Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 19

Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 ✝ Cinzia Fjóla Fi-orini fæddist 31. október 1971 í Bologna á Ítalíu. Hún lést 16. janúar 2020 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. For- eldrar hennar voru Giacomo Fiorini vaktmaður, f. 20. júlí 1940, d. 29. október 2007, og Paola Gemelli læknaritari, f. 29. júlí 1940. Systkini hennar: Gabriele, f. 26. ágúst 1960, d. 26. desember 2005; Simonetta verslunarkona, f. 5. nóvember 1962. Sonur hennar Eros Alber- tazzi, f. 14. mars 1988; Claudio rafvirki, f. 14. október 1965, kona hans Gabriela Carrara jarðfræðingur, f. 11. janúar 1967. Dóttir þeirra Adele nemi, f. 11. febrúar 2002. Cinzia Fjóla lætur eftir sig eina dóttur, Evu Sóleyju Björg- vinsdóttur nema, f. 1. ágúst 2001, og eiginmann, Björgvin Jónas Hauksson viðskiptafræð- ing, f. 28. mars 1969. Cinzia lauk stúdentsprófi frá ferðamálaskólanum E. Man- seinna og útskrifaðist sem grunnskólakennari. Á árunum 2008 til 2012 var Cinzia Fjóla deildarstjóri á leik- skólanum Lundabóli og lagði hún sérstaka áherslu á leiklist og útiveru. Meðfram störfum sínum þar vann hún í sjálfboða- starfi við ítölskukennslu fyrir börn Ítala á Íslandi, kláraði nám í Leiðsöguskóla Íslands og var í tvö ár formaður samtak- anna Móðurmáls - samtaka um tvítyngi. Til viðbótar við þetta tók hún að sér leiðsögn með ítalska ferðamenn um Ísland. Árið 2012 réð Cinzia sig til starfa sem grunnskólakennari hjá Kópavogsskóla í Kópavogi og lauk hún starfsferlinum þar. Hennar sérsvið þar voru leiklist og náttúrufræði og fékk hún ár- ið 2012 verðlaun skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir vefrit- ið Náttúrutíðindi þar sem verk- efnum og myndum úr skóla- starfinu var miðlað til aðstand- enda nemenda hennar. Á síðustu árum leitaði Cinzia meira inn á við og lagði stund á óhefðbundnar lækningar. Hún fór meðal annars á heilunar- námskeið og fleira. Þegar Fjóla féll frá var hún nánast búin að klára þriggja ára nám í hómó- patíu og vantaði örlítið upp á til að útskrifast sem hómópati. Útför Cinziu fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 7. febrúar 2020, klukkan 13. fredi árið 1993. Eftir það fékk hún ýmis störf, eins og tourist resort en- tertainer auk þess að vinna á veitinga- húsum, en ekki fast starf. Þess vegna, þegar henni bauðst starf á Íslandi árið 1994, tók hún því og fór út í óviss- una. Fyrstu tvö árin á Íslandi starfaði Cinzia á bóndabæ í Svarfaðardal. Hún náði góðum tökum á íslenskunni, enda ein- göngu töluð íslenska þar. Eftir það flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún fékk fast starf á leikskóla. Árið 1999 kynntist hún manni sínum Björgvini og fluttu þau saman í Garðabæ þar sem þau bjuggu megnið af sinni búskapartíð. Þau giftust hinn 19. maí 2001. Cinzia fékk starf árið 1999 sem leiðbeinandi á leikskólanum Lundabóli í Garðabæ en árið 2004 ákvað hún að fara í nám í grunnskóla- kennarafræðum í Kennarahá- skóla Íslands sem hún lauk með fyrstu einkunn þremur árum Mín elskulega vinkona er farin. Þegar þú komst til mín eftir jólin vissi ég ekki að þú komst til að kveðja mig. Ég elskaði þig eins og dóttur, við upplifðum undur ver- aldar eins og vináttuna, hlátur og að vinna saman, tai chi úti í garði og deila eplaköku á kaffihúsi. Því meiri gleði saman, þeim mun dýpri verður sorgin. Þú sem barð- ist frá fyrsta degi og ert hetjan í dag. Þessi yndislegu samskipti sem hófust með því að fara í gardínu- búð og kaupa efni, sem þú saum- aðir heima hjá mér er ég kenndi þér á saumavélina mína. Við deild- um leyndarmálum og hlógum saman. Þetta var sönn vinátta. Kveð þig yndislega vera sem komst frá Ítalíu til að vinna á Ís- landi og taka kennarapróf á ís- lensku. Kveð þig með tárum. Þetta er skrifað með pennanum sem þú komst með til mín. Ingigerður. Kveðja frá Kór Vídalínskirkju Hún kom til Íslands frá landi söngsins, kom til okkar í kórinn til að taka þátt í söngstarfi í Vídal- ínskirkju. Ekki eingöngu til að syngja hefðbundinn kirkjusöng við messur, heldur til að leggja á sig ómælda vinnu við að æfa og flytja falleg sönglög og smærri tónverk. Ekki eingöngu fyrir okk- ur sjálf, heldur til að veita öðru söngelsku fólki ánægjuna af því að heyra vel flutta tónlist sér til ynd- is og sálubótar. Hún kom frá landi söngsins þar sem áherslan hefur ávallt leg- ið á fallegum söng, „bel canto“, þar sem fegurstu söngraddirnar hafa hljómað um aldaraðir og tón- listin liggur í nöfnum fólks. Cinzia Fjóla Fiorini hafði mikla tónlistarhæfileika, fallega rödd og var fljót að tileinka sér þau verkefni sem lögð voru fyrir kórinn á hverjum tíma. Hún hafði einnig hæfileika og áhuga á svo mörgum öðrum sviðum mannlífs og lista. Hún fór í kennaranám og vann á leikskóla. Hún fór í nám í ferðamálafræðum og var leið- sögumaður fyrir ítalska ferða- menn um Ísland. Hún hafði mik- inn áhuga á andlegum efnum, sem kom fram í kennslustörfum hennar og umgengni við börn og ungmenni. Kynni okkar Cinziu Fjólu voru ekki löng. En auk kórstarfsins kynntumst við í tengslum við kennaranám hennar, þegar hún, ákveðin og dugleg, skellti sér í Kennaraháskólann. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að hjálpa henni við ritgerðasmíð sem tengdist námi hennar og að- stoða hana við að búa hennar óþrjótandi hugmyndir í þannig íslenskan búning, að hægt væri að leggja þær undir dóm há- skólakennaranna. Og náminu lauk hún til réttindaprófs. Í samstarfi okkar bar margt á góma. Cinzia Fjóla sagði mér frá reynslu sinni í skólanum og efni fyrirlestra prófessoranna. Þá rifjuðust upp hjá mér gleymdar uppeldiskenningar. Nöfn eins og Rousseau, A. Maslow og Montes- sori stóðu mér aftur lifandi fyrir hugskotssjónum. Einn maður var okkur báðum sérlega hug- leikinn. Það var Rudolf Steiner, sem enn í dag hefur geysimikil áhrif á allt uppeldisstarf. Má þar nefna Waldorf-skólana sem starfa um allan heim. Við vorum innilega sammála um að leggja ætti mikla rækt við einstakling- inn sem sjálfstæða og lifandi til- finningaveru og að listir og menning væru ríkur þáttur í skólastarfinu. En örlögin taka stundum í taumana. Cinzia Fjóla veiktist af erfiðum sjúkdómi og átti lengi í harðri baráttu. Hún hætti í kórn- um, en gerði samt tilraun til að koma aftur. En sú tilraun stóð stutt. Og í dag kveðjum við þessa vinkonu okkar með því að syngja yfir henni nokkur af þeim ljúf- lingslögum sem hún æfði með okkur á þeim tíma sem hún var í okkar hópi. En hún lifir áfram í minningunni, dökkhærð og ítölsk að yfirbragði, rösk og ákveðin í fasi og framgöngu, en umfram allt hlý og indæl sem félagi og vinur. Við kórfélagar hennar sendum eiginmanni hennar og dóttur ásamt ítalskri fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi þau í framtíðinni hafa styrk af minningunni um frábær- an einstakling, sem alltof snemma var frá okkur tekinn. F.h. Kórs Vídalínskirkju, Guðmundur Guðbrandsson. Dásamlega Fjóla okkar er fall- in frá. Fallegasta blómið. Fróð- leiksfús, forvitin, samviskusöm, næm, hæfileikarík og umfram allt kærleiksrík og nærandi við allt og alla. Hún svona fíngerð og falleg, en um leið svo sterk og öflug. Sterkur lífsvilji og ótrúlegur kraftur einkenndi Fjólu og hún var svo sannarlega ákveðin í að skora rækilega á meinið. Þótt bar- áttunni sé lokið er hún síður en svo töpuð, því við trúum því að Fjóla hafi verið kölluð til annarra og mikilvægra starfa handan þess sem við sjáum eða skiljum hér og nú. Fjóla elskaði náttúruna í öllu sínu litrófi og þar sameinuðumst við í áhuga okkar á náttúrulækn- ingum og hómópatíu, þar sem ein- stakt næmi Fjólu gerði hana að öflugum græðara. Við munum ylja okkur við allar góðu minningarnar og þær fjöldamörgu samveru- stundir sem við deildum. Sam- verustundirnar í skólanum, frá- bæru ferðina til Englands í fyrra og allt spjallið og vangavelturnar um hvernig við sem græðarar nýt- um okkur náttúruna til heilunar. Þar var Fjóla á heimavelli. Góðir dagar þegar sólin skín og þegar sólstafir og ljósbrot leika um minna okkur á Fjólu. Líka fín- gerð og falleg blóm í grýttum jarðvegi. Við sendum Björgvini og Evu Sóleyju okkar innilegustu samúð- arkveðjur vegna fráfalls Fjólu, sem og öðrum ástvinum sem nú eiga um sárt að binda. Þar til við hittumst á ný, fyrir hönd samnemenda og kennara í Iceland School of Ho- meopathy, Tinna. Það var um vorið 2012 sem Fjóla kom og sótti um starf kenn- ara við Kópavogsskóla. Það kom strax fram að hún var glaðlynd og hugmyndarík og hafði mikinn áhuga á að starfa sem kennari. Hún féll vel inn í starfsmannahóp- inn enda ein af þeim sem auðvelt er að vinna með. Fjóla lagði sig alltaf fram og hafði mikinn metn- að fyrir starfinu, var opin fyrir nýjungum og náttúran og um- gengni við hana var henni sér- stakt áhugaefni. Hún kenndi nátt- úrufræði á yngsta stigi og miðstigi og eitt af verkefnum hennar með nemendum sínum var að gefa út „Náttúrufræðitíðindi“ í rafrænu formi. Það framtak var verð- launað sérstaklega af Menntaráði Kópavogs vorið 2013 sem merki- legt frumkvöðlastarf í skólastarfi. Fjóla nýtti umhverfi skólans mik- ið í kennslunni og laufblöð og maðkar voru verðugt rannsóknar- efni nemenda svo eitthvað sé nefnt. Hún kenndi einnig ítölsku á unglingastigi og hafði mikinn áhuga á því að kynna nemendum móðurmál sitt og menningu heimalandsins sem hún var mjög stolt af. Kennslan var ekki alltaf auðveld og um margt að hugsa þegar nemendur eiga í hlut. Hún hafði velferð þeirra í fyrirrúmi og fór þá leið að leiðbeina á jákvæðan hátt. En það getur reynt á þol- inmæðina að vera kennari og stundum þurfti hún að leita ráða eftir krefjandi daga því hún vildi stöðugt gera betur. Fjóla hafði skoðanir á málefnum og var óhrædd við að eiga samtöl um þau, sérstaklega ef það snerist um náttúruvernd og heilbrigt mann- líf. Veikindi eru misalvarleg og stundum eru þau vágestur sem erfitt er við að eiga. Þegar Fjóla veiktist í fyrra skiptið tók hún því sem áskorun og reyndi alltaf að hugsa á jákvæðan hátt. Hún var frá vinnu í um ár og var mjög kát þegar hún kom aftur til starfa full af orku og áhuga. En því miður var það skammvinnt og vonbrigð- in mikil þegar nýtt mein uppgötv- aðist. Þá baráttu tókst henni því miður ekki að sigra og baráttan tapaðist nú í upphafi árs. Það verður söknuður að Fjólu og gleðinni sem henni fylgdi. Minn- ingin sem lifir er um lífsglaða og jákvæða konu sem sá bjartar hlið- ar á tilverunni. Starfsfólk Kópa- vogsskóla þakkar góð kynni og sendir innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda. Guðmundur Ásmundsson. Cinzia Fjóla Fiorini ✝ RagnhildurRósa Eðvalds- dóttir fæddist í Reykjavík 2. jan- úar 1929. Hún lést 26. janúar 2020 á Sólvangi í Hafnar- firði. Foreldrar hennar voru þau Eðvald Einar Stef- ánsson, skipa- smiður í Reykja- vík, f. 6. júlí 1887, d. 2. október 1971, og Ingi- björg Sigríður Andrésdóttir, f. 25. júlí 1893, d. 15. september 1955. Systkini Rósu voru þrjú: Hólmfríður Andrea Eðvalds- dóttir, f. 9. október 1926, d. 14. október 1932; Stefán Gunnlaugur Eðvaldsson, f. 24. október 1927, d. 3. febrúar 2009; og tvíburasystir hennar Katrín Eðvaldsdóttir, f. 2. jan- úar 1929, d. 10. nóvember 2019. Rósa ólst upp í Reykjavík og hóf snemma störf í Smjör- líkinu og vann þar allan sinn starfsaldur. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Gísla Benja- Fanney, f. 2010, og Róbert Eð- vald, f. 2019. d) Eirún Eð- valdsdóttir, f. 1987, eig- inmaður hennar er Gunnar Örn Jóhannsson, börn þeirra: Jóhann Mikael, f. 2007, Aníta Sóley, f. 2009, og Einar Gylfi, f. 2019. 2) Andrea Ingibjörg, f. 30. nóvember 1957, gift Ólafi Þorkeli Jóhannessyni, f. 4. júlí 1955. Þau eiga þrjá drengi. a) Gísli Freyr, f. 2. maí 1981, sambýliskona Sigurlaug Helga Pétursdóttir, börn þeirra: Embla, f. 2009, og drengur, f. 2020. b) Finnur Ólafsson, f. 30.janúar 1984, sambýliskona Ýr Lárusdóttir, börn þeirra Erik, f. 2012, og Aría, f. 2016. c) Beitir, f. 2. júlí 1986, sam- býliskona Eva Kolbrún Birg- isdóttir, börn þeirra eru Bæ- ron, f. 2015, og Elba, f. 2019. Fyrir átti Gísli þrjár dætur, Láru Margréti, Dagnýju Ólaf- íu og Helgu Jennýju. Rósa og Gísli hófu búskap sinn að Meðalholti 19, þegar Gísli féll frá bjuggu þau í Logafold, en þar höfðu þau byggt sér hús. Eftir fráfall Gísla flutti Rósa á Sléttuveg 17 þar til hún fluttist á Sólvang í októ- ber 2019 þar sem hún lést. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 7. febr- úar 2020, klukkan 13. mínssyni, f. 21. júní 1922, d. 18. maí 1991, þau gengu í hjónaband hinn 25. júlí 1953. Foreldrar hans voru þau Benja- mín Jón Gíslason og Margrét Svein- björnsdóttir. Rósa og Gísli eignuðust tvö börn. 1) Eðvald Einar, f. 22. ágúst 1951, d. 22. september 2008. Hann eign- aðist fjögur börn með eig- inkonu sinni Sigrúnu Jóhanns- dóttur, f. 19. nóvember 1952, þau skildu. Börn þeirra: a) Andrea Eðvaldsdóttir, f. 1974, börn hennar Elva Eik, f. 1992, Dagrún Sunna, f. 2005, og Viðja Sóllilja, f. 2007. b) Katr- ín Rósa Eðvaldsdóttir, f. 1981, gift Þorsteini Helga Stef- ánssyni, börn þeirra: Thelma Karen, f. 2000, Stefán Einar, f. 2007, og Sighvatur Óli, f. 2010. c) Fannar Eðvaldsson, f. 1982. Sambýliskona hans Diljá Pálsdóttir, börn þeirra: Anja Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Amma sem var alltaf svo sæt og fín, vel tilhöfð og hlaðin skarti. Allt fínt í kringum hana og skrautið svo mikið að stundum var varla hægt að hreyfa sig. Hress og kát og alltaf hlæj- andi, hló allavega að bröndurun- um mínum. Ég er þakklát fyrir þær stund- ir sem við áttum saman seinustu mánuði. Að hafa fengið að fylgja henni og aðstoða. Að hafa fengið að fíflast með henni á nýja heim- ilinu og kynnast vinkonum henn- ar þar. Ég vona að hún dansi nú með afa og knúsi hann pabba minn. Takk amma, takk fyrir allt. Andrea. Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir ✝ Sigurður Krist-insson fæddist á Akureyri 6. mars 1938. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 18. janúar 2020. Foreldrar Sig- urðar voru Kristinn Jónsson og Ástþrúð- ur Sveinsdóttir. Sigurður var þriðji í aldursröð átta systkina en þau eru Bergþóra, sem er látin, Sveinn, Bryndís Arnheiður, Unnur, Jón og Kristján. in eru þrjú. Eiginkona Guð- mundar er Gróa María Einarsdóttir. Seinni kona Sigurðar var Hrönn Steingrímsdóttir sem lést í júlí á síðasta ári. Dóttir Hrannar er Steinunn Fjóla Jónsdóttir. Sigurður lauk gagnfræða- skólanámi á Akureyri og stund- aði flugnám í Bretlandi en lauk því ekki. Sigurður starfaði hjá hjá Flugfélagi Íslands í Reykja- vík og var umboðsmaður þess í Vestmannaeyjum í fjögur ár. Hann réðst svo til Tollstjórans í Reykjavík og starfaði þar stærstan hluta starfsævinnar. Síðustu árin starfaði Sigurður hjá Póstinum. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 7. febrúar 2020, klukkan 11. Fyrri kona Sig- urðar er Þórey S. Kemp Guðmunds- dóttir og eign- uðust þau tvo syni, Pétur Hrafn Sigurðsson og Guðmund Ragnar Sigurðsson Kemp. Eiginkona Péturs er Sigrún Jóns- dóttir og eiga þau þrjú börn, þau Sigurð Hrafn, sem giftur er Svanhvíti Sigurðardóttur, Arn- ar og Jónu Þóreyju. Barnabörn- Elsku afi. Nú er komið að hinstu kveðjunni og hvíldarstund hjá þér. Hvíld sem er óhjákvæmi- leg en alltaf sorgleg. Á þessari kveðjustund er mér efst í huga síðasta skipti sem við kvöddumst. Ég knúsaði þig bless í hæginda- stólnum þínum og kyssti á kinn og sagði „bless afi minn, ótrúlega gott að sjá þig“. Þú sagðir „gott að sjá þig elskan mín“ með bros á vör. Í heimsóknum til þín gat ég treyst á að koma sjálfsöruggari út því það var stutt í hrósið hjá þér; hvort sem ég væri fallegri eða duglegri á leiðinni heim en þegar ég kom. Síðasta kveðjustundin var góð en mér líður þó eins og við höf- um kvaðst einu sinni enn. Í draumi, nóttina eftir að ég fékk fréttirnar, spjölluðum við saman. Þú varst hress, ekki bundinn við hjólastólinn, stóðst hjá mér og knúsaðir mig bless í síðasta sinn, sagðir að það hefði einfaldlega verið komið að þessu og að þér liði nú vel. Það er og verður sem minning fyrir mér. Þínum síðustu orðum trúi ég og leyfi þér að hvílast í friði. Jóna Þórey Pétursdóttir. Elsku langafi. Við erum þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast þér og munum sakna þess að koma ekki í heim- sókn til þín í Sóltúni enda voru það gæðastundir með þér, þú varst ávallt svo glaður að sjá okkur. Þar fengum við að ærslast og gera fim- leikaæfingar í rúminu eða keyra um í hjólastólnum, sem var mjög spennandi. Okkur þótti heldur ekki leiðin- legt þegar við knúsuðum þig bless og þú laumaðir að okkur smá pen- ing í kveðjugjöf sem vakti mikla kátínu og ákváðum við að sá pen- ingur færi í sparibaukinn. Við vitum að þér líður betur núna, að þú verður alltaf hjá okk- ur og fylgist með okkur. Arnar Logi og Einar Hrafn Sigurðssynir. Sigurður Kristinsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.