Morgunblaðið - 07.02.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 07.02.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 SMÁRALIND – KRINGLAN – DÚKA.IS Skóbakkar og mottur Þórunn Kristjánsdóttir Arnar Þór Ingólfsson „Þetta gekk mjög vel. Við urðum ekki vör við nein verkfallsbrot og ég held að það hafi almennt verið raun- in,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í gær. Hún var í verkfallsvörslu en alls fóru fimm hópar á vegum stéttarfélagsins í eft- irlitsferðir í leikskóla á höfuðborgar- svæðinu. Sólarhringslangt verkfall var í gær. Sólveig tók fram að ákaf- lega vel hefði verið tekið á móti þeim í leikskólunum sem voru heimsóttir. Hún kvaðst finna fyrir miklum stuðningi við kjaradeilu Eflingar. Fjölmörg börn voru send heim í gær vegna verkfallsins. Hópur Eflingar ætlaði í verkfallsvörslu á hjúkrunar- heimili á höfuðborgarsvæðinu í gær- kvöld. Mörg leikskólabörn í Reykjavík voru send heim laust fyrir hádegi í gær til þess að borða hádegismat. Þau gátu svo snúið til baka södd og sæl þegar foreldrar eða aðrir voru búnir að gefa þeim að borða. Margrét Elíasdóttir, leikskóla- stjóri á Blásölum í Árbæ, segir að þetta sé ekki almenn regla þar þótt þetta eigi við um mörg börn. Deild- irnar í leikskólanum séu mismun- andi samansettar. Þar var ein deild af fjórum lokuð í gær og öll börn af henni heima auk þess sem þjónusta á öðrum deildum raskaðist eitthvað. Hún segir að ekki hafi verið í boði að koma með nesti í gær, frekar en aðra daga. „Það kemur enginn með mat að heiman hérna inn. Við erum með þessa þjónustu, erum með mötuneyti hérna og erum ekkert að bjóða upp á það að það sé verið að koma með nesti hérna.“ Starfsdagur víða í dag Hún segir að flestir leikskólarnir verði lokaðir í dag vegna þess að um 80% leikskólanna í borginni höfðu ákveðið að hafa starfsdag í dag. Hún telur að í næstu viku verði foreldrar orðnir pirraðir og argir vegna sí- felldrar röskunar á þjónustu. Fundur í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar er í dag kl. 10.30. Sólveig er hóflega bjartsýn á að deilan leysist á þeim fundi. Verkfallsvarsla Leikskólar voru heimsóttir í gær til að kanna hvort verkfalli Eflingar væri framfylgt. Starfsdagur er í flestum leikskólanna í dag. Urðu ekki vör við verkfallsbrot  Eflingarfólk var við verkfallsvörslu í gær  Hætt við að foreldrar verði pirraðir vegna skertrar þjónustu Morgunblaðið/Eggert Guðni Einarsson gudni@mbl.is Félagar í aðildarfélögum BSRB sem semja við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg ætla að greiða atkvæði um verkfalls- boðun 17.-19. febrúar. Stefnt er að því að hefja aðgerðir í mars, hafi samningar ekki náðst þá. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað- ur BSRB, segir að um sé að ræða 18 félög innan BSRB og falla um 19 þúsund manns undir kjarasamn- ingana sem um ræðir. Yfir 9 þúsund félagar eru í Sameyki og vinna aðal- lega hjá ríki og borg. Um 6.700 eru samtals í félögum starfsmanna hinna ýmsu sveitarfélaga. Félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru um 1.200. Sonja Ýr segir að fyrirkomulag fyrirhugaðra aðgerða muni skýrast þegar nær þeim dregur. Félögin muni fá tíma til að fara yfir tillögur þar um. Hún segir að um verði að ræða skæruverkföll, en ekki alls- herjarverkfall. Aðgerðir hjá fé- lagsmönnum sem sinna hliðstæðum störfum hjá ríki eða sveitarfélögum um allt land verða samstilltar. At- kvæði verða greidd hjá hverju stétt- arfélagi og eftir því hjá hvaða vinnu- veitanda viðkomandi félagsmaður starfar. Sonja Ýr telur líklegt að at- kvæðagreiðslan verði rafræn. Landssamband lögreglumanna og Tollvarðafélagið hafa ekki verkfalls- rétt og munu því ekki boða til að- gerða. Félögin hafa lýst yfir stuðn- ingi við aðgerðirnar. Fangaverðir í Sameyki hafa ekki heldur verkfalls- rétt en styðja samt aðgerðirnar. Væntir þess að samið verði „Miðað við viðræðurnar undan- farna daga og síðustu vikur þá hef ég væntingar um að við náum að ljúka þessu farsællega og vonandi áður en til atkvæðagreiðslu eða aðgerða kemur,“ sagði Sverrir Jónsson, for- maður samninganefndar ríkisins. Hann segir að kjarabæturnar fel- ist ekki aðeins í launaliðnum heldur einnig í breytingum á vinnutíma sem geti verið verulegar lífskjarabætur. Hann segir að viðræður um um- fangsmiklar umbætur á starfsum- hverfi vaktavinnufólks hafi gengið vel. Góður samhljómur hafi verið á milli allra þátttakenda í þeim við- ræðum. Sverrir sagði að viðræðunum mið- aði vel og kvaðst hann hafa vænt- ingar um að viðræðum muni miða langt áfram á sameiginlegum fundi í dag og eftir atvikum um næstu helgi. „Gangi næstu dagar vel verða samningar vonandi undirritaðir áður en til atkvæðagreiðslu kemur. Það væri jafnvel hægt að gera kjara- samninga strax.“ BSRB undirbýr verkfallsaðgerðir  Um er að ræða 18 aðildarfélög með um 19.000 starfsmenn hjá ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélögum  Formaður samninganefndar ríkisins væntir þess að samningar náist áður en kemur til verkfalla Morgunblaðið/Golli Kjaradeila BSRB hefur verið án kjarasamnings í á 11. mánuð. Aðgangsstýring í spilara RÚV á net- inu verður aukin á næstu vikum með innleiðingu innskráningarkerfis, en nú þegar hefur verið innleidd að- gangsstýring fyrir spilarann sem varar sérstaklega við efni sem bann- að er börnum. Þetta kemur fram í svari RÚV við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort sjónvarpsefni sem er strang- lega bannað börnum, líkt og norska sjónvarpsþáttaröðin Exit, verði áfram aðgengilegt öllum í spilara RÚV eða hvort standi til að læsa því með aðgangsstýringu. Síminn sendi kvörtun til Fjölmiðlanefndar vegna málsins, en málið hefur enn ekki verið tekið fyrir hjá nefndinni. Í svarinu kemur jafnframt fram að fyrirhugað innskráningarkerfi muni ekki bara gefa kost á að læsa efni sem ekki sé ætlað börnum, held- ur geri það Íslendingum einnig kleift að horfa á efni, sem hingað til hafi eingöngu verið aðgengilegt á Íslandi sökum réttindamála, hvar sem er í Evrópu. Munu auka aðgangs- stýringar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.