Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 8

Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM MORA HNÍFUM Karl-Johan sveppahnífur Verð kr. 3.900 Tálguhnífar Verð frá kr. 3.230 Skeiðarkrókar Verð frá kr. 4.790 Smiðshnífur/sporjárn Verð kr. 1.890 Hnífsböð Verð frá kr. 1.520 Spónhnífur Verð kr. 5.980 Skátahnífar Verð frá kr. 4.280 augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vinnuhnífar Verð frá kr. 980 Flökunarhnífur Verð kr. 5.270 Vefverslun brynja.is L Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Eftir því sem Íslendingar kynn-ast Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE, betur verður þeim ljósara hve undarleg sú stofnun er. Í fyrradag var málflutningur í máli gegn Íslandi á hæpnum forsendum, svo ekki sé meira sagt, eftir að und- irdeild réttarins hafði gert sig hlægilega með úrskurði sínum um það hvernig Alþingi skyldi greiða atkvæði.    Þetta mál var til umfjöllunar í TýViðskiptablaðsins í gær og þar var efast um að málsmeðferð hjá MDE væri réttlát. Týr sagði: „Einn mikilvægasti þátturinn í réttlátri málsmeðferð er að unnt sé að áfrýja máli. Sá réttur er einskis virði ef sami dómarinn dæmir á efra stigi og dæmdi á því neðra. Það væri andstætt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu. En þannig er því þó einmitt farið hjá MDE. Íslendingurinn Róbert Spanó, sem sat í undirdeildinni, mun einnig sitja í efri deildinni!    Það er auðvitað enn ein-kennilegra í ljósi þess að Ró- bert er vinur lögmannsins sem rek- ur málið. Íslenskur aðstoðarmaður við MDE, Hildur Hjörvar, er svo fyrrverandi frambjóðandi Samfylk- ingarinnar og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Ekkert hefur verið upplýst um að- komu hennar að málinu og hvort hún eigi líka að vinna að því á báð- um stigum.“    Íslendingar eru heppnir að þessisérkennilegi dómstóll hafi ekki lögsögu hér á landi. Verst að sú staðreynd vefjist fyrir sumum. Óréttlát málsmeðferð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samherji hefur um nokkra hríð unnið að því að draga úr starfsemi í Nami- bíu með það fyrir augum að hætta rekstri í landinu. Nú hefur sam- stæðan óveru- legra hagsmuna að gæta í landinu miðað við umfang starfseminnar áð- ur, að því er segir í frétt á heimasíðu Samherja. Eitt skip Samherja er eftir í Namibíu, verksmiðju- togarinn Hei- naste. Samherji vinnur að því að gera Heinaste út í Namibíu og er unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við stjórnvöld þar. Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila. Í fréttinni fagnar Björgólfur Jó- hannsson, starfandi forstjóri Sam- herja, því að mál vegna Heinaste og skipstjóra þess hafi verið til lykta leitt fyrir dómi í Namibíu á miðvikudag. „Þetta skapar ný tækifæri í rekstri skipsins og við viljum að þau verði nýtt í Namibíu,“ segir Björgólfur. Skipið Saga er á leið í slipp vegna viðhalds og lagfæringa, en Geysir er við veiðar í Máritaníu þar sem ekkert af dótturfyrirtækjum Samherja fékk úthlutaðan kvóta fyrir skipið í Nami- bíu. Fulltrúar Samherja hafa fundað með þeim sjómönnum sem eiga í hlut og fulltrúum stéttarfélaga. Samherji mun leitast við að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Þá einkum þeim sem tengjast Hei- naste. „Undanfarið ár hefur Samherji unnið fullnaðarsigur fyrir namibísk- um dómstólum í deilumálum gagn- vart þarlendum samningsaðilum samstæðunnar,“ segir í frétt Sam- herja. „Undanfarna mánuði hafa sumir þessara aðila reynt að notfæra sér ásakanir á hendur Samherja í áróðursskyni til framdráttar sínum málstað. Í tengslum við slíka herferð hefur röngum upplýsingum verið dreift um eðli starfsemi Samherja í landinu. Samherjasamstæðan hyggst ekki leiða ágreining um slíkt til lykta á op- inberum vettvangi og mun gæta hagsmuna sinna vegna samnings- bundinna atriða eftir þar til bærum leiðum. Það er mat Samherja að sam- stæðan hafi staðið við, eða sé við það að standa við, allar skuldbindingar sínar í Namibíu.“ Draga úr starf- semi í Namibíu  Samherji segir röngum upplýsingum dreift Björgólfur Jóhannsson Alls hafa 1.242 reglugerðir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar verið felldar brott á síðustu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum úr sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu standa þá eftir ríflega 700 reglu- gerðir fyrir landbúnað, matvæli, fiskeldi og sjávarútveg. Í október felldi Kristján Þór Júl- íusson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, brott 1.098 reglugerð- ir og nú hafa 144 reglugerðir bæst við, 59 á sviði matvæla og landbún- aðar og 85 reglugerðir á sviði sjávar- útvegs og fiskeldis. Einföldun regluverks er meðal annars gerð með því að uppfæra, sameina og fella brott reglugerðir sem gerir það að verkum að reglu- verk verður aðgengilegra. Einnig er um að ræða reglugerðahreinsun sem fellir brott tímabundnar reglugerðir sem hafa ekki lengur gildi og felldar eru brott reglugerðir sem hafa verið settar með stoð í lögum sem hafa verið felld úr gildi. Einföldun regluverks Í fréttatilkynningu kemur fram að verkefnið sé unnið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið sé á um að gert verði átak í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings og lögð áhersla á skilvirka og réttláta stjórnsýslu. 1.242 reglugerðir felldar brott  Ríflega 700 reglugerðir standa eftir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar Fiskur Á hinum ýmsu sviðum at- vinnulífsins eru margar reglugerðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.