Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 12

Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 12
12 FRÉTTIRInnlit MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Umsjón með samningaviðræðum og gerð kaupsamninga. Við greinum fjárhag og rekstur fyrirtækja og önnumst fjármögnun og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. Haukur Þór Hauksson – haukur@investis.is – Gsm. 893 9855 Thomas Möller – thomas@investis.is – Gsm. 893 9370 Steinn Haukur Hauksson – steinn@investis.is – Gsm. 849 8360 Í-MAT ehf. JG ehf. Hér eru nokkur dæmi um verkefni þar sem Investis hefur annast ráðgjöf við sölu, sameiningar eða aðkomu fjárfesta á undanförnum árum: KAUP, SALA OG SAMEINING FYRIRTÆKJA Fyrstu fundirnir sem Framsókn- arflokkurinn stendur fyrir voru í gær, föstudag. Í dag eru svo fundir á Akranesi og Norðurlandi; það er á Akureyri, Húsavík, Kópaskeri, í Mývatnssveit, og á Þórshöfn. Á morgun verða mannamót á Vopna- firði, Seyðisfirði og Egilsstöðum. Viðkoma verður svo höfð í flestum byggðum landsins á næstunni og hringnum lokað með fundi í Reyk- holti í Biskupstungum 11. mars. Í efnahagslegu samhengi „Svona fundir eru afar mikilvægir til að rækta tengslin við kjósendur og heyra hvernig landið liggur,“ segir Willum Þór Þórsson, sem fundar með Þórarni Inga Péturs- syni fyrir norðan nú um helgina. „Áherslur og starf ríkisstjórnar- innar verða í brennidepli á fund- unum nú, en mikilvægast er að hlusta eftir og taka samtalið út frá því hvað heitast brennur á hverjum stað. Innviðauppbygging, þá ekki síst í samgöngum, er stórmál úti á landi sem svo þarf að ræða í hinu efnahagslega samhengi. Loðnuleit, miðhálendisþjóðgarðurinn og veðrið mun ábyggilega bera á góma. Þetta verður spennandi samtal.“ Ný nálgun hjá Samfylkingu Á vettvangi Samfylkingar er einn- ig fundað. Í vikunni voru alþjóðlegar áskoranir, flóttamannamál og lofts- lagsvandinn ræddur á Ísafirði á veg- um alþjóðanefndar flokksins. Á mánudag verða velferðarmál í brennidepli á fundi flokksins í Hafnarfirði og efnahagsmálin á fundi í Café Orange í Ármúla 4-6 í Reykjavík, en þangað voru höf- uðstöðvar flokksins fluttar nýlega. Hjá Samfylkingu í Norðaustur- kjördæmi verður áherslan hjá Loga Má Einarssyni og Albertínu Frið- björgu Elíasdóttur á að heimsækja á lítil og meðalstór fyrirtæki í ferða- þjónustu. Guðjón S. Brjánsson fer um Snæfellsnes og á höfuðborgar- svæðinu ætla Ágúst Ólafur Ágústs- son, Guðmundur Andri Thorsson og Helga Vala Helgadóttir að eiga samtöl við til dæmis foreldra- samtök. „Á vissan hátt er ný nálgun í kjör- dæmaviku að funda með til dæmis foreldrafélögum og skólasamfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. „Á þessum vettvangi starfar gjarnan fólk sem er samfélagslega þenkjandi og hefur oft góðar hugmyndir um hvernig má bæta þess nánasta um- hverfi. Við ætlum til dæmis að fara um Breiðholt, hverfi þar sem búa 20 þúsund manns. Þar þykist ég vita að margt áhugavert sé að gerast í skól- um, íþróttafélögum, kirkjustarfi og víðar. Fyrir stjórnmálamenn er fengur að frétta af slíku.“ Hjá Vinstri grænum var tóninn sleginn með flokksráðsfundi sem hófst í gærkvöldi og er haldinn á Seltjarnarnesi. Eftir helgina fer þingflokkurinn af stað út um land og skiptir liði. Hluti flokksfólks fundar um landið vestanvert og hefur við- komu víða í Norðvesturkjördæmi, á Siglufirði og Akureyri – og mætir þar hópnum sem kemur að austan eftir að hafa fundað á Hornafirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, og Akur- eyri næstkomandi fimmtudags- kvöld. Hringnum verður svo lokað með fundum í Reykjavík. – Þá hef- ur Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra á ferð víða um land að undan- förnu og kynnt sér stöðu mála í atvinnulífinu og fleira. Maður á mann „Við komum ekki til þessara funda með pólitísk skilaboð. Þvert á móti. Tilgangurinn er miklu frekar að heyra hljóðið í fólki og vita hvað á því brennur. Hver eru viðhorfin og málefnin sem kalla á úrlausnir. Á tímum samfélagsmiðla hefur al- menningur vissulega mörg tæki- færi og leiðir til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri, en það kemur aldrei neitt í staðinn fyrir milliliðalaus samtöl maður á mann – eins og nú verða tekin,“ segir Kol- beinn Óttarsson Proppé, þingmað- ur Vinstri grænna. Rætt við þjóðina  Þingmenn funda í kjördæmaviku  Reglugerðir, loðnuleit, veður og skólamálin  Heyra sjónarmiðin Ljósmynd/Óli Björn Kárason Sjálfstæðismenn Á leiðinni vestur á firði í gær var stoppað í Búðardal og tekinn kjötsúpufundur. Ljósmynd/Bergþóra Benediktsdóttir Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir kynnti sér mál í Fjarðabyggð í vikunni og skoðaði m.a. fiskeldið. Bryndís Haraldsdóttir Willum Þór Þórsson Ágúst Ólafur Ágústsson Kolbeinn Óttarsson Proppé BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hlé verður á fundum Alþingis í næstu viku vegna kjördæmadaga og munu þingmenn flokkanna þá fara víða um landið og ræða við kjósendur um málefni líðandi stundar. Funda- herferð á vegum Sjálfstæðisflokksins hófst í Reykjavík á fimmtudags- kvöldið og svo var farið í landshorna- flakk. Í dag, laugardag, verður fundað og fyrirtæki heimsótt á norðanverðum Vestfjörðum, á morg- un á Norðurlandi vestra, og Akureyri og í nærliggjandi byggðum á mánu- daginn. Svona verður farið áfram réttsælis umhverfis landið og hringn- um lokað með fundum í Reykjavík næstkomandi mánudag. Fóður til starfa „Umræðan á fundum til dæmis úti á landi og svo á samfélagsmiðlum er gjörólík,“ segir Bryndís Haralds- dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Þegar tækifæri gefst á því að hitta fólkið í landinu, til dæmis úr at- vinnulífinu, eru oft nefnd álitaefni og verkefni sem við stjórnmálamenn getum á stundum beitt okkur í til úr- bóta. Margir hafa til dæmis talað um nauðsyn þess að grisja reglugerða- skóginn og einfalda eftirlitsstarfsemi og þar hafa vissulega náðst mikilvæg skerf. Þessi fundir eru okkur mikil- vægt fóður til áframhaldandi starfa.“ Tíu einstaklingar hafa verið rannsak- aðir hér á landi vegna hinnar nýju kórónuveiru en enginn þeirra reynd- ist smitaður af veirunni. Í stöðuskýrslu frá almannavarna- deild ríkislögreglustjóra í gær kom fram að á stöðufundi sóttvarnalæknis með áhöfn samhæfingarstöðvar al- mannavarna í gærmorgun hefði verið rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran bærist hingað til lands. Þá hefur verið haldinn fjarfundur með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma, en á þeim fundi var meðal annars rætt hvernig mögulegt væri að herða að- gerðir á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum hérlendis til að koma í veg fyrir að veiran bærist til landsins. Ákveðið var að yfirvöld á Kefla- víkurflugvelli, í samvinnu við al- mannavarnadeild ríkislögreglustjóra, könnuðu betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran bærist hingað til lands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir fundaði í gær með Samtökum at- vinnulífsins, þar sem ræddar voru viðbragðsáætlanir fyrirtækja varð- andi órofinn rekstur. Í skýrslu almannavarnadeildar kemur fram að af hálfu utanríkisráðu- neytisins séu engin áform um að flytja Íslendinga sem staddir eru í Kína heim á skipulegan hátt. Íslendingum í Kína hefur verið bent á að láta yfirvöld vita af sér með tölvupósti á netfangið help@mfa.is og fá sendar upplýsingar um stöðu mála. Morgunblaðið/Eggert Viðbúnaður Starfsfólk Landspítala er við öllu búið ef smit kemur upp. Tíu rannsakaðir vegna kórónuveiru  Reynt að koma í veg fyrir smit berist Karlmaður á fimmtugsaldri sem ár- ið 2018 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tvær nauðganir á ár- unum 2015 og 2016 var í gær sýkn- aður af seinna brotinu í Landsrétti og fimm ára dómur hans mildaður niður í þrjú ár. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað annarri konunni, þeirri sem hann var í ákæru sagður hafa farið með heim í leigubíl úr miðbænum í maí 2016 og beitt hrottalegu ofbeldi til að koma fram vilja sínum gegn. Hins vegar var staðfestur dómur yfir mann- inum fyrir nauðgun gegn konu sem hann vann með árið 2015. Í ákæru var hann sagður hafa komið óboð- inn á heimili hennar um nótt og beitt ofbeldi með því að henda henni á sófa, draga bol hennar nið- ur fyrir brjóstin, káfa á henni og sleikja, taka niður um hana buxur og stinga fingrum sínum inn í leg- göngin á henni. Konan sagði ítrek- að að hún vildi þetta ekki og reyndi að sparka í hann og bíta hann. Staðfesti aðeins annan nauðgunardóminn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.