Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 18

Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 ✝ Sigríður Aðal-björg Lúðvíks- dóttir fæddist á Raufarhöfn 20. ágúst 1938. Hún var dóttir hjón- anna Lúðvíks Ön- undarsonar og Sig- urveigar Jóhannes- dóttur. Sigríður var næstyngst fimm systkina. Hin eru: Björn, f. 1929, d. 2008; Ása, f. 1931, búsett í Njarðvík; Helga Kristín, f. 1935, d. 2017 og yngstur var Guðmundur, f. 1941, d. 2006. Sigríður ólst upp hjá fjöl- skyldu sinni í húsinu Öldu á Raufarhöfn. Þar gekk hún í barnaskóla. Þegar hún var 15 ára á síldarplaninu á Rauf- á jóladag 1957 á prestssetrinu á Útskálum. Árið 1956 fóru þau að búa saman og bjuggu fyrstu tvö ár- in í Móhúsum, reyndar bara á sumrin og fram á haust þar sem kjallarinn var nýttur sem mötuneyti á veturna. Þá fluttu þau sig yfir á Meiðastaði einn vetur og svo aftur í Móhús. Einn vetur voru þau í húsinu Skálholti sem stóð þar sem kjörbúðin og ráðhúsið er nú. Þennan tíma voru þau að byggja og nutu dyggrar að- stoðar Ingvars föður Guð- björns. Þau fluttu svo inn í ný- byggt húsið Einholt hér í bæ, sem er Garðbraut 92, þann 4. janúar 1958. Árið 1961 eignuðust þau son- inn Ingvar Lúðvík Guðbjörns- son. Hann á tvær dætur, þær Heiðu Björk og Sigríði Ósk, maður hennar er Gísli Gíslason og eiga þau 3 syni. Útförin fer fram frá Útskála- kirkju í dag, 7. febrúar 2020, klukkan 15. arhöfn skaut Amor sínum örvum er hinn 18 ára sjó- maður Guðbjörn Ingvarsson lagði þar að bryggju með aflann. Það var ást við fyrstu sýn. Guðbjörn er fæddur 28. janúar 1935. Haustið 1954 kom Sigríður í Njarðvík. Þann 21. nóvember hittust þau Guðbjörn aftur í Krossinum í Njarðvík og höfðu þau sannarlega ekki gleymt hvort öðru. Það er ekki ofsagt að síðan þá hafa þau fylgst að, verið óaðskiljanleg. Í lok maí 1955 opinberuðu þau trúlofun sína og gengu svo í hjónaband Í dag kveð ég kæra mágkonu mína Siggu eins og hún var ávallt kölluð. Ég var bara átta ára þegar hún kom í fjölskyldu okkar. Það var mikil tilhlökkun að bíða eftir að fá að sjá hana þegar Gutti bróðir kom með hana heim. Hún var mér alltaf góð og þegar þau fóru að búa fékk ég oft að gista hjá henni þegar Gutti var á sjó og það var ekki leiðinlegt. Þá fékk ég að vaka lengi og svo var líka alltaf borð- að eitthvert gotterí á kvöldin sem var ekki venjan heima. Árin liðu og þegar ég varð eldri urðum við góðar vinkonur, oft mikið brallað og hlegið. Þegar ég var 13 ára fór ég með henni til Raufarhafnar þar sem ég fór í vist hjá Helgu systur hennar og var þar tvö sumur og líkaði vel. Svo á haustin kom Gutti að sækja okkur og var ekki alltaf vel fært. Man ég eftir að við lent- um í miklum snjó og Gutti þurfti oft að moka, við kom- umst á Blönduós og þar sem komið var kvöld gistum við á hóteli sem var mikið ævintýri og mín fyrsta hóteldvöl, og komumst við heim næsta dag. Eftir að ég fór að búa vorum við í eitt ár á loftinu hjá þeim í Einholti og það var mikill sam- gangur á milli okkar og góð ár liðu. Það var erfitt að horfa upp á þig veikjast, elsku Sigga mín, en nú er komið að leiðarlokum. Hvíldu í friði og ég veit að það verður vel tekið á móti þér hjá guði. Ég votta Gutta bróður, Inga Lúlla og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Hinsta kveðja, Matthildur. Sigríður Aðalbjörg Lúðvíksdóttir ✝ Gísli IngimarBjarnason fæddist 15. apríl 1930 á Uppsölum í Suðursveit. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu á Horna- firði 1. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason frá Upp- sölum og Þóra Sig- fúsdóttir frá Leiti. Gísli Ingimar eða Ingimar eins og hann var jafnan kallaður var elstur þriggja bræðra. En bræð- ur hans eru Pétur og Þorbergur Örn. Eiginkona Ingimars var Anna Þorgerður Benediktsdóttir. Þau hófu sambúð á Jaðri árið 1953 og sama ár eignast þau sitt fyrsta barn, en alls urðu börn Indru með barnsföður sínum Huldari Breiðfjörð. Næstelst er Maríanna. Sam- býlismaður hennar er Karl Jó- hann Guðmundsson. Eiga þau börnin Jón Þormar og óskírðan dreng. Fyrir á Karl börnin Jó- hann Má og Evu Rut. Yngstur er Bjarni Malmquist. Sambýliskona hans er Sigrún Elfa Bjarnadóttir og eiga þau dótturina Önnu Karen Malm- quist. Einnig fæddist Ingimar og Önnu andvana drengur á sama tíma og þau eignuðust Gunn- hildi. Fyrir átti Anna stúlkuna Ing- unni Ólafsdóttur. Börn Ing- unnar eru Lovísa Bylgja, börn hennar Friðrik og Inga Kristín; Anna Björg, maður hennar er Ívar Reynisson og eiga þau börnin Áróru Dröfn, Selmu Ýri og Kristján Reyni; Jóna Benný. Sambýlismaður hennar er Krist- inn Justiniano Snjólfsson. Útförin fer fram frá Kálfa- fellsstaðarkirkju í dag, 7. febr- úar 2020, klukkan 14. þeirra þrjú. Elst er Þóra Guðrún fædd 1953. Eiginmaður hennar er Bjarni M. Jónsson. Eiga þau tvær dætur, sú eldri er Lilja Rún, eiginmaður hennar er Anders Rom- undset og eiga þau börnin Storm Tor, Snædísi Tindru og Snæfríði Tíbrá. Yngri dóttir Þóru og Bjarna er Elísabet. Á hún börnin Birtu Maríu, Ríkharð Daða, Alexand- er Leó og Valdimar Max. Næstelst barna Ingimars og Önnu er Gunnhildur Elísabet fædd 1957. Eiginmaður hennar er Jón Malmquist Einarsson. Eiga þau þrjú börn, elst er Hanna. Á hún börnin Odda og Það er dottið á dúnalogn – þó í annarri merkingu en þú lagðir í þessi orð. Þú sagðir gjarnan að nú væri „allt dottið í dúnalogn“ og þá oftast eftir eitthvert ferða- lag eða annars konar geim. Þú ert hættur að hringja. Bara til að heyra í mér hljóðið, eins og þú sagðir alltaf. Seinasta símtalið frá þér kom nokkrum dögum áð- ur en þú kvaddir. Þú vildir vera viss um að síminn þinn virkaði þennan dag og hefur fundið á þér að komið væri að kveðjustund. Hugur þinn var einstakur að mörgu leyti, afi minn, enda hafð- irðu upplifað margt og fékkst mig oft til að hugsa svolítið um lífið og tilveruna. Þú valdir stundirnar gaumgæfilega til að segja frá þínum erfiðustu upplif- unum. Alltaf þannig að maður skildi lífið en ekki bara þig og þín viðbrögð. En hugur þinn var líka mikill, þú varst gjarnan á undan sjálf- um þér þegar hugurinn varð mikill. Sjálfsagt má segja að þess vegna hafi ég skilið þig svona vel og öfugt. Þegar ég var fjögurra ára klöngraðist ég upp fimm metra háan stigann sem lá við stafninn á hlöðunni. Bara til að segja hæ afi. Nú finnst enginn stigi lengur sem nær til þín – hvar sem þú ert. En vonandi get- urðu nú verið á fleiri en einum stað í einu eða svona komist að- eins hraðar yfir. Verið að heiman og heima á sama tíma. Hvort tveggja fannst þér jafn gott. Hver passar nú teppið mitt eftir að ég verð farinn? Ég veit það ekki afi. Ég veit að þú ert ekkert að spá í þessu lengur. Þetta er bara eitthvað sem við veltum fyrir okkur þarna eftir ferðina yfir fjöllin. Þegar þú fórst á hjúkrunarheimilið vild- irðu ekki taka neitt með þér og mér finnst það svo lýsandi fyrir þig. Þú varst ekki tengdur ver- aldlegum hlutum að neinu leyti. Þú tókst með þér minningar og vissir sennilega að það eru líka þær sem maður skilur eftir. Enda skilaðirðu góðu ævistarfi í þann bankann, oft alveg yfir- drifnu. Það kemur mér ekki á óvart að þú hafir kvatt í byrjun febr- úar. Janúar var þér alltaf erf- iður. Þó fannstu aðeins fyrir því að daginn væri tekið að lengja, svo var von á febrúar og hann var nú stystur, svo kom mars, apríl … Þá var tíminn kominn á það flug sem þú vildir hafa hann á og sólin að nálgast það að skína allan hringinn. Mig langar að kasta á eftir þér dúskum – fullt af rauðum dúsk- um. Alveg helvítis helling af dúskum – einum dúsk fyrir hvert skipti sem þú fannst ekki húfuna þína. En í staðinn skrifa ég þér þessi orð og reyni að finna leið til að halda áfram samtali við þig. Auðvitað ertu með húfuna. Ann- að kemur ekki til greina – og hún er með rauðum dúsk. Oft beið ég þess að þú kæmir heim úr ferðalögum. Því það kom fyrir að ég mátti ekki koma með. Hvert sem ferðinni var heitið, stundum bara út í land með hest- ana – að temja eða eitthvað álíka og ég þurfti að vera eftir heima. Þótt þessi ferð þín núna sé ólík öllum öðrum er komið að því að ég bið þig að bíða. Á grasbal- anum hinum megin. Þar sem ég mun alltaf sjá þig fyrir mér í hestaflóðinu að gera upp bandið, hallandi undir flatt og með svita- perlu á enni. Bæði hrem- mennskulegan og tattinn. Ég þakka þér fyrir allt, sér- staklega tímann sem þú gafst mér, stundirnar, árin – elsku afi. Við heyrumst og sjáumst. Þess óskar stelpan þín, Hanna. Ingimar á Jaðri er stórt nafn í reiðsögunni. Hreystimenni og öðlingur. Annar eins höfðingi og garpur er vandfundinn. Ingimar var vinmargur enda gæddur kímni, sögumaður og sjaldan óþyrstur. Tel ég hér genginn þann síðasta sem riðið hefur Skeiðará. Ingimar fékk hvert sumar kall að sunnan, skeyti eða hringingu frá mönnum eins og Hjalta í SÍS, Erni hjá Flugfélaginu eða Sveini í Völundi, þeir sendu bíl austur fyrir hesta Ingimars og Önnu. Helstu hestar Ingimars voru þeir Stígur og síðar Álfur. Hjónin voru beðin að koma með í ferð og taka með sér eins marga klára og kæmust í bílinn. Þeirra hestar voru viljugir og hrekklausir og auðvitað af Árn- aneskyninu. Þannig hafði Ingimar forystu fyrir þessum stórforstjórum og var traustsins verður. Hann var hokinn af reynslu, manna færastur í vötnum og kallaður Vatnamaðurinn. Auðna mín var að kynnast Ingimar fyrir rúmlega þrjátíu árum. Ég var þá að undirbúa ferð kringum Vatnajökul. Gunn- ar Dungal benti mér á Ingimar, enda var hann hafsjór og upplýs- ingabanki yfir öll torleiði, beit- arhaga og vöð á þeirri leið. Kunnugur norðan jökla sem á Lónsöræfum. Allt sem hann miðlaði kom mér að gagni. Hann tók af mér loforð um að ég kæmi að ferðalokum til sín að Jaðri og segði frá. Er sú heimsókn mér afar minnisstæð, bæði að hitta þenn- an dánumann, hlusta og ræða. Áhugamál okkar voru þau sömu. Frásögn af þessari heimsókn rataði inn í nýútgefna bók mína og verður ekki endurtekin hér. Ingimar vildi vita allt sem við- kom hestaferðum fram á það síð- asta. Við hittumst á Höfn hin síð- ari ár. Eftir fyrstu heimsókn mína lagði ég mig fram um að komast um hlaðið á Jaðri og það var mér ánægjulegt og kært að sitja með þeim Önnu meðan túr- istar mínir gengu um hlöðin á Kálfafellsbæjunum að afloknum kaffisopa. Eitt er það sem stend- ur upp úr. Ingimar sagði mér að hann héti Gísli Ingimar þó svo þjóðskrá segði ekki frá því og hann sæmdi mig sem vin sinn með þeim hætti að ég mætti kalla sig Gísla hér eftir. Ekki minnist ég þess að hafa fengið jafn mikinn hróður í annan tíma og þetta batt okkur tryggða- böndum. Ég er eilíft stoltur af þessari rausnargjöf. Öræfingar sögðu mér að ekki færi milli mála þegar Ingimar riði um héruð því svo kappsamur var hann að hann lét sig ekki muna um að fara frá Klaustri og heim í einum spretti. Áði sjaldn- ast, skipti bara um reiðhest og hélt áfram. Engin furða, heima beið hans ein af blómarósum Ís- lands, Anna Þ. Benediktsdóttir (d. 2007), kona hans. Á Jaðri var ekki í kot vísað og sérstaklega meðan Önnu naut við, blíð, traustvekjandi og ákaflega fríð kona sem hafði hlýja nánd. Eftir fráfall hennar gisti ég á Jaðri endrum og sinnum og alltaf var jafn gaman að tala við og hlusta á gamla manninn, sögurn- ar, maður lifandi, allt kvöldið! Ingimar lifði lífinu lifandi, það gustaði af honum, hann vílaði ekkert fyrir sér, einbeittur, áræðinn, djarfur og farsæll. Á þessum tímamótum þakka ég vináttu, félagsskap og öll samtölin. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Ólafur Schram. Gísli Ingimar Bjarnason kemur ekki til með að hverfa. Við nýttum tímann vel og ég verð alltaf þakklátur fyrir allar okkar minningar saman. Úlfur. Það er með miklum söknuði sem við starfsmenn Port 9 kveðj- um Sigurð Darra. Með kæti sinni lífgaði Sigurður upp á andrúms- loft staðarins og við segjum af einlægni að það voru forréttindi að fá að starfa með og kynnast honum. Sigurður Darri bjó yfir mörg- um eiginleikum sem gerðu hann gífurlega viðkunnanlegan. Hjálp- semi hans var þrotlaus, velvild hans gagnvart öðrum óþreytandi og fallegi smitandi hláturinn hans kætti okkur trekk í trekk. Það er með mikilli sorg og trega sem við horfum á eftir vini okkar Sigurði Darra. Við vottum fjölskyldu hans, vinum og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna Port 9, Gunnar Páll Rúnarsson. Elsku Siggi minn. Það er erfitt að hugsa til þess að lífið haldi áfram eftir að þú ert farinn. Þegar ég fékk fréttirnar af þér þá hrundi heimurinn og ég veit að lífið verður aldrei eins án þín en ég er svo ótrúlega þakk- látur fyrir að hafa átt þig sem vin í öll þessi ár. Ég hef ekki upplifað jafn mikið með neinum öðrum eins og með þér. Við höfum geng- ið í gegnum allt saman, ég og þú. Við bjuggum til svo ótrúlega margar minningar. Við sáum heiminn saman. Allar utanlands- ferðirnar, sundferðirnar, tón- leikaferðirnar og skíðaferðirnar eru ómetanlegar minningar í dag. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, en nú skilur leiðir. Hvíldu í frið,i elsku vinur. Elska þig og sakna þín. Þinn vinur, Einar Atli. Sigurður Darri var gæddur mannkostum sem auðguðu líf allra okkar sem honum kynnt- umst. Viðhorf hans til tilverunnar einkenndist af áhyggjuleysi og gleði. Þetta áhyggjuleysi var ekki áunnið eða lært – það var honum eðlislægt og ég viðurkenni að oft öfundaði ég hann af því. Við fór- um reglulega saman í Vesturbæj- arlaugina á kvöldin og síðustu mánuði hafði Siggi alltaf sótt mig á pallbílnum sínum, ýmist með Dylan eða Neil Young í botni. Hann lækkaði í tónlistinni þegar ég settist inn, nógu lítið til þess að viðhalda stemningu en samt nógu mikið til þess að hægt væri að tala saman. Á leiðinni ruddi ég út úr mér hinu og þessu sem ég hafði verið að ofhugsa þann dag- inn. Siggi, hreinskilinn en sann- gjarn, svaraði yfirleitt á sama hátt: „Jón, í alvörunni, hverjum er ekki drullusama? Þetta skiptir engu máli.“ Siggi sá í gegnum hina daglegu hysteríu og þetta, í bland við einlægt bros og smit- andi hlátur, var yfirleitt nóg til þess að toga mig upp á hans plan. Áhyggjuleysið átti sér fleiri birtingarmyndir. Þannig hafði Siggi gert það að listgrein að týna eða gleyma hlutum hér og hvar um bæinn. Þegar við vorum í MR var fastur liður að mæta í cösu- kjallara, setjast í sófann og finna þar símann hans Sigga, lykla, kort eða hvaðeina sem hann hafði haft með sér út úr húsi. Alltaf skilaði þetta sér þó aftur til hans og oftast áður en hann hafði áttað sig á að nokkru hefði verið týnt, eins og búmerang sem hafði verið kastað út í kosmósinn með hæfi- legri blöndu af kæruleysi og ör- yggi. Siggi var metnaðarfullur og ákaflega verksamur. Á sama tíma var hann ósérhlífinn og alltaf boð- inn og búinn að leggja hverjum lið sem þurfti. Hann skipulagði fram í tímann en var líka staðráð- inn í því að njóta dagsins og stundarinnar. Ekki einn þeirra sem áttu það fyrir sér að festast í viðjum vanans. Hann var ævin- týramaður og tók skyndiákvarð- anir; naut þess að láta lífið koma sér skipulega á óvart og ég þekki fáa sem hafa iðkað þá jafnvæg- islist af jafnmikilli kostgæfni. Af öllu þessu leiddi að Siggi var vinmargur og það hefur skin- ið í gegn undanfarna daga hve mörgum hann var traustur félagi. Hann lét sig aðra varða, var áhugasamur um hagi manna og hélt sambandi við fólk sem mér hefði aldrei dottið í hug að hann þekkti jafnvel og raun bar vitni. Við kynntumst á fyrsta árinu í MR og þótt Siggi væri úr Hafn- arfirði hafði hann á skömmum tíma myndað sterk tengsl við alla vini okkar strákanna úr Vest- urbæ og Fossvogi (og raunar langt út fyrir okkar vinahóp). Lífsgleðin smitaði út frá sér. Um suma er sagt að þeir séu vinir vina sinna en Siggi var vinur allra, hann gerði ekki mannamun. Slíkir úrvalsmenn eru ekki á hverju strái og því er það óskilj- anlega grimmt að honum skuli hafa verið kippt út úr blóma lífs- ins á þennan hátt. Fjölskyldu Sigga sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þangað til næst, kæri vinur. Megi moldin verða þér létt sem fiður. Jón Kristinn. Elsku Sigurður Darri okkar. Við feðgin sitjum hér við að skrifa nokkur kveðjuorð til þín en eigum erfitt með að sjá á skjáinn þar sem bæði sorgar-og gleðitár renna í stríðum straumum niður vanga okkar. Við grátum það að að þú skulir ekki lengur vera með okkur í lif- anda lífi en gleðjumst um leið yfir því að hafa fengið að vera með þér þann tíma sem okkur var gef- inn. Við erum þakklát fyrir minn- ingarnar um allar þær gleði- stundir sem við vorum svo heppin að fá að njóta með þér. Við höfum fylgst með því af áhuga hversu vel þú fylgdir eftir draumum þínum og fundið fyrir stolti yfir því hversu vel þú stóðst þig í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það var sama hvort það var vinna, skólinn, hestarnir, hjálparsveitin eða ljósmyndun, með miklum metnaði og dugnaði náðir þú góðum árangri í öllu því sem þú sýndir áhuga. Þú lífgaðir upp á tilveru allra í kringum þig með væntumþykju, góðu skapi og hnitnum tilsvörum. Miðvikudags- og sunnudags- maturinn, jólin, borgarferðir, skíðaferðir, yndislegar stundir í hesthúsinu, hestaferðir, allir þeir viðburðir sem við höfum tekið þátt í með þér síðustu 23 árin, verða ekki samir án þín. Þú átt stóran sess í hjarta okk- ar og verður ávallt prinsinn okk- ar. Við heitum þér því að hjálpa foreldrum þínum og systrum í þeirra miklu sorg. Sjálf huggum við okkur við að það er góður hóp- ur sem tekur á móti þér, með ömmu Hinnu fremsta í flokki. Megi þér vegna vel á þínum nýja stað. Við munum halda minning- unni á lofti um yndislegan dreng sem var tekinn frá okkur öllum allt of fljótt. Elsku Rannveig, Bjössi, Sal- vör Svanhvít og Hinrika Salka, megi guð og allir góðir vættir styðja ykkur og styrkja. Þínir vinir Bjarni Þór og Steinunn Bjarna.  Fleiri minningargreinar um Sigurð Darra Björns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sigurður Darri Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.