Morgunblaðið - 07.02.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.02.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Við Skógafoss Vatnavextirnir á Suðurlandi trufluðu ekki straum ferðamanna að Skógafossi. Að sjálfsögðu tilheyrir það upplifuninni að taka svo sem eina „sjálfu“ af sér við fossinn. RAX Þjóðaröryggisráð samþykkti í maí 2018 að efna til málþinga um fjölþáttaógnir (e. hybrid threats). Þriðja og loka- málþingið verður nú 27. febrúar og er kynnt á þann veg á vefsíðu Alþjóða- málastofnunar Há- skóla Íslands að rætt verði um hugtakið sjálft, varnir gegn fjölþáttaógnunum, vernd lýð- ræðislegra grunngilda og styrkt áfallaþol samfélagsins. Ákvörðun Þjóðaröryggisráðs um að efna til umræðna um þetta mál er rökrétt i ljósi þróunar í tækni og upplýsingamiðlun. Þetta mál- efni að snertir auk þess hvern og einn Íslending. Nauðsynlegt er að efla öryggisvitund almennings. Þegar málþingstillagan var sam- þykkt í ráðinu var rökstuðning- urinn meðal annars þessi: „Hnattvæðing og tækniþróun, einkum með tilkomu netsins, hefur gjörbreytt stöðunni á alþjóðavett- vangi undanfarin ár og skapað fjölmörg ný tækifæri en líka ógnir gagnvart öryggi einstaklinga og samfélagsins og grunnvallar- gildum.“ Sagt er að fjölþáttaógnir geti beinst gegn öryggi ríkisins og lýð- ræðislegri stjórnskipan. Þetta sé gert með því að grafa undan „tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu“. Ógnirnar geti birst sem hernaðarlegar aðgerðir, hryðjuverk, skemmdarverk, tölvu- og netárásir og undirróðurs- herferðir. Þær kunni að birtast sem „kröftugar áróðursherferðir, miðlun rangra eða villandi upplýsinga til að skapa samfélags- legan óróa“. Oft er talað um fjöl- þátta- og netógnir (e. hybrid and cyber threats) í sömu andrá, netið er sífellt meira notað til fjölþátta- ógna. Fyrir tilkomu þess urðu þjóðir og einstaklingar að sjálf- sögðu oft fyrir áreiti til skoðanamyndunar eða við töku ákvarðana – var þá einfaldlega talað um áróður eða innrætingu. Nú er á ensku einnig talað um strategic communications. Innan ESB heitir til dæmis deildin sem afhjúpar upplýsingafalsanir og er- lenda undirróðursstarfsemi The Strategic Communications Divi- sion and Information Environ- ments Division. Er deildin hluti af utanríkisþjónustu ESB og birtir vikulega netfréttabréf um það sem ber hæst í þessu efni og beinist gegn ESB eða aðildarþjóðum sam- bandsins. Kennir þar margra grasa. Segja má að það sé hluti örygg- ismálalæsis samtímans að átta sig á því hvað stendur að baki þessum hugtökum. Að mati Þjóðaröryggis- ráðs skiptir það svo miklu að þrí- þætt upplýsingamiðlun þess á mál- þingum snýst um þessi mál. Hvarvetna er lögð vaxandi áhersla á varnir á þessu sviði. Til dæmis sagði í lokayfirlýsingu leið- togafundar NATO-ríkjanna 4. des- ember 2019: „Við fjölgum nú tækjum okkar til að svara netárásum og styrkja hæfni okkar til að takast á við, halda frá og verjast fjölþátta- aðferðum sem beitt er til að grafa undan öryggi okkar og sam- félögum. „ Stafrænt Ísland Fyrir viku var tilkynnt að Andri Heiðar Kristinsson hefði verið ráð- inn stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ráðning hans er sögð hluti af því forgangs- máli ríkisstjórnarinnar að stafræn samskipti verði meginsam- skiptaleið almennings við hið op- inbera fyrir lok þessa árs. Ráðu- neytið hefur sett á fót verkefnastofu um stafrænt Ísland til að tryggja framgang markmiða ríkisstjórnarinnar. Þetta er löngu tímabært skref fyrir þjóð sem er í efsta sæti við mælingar á netnotkun þjóða Evr- ópu. Hér höfðu í fyrra 99% að- spurðra, 16-74 ára, notað netið undanfarna þrjá mánuði. Það er sama niðurstaða fyrir Ísland og árið 2018. Næstir koma Svíar og Norðmenn (98%), Danir og Sviss- lendingar (97%), Bretar, Lúx- emborgarar og Hollendingar (96%) og Finnar (95%). Lestina í Evrópu ráku Búlgarar, þar sem netnotkun var 68%. Þrátt fyrir þessa almennu net- notkun hér á landi höfum við stað- ið höllum fæti þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu. Nú er boðað átak til að auka hana. Það krefst aukins öryggis og jafn- framt að hér er notkun heima- banka mun meiri en almennt í Evrópu, 93%, en meðaltalið innan ESB er 58%. Netnotkunin endurspeglar að á Íslandi er eitt þróaðasta upplýs- ingasamfélag í heimi. Háhraða fjarskiptanet eru hér almenn og nánast öll þjóðin er tengd slíkum netum. Á alþjóðamælikvarða er Ís- land þar í efsta sæti, næst fyrir of- an Suður-Kóreu. Því miður er myndin þó svört þegar skoðaðir eru alþjóðalistar yfir netörygg- ismál, þar er Ísland í 58. sæti á milli Brasilíu og Kazaksthan. Tryggja verður netöryggi Samhliða því sem ríkisstjórnin leggur áherslu á gera netið að „meginsamskiptaleið almennings við hið opinbera fyrir lok þessa árs“ er óhjákvæmilegt að gera stórátak til að tryggja netöryggi. Fjölþáttaógnir og varnir gegn þeim snúa að því sem menn setja inn á netið. Með orðinu netöryggi er hér vísað til tölvuárása sem magnast ár frá ári og taka á sig ýmsar myndir. Íslendingar standa svona illa að vígi á netöryggissviðinu vegna þess að ekki er litið á þetta sem þjóðaröryggismál á sama hátt og gert er í öðrum löndum. Þar skil- greindu öryggis- og leyniþjónustur herja einstakra landa gæslu á þessu sviði sem eitt af meginverk- efnum sínum og reistu varnargirð- ingar í samræmi við það. Ekkert sambærilegt hefur gerst hér. Þá eru þeir sem sinna öryggis- gæslu á þessu sviði hér á landi heftir vegna pólitísks ótta við for- virkar rannsóknarheimildir. Þeir sem eiga að gæta þessa öryggis hafa takmörkuð ef nokkur úrræði til þess sem nefnt er ástand- sskoðun. Netverðir hafa ekki lög- bundnar heimildir til að fara um netheima og leita að váboðum sem kunna að breytast í ógn. Bent er á að væri veðurfræðingum bannað að nota gervitungl og tölvur við að leggja grunn að langtímaspám stæðu þeir illa að vígi við spár sín- ar. Í júní 2019 samþykkti alþingi lög um net- og upplýsingakerfi mikilvægra innviða. Lögin taka gildi 1. september 2020. NIS-tilskipun ESB að baki lög- unum er ætlað að tryggja öryggi sameiginlega EES-markaðarins. Í umsögn Póst- og fjarskiptastofn- unar (PFS) um frumvarpið sagði: „Um er að ræða þær lágmarks- kröfur sem Evrópusambandið hef- ur talið sér fært að gera til aðild- arríkja sambandsins, til að tryggja skilvirka starfsemi innri markaðs- ins, án þess að stíga inn á við- kvæmari svið er varðar öryggis- mál þeirra.“ Lögin fela PFS aukin verkefni og starfsemi netöryggissveitar PFS stóreykst með lögunum. Al- þingi fór þó ekki að óskum PFS um nýjar heimildir til að stuðla að auknu netöryggi. PFS eru settar „afgerandi skorður“ í þessu efni. Lögin tryggja netöryggissveitinni ekki heimildir til öflunar nauðsyn- legra upplýsinga til að nema ógnir, fyrirbyggja atvik og árásir og til að skapa heildarmynd af netógn- um í netumdæmi öryggis- sveitarinnar. Tilmæli og viðvaranir PFS um rannsóknarheimildir umfram EES-lágmarkskröfur voru hafðar að engu. Hér er engin viðleitni til sambærilegra varnaraðgerða og í öðrum löndum á þessu sviði. Í framhaldi af málþingum Þjóðarör- yggisráðs um fjölþátta ógnir ætti að taka til við lagasmíð í þágu ís- lensks þjóðaröryggis í netheimum. Eftir Björn Bjarnason » Íslenska netöryggis- sveitin hefur ekki heimildir til öflunar nauðsynlegra upplýs- inga til að nema ógnir, fyrirbyggja atvik og árásir. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Veikt þjóðaröryggi í netheimum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.