Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Gæða sófar á góðu verði Model 9805 L162 cm leður verð frá 369.000,- L185 cm leður verð frá 389.000,- Forval demókrata í Iowa reyndistannar ósigur flokksins í sömu vikunni. Flokksmenn kusu í byrjun vikunnar en niðurstaða liggur enn ekki fyrir og alls óvíst er hvort eða hvenær hún mun yfirleitt liggja fyrir. Bernie Sanders hef- ur lýst yfir sigri og segist hafa flest at- kvæði en Pete But- tigieg segist einnig sigurvegari.    Vandinn liggurmeðal annars í flóknum reglum um kjörið í Iowa en ekki þó síst í tilraunastarf- semi með nýja tækni. Demókratar ákváðu að taka í notkun nýtt forrit í snjall- símum til að skrá úrslitin en það fór eins og stundum vill verða; forritið brást.    Og nú þegar kallað er eftir endur-mati á kosningunni og jafnvel endurtalningu, má leiða hugann að því hvernig rafræn endurtalning á að fara fram. Hún getur það varla. Ef rafræn kosning bregst eru engir kjörseðlar til að telja að nýju og traust almennings á niðurstöðunni er lítið þegar fólk getur ekki farið yfir kjörseðlana til að sann- reyna niðurstöður.    Rafrænar kosningar eru stór-varasamar þó að ýmsum þyki þær nútímalegar og finnist púkó að efast um ágæti þeirra. Í New Hamp- shire eru þó miklar efasemdir um þær og þar benda þeir sem ráða ferðinni á að ekki sé hægt að hakka blýantana sem notast er við í kjörklefanum.    Það eru þess vegna líkur á að í NewHampshire verði í það minnsta hægt að sannreyna úrslitin. En það er svo annað mál hvort demókratar fara betur út úr því ef fólk fær að vita fyrir víst hver vann. Pete Buttigieg Rafrænt fíaskó demókrata í Iowa STAKSTEINAR Bernie Sanders Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnti í ríkisstjórn í gærmorgun samkomulag stjórnvalda við Reykjavíkurborg um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassa- hrauni vestan Hafnarfjarðar. Þegar samkomulag aðilanna var kynnt síðast- liðið haust var það með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Nú liggur það fyrir. Samkomulagið felur í sér að aðilar munu hvor um sig leggja 100 milljónir, 200 milljónir alls, til fjármögnunar rannsókna á næstu tveimur árum. Á þessum tíma verður unnið að veðurrannsókn- um, rannsóknum á vatnsvernd og öðrum umhverf- isþáttum, greiningu á möguleikum og kostnaði við greiðar landsamgöngur við flugvöll á þessu svæði og greiningu á áhrifum þess á núverandi flugstarf- semi á Reykjavíkurflugvelli ef hún yrði flutt á nýj- an flugvöll. Ef rannsóknir gefa tilefni til verður hafist handa við frekari verkefni til að hægt verði að taka ákvörðun um byggingu flugvallarins við árslok 2024. Vellinum er ætlað að taka við hlut- verki Reykjavíkurflugvallar ef af verður. sisi@mbl.is Setja 200 milljónir í rannsóknir  Fýsileiki flugvallar í Hvassahrauni kannaður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flugið Flytur innanlandsflugið í Hvassahraun? Útlit er fyrir að meira mælist af kynþroska loðnu í leiðangri sem nú stendur yfir, heldur en í loðnumæl- ingum í síðasta mánuði. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri á upp- sjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, telur þó að ekki sé tímabært að tala um einhvern kvóta, magnið sé ekki slíkt enn sem komið er. Niðurstöð- urnar verða metnar í næstu viku að leiðangrinum loknum. Auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar hafa Aðalsteinn Jóns- son SU og grænlenska skipið Polar Amaroq tekið þátt í mælingum, en Börkur NK og Margrét EA leitað loðnu til að afmarka útbreiðsluna. Árni varð var við ungloðnu vestur af Vestfjörðum og hærra hlutfall af veiðiloðnu var norður af Horni. Polar og Aðalsteinn urðu varir við hrygningarloðnu við landgrunns- kantinn austur og norðaustur af Langanesi og ungloðnu í Héraðs- dýpi. Framundan er að leita á Kolbeins- eyjarsvæðinu þar sem oft hefur ver- ið loðna á þessum árstíma. Reiknað er með að skipin, sem koma úr austri og vestri, mætist um helgina. Þokka- legt veður hefur verið til leitar í leið- angrinum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald leitar. Fréttir hafa borist frá grænlensk- um togurum um loðnu við austur- strönd Grænlands út af Angmassalik og á Dohrn-banka vestan miðlínu milli Íslands og Grænlands. Guð- mundur segist telja líklegt að þar sé að mestu um ungloðnu að ræða, en á þessum slóðum fannst talsvert af yngri loðnu síðasta haust. aij@mbl.is Útlit fyrir að meira mælist í loðnuleiðangri Ljósmynd/Daði Ólafsson Óvissa Bjarni Ólafsson AK á loðnuveiðum veturinn 2017.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.