildina. Innflutt
svínakjöt er nú fjórðungur af neysl-
unni. Búist er við auknum kjöt-
innflutningi í ár vegna opnunar
markaðarins fyrir fersku kjöti.
Svínabændur hafa enn ekki fundið
fyrir áhrifum þess. »14
Innflutningur svína-
kjöts jókst um 42%
Vetrarhátíð var sett í 19. sinn í gær þegar verk-
inu Sálumessa jöklanna eftir listamanninn Heimi
Frey Hlöðversson var varpað á Hallgrímskirkju.
Tók kirkjan á sig mynd jökuls sem var að
bráðna á meðan dropahljóðum bráðnandi jökul-
íss var breytt í tóna sem ómuðu undir.
Lagði nokkur fjöldi leið sína að kirkjunni til að
fylgjast með verkinu og vakti það mikla athygli.
Hátíðin stendur svo yfir til næsta sunnudags.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hallgrímskirkja bráðnaði fyrir augum viðstaddra
Rekja má 43 skipsströnd við landið á
síðustu 20 árum til þess að stjórn-
andi sofnaði. Í einu tilviki hafði
stjórnandi vakað í 40 klukkutíma
fyrir strandið. Rannsóknastjóri sigl-
ingasviðs RNSA segir þennan fjölda
uggvænlegan og það sé mikil mildi
að ekki hafi orðið banaslys í þessum
skipsströndum. Hann segir það aldr-
ei nógsamlega brýnt fyrir skip-
stjórnendum að þeir fái nauðsynleg-
an hvíldartíma.
Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður
fagráðs um siglingamál, segir að fag-
ráðið muni efna til ráðstefnu 19.
mars þar sem fjallað verður sérstak-
lega um þetta vandamál.
„Það sem slær mig svolítið illa er
að í júlí síðastliðnum urðu sex svona
strönd við góðar aðstæður. Við höf-
um verið ótrúlega heppin að það hafi
ekki orðið nein banaslys, eftir því
sem ég best veit,“ sagði Ásta. Hún
bendir á að tjónið sé samt mikið.
Bátarnir jafnvel ónýtir, fólk missi
vinnuna og svona óhöpp hafi keðju-
verkandi áhrif á þeim stöðum þar
sem bátarnir voru gerðir út. Andleg
líðan þeirra sem í þessu lenda bíði
þess jafnvel aldrei bætur.
Ásta segir að Íslendingar hafi náð
mjög góðum árangri varðandi öryggi
sjófarenda. Það verði ekki af okkur
tekið. Nú þurfi að taka á þessu stóra
vandamáli. Hún segir að samkvæmt
lögum eigi menn ekki að standa
lengri en 14 stunda vaktir. Erfitt sé
að fylgja því eftir.
M.a. verður fjallað um það á ráð-
stefnunni að Norðmenn settu reglur
um viðvörunarkerfi í brú skipa.
Hverfi skipstjórnandi frá stýri um
ákveðinn tíma fer viðvörunarkerfi af
stað. Einnig verða kynnt íslensk
verkefni sem vonandi skila góðum
árangri. Eitt þeirra er strandvari
sem les staðsetningu bátsins og
landsins og varar við ef hætta er á
strandi. Önnur lausn er ölduvari sem
varar við stórum öldum. Alda rís eft-
ir því sem nær dregur landi og það
ætti að geta komið að gagni. Eins
verður fjallað um það að sleppibún-
aður björgunarbáta sleppir þeim
ekki þegar bátum hvolfir. Ráðstefn-
an verður haldin í Stýrimannaskól-
anum og verður öllum opin.
aij@mbl.is, gudni@mbl.is
Stranda bátum sofandi
Mörg strönd vegna sofandi skipstjórnenda Ráðstefna um öryggi til sjós
MSofandi stjórnandi… »6