Morgunblaðið - 07.02.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Langanesvegur 31, Langanesbyggð, fnr. 216-7891, þingl. eig. Úlfur
Heiðar Marinósson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn
12. febrúar nk. kl. 13:15.
Austurvegur 1, Langanesbyggð, fnr. 222-5921, þingl. eig. Jónas
Lárusson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Langa-
nesbyggð og ÍL-sjóður, miðvikudaginn 12. febrúar nk. kl. 13:00.
Vestursíða 36, Akureyri, fnr. 215-1630, þingl. eig. Gylfi Jónsson, gerð-
arbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 11. febrúar
nk. kl. 10:20.
Eiðsvallagata 20, Akureyri, fnr. 214-5764, þingl. eig. Gauja Björg Ara-
dóttir og Hjörtur Hvannberg Jóhannsson, gerðarbeiðendur Akureyr-
arbær og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 11. febrúar nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
6. febrúar 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. NÝTT
NÁMSKEIÐ Zumba Gold 60+ kl. 10.30. Hreyfisalurinn er opinn milli kl.
9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið
kostar 250 kr., veglegir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsing-
ar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Guðmundi kl. 10. Morgunsagan kl. 11. Göngubretti, æfing-
arhjól með leiðbeinanda kl. 12.30. Línudans kl. 13.30. Bókabíllinn
kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur
kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. S. 535-2700.
Boðinn Hugvekja presta kl. 14.30. Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Slökun með Rás1 kl.
9.45. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Heimsókn frá Stakkaborg kl. 10.15. Bíó í
setustofu kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dómkirkjan Kl. 17 sálmastund, kl. 18 fjölskyldustund og kvöldverður
kl. 20. Kyrrðin hefst með hugvekju kl. 20-21, Bryndís Jakobdsdóttir.
Hugleiðsla- og bænatónlist á gong. Kl. 21 hugvekja, kl. 21.45-22
kvöldsöngur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl.
8.50. Púslum saman kl. 9-16. Thai chi kl. 9, botsía kl. 10.15-11.20.
Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið kl. 12.30-15.30. Hæðar-
garðsbíó kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía kl. 10.
Föstudagshópurinn hittist kl. 10. Handaband kl. 13. Frjáls spilamenn-
ska kl. 13-16.30. Bingó kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30 og
vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Verið
öll hjartanlega velkomin.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Smiðjan Kirkjuhvoli opin kl.
14–17. Allir velkomnir.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Prjónakaffi kl. 10-
12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30.
Bókband með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl.13-15. Velkomin.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía. kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist.
Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndaklúbbur og
bingó kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður og tálgun kl. 9-12. Botsía kl. 10-
11. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Brids í handavinnustofu 13.
Korpúlfar Tölvuráðgjöf kl. 10. í Borgum og stykrtarleikfimi á sama
stað kl. 10. Leikfimi í Egilshöll kl. 11 og skákhópur Korpúlfa í Borgum
kl. 13 og tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Stofnfundur Leiklistar-
hóps Korpúlfa kl. 14 í dag í Borgum, léttar veitingar og dagskrá, allir
hjartanlega velkomnir á hátíðarstundina. Botsía kl. 15. í Borgum.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl, 10.30. Leikfimi með Evu á
Skólabraut kl. 11. Syngjum saman á Skólabraut kl. 13 og kaffi á eftir.
Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri 30 kl. 13.30. Nk. þriðjudag
11. febrúar kl. 14. verður kynningarfundur í hátíðarsal Gróttu varðandi
námskeiðið Farsæl öldrun, en það er sameiginlegt verkefni félags-
starfsins og þjálfara Gróttu. Allir velkoknir.
Stangarhylur 4 ÍSLENDINGASÖGUR, námskeið um Eyrbyggjasögu
kl. 10 og kl. 13, umsjón Baldur Hafstað. Dansleikur Stangarhyl 4,
sunnudagskvöld 9. febrúar kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og
njótum.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Undraland, Mosfellsbær, fnr. 228-4240 , þingl. eig. Sólbjört Ósk
Jensdóttir og Björn Gunnar Rafnsson, gerðarbeiðendur Trygginga-
miðstöðin hf. og Arion banki hf. og Gildi - lífeyrissjóður,
þriðjudaginn 11. febrúar nk. kl. 10:00.
Laxatunga 25, Mosfellsbær, fnr. 230-7904 , þingl. eig. HMG ehf.,
gerðarbeiðendur Mosfellsbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og
Ísleifur Jónsson ehf., þriðjudaginn 11. febrúar nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
6 febrúar 2020
Bækur
Bækur til sölu
Árbæku Espolins, frumútgáfa,
Egils saga 1809, Kollsvíkurætt,
Barn Náttúrunnar 1. útg., Nýja
Testamentið 1813, Nýjasta
læknatalið 1, 2 og 3, lúið,
Lögfræðingatal 1- 4, Manntalið
1703, glæsiband með kápum,
Vesturfaraskrá, Ævisaga Árna
Þórainssonar 1- 6 gott band.
Íslensk bygging, Guðjón
Samúelsson, Skýrslur um lands-
hagi á Íslandi 1-5, Stafrófskver
handa börnum 1874, Eylenda 1-
2, Kötlugosið 1918, Ættir Austur-
Húnvetninga 1-4, Landsskjálftar
á Íslandi Þ.T.H., Veiðimaðurinn 1.
- 86. tbl. Skák, Heimsmeistara-
einvígið 1972, 1-23, Leikhúsmál
1940-1950, Líf og list, Byggðir og
bú, S.Þ., ‘63, Svarfdælingar 1-2,
Ættir Austfirðinga 1-9, Félags-
blað Nýalssinna, Inn til fjalla 1-3,
Ódáðahraun 1-3, Vestur-Skaft-
fellingar 1-4, Gestur Vestfirð-
ingur 1-5, Íslensk Myndlist 1-2,
Úr fylgsnum fyrri alda 1-2,
Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar
hennar, Húspostilla 1-2, 1838,
Sjúkraliðatal, Súgfirðingabók,
Íslensk þjóðlög 1974, Rit um
jarðelda á Íslandi M.L. 1880,
130 bindi Stjórnartíðindi. Á torgi
lífsins.
Uppl. í síma 898 9475
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Bíll með öllum mögu-
legum aukabúnaði
Skráður 10/2012, ný tímareim
(skipt í 152 þ.km. Framhjóladrif, 1,6
TDI, ekinn 153 þ.km. beinskiptur,
dökkbrúnn, leðurklæddur, rafmagn
í sætum, minni í sætum, stafrænt
mælaborð, dráttarbeisli, skynjarar
allan hringinn, álfelgur, navigation,
skjár með bluetooth og öllu
mögulegu, tölvustýrð miðstöð bæði
fram í og aftur í, Xenon ljós sem
elta í beygjum, kastarar, langbogar,
sumar og vetrardekk.
Uppl. í síma 615 8080
TILBOÐ
1.250 þús. staðgreitt
SKODA Superb Station
Smá- og raðauglýsingar
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Sigurður Þor-láksson fædd-
ist í Vík í Grinda-
vík 26. maí 1949.
Hann andaðist á
hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð í
Grindavík 27. jan-
úar 2020.
Sigurður var
sonur hjónanna
Þorláks Gísla-
sonar og Val-
gerðar Jónsdóttur. Systkini
Sigurðar eru: Margrét, Sæþór,
Magnús og Guðjón
sem eru látin. Þá
Halldór, Krist-
ólína, Gísli og
Gunnar.
Sigurður bjó í
Grindavík alla tíð.
Eftir hefðbundna
skólagöngu byrj-
aði hann að vinna
í Þorbirni. Árið
1970 fékk hann
hásetapláss á
Hrafni Sveinbjarnarsyni III
GK hjá Sveini Ísakssyni og var
hann einnig seinna með hon-
um á Hrafni GK. Sigurður
byrjaði sem háseti í milli-
landasiglingum á Eldvíkinni
hjá frænda sínum, Finnboga
Kjeld, eiganda Víkurskipa.
Haustið 1977 hóf hann nám
við Stýrimannaskólann og út-
skrifaðist þaðan með far-
mannapróf vorið 1981. Að
námi loknu starfaði hann
áfram hjá Víkurskipum sem
stýrimaður og skipstjóri.
Eftir að Sigurður hætti til
sjós hóf hann störf hjá neta-
gerðinni Möskva og starfaði
þar til ársins 2008 er hann
lét af störfum vegna heilsu-
brests.
Útför Sigurðar fer fram
frá Grindavíkurkirkju í dag,
7. febrúar 2020, klukkan 14.
Í dag kveðjum við elsku
Sigga frænda sem lést eftir
stutt veikindi aðeins sex dögum
á eftir bróður sínum, honum
Gauja. Þeir bræður dvöldu báð-
ir á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
í Grindavík.
Siggi sigldi á fraktskipum á
sínum yngri árum ásamt Gunna
bróður sínum og Láka frænda.
Það var alltaf svo spennandi að
koma í heimsókn til Sigga þegar
hann var að koma heim úr sigl-
ingum þegar við vorum börn.
Hann kom alltaf með eitthvað
handa okkur krökkunum; kók
og appelsínugos í dósum, fram-
andi nammi eða eitthvert dót
handa okkur.
Man að við systurnar fengum
svartar dúkkur með stóra hringi
í eyrunum og það sem okkur
þótti þær spennandi. Það átti
sko enginn sem við þekktum
svona dúkkur.
Í æsku vorum við systkina-
börnin mikið heima hjá afa of
ömmu í Vík, þar sem Siggi bjó
líka. Fengum að leika okkur í
herberginu hans og það var svo
skemmtilegt að gramsa í plötu-
safninu hans. Hlusta á alls kon-
ar tónlist sem heyrðist nú ekki
mikið á gömlu gufunni.
Siggi var mikill áhugamaður
um fótbolta og eldheitur stuðn-
ingsmaður Liverpool í enska
boltanum. Höfðu bræður hans
og fleiri gaman af því að espa
hann upp í rökræðum um hvort
Manchester United eða Liver-
pool væri betra lið. Man að
pabbi setti upp Manchester-
veggteppi í einu herbergi á Ása-
brautinni og sagði í gríni við
Sigga að hann þyrfti að hneigja
sig fyrir því. Siggi hélt nú ekki
og fyrr frysi í helvíti en að hann
myndi gera það. Einnig var
hann mikill sjálfstæðismaður og
þótti mjög gaman að taka þátt í
starfsemi félagsins í Grindavík.
Við vitum að systkini þín, þau
Gaui, Sæþór, Magnús og
Magga, taka vel á móti þér í
sumarlandinu. Hvíldu í friði
elsku frændi.
Klara og Þuríður.
Sigurður
Þorláksson
Eins og þegar eldur deyr í hlóðum
yfirgefins tjaldstaðar um haust,
vindur slökkvir hinsta gneista í glóðum,
sópar af hellu silfurgráa ösku,
sáldrar henni yfir vatn og fjörð
svo vil ég duft mitt berist burt með
þeynum
um beitilönd og þýfðan heiðamó,
falli sem skuggi á fjallsins spegil,
finni sér skjól í hlýrri mosató,
Guðmundur
Hagalín Jensson
✝ Guðmundur Hagalín Jens-son fæddist 6. mars 1962.
Hann lést 21. október 2019.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 7. febrúar
2020, klukkan 13.
heimkomið barn við barm þér,
móðir jörð.
(Þýð. Einar Bragi)
Hvíl í friði,
mamma, Jens
og Gunnjóna.
Ég var unglingur
þegar ég fékk veður
af því að Haraldur
litli bróðir hans
pabba væri kominn
með kærustu. Eins og allir
venjulegir unglingar þá ein-
kenndist tilvera mín af ótak-
mörkuðum áhuga á minni eigin
tilvist. Áhuginn var slíkur að það
var auðvelt að taka hreinlega
ekki eftir því hver hafði gift sig
eða eignast barn í fjölskyldunni.
En enginn, ekki einu sinni sjálf-
miðaður unglingur, gat látið
gleðina og hamingjuna sem
skein af þeim skötuhjúum fram
hjá sér fara.
Það var hins vegar ekki fyrr
en löngu síðar að við Kolbrún
kynntumst almennilega. Hún var
hætt að vinna vegna sinna veik-
inda og ég var sömuleiðis
óvinnufær vegna alvarlegs geð-
sjúkdóms sem ég greindist með
fyrir nokkrum árum. Mín
reynsla er sú að í svona aðstæð-
um finnst fólki það oft ekki vita
hvernig það á að vera eða hvað
það á að segja. Sumir enda á því
að segja ekkert og fjarlægjast.
Það átti heldur betur ekki við
hana Kolbrúnu. Hún kom með
styrk og æðruleysi og gaf mér
von. Von um að ég gæti fundið
einhverja eiginleika hjá mér
sjálfri sem gætu nýst mér eins
Kolbrún Jónsdóttir
✝ Kolbrún Jóns-dóttir fæddist
26. desember 1956.
Hún lést 22. janúar
2020. Útför Kol-
brúnar fór fram 4.
febrúar 2020.
og hún nýtti sér, að
því er virtist óþrjót-
andi, styrk sinn og
æðruleysi. Þó að ég
myndi ekki óska
mínum versta óvini
að fá geðsjúkdóm
eins og þann sem
ég er með þá veit
ég ekki hvort við
Kolbrún hefðum
þekkst með þessum
hætti ef svo hefði
ekki verið. Sennilega ekki.
Þrátt fyrir talsverðan aldurs-
mun áttum við Kolbrún ýmislegt
sameiginlegt annað en alvarleg
veikindi okkar. Við nutum þess
að spjalla saman yfir góðum
kaffibolla. Við áttum báðar nokk-
uð gott með að segja það sem við
vorum að meina og ekkert ann-
að. Það voru því oft einkar
áhugaverðar samræður sem við
áttum um lífið og tilveruna. En
ef það var eitthvað sem ég kunni
að meta umfram allt í fari henn-
ar Kolbrúnar var það nærgætni
hennar og hlýja gagnvart mér og
mínum veikindum. Það voru
engar væntingar um neitt annað
en það sem var. Hún reyndi
aldrei að breyta neinu í mínu
fari, engum skoðunum og engri
skynjun. Ég hafði aldrei á til-
finningunni að hún væri að von-
ast eftir neinu sérstöku. Hún
hlustaði og spurði forvitin eða
áhugasöm. Allt mátti vera eins
og það var. Líka það sem var
veikindi. Að vera með alvarlegan
geðsjúkdóm er eins og að vera
alltaf með vindinn í fangið. Að
fara í heimsókn til Kolbrúnar
var eins og að komast í skjól.
Það er með miklum söknuði
og trega að ég kveð hana Kol-
brúnu í hinsta sinn. Þakklætið
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni mun lifa enn þá sterkara í
hjarta mínu í dag og alla daga
hér eftir.
Elsku Haraldur, Steinþóra,
Valli, Vigdís og Kolbeinn, mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar á þessum erfiðu tímum.
Elín Ýr.
Elskuleg frænka okkar Kol-
brún Jónsdóttir, Dolla, er látin
eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Dolla barðist við vágestinn
með jákvæðni, lífsgleði og bjart-
sýni að vopni. Það var fallegt að
fylgjast með því hversu samhent
þau Haraldur voru og dugleg að
nýta tímann vel og hvað litla fjöl-
skyldan gerði ótalmargt
skemmtilegt saman.
Við og Dolla erum systradæt-
ur og mikil og góð samskipti á
milli systranna. Við vorum báðar
í sveit í Reykholti og gengum
seinna í Reykholtsskóla, Dröfn
vann líka á Símanum hjá Dóru
frænku. Dröfn og Dolla voru
saman í skólanum og voru þær
alltaf miklar og góðar vinkonur.
Dolla var hins vegar lítil, og
minnisstæð skotta þegar Stella
var í Reykholti. Við áttum báðar
yndislegan tíma í Reykholti, þar
var alltaf líf og fjör.
Dolla var dugleg og kraftmikil
í hverju því sem hún tók sér fyr-
ir hendur, hún var frændrækin,
glaðvær og góð manneskja. Við
vottum Haraldi, Steinþóru og
fjölskyldunni allri okkar innileg-
ustu samúð. Blessuð sé minning
yndislegu Dollu okkar!
Dröfn Vilmundsdóttir,
Stefanía Ólafsdóttir (Stella).