Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 24

Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vaxta-ákvörðunSeðlabank- ans í vikunni og umfjöllun tengd henni benda ein- dregið til að fram- undan séu áframhaldandi erfið- leikar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Þetta kemur ekkert á óvart, er í raun aðeins staðfesting þess sem fyrirtækin í landinu finna fyrir. Almenningur hefur sem betur fer lítið orðið var við þetta, enda fer kaupmáttur vaxandi, sem er einsdæmi við þær að- stæður sem ríkja í efnahagslífi þjóðarinnar, eins og seðla- bankastjóri hefur bent á. Hann þakkar þetta lífskjarasamning- unum og segir bankann gera ráð fyrir að þeir gangi í megin- atriðum eftir. Í lífskjarasamningunum var stigið fram á ystu brún í launa- hækkunum þó að sumir for- ystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar vilji nú ekki kannast við það og vinni að því að sprengja samningana. Þetta á stóran þátt í að skýra þreng- ingar fyrirtækjanna á sama tíma og kaupmáttur almenn- ings fer vaxandi. Augljóst er að þetta getur ekki haldið svona áfram því að fyrirtækin verða að geta staðið undir öllum kostnaði og á það ekki síst við um launakostnað, sem víðast er meirihluti kostnaðar fyrir- tækja. En þó að vaxandi kaup- máttur sé fagnaðarefni er hin hliðin á þeim peningi sú að störfum hefur farið fækkandi. Í Peningamálum Seðlabankans kemur fram að störfum hafi fækkað á milli ára um 1,8% í október síðastliðnum, sem er vitaskuld verulegt áhyggjuefni. Á sama tíma fjölgar íbúum landsins, einkum vegna áfram- haldandi búferlaflutninga er- lendra ríkisborgara. Slíkt ástand gengur bersýnilega ekki upp til lengdar og brýnt að stjórnvöld átti sig á þeim mikla vanda sem að óbreyttu mun safnast upp. Annað sem er áhyggjuefni þegar staða og horfur fyrir- tækja eru skoðaðar er sam- dráttur í fjárfestingum at- vinnulífsins, sem helst í hendur við minnkandi útlán til fyrir- tækja. Þetta er nokkuð sem Seðlabankinn verður að skoða af mikilli alvöru, ekki síst nú þegar hann hefur einnig með höndum fjármálaeftirlit. Vaxta- lækkun við núverandi aðstæður var skiljanleg og viðurkenning á efnahagsástandinu. Hún hef- ur þó lítið að segja standi at- vinnulífinu ekki til boða að taka lán til að fjárfesta sem almennt er grundvöllur þess að hægt sé að fjölga störfum. Ríkisvaldið og sveitarfélögin verða einnig að grípa til þeirra ráðstafana sem þeim standa til boða til að örva at- vinnulífið og tryggja vöxt og vel- megun í landinu. Alþjóðlegur sam- anburður og sögulegur sam- anburður sýna að skattar eru nú allt of háir hér á landi og hafa verulega neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja. Lítill skiln- ingur virðist á þessu. Nefna má sem dæmi að á fundi borgar- ráðs í lok janúar fögnuðu borgarráðsfulltrúar meirihlut- ans miklum tekjum af fast- eignagjöldum og sögðu þau endurspegla „að borgin er í sókn á öllum sviðum“. Stað- reyndin er þó sú, eins og fram kom til dæmis í viðtali við Sig- urð Hannesson, framkvæmda- stjóra Samtaka iðnaðarins, í Viðskiptamogganum í vikunni, að fasteignagjöld „hafa hækkað gríðarlega á fáum árum. Við núverandi aðstæður á að lækka fasteignagjöldin og auðvitað ætti stærsta sveitarfélag lands- ins – athafnaborgin Reykjavík – að standa undir nafni og lækka fasteignagjöldin til að efla atvinnulíf í borginni.“ Sigurður nefndi einnig tryggingagjaldið, sem er mjög hátt og leggst þungt á atvinnu- rekendur eins og hann benti á. Vissulega hefur þetta gjald þokast niður, en það breytir því ekki að það er enn miklu hærra en eðlilegt getur talist og dreg- ur verulega úr getu fyrirtækja til að hafa starfsfólk í vinnu, hvað þá að fjölga störfum. Þrátt fyrir ýmiss konar vanda í efnahagslífinu nú um stundir er grunnurinn traustur og tækifærin víða ef hið opin- bera tryggir að umhverfi fyrir- tækja leyfi að þau grípi þessi tækifæri. Ábendingar um þetta komu meðal annars fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergs- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og Heiðrúnar Lindar Marteins- dóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins á fimmtudag. Þau töldu Ísland að mörgu leyti í öfundsverðri stöðu, en að sam- keppnishæfni landsins þyrfti að batna, meðal annars með lækk- un skatta. Ísland hefur allar forsendur til að ná sér hratt upp úr öldu- dalnum, en til að það takist verða allir að leggjast á eitt, hið opinbera, fyrirtækin í landinu og verkalýðshreyfingin. Með því má ekki aðeins verja kaup- máttinn heldur leggja grunn að áframhaldandi vexti hans. Mis- takist þetta og þrengingar haldi áfram í atvinnulífinu er hins vegar óhjákvæmilegt að kaupmáttur almennings gefi eftir. Það má ekki verða. Þrátt fyrir þreng- ingar nú er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið} Viðsjárverðir tímar M innkun greiðsluþátttöku sjúk- linga er eitt af þeim atriðum sem ég hef sett í sérstakan forgang í embætti heilbrigðis- ráðherra. Í fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2024 eru 3,5 milljarðar króna sérstaklega ætlaðir til að draga úr kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu og auka á móti framlög hins opinbera. Fyrir áramót kynnti ég áform um ráðstöfun 1,1 millj- arðs króna af þeirri upphæð til að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga á næstu tveimur árum. Við höfum nú þegar minnkað greiðsluþátt- töku öryrkja og lífeyrisþega í tannlæknakostn- aði og fellt niður komugjöld fyrir öryrkja og aldraða á heilsugæslur og hjá heimilislæknum. Á næstu tveimur árum verða komugjöld í heilsugæslu felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkra- trygginga fyrir tannlæknisþjónustu, lyf og tiltekin hjálp- artæki verða auknar og reglur um niðurgreiðslur ferða- kostnaðar verða rýmkaðar. Hluti aðgerðanna kom til framkvæmda strax um nýlið- in áramót, og hefur því þegar tekið gildi. Fyrsta skrefið í því að fella niður komugjöld í heilsugæslu var stigið 1. jan- úar 2020, þegar almenn komugjöld í heilsugæslu lækkuðu úr 1.200 krónum í 700 krónur. Þetta á við um komur fólks á dagvinnutíma á heilsugæslustöð þar sem viðkomandi er skráður. Börn, aldraðir og öryrkjar greiða eftir sem áður ekki komugjöld í heilsugæslu. Hinn 1. janúar síðastliðinn voru hormóna- tengdar getnaðarvarnir felldar undir lyfja- greiðsluþátttökukerfið fyrir konur sem eru 20 ára eða yngri og öllum börnum sem fæðast með skarð í efri tannboga eða með klofinn góm var með reglugerð tryggður réttur til endur- greiðslu vegna tannlækninga og tannréttinga sem nemur 95% af gjaldskrá tannlæknis. Ný reglugerð um ferðakostnað sjúkra- tryggðra og aðstandenda þeirra innanlands tók líka gildi í byrjun árs. Með reglugerðinni verður m.a. komið til móts við þá sem þurfa reglulega að ferðast um lengri veg vegna blóð- skilunar og enn fremur er það nýmæli að greitt verður fargjald fylgdarmanns konu sem þarf að takast ferðalag á hendur til að fæða barn á heilbrigðisstofnun eða sjúkrahúsi. Fram undan eru enn frekari aðgerðir til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga á ýmsum sviðum heil- brigðisþjónustunnar. Þessar breytingar eru mikilvæg skref í átt að því marki að greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustu verði á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Enginn ætti að þurfa að neita sér um nauðsynlega heilbrigðis- þjónustu. Minnkun greiðsluþátttöku sjúklinga er afger- andi þáttur í því að jafna aðgengi fólks að þjónustu heil- brigðiskerfisins og sporna við heilsufarslegum ójöfnuði af félagslegum og fjárhagslegum ástæðum. Svandís Svavarsdóttir Pistill Sjúklingar borga minna Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Afkoma flestra sveitarfélagalandsins er góð og rekstr-arafgangur þeirra munfara vaxandi á komandi ár- um gangi áætlanir eftir. Ef litið er til seinasta árs gera sveitarfélögin þó ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- hlutans á yfirstandandi ári verði að- eins verri en fjárhagsáætlun ársins 2019 fól í sér, eða sem nemur 1,8% af tekjum í stað 2,5% í fyrra. Þetta má lesa út úr nýrri saman- tekt Sambands íslenskra sveitar- félaga um fjárhagsáætlanir 70 af 72 sveitarfélögum landsins, sem birt hefur verið í fréttabréfi hag- og upp- lýsingasviðs sambandsins. Afkoman á þessu ári verður al- mennt jákvæð meðal sveitarfélaga eða sem nemur samtals um 6,7 millj- örðum króna. Af þessum 70 sveit- arfélögum verða þó átta sveitarfélög með hallarekstur á árinu þ.e. skila neikvæðum rekstrarafgangi en tólf sveitarfélög áætla að rekstrar- afgangur ársins verði yfir 8% af tekjum. Í 23 sveitarfélögum má gera ráð fyrir að rekstrarafgangurinn verði frá 0 til 1,9% af tekjum ársins en í 24 sveitarfélögum landsins er áætlað að afgangurinn verði yfir 4% af tekjum. Á næstu árum eða allt til ársins 2023 er nú gert ráð fyrir að heildar- tekjur sveitarfélaganna muni aukast um 12,4% eða úr 372 milljörðum á þessu ári, í 418 milljarða á árinu 2023. Á sama tíma munu heildargjöldin aukast, gangi þetta eftir, úr 358 millj- örðum upp í 395 milljarða, sem er 10,3% hækkun. Afkoman mun því batna umtalsvert gangi þessar áætl- anir eftir. Í heild munu sveitarfélög lands- ins því vera rekin með tæplega 4% af- gangi árið 2023 en 1,8% áætluðum rekstrarafgangi á þessu ári eins og fyrr segir. Yfirlit yfir sjóðstreymi sveitarfé- laganna varpar ljósi á handbært fé þeirra á hverjum tíma og hvernig fjármunum er ráðstafað og fjárfest- ingar fjármagnaðar. Veltufé frá rekstri sýnir hversu mikið er afgangs til að standa undir fjárfestingum og greiða niður skuldir. Á landsvísu má sjá að í ár hefur veltufé frá rekstri lækkað sem hlutfall af tekjum og verður í heildina 8,2% samkvæmt fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna en það var 9,4% í fyrra. Hjá Reykja- víkurborg er hlutfallið 5,7% af tekjum á þessu ári en samantekið er það 8,7% í öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu og enn hærra er hlutfallið í sveitarfélögum á lands- byggðinni eða 10,2% á yfirstandandi ári gangi áætlanir eftir. Tvö sveitar- félög skila neikvæðu veltufé frá rekstri í ár en í 25 sveitarfélögum er hlutfallið yfir 10%. 19 milljarða lántaka Sveitarfélög landsins ætla að taka ný langtímalán upp á samtals 19 milljarða á þessu ári. „Í ljósi áforma um fjárfestingar munu sveitarfélögin taka ný langtímalán í ár sem nemur hærri fjárhæðum en afborganir af slíkum lánum. Skuldir og skuldbind- ingar A-hluta munu þó lækka sem hlutfall af tekjum, verða 103% árið 2020, en 105% samkvæmt fjárhags- áætlun 2019,“ segir í umfjöllun sam- bandsins. Heildarskuldir sveitarfélaganna (A-hlutans) munu í árslok nema um 382 milljörðum skv. fjárhagsáætl- unum þeirra eða sem nemur 103% af heildartekjum eins og fyrr segir. Tvö sveitarfélög á landinu gera ráð fyrir að skuldahlutfallið verði yfir 150% en ekki kemur fram hvaða sveitarfélög það eru. 26 sveitarfélög sem standa best hvað þetta varðar gera ráð fyrir að hlutfallið verði undir 50% af heildartekjum þeirra. Skulda- regla sveitarstjórnarlaganna kveður eins og kunnugt er á um að skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta skuli ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. 62 sveitarfélög í plús en átta glíma við halla 8 23 11 11 5 12 Rekstrarafgangur sveitarfélaga Dreifi ng áætlaðs rekstrarafgangs 2020, í hlutfalli við tekjur Rekstrarafgangur sveitarfélaga 2020-2023 25 20 15 10 5 0 16 14 12 10 8 6 4 2 0 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% <0% 0-2% 2-4% 4-6% 6-8% 8%+ 2020 2021 2022 2023 Fjöldi sveitarfélaga Rekstrarafgangur, ma.kr. % af tekjum Í tíu stærstu sveitarfélögunum, þar sem búa tæplega 80% landsmanna, varð rekstrar- afgangur meiri í fyrra en áætl- anir gerðu ráð fyrir, eða 3,4% af tekjum í stað 2,1%. Fjárhags- áætlanirnar fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir að afkoma þessara tíu stærstu sveitar- félaga verði lakari en í fyrra og rekstrarafgangurinn 1,3% af tekjum en 4,2% árið 2018 og 3,4% 2019. „Gangi áætlanir eftir mun veltufé frá rekstri verða mun minna en árið 2019. Samdrátturinn nemur tæpum 19%,“ segir í útkomuspá Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Tíu stærstu sveitarfélögin réðust í miklar fjárfestingar í fyrra og á árinu 2018 og er útlit fyrir að svo verði áfram og verði 13,7% af tekjum í ár en bent er á til samanburðar að á árunum 2015 og 2016 námu fjárfestingar að- eins röskum 7% af tekjum. Afkoman lakari en í fyrra TÍU STÆRSTU SVEITARFÉLÖG LANDSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.